Vísir Sunnudagsblað - 15.06.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 15.06.1941, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Domedes Invalides, ein af frægustu byggingum París- ar, og þar sem ýmsir mestu menn Frakklands' eru grafnir. ur, sumir þeirra, eins og Ar- mand Sylvéstre, Catulle Mendés og Henri Lavedan, náðu mikl- um árangri og viðurkenningu. Meðal þessara blaðamanna kynntist eg einum amerisk- um, John Brass að nafni. Hann var að fara í veiðiferð til Skot- lands, og bað mig að taka við starfi sínu á meðan hapn væri fjarverandi, sem fréttaritari bJaðsins „Tlte World“, sem Jos- eph Pulitzer stjórnaði. Hanu sagði, að starfið væri einkum fólgið í ])ví, að senda skemmti- iega orðuð fréttaskeyti á hverj- um morgni. Er eg bað hann að skýra starfið nánar fyrir mér, sagði Iiann: „Ef engar fréttir eru, þá býrðu til lygasögu og sendir Pulitzer. Það liefir iiann sjálfur sagl okkur að gera.“ Brass fór á refaveiðar ti! Skotlands, en eg sendi Pulitzer fjölda af fréttaskeytum, sem vöktu mikla eftirtekt. — Þau voru m. a. á þessa leið: „Geysistór loftsteinn kom i nótt, svífandi niður og lenti_ i Signu með svo miklum gaura- gangi, að turnarnr á Notre Dame kirkjunni gengu úr skorðum. Næturdrósirnar, sem Iialda sig við Signu-brýrnar, urðu svo skelkaðar, að þær hröðuðu sér heim og fóru einar í háttinn. Iljá iúnum kunna stórbónda Qhanleloup í Asni- éres átti cin kýrjn folald í nótt sem leið. — Kl. 5% í morgun slöðvaðist straumurinn skvndi lega í Signu. Hún rennur þó é ný, en af einhverjum m.isgán ingi,öfuga leið við það sem áðui var. Frá Trakhar i Lillu-Asíu kémur frétl um, að nýtt guð- spjall liafi fundizt, sem bætir upp Lúkasar og Markúsar guð- spjöllin, og líkist einna mest guðspjalli Jóhannesar. (Þessi frétt virtist falla Pulitzer sér- lega vel; hann sendi hraðskeyti; „Splendid, more!“ = ágætt, meira!). •— Lyfjafræðingur i „Rue de Mozart 67“ hefir frám- leitt skeggsmyrsl, sem er mesta undra lyf. Margir drengjanna í Trocadero skólanum, komu aft- ur úr sumarfriinu með 8 þuml- unga langt yfirskegg. —- Hinn stóri og vel vaxni api, semFerr- on hershöfðingi kom með frá Kambodja, klæddi sig um dag- inn í einkennisbúning hershöfð- ingjans, sem hékk til þerris. Hann fór með þríkantaða hatt- inn og stórlcross heiðursfyllc- ingarinnar á brjóstinu, til her- skálans; valctirí heilsaði að her- mannasið. — Spenningurinn meðal þýzlcra fursta, sem elck- ert furstadæmi hafa til umráða, fer stöðugt vaxandi, því heyrst hefir, að Yiktoria drottning ætli að giftast aftur.-----“ Margar af þessum lygasög- um, sem voru ætlaðar hinni svo kölluðu „Gulu pressu“, voru svo endursímaðar til blaða i Evrópu. — Þessu fréttaritara- starfi mínu laúlc þó fy7r en til stóð, með því að .Tohn Brass lcom fvr en búist var við, í öng- um sinum, og stórskelkaður yf- ir símskeyti, sem Pulitzer hafði sent honum. Ilann leit á mig með torlryggnislegu augnaráðí, og tók sjálfur við fréttasending- unum á ný. Annars voru þetta viðburða- rílcir límar og góðir dagar fyrir blaðamenn. Tengdasonur lýð- veldisforsetans, Jules Crévy (forseti 1879—1887) varð upp- vís að því að selja heiðurs- merki. Allt komst á annan end- ann, — „hitabylgjan“ náði há- marki sínu með allmiklum róst- um, í þinginu. Crévy var ncydd- ur til að láta af embætti, en í hans stað var Sadi Carnot kos- inn forseti (Carnot var forseti 1887-^-1894. Hann var verlc- fræðingur að menntun, fæddur í borginni Limoges 1837, en var myrtur í Lvon árið 1894). Um vorið 1888 varð eg svo að halda heimleiðis, en átti þá um leið viðdvöl nolckra í Lon- on. Kom þar fyrir mig lítið at- vik, sem eg ætla að skýra nánar frá. Kvöld eitt var eg i sam- kvæmi „Skandinaviska félags- ins þar í b'orginni, það hafði til húsa i Strandgötu. Helztu menn félagsins voru nolckrir sænslcir timbur-heildsalar. Það voru mestu kjarna karlar, sem höfðu góða matarlyst og drukku mik- ið. Eg var næsta óvanur neyzlu sterkra drykkja, og hafði aldrei bragðað „whisky" eða brenni- vín, en lét að þessu sinni til leið- ast, fyrir áeggjan þeirra, að drelcka nolckur glös, en varð brátt all forviða, er mér fór að finnast gólfið ganga í bylgjum undir fótum mér, og sá þann kost vænstan ,að kveðja og lialda af stað heimleiðis. En er eg lcom út á götuna, fannst mér bylgjugangurinn ágerast að mun, og það kom, heldur ekki að notum, þó eg leitaðist við að styðja mig við ljóslcersstólpa, — hann geklc lílca í bylgjum! — Eg var ringlaður, en leitaði þó i fraklcavasanum að gatnaleiðar- vísi, en fann í hans stað nýj- asta blað „Times“ — og rýndi í blaðið, þrátt fyrir öldugang- inn og reyndi að finna gististað minn í Hunterstræti. Til allrar bölvunar bar að í þessum svifum náunga, sem rið- aði ískyggilega milcið, er hann gelck. Hann horfði á mig um stund, eins og hann ætlaði að talca mynd af mér, lók af mér pípuhattinn og setti á hausinn á sér, en tróð sínum, gamla, gráa, skítuga hattlcúf á mig. Eg kallaði á lögregluþjón, en eng- um þeirra þólcnaðist að vera á þessum slóðum. Svo „sigldi“ eg af stað, og að gömlum og góð- um sjómannasið stýrði eg eftir stjörnunum. Er eg slangraði þannig, voru dyrnar á „lclúbb- húsi“ einu opnaðar, og út komu þrír dálitið „svinlcaðir“ spjátr- ungar, þeir ætluðu að stíga upp í vagn, sem beið þeirra. Mér virtist sem einn þeirra væri gamall kunningi minn, svo eg sagð kumpánlega: „Gott kvöld Sophus! — How do you do !“ Við þessa óvæntu kveðju fóru mennirnir að gefa mér gaum, Eiffelturninn. Eiffelturninn er hæsta bygging Parísar, eöa réttra 300 metra hár. Hann gnæfir yfir borgina, og er þaðan útsýni nrílciö, bæöi yfir París og nágrenni. Stundum hafa þeir, sem lífsleiSir voru, gengið upp í turninn og kastað sér niöur. Fyrir rétturn 70 árum komst Gambetta og nokkrir aörir leiötogar Frakka undan í loftbelg, er Frakkar sátu um París. Þessi loftbelgur, sem myndin er af, er eftirlíking af hpnum.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.