Vísir Sunnudagsblað - 03.08.1941, Síða 4

Vísir Sunnudagsblað - 03.08.1941, Síða 4
4 VÍSIR SUNNI3 DAGSBLAÐ Og eins og menn liöfðu forðum setið við arinelda á kvöldin heima við Plattenvatn og sagt sögur, eins var gert hér. Sér- hver iagði fram sinn skerf. Samræðurnar beindust frá varðeldum og negrasöngvum að hástéttalífi Lundúnaborg- ar og að grammófónplötum. Grammófónninn var settur af stað. Allt i einu fór Kissa að syngja. Það hafði enginn vitað fyr, að hún gat sungið, og þaö undruðust alhr hvað hún hafði þjálfaða og fagra alt-rödd. Aust- in, sem var mjög hrifinn af konu sinni, bað liana að syngja eitt eða annað. Allt í einu fór hún lijá sér og vildi ekki syngja meira. WiMiam, sem sat einn liti í Iiorni, hrökk við, þegar Mann heyrði þessa rödd. Hann hafði heyrt þetta viðkvæma raul i konubarka einhverntíma áður. Það voru að vísu margar slikar raddir til, en einhvernveginn er þó liægt að greina raddir hverja frá annari, því það eru meira en tónar, sem þær framleiða, það er eitthvað persónulegt við þær, sem Ijóstrar upp um hverja einstaka þeirra. Og allt í einu mundi hann eftir þvi, að hann hafði heyrt þessa konu syngja þetta lag einhversstaðar og einhverntima áður. Hann mundi hara ekki hvar. Alla nóttina á eftir reyndi hann að rifja þetta upp fyrir sér, hvar hann hefði heyrt mág- konu sina syngja áður. Smám saman skaut einstökum atvik- um upp í huga hans, sem beindu hopum á hina réttu slóð. Dag- inn eftir, þegar þau voru komiu á veiðar, fór hann með mág- konu sinni út af veginum og út á hMðarstíg. Þegar liún var orð- in villt fór hann með hana út að skógarjaðrinum, sýndi henni sveitaþorpin í ljóma morgun- sólarinnar og beindi samtaMnu að nætursvaMi, Parísarlifi, söng- leikahúsum og ferðalögum. — Hún svaraði öllum spurningum, sem hún fann að gætu orðið sér hættulegar, út í hött. Hún vék sér undan hættunni með kven- legri glöggskyggni, en WilMam fann þó, að hún var hrædd, og að hann var á réttri leið. Hann har líka ýmsar dulbún- ar spurningar fram við Austin viðvikjanldi forfcíð hennar, án þess að hann grunaði nokkurn hlut, livert bróðir hans væri að fara. En William hafði gætur á Kissu, og honum virtist ótíi hennar aukast smám saman. Og eitt kvöldið, skömmxi síð- ar, kom William öllu fólkinu í einstætt galsaskap. Sjálfur tók hann að sér hlutverk gestgjaf- ans, lék við livern sinn fingur og kom hinu fólkinu til að drekka, hlæja og syngja. Þá gleymdi Kissa sér, gleymdi því, að hún þurfti að standa á verði gagnvart hættulegum fjand- manni. Austin þurfti ekki að gangá Iengi á eftir henni unz hún tók að syngja fullum hálsi. Söngur hennar varð æ frjálsari og unga fólkið réði sér ekki fyr- ir hrifningu. Austin varð ekki um sel, þvi að þvilíkar ástriður hafði hann aldrei séð í augum Kissu áður. En nú var William í essinu sínu og hann hvatti Kissu í sí- fellu til æ djarfari söngva og hemjulauss látæðis. Hún settist upp á slaghörpuna, krosslagði þar fætur sína og söng livert dægurlagið á fætur öðru. Loks sleppli hún sér alveg, reif í hár- ið á sér, gretti sig og skældi og röddin varð hás og skerandi. „Odette!“ — kallaði William skyndilegai Nú mundi hann allt i einu hver söngkonan var og hvar hann hafði séð. hana og heyrt. Kissa lientist niður af slag- hörpunni. Hún var náföl i and- liti — en hún var fljót að ná sér aftur. Hún strauk hárið frá andlitinu. Hún var aftur tigu- leg og fögur, þegar hermi var ljóst hvernig komið var og hvað koma myndi. Austin áttaði sig ekki á neinu. Engan grunaði hvað skeð hafði. William gekk inn í miðjan hóp- inn. Kissa og hann horfðust þegjandi í augu. í svip hennar lýsti sér háð, en úr augum Williams brann bræði og harka. Þá dregur hann — maðurinn, sem á að halda uppi heiðri ætt- arinnar — upp marghleypu. Hann ætlar að skjóta þessa manneskju, sem hefir vanlieiðr- að og svívirt nafn fjölskyld- unnar. Kissa hreyfir sig ekki, hún stendur óttalaus á miðju gólfi og segir honum að gera það, sem honum þóknist. Mennirnir ráðast á William til að afvopna hann, og bjarga lifi Kissu. En Kissa veit það, að það er ekki verið að bjargá lienni. Það er verið að bjarga William frá því að fremja morð. En leikurinn var á enda. Þegar William skýrði það fyrir systkinum sínum, sem hann vissi um Kissu, las hann það úr augum Austins bróður síns, að einnig ‘hann myndi taka heiður ættarinnar fram yfir eiginkon- una. Þessa nótt tók Kissa saman pjönkur sínar. Austin kom til liennar, en hann þagði. Þegai* hann lét á sig hattinn og dró á sig glófana, horfði hún rólega á hann. „Það er alveg rétt af þér,1" sagði hún, „að draga þig í hlé. Við getum hvort sem er ekki hlaupið undan skugganum okk- ar.“ — Einn vina WilMams ók henni á járnbrautarstöðina, en liann forðaðist að taka eftir því, til hvaða staðar hún keypti farmið- ann. Hún skyldi Dartmore að eilífu glötuð. Þorsteinn Valdimarsson: Haustljóð á heiði. Sól skín á sævarleiðum. Sól skín á austurheiðum. Sefbrár við svalans kossa titra. ístár í tjarnaraugum glitra. Sól skin um sund og móa. Sól skín um brúna flóa. Hrim, læst í höllu sólarlagsins, fleggt slæst í för með geislum dagsins. Þú, sem ég þrái í lotning, þú, sem varst Ijóðsins drottningr þú annt mér — og örbirgð mína lcaustu. Þú annt mér! Og klippta vængi hlauztu. Ást skín úr augum þínum. Ást skín úr svipsins línum. Starljá þú stolt í fangi heldur. Söngþrá svíður barm sem eldur. Daglangt er dregmt og barizt. Daglangt er sótt og varizt. Tveir svanir tárin höfgu bgrgja. Tveir svanir vetrarkomu sgrgja. Tungl skín frá tindbrún gstri. Tungl skín í rosamistri. Stormhrgnur að stráum slegnum leika. Þungt stgnur heiðabrjóstið bleika. í Douglas-flugvélaverksmiðj unum í Santa Monica, Kaliforniu, sem vinna af fullum krafti að flugvélaframleiðslu handa Bret- um. — Á myndinni sjást í smíðum léttar sprengjuflugvélar, sem verða með 3ja manna áhöfn og geta farið með um 500 km. hraða á k-lst.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.