Vísir Sunnudagsblað - 03.08.1941, Page 1

Vísir Sunnudagsblað - 03.08.1941, Page 1
•• **A 1941 Sunnudaginn 3. ágúst 31. blad Ég stend út við gluggann og stari í kvöldhúmið blátt. Strætið er mannlaust og bærinn svo dreymandi hljóður. Háreysti og starfsgnýr, sem hálfgleymdur, þagnaður óður úr huganum fjarar við rökkursins andardrátt. Þokusvif læðist með brekkum um bjargsillu og nöf. Blikar við sjónarrönd aldan í kveldgeislahjúpi. Eyjarnar rísa yfir roðakvik, blævakin tröf, sem risafley, ntarandi úr skuggans djúpi. Og skrefhljóðið nálgast, — úr skugga frá húsgöflunt tvelm ég skynja þess upptök og spyrjandi í átt þangað stari. Þó viti’ eg ei hversvegna, eg hljóðna í þrá eftir svari og hjarta rnitt bifast, — en máfurinn flögrar um geim. Þey, — skóhljóðið dvín,--------þar í skugganum knúð er á dyr. Nú skarka við lamir og hurðartré fellur að stöfum. — Og húmið.er myrkara, þögnin er þögulli en fyr og þyngra flug yfir dökkum tröfum. Og bátana dreymir við bryggjur og festar á höfn, með barklitum voðum og saltgráum, slapandi stögum, og kinnunginn merktan af hrannanna hamtrylltu slögum úr hildarleik grimmum við stormbylji og æðandi dröfn. En friðvana máfurinn flögrar um húmþöglan geim, — flögrar og skimar í húmsins og marblámans dökkva sem einmana hugur, er villtist á veginum heim og veit enga leið sinni þrá og klökkva. Fótatak þungt rýfur kvöldhúmsine draumværu kyrrð og kynlegri hrynjandi vekur hið sofantli stræti, — manar til baka af baráttu, sorgum og kæti, bergmál, sem hvíldist í gleymskunnar tónlausu firrð. Sem dimmróma trumba sé taktfast að helgöngu knúð, það teflir því horfna gegn minjum og leitandi draumum, og særir til vöku sveimþreytta, reikandi úð er svefngriða leitar hjá fleygum straumum. Þau skref voru gengin í skugga frá húsgöflum tveim, og skóhljóðið dó þar við rökkurfaðm komandi nætur. — En fjarst út í húminu hljóðlátum söknuði grætur hugur, sem villtist á fluginu um sólroðinn geim. — Hvort fór þar í skugganum svipur hins deyjandi dags er draumarnir vömuðu landnáms á gleymskunnar svæði? Var sporgnýrinn bergmál af hljómtrega hljóðnandi lags í hikandi leit að týndu kvæði? — i ..... » Ég stend út við gluggann og stari í kvöldhúmið blátt. Strætið er mannlaust og bærinn svo dreymandi hljóður. Háreysti dagsins sem hálfgleymdur, þagnaður óður úr huganum f jarar við rokkursins andardrátt. En friðvana máfurinn flögrar um húmþöglan geim, flögrar og skimar í loftsins og marblámans dökkva, sem einmana hugur, er villtist á veginum heim og veit enga leið sinni þrá og klökkva.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.