Vísir Sunnudagsblað - 03.08.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 03.08.1941, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ SÍI»A\ Hér eru nokkurir júgóslav- neskir málshættir: Plægðu djúpt, girtu hátt og sáðu þétt, þá gelur þú rólegur verið. Það' er aldrei til of mikið af börnum og glösum, á heimilinu. Örninn veiðir ekki flugur. Hinn lieilagi Jóhannes var spurður, hvaða menn honum þætti sízt vænt um. Hann svar- aði: Auðmanninn meðaumkun- arlausa, fátæklinginn kröfu- liarða og öldunginn léttúðuga. Fiflið hlær, þá vitringurinn brosir. Að taka mark á öllu sem sagt er, er ekki gott, en að taka á engu mark er þó verra. Ef að guð lokar glugganum, fyrir einhverjum, þá er það að- eins til að geta opnað fyrir lion- um dyrnar. Byssu, hesti og konu má aldrei trúa. Á vinakrinum duga ekki bænir, heldur skóflur. Sá, sem er allra vinur, hlýtur annað livort að vera feyki rík- ur eða örsnauður. Ef þú villt kynnast einhverj- um manni til lilitar, þá fáðu honum, völd í hendur. Farðu langa vegu eftir góð- um viði, en skammt eftir góðri konu. Þar sem allir eru blindir, munt einnig þú loka öðru aug- an,u. Vei þeim fótum, sem hreyf- ast undir heimsku liöfði. Það tré, sem fellir sjálft af sér ávextina, er ekki þess virði, að það sé hrist. Það er léleg mús, sem grefur sér ekki nema eina holu. Aumur úlfur, sem enginu hundur geltir að. Aflaðu þér fyrst þess nauð- synlega, svo þess nytsamlega og loks þess þægilega. „Þetta kallið þér steiktan þorsk,“ kvartaði presturinn á veitingahúsinu við veitinga- þjóninn. „Eg hugsa að hver ein- asti þorskur mundi telja sig móðgaðan yfir þessu nafni, ef hann vissi hverskonar mat þér berið á borð fyrir gestina." „Afsakið, herra minn!“ sagði þjónninn auðmjúkur. „Það var alls ekki ætlun mín að móðga yður.“ Lögregluþjónn: (við mann sem hefir komið með dreng, sem Iiefii- villst, á lögreglustöð- ina): „Já, ef enginn hefir gefið sig fram innan árs sem eigandi drengsins þá eignist þér hann! • — Hvernig dettur yður i hug að biðja mín, eg hefi aldrei gef- ið yður neitt undir fótinn. — Jæja, það þykir mér nú skrítið, hafið þér kannske ekki alltaf verið að tala um þessa ríku frænku, sem þér eigið? • Herforinginn: Hvað gerið þér, þegar þér eruð á verði, og yfir- foringi gengur fram hjá? Nr. 67: Heilsa! Herforinginn: Rétt, —• en þegar floklcur af fullum mönn- um fer fram hjá? Nr. 67: Heilsa! Herforinginn: Hvers vegna ? Nr. 67: Vegna þess, að það getur verið yfirforingi á meðal þeirra! — Er gott að nota kúamýkja á jarðávexti? — Ne-e-Ii — Rjómi er betri! • -— Og svo sagði hann við mig upp yfir alla — með þessum líka litla hávaða: Hugsið þér yður mm, ungfrú Hansen — hugsið þér yður um! Er það ekki aldeilis voðalegt! — Jú, maður á aldrei að lieimta það, sem ekki er hægt að láta i té. - • — Sína mín væri útgengileg stúlka, það segi eg satt, ef hún líktist ekki honum föður sínum, eins og hún gerir. — Já —- og ef karlmennirnir væri ekki vöruvandari, en hann faðir hennar! • — Eg segi nú eins og for- stöðukonan: Hvernig er hægt að ætlast til þess, að eining og friður riki meðal þjóðanna, meðan konurnar hnakkrífast í þvottahúsunum og berjast um þvottasnúrurnar! • Hann: Viljið þér heldur að eg slökkvi ljósið, meðan eg kyssi yður? Hún: Bíðið andartak — með- an eg næ í eldskörunginn! • — Hvað segir þú um ást við fyrstu sýn, Þórður minn? — Ekki annað en það, að mér hefir reynst hún heldur end- ingarlítil! • Baróninn (við þjóninn): Eg óska þess, að vera aleinn. Rekið flugurnar á dyr! TK]\TI%IS. Tennis er góS skemnTitun.holl og hentar öllum: ung- um sem gömlum, konum sem körl- um. ÞaS er góð hressing að fara eftir langa inni- veru út á íþrótta- völl og leika þar tennis með kunn- ingjum sínum og f élögum — og það ættu sem flestir bæjarbúar að gera. — Eruð þið aldrei ósammála, , hjónin? — Nei. Hún fer sínar eigin götur og eg — rölti á eftir henni! • Úr ræðu fyrir minni kvenna: .... Og þegar eg nú lít yfir þenna fagra hóp, þá sé eg undir eins, að þið farið fram úr þokka. gyðjunum að einu leyti — þið eruð miklu fleiri.... — Þér verðið að útvega yður ábyrgðarmann. — Það er nu verri sagan! — Þér hljótið að eiga ein- hvern vin eða kunningja. — Nei, brent fyrir það! Eg er nefnilega lögtaksmaðurinn hér í bænum! • Forstjórinn (við skrifstofu- drenginn): Ef einhver spyr eftir mér skaltu segja, að eg komi eftir fjórðung stundar. Drengurinn: En ef enginn spyr —- hvað á eg þá að segja? • Frúin: Hefirðu leyft þér að snúa við myndinni af henni mömmu ? Maðurinn: Ó-já, eg leyfði mér það! Heldurðu að veggfóðrið hafi skemmst eða skemmist til muna, þó að hin „fagra ásjóna“ snúi að þvi? • Kennarinn: Jæja, þá komurn við nú að því, hvernig maðurinn verður til. Lítill drengur: Eg veit það! Kennarinn: Ágætt! Lítill drengur: Pabbi segir, að aparnir hafi búið okkur til í fvrstunni! • Amma (fjörgömul, við dótt- urson sinn, ofurlítinn anga): Hérna er rakvél, sem eg ætla að gefa þér í afmælisgjöf, elskan litla. En eg er að hugsa um að nota liana sjálf, þangað til þú ert orðinn stór og þarft á lienpi að halda. • Maðurinn: Og mundu nú það, að eg vil ekki hafa liann Mads við jarðarförina mína. Konan: Þér getur ekki verið alvara. Aumingja Mads liefir verið einn af beztu vinum okk- ar. Maðurinn (rís upp á oln- boga.): Þegi'þú kerling! Iiér skipa eg fvrir! Eða er það kann- ske þú, sem átt nú að fara að deyja og greftrast! • Amma: Hvers vegna- eru þið að fela ykkur, krakkar? Lítil telpa: Við erum svo hrædd. Amma: Við lxvað eruð þið hrædd ? Lítil telpa: Hann pabbi sagði í gær, að þegar þú kæmir, þá yrði fjandinn laus! • Læknir (i sjúkrahúsi): Sjúk- dómur yðar er mjög fágætur og merkilegur frá sjónarmiði vís- indanna. Yður hefir líklega ekki dreymt fyrir þvi, að það ætti fyrir yður að liggja, að verða læknavísindunum að miklu gagni? Sjúklingurinn: Ónei. Satt að segja dreymdi mig nú einna lielzt fyrir þvi, að eg yrði drep- inn hér í spítalanum! • Kennarinn: Hversvegna kem- ur þú í skólann með úfinn og ó- greiddan haus? Drengurinn: Eg á enga greiðu. Kennarinn: Það er engin af- sökun. Þú hefðir getað notað greiðuna hans pabba þíns. Drengurinn: Hann á enga greiðu og hefir ekkert hár!

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.