Vísir Sunnudagsblað - 15.06.1941, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 15.06.1941, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Sigurboginn í París. Frá þingfundi í Versölum fyrir stjórnarbyltinguna 1789. Jólaliald 1 lierteknii landi. Kafli úr bréfi frá frú Steinunni Hayes, kristniboða í Kína. • Lesendum blaðsins mun kunnugt, að frú Steinunn Hayes frá Mið- felli er elzti íslenzki kristniboðinn, og er enn við störf í .stórborg í þeim hluta Kínaveldis, sem verið hefir í Jiöndum Japana síðústu árin. Þau hjónin Hayes eru bæði læknar og veita forstöðu stóru sjúkrahúsi þar eystra. — Síðasta bréf frúarinnar er dagsett 15. jan. s.L, og var tæpa 3 mán. að komast til íslands. S. Á. Gíslason. og einn þeirra, sem eg þóttist þekkja, benti á mig og sagði: „Þetta er auðsjáanlega Hollend- ingur! Við skulum þefa og vita hvort ekki er ostlykt af hon- um.“ — Óku þeir svo af stað í vagninum. Það var komið undir morgun, þegar mér tókst um síðir að fijina hinn virðulega gististað minn, og hafði eg þá haft langa og harða útivist. — Um morg- uninn svaf eg nokkru lengur en venjulega. En þar sem mér datt í hug, að vera kynni að eg hefði elcki gengið tillilýðilega liljóð- lega um, er eg kom, dubbaði eg mig upp m,eð bezta móti, til að láta á engu bera, og arkaði inn í borðstofuna, með sakleysis- legu brosi. Fyrir borðendanum sat húsmóðirin, venju fremur k'uldaleg i viðmóti, ásamt hirð sinni, virðulegum hóp gamalla piparmeyja, sem tuggðu baut- ann „upp á dönsku“, eins og Jónas Hallgrímsson kallaði það (þ. e. með framtönnunum). — Meðal þeirra var einnig fullorð- inn maður á síðfrakka, heldur bragðlaus á svip. Sýnilega and- legrar stéttar maður. Enginn þeirra sagði orð. En hið áhyggjufulla augnaráð þeirra sagði meira en löng á- minningarræða. Mér fannst eg vera auðvirðilegt úrhrak. Eg komsl hrátt að þvi, að það er algengt í London, ef prúðbúinn hefðarmaður reikar eftir göt- unni, að meðlimir bindinc^sfé- laganna veita þeim, sem þannig er ástalt fyrir, eftirför, og mála grænan kross á gangstéttína fyrir framan húsið, þar sem sökudólgurinn býr! (Væri ekki rétt fyrir„Áfengisvarnarnefnd“, bann- og bindindisfrömuði, >ð reyna þessa aðferð hér í okkar kæru liöfuðborg?) Þetta tákn „yfirsjónanna“ er ekki auðið að ,þvo burt með vatni, þar þarf róttækari aðgerða við. Og elcki er við það komandi, að vinnu- stúlkurnar fáist til að fást við það. — „Heiðarlegt“ fólk, sem á leið þar um, staðnæmist, til að láta vanþóknun sína í ljósi. Árla næsta morgun fékk eg ein a af „ringustu“ þegnum Viktoríu drottningar til þess, undir minni eigin umsjá, þrátt fyrir misk- unnarlitið augnatillit nágrann- anna, að afmá þetta tákn um nætursvall mitt. Þegar grqeni krossinn var horfinn, varð húsmóðirin ástúð- in sjálf við mig. Piparmeyjarn- ar brofjtu eins og á bernsku- dögum og klerkurinn heilsaði mér með handabandi. S. K. Steindórs þýddi lausl. Frú Steinunn skrifar: Aðalstarf okkar undanfarið er að seðja fátæka og sinna sjúkum. Jólahaldið var i fáum orðum á þessa leið: Á heimili okkar var enginn viðhafnar jólaverður né jólagjafir, eins og áður var. En við reyndum að hjálpa fá- tækum og sjúkum eins og unnt var. Við keyptum dálítið af keti til að bæla upp hrísgrjónagraut- inn, sem venjulega er veittur eintómur. Þótti þeim, er þáðu, það mikil tilbreyting og góð. Þetta var jólamaturinn á öllum 6 úthlutunarstöðvunum okkar. Fjölsóttasta matarstöðin er á kirkjulóðinni okkar. Þar fengu 1336 fátæklingar ókeypis mál- tið á jóladagsmorgun, var á- nægjulegt að geta satt svo marga, en þvi miður urðu 600 fná að hverfa, því að ekkert var eftir handa þeim. — Venjulega fá 1000 manns eina máltíð á dag á þessari stöð. Kcma, sem starfað hefir hér nokkur ár á vegum kristniboðs- félags okkar, hefir stofnað dag- Jieimili fyrir börn flóttamanna; hún bauð þeim 75 til jólafagn- aðar heima hjá sér og þar fengu þau posa með kölcum og öðru góðgæti. Þeggr þau fóru, gengu þau í skipulögðum röðum eftir götunni og sungu við raust kín- verskan barnasálm, er byrjar á orðunum: „Jesús Kristur elskar mig.“ Okkur fannst það bæði hríf- andi og átakanlegt, að heyra og sjá blessnð börnin, fátæk, töfra- leg og mörg munaðarlaus syngja lofsöngva á almanna- færi. Það minnti oss á, að Jvrist. nr mælti: „Fagnaðarerindið er fátækum boðað.“ Jóladagskvöld veittum við hjónin starfsfólki sjúkraliúss- ins og fjölskyldum þess, 75 manns alls, einfalda máltíð. Það liefði ekki þótt veglegur jólaverður fyrrum, en nú var honum tekið með fögnuði. Annars er ástandið hér svipað og þegar eg skrifaði síðast. Þér skiljið, að eg get ekki skrifað neitt greinilega um það. Margir kristniboðar hafa far- ið héðan heimleiðis til Norður- Ameríku. (Þó hefir „Upplanda- kristniboðið í Kína“ ekki kallað kristniboða sína heim, lieldur látið þá fara allmarga inn til vestur-fylkjanna frjálsu, þegar allar dyr lokuðust þeim í her- teknu fylkjunum). Við hjónin erum ekki farin ennþá að búast til lieimferðar. Við verðum hér meðan vært er; því að hér er þörfin svo afar brýn. Norsku kristniboðshjónin ungu eru enn lijá okkur. Þau geta enga fjárhagshjálp fengið frá Noregi til að komast lil kristniboðsstöðva sinna við landamæri Tíbets og Kína, og eru alveg févana. Ef einliverjir Islendingar hefðu í huga að styðja norska kristniboða á meðan stríðið stendur, þá veit eg enga, sem fremur ættu þann stuðning skilið en þessi hjón. Þau eru áhugasöm, dugleg og'guði helg- uð. Okkur langar ekkerk til að losna við þau, en við sjáum hvað þau þrá að -komast til stöðva sinna og vinna þar að köllun sinni. Þau eru bæði lút- ersk og eg treysti þeim svo vel að mér væri ljúft að kosta starf þeirra að öllu ’leyti, ef eg ætti nokkurt fé til þess. Síra Jóhann Hannesson*) þekkir þau vel. Frú Westerborg er ekki nema 21 árs að aldri, mesta fríðleiks- kona, og allt dagfar hennar samsvarandi y tra litliti. Hr. Westerborg er liraustur og karl- mannlegur og fús til að fórna lifi og kröftum fyrir drottinn. .... Berið öllum kristniboðs- vinuni á íslandi kveðju okkar hjóna. Við minnumst oft ís- lands...... Steinunn Hayes. *) Ái’itun sira Jóhanns var nýlega birt alröng í Kristilegu vikublaði og set eg liana því hér í’étta: R. Jóh. Hannesson, c/o Noi’wegian Lutheran Mis- sion. Yiyang, Hunan. China.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.