Vísir Sunnudagsblað - 15.06.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 15.06.1941, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ §ÍÐM I Blarneyhöll í Cork á írlandi er merkisteinn einn, sem er lieilagur og auk þess mjög þýð- ingarmikill í augum Ira. Á hverju ári fara þúsundir manna, ungra og gamalla, pífagríms- ferðir upp til Blarneyhallar til að kyssa þenna undrastein. Það er hinsvegar allskonar ó- þægindum hundið að kyssa steininn. Maður verður að leggjast á hakið, kyssa steininn að neðan. í öryggisskyni er sett ól um herðar manns og haldið í fæturna. Annars getur maður hrapað nokkurar mannhæðir. Nýlega fóru nokkurar sýn- ingarnefndir í Ameríku fram á það, að fá þennan stein þangað vestur, í því skyni að sýna hann þar og græða á honum fé. Átti steinninn að fara í 12 mánaða ferð um Bandaríkin og fara af einni sýningunni á aðra. Fyrir hvern koss átti hlutað- eigandi að greiða 1 dollar, og hehninginn af því átti eigand- inn írski að fá. En írar mótmæltu kröftug- lega, að steinninn yrði sendur á brott, því eðli hans er að ljá þeim brautargengi og verða þeim til giftu, sem kyssa hann. • í Budapést gengur ung stúlka á milli borðanna í veitingasölum borgarinnar og selur blóm. Það út af fyrir sig, að ung stúlka gengur á milli borða í veitingahúsi og selur blóm, er ekkert merkilegt. En hvað þessa stúlku snertir, horfir málið al- veg sérstaklega við. Hún heitir Lisa ‘Bérébes, las læknisfræði, en varð að hætta námi vegna fá- tæktar þegar faðir hennar dó. Hún leitaði sér að atvinnu, en fékk hvergi neitt að gera. Högum hennar var loksins þannig háttað, að hún var að því komin að stytta sér aldur. Hún svalt, hún hafði ekki þak yfir höfuðið og hún átti ekki nema tællur til'að klæða sig i. En einmitt liegar fátækt hennar var sem allra mest og örvæntingin í almætti, - var henni tilkynnt að frændi hennar einn hefði dáið og arfleitl hana að eigum sínum, er námu 200.000 sterlingspundum, án þess að hann hefði hugmynd um livernig á stóð fyrir henni. Hann hélt þvert á móti að hún væri rík og lifði í „vellystingum praktuglega“. Þess vegna setti hann það að skilvrði í arfleiðslu- skránni, að hún seldi blóm í sex miánuði til þess að hún fengi að reyna hvað vinna væri. Hann gat þess í erfðaskránni, að hann teldi það standa hverri mann- eskju fyrir þrifum, ef hún þekkti ekki heilnæmi vinnunn- ar. • Hér er önnur saga um arf- leiðsluskrá — einnig frá Ung- verjalandi. Svinaeigandi einn í Temesvar í Suður-Ungverjalandi hafði efnast vegna iðni sinnar og dugnaðar, svo að hann var orð- inn all-fjáður maður. En liann átti son, erkiletingja og eyðslu- segg, sem eyddi ævi sinni í ó- hófi og svalli og safnaði ístru. Þrátt fyrir áskoranir föðursins, að laka sér eitthvað nýlilegl fyrir hendur, hélt hann upptekn- um hætli áfram. Hann óskaði ]iess heitast af öllu að gamli maðurinn lirykki upp af til að hann gæti farið með reiturnar eftir eigin geðþótta. En gamli maðurinn lét ekki að sér hæða. I arfleiðsluskrá sinni svipti hann son sinn arfi, nema því að- eins að liann uppfyllti sett skil- yrði, einskonar próf, sem piltur- inn varð að standast til að hljóta arfinn. Þessi skilyrði voru í þvi fólgin, að ístrubelgurinn varð að lilaupa 100 metra á 13 sekúnd- um, stökkva 4.50 m. langt og 1.10 m. hátt. * Og nú varð þessi vesalings iðjuleysingi í fyrsta sinni að taka á því sem liann átti til. Á hverj- um degi varð hann að beita allri sálar- og líkamsorku lil þess að ná settu marki. Dags daglega varð hann að æfa sig, hlaupa og stökkva, og loks komst liann svo langt, að hann gat uppfyllt hin settu skilyrði. En þá var áreynslan orðin lion- um að nautn, hann kunni orðið bæði að meta og beita viljaorku sinni og gamla manninum hafði tekist það sem hann ætlaði sér, að gera nýtan og dugandi mann úr syninum. • Ljósið er það hraðamesta af öllu því sem hratt fer í veröld- inni og menn enn þekkja. Það fer 300.000 km. á sekúndunni, en það svarar því að það færi 7Y> sinnum umhverfis jörðina á þessari einu sekúndu. Þrátt fyrir þetta er Ijós surnra stjarna, sem við sjáum, mörg ár að ber- ffst til okkar. Hvílík órafjarlægð er það ekki! Til samanburðar við ljóshrað- Komdu kisa mín, kló er falleg þín, og grátt þitt gamla trýn. Mikiö malar þú, mér þaö líkar nú. Víst ert þú vænsta hjú . ann má geta þess, að jörðin fer 30 km. á sekúndu, Jesse Owens — svarta halastjarnan — hleyp- ur 100 m. á 10.2 sek. Heimsmet í bifreiðaakstri var 490 km. á klsfc Hraðamesta skip var til skamms tíma franskur tundur- spillir, sem fór 85 km. á klst. Þýzka farþegaskipið Bremen fór 52 km. á klst, Normandi fór 55 km. og Queen Mary eitthvað hraðara. Þessi skip hafa öll keppst um að ná í „bláa bandið“ — band sem reyndar er alls ekki til nema í hugum fólks. Bláa bandið er ekki annað en táknrænn heiður. Það -er sagt að sæljónið geti synt 132 km. á klst. En mest tækni í liraða, sem náðst hefir, er hraði póstrakettuflugvélar einnar amerískrar, sem komst 1300 km. á klst., en það samsvarar því, að vélin j’rði að- eins fáeinar klukkustundir frá New York til Berlín. „Eg er að hugsa um að selja á stofn kvikmyndahús-----------“ „Vel hugsað, þá getur þú ef til vill gx-ætt peninga.“ „Það er ekki vegna pening- anna, mér þætli bara gaman að sjá meira konmia mína og börn- in en eg geri.“ Kærastan: „Ætlarðu nú líka að elska mig þegar eg er orðin gráhærð ?“ Banar margri mús, mitt og friðar hús. Ekki’ er á þér lús, oft þótt spilir brús. Undra sniöug, líka liöug leikur, bæöi snör og fús. Viö skulum drekka dús. „Hvernig dettur þér í hug að spyrja svona? Eg, sem hefi þó elskað þig ljóshærða, dökk- hærða og rauðhærða!“ Áhyggjufull móðir: „Er hann stærðfræðikennari? Bara að það geti nú farið vel, þú sem ert svo óútreiknarileg!“ Dómarinn spyr vitnið: „Eruð þér giftar?“ Hún andvarpar. — Dómarinn segir við ritarann: „skrifið þér — ógift.“ Dómarinn spyr vilnið: „Eruð þér kvæntur?“ Hann andvarpar. — Dómarinn segir við ritarann: „Skrifið þér — kvæntur“. • Til forna seldu Persar læknis- hjálpina eftir mati á sjúkling- um. Venjulegir horgarar urðu að borga einn asna fyrir bót meina sinna, en landstjórar f jóreykisvagn með liestum fyrir. Fyrir að lækna uxa varð að borga með asna, sama hvort sjúklingurinn var ríkur eða fá- tækur. Nokkuð áþekku máli gegndi um hinn heimskunna lækni Paracelsus sem var uppi i lok miðaldanna. Hann tók offjár af þeim sem áttu auðvelt með að borga læknishjálpina, en gaf fátækum hana. ;

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.