Vísir Sunnudagsblað - 10.08.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 10.08.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Ragnar Ásgeirsson: Norður AÐ hefir veri'ð sólarlitið á Suðurlandi undanfarið, en eg er svo heppinn að eiga er- indi til Norðurlands og lilakka til að njóta hinnar frægu norð- lenzku sólar. Laugardaginn 12. júli legg eg af stað og þá er kominn brakandi þerrir og bezta veður. í Borgarnesi er fólkið að hamast við að breiða á, þegar Laxfoss leggst að Brák- arey. Einstöku farþegar hoppa á land, áður en skipið er lagst að, því nú gildir að ná í beztu sætin í hraðferðabílunum, sem standa 5 í hóp á uppfyllingunni, og fremstú sætin eru bezt. Eg næ i framsætið fyrir mig og konu mina, þvi við vorum þarna áð- ur en Laxfoss kom. Svo fyllast hílai'nir á stuttri stundu, og þeg- ar pósturinn er kominn á, er ekið af stað. Borgarnes er fall- egur staður, ekki sízt um þetta leyti árs, tún og grænir garðar milli hamraborga, sem eru blómum skrýddar frá hendi náttúrunnar. Mest ber á Bald- ursbrá, því hún lætur ekki lítið yfir sér, en innanum sjást önn- ur og sjaldgæfari blóm, eins og t. d. villiertur (Lathyrus), sem. hafa haldið þar velli lengi og gera það enn, þrátt fyrir stór- aukna byggð og fólksfjölgun.< Skrúðgarður kveufélagsins í Skallagrímsdal lætur einnig taka eftir sér. Þetta litla dal- verpi er prýðilegt, og ættu bæj- aryfirvöldin að sjá um, að hann yrði ekki óprýddur. „Braggar“ „ástandsins“ munu hverfa það- an aftur á sínum tíma, og þá er vel, þegar gras grær aftur yf- ir, þar sem þeir eru nú. 'Um allan Borgarfjörð er sveitafólkið önnum kafið við lieyskapinn. Bílarnir þjóta á- fram milli skógivaxinna ása, myndir, sem auganu mæta, breytast sí og æ, og þegar Hraunsöxl, Grábrók og Baula sjást, allar i einu, er það óefað einhver sjaldgæfasta og feg- ursta fjallasýn, sem gefur að líta í byggð hér á landi. Bílarnir þjóta með 50 km. hraða framhjá gildaskála Vig- fúsar við Hreðavatn, þrátt fyrir allan verðlaunakveðskapinn um hve gott sé að stanza þar, og þó eru þeir ekki frá Steindóri, og er ekki numið staðar fyr en hjá Fornahvammi, efsta býlinu í Norðurárdal, sem er nokkurs- konar „Kolviðarhóll“ á þessari í landi. leið. Þar fær ferðafólkið sér liressingu og dálitla hvíld. En nú vill svo illa til, að þurrk. urinn og sólskinið minnkar því meir, sem ofar dregur á Holta- vörðuheiði, og þegar upp er komið, þá er þar ekki norð- lenzkt sólskin, heldur sunnlenzk súld, sem byrgir allan sjóndeild- arhringinn, svo að hvorki sást Tröllakirkja af heiðinni, Strandafjöll eða Mælifells- hnjúkur í Skagafirði og Eiriks- jökull tók ekki ofan fyrir ferða- fólkinu. Við sáum því fátt eitt í Húna- vatnssýslunni og það sem sást var frekar ömurlegt. En eitt það ömurlegasta fannst mér þó, aö horfa iheim að Reykjaskóla i Hrútafirði, vegna „ástandsins“, sem þar er. Þar er nú stærðar þorp upp risið, sem gorkúlur i haug, allt í kring um skólabygg- inguna, sem liðið hefir einnig til afnota. Skólastjóri er eins og kunnugt er, formaður „vöku- mannahreyfingarinnar“ meðal æskulýðsins íslenzka og má nærri geta livílík raun það muni vera honum, að verða að vaka yfir þessu, i stað æskunnar í landinu. Þar er menningarstofn- un lögð í auðn, en af þeim eig- um við ekki fleiri en svo, að af þeim megum við ekki missa eina einustu. Smáatvik kom þarna fyrir i Hrútafirðinum, sem eg hafði gaman af að taka eftir. Eg hafði farið þarna sömu leið, seint í april síðastliðnum. Þá voru far- þegarnir 1 aðallega reýkvísk börn, seiú verið var að senda i sveit, til að forða þeirn undan loftárásarhættunni. Þau höfðu ekki verið áður í sveit, það var auðheyrt á tali þeirra, og þau voru ekki myrk í máli. Bilarnir staðnæmdust við bæina og bændafólkið kom til viðtals við bílstjórana, og kaupstaðabörn- in gerðu sínar athugasemdir. — „Sveitó“, sagði lítið reykviskt stúlkubarn, við strák, sem var nokkru eldri en hún, þegar sveitakona nálgaðist bibnn, brún og útitekin. „Svaka sveitó!“ svaraði snáðimi og leizt vísl ekki eins vel á sig þarna eins og innan um prúðbúið fólk á malbikuðu stræti liöfuðstað- arins. Svo var haldið af stað aftur, og á einum af næstu bæjunum fóru þessi bæjarbörn úr bílnum, andi stað“ yfir sumarið — og áfram þaut bíllinn með okkur hin. En því kom mér þetta at- vik í hug nú, að þegar við stað- pæmdumst við þennan sama bæ í þetta sinn, stóðu þessi sömu börn við hliðið og biðu eftir bílnum, liraustleg, brún af sól og útiveru, og að þvi leyti orð- in „svaka sveitó“ sjálf, eftír 10 vikna dvöl norður í landi. Ó- venju mörg hæjarbörn njóta nú góðs af því, sem sveitirnar hafa að hjóða, og munu nú koma hraust og sælleg til höfuðstaðar- ins aftur í haust, þakkað veri liræðslunni við loftái'ás. Annars bar ekkert markvert við á leiðinni, og af Húnavatns- sýslunni sáum. við aðeins sára- lítið fyrir dimmviðri og úr- komu. En svo fór að létta til í Langadalnum, svo að ánægja var um hann að fara og horfa heim að hinum prýðilegu býl- um, sem þar eru. Þegar komið er að Bólstaðarhlíð, má lieita að stytt sé upp, og þar er fagurt, í þeirri kvos og búsældarlegt. Þegar upp kemur i hlíðar Vatns- skarðs, þá sést aðeins augnablik til fremsta bæjarins í Laxárdal, Þverárdals, þar sem Brynjólfur Bjarnason bjó um langt skeið, við rausn og alkunna gestrisni, einhver afskekktasti bær. Einu sinní, fyrir mörgum áratugum átti Þorsteinn Er- lingsson leið um Langadal og kom að Bólstaðarhlið að kvöldi og haðst gistingar — en fékk ekki. En þar var Brynjólfur í Þverárdal nálægt og bauð hgnn skáldinu með sér heim og gistí Þorsteinn þar um nóttina. Var vel veitt og gleðskapur mikill, og fylgdi Brynjólfur skáldinu langan veg, er hann hélt ferð- inni áfram. Um það kvað Þor- steinn vísu þessa, sem varð landfleyg þó ekki kæmi hún á prent: Að gera sér með gestum kátt með glaum og söng, er hérna vandi, og með þeim riða um miðjan slátt, — margt er skritið á Norður- landi. En þó er máske mest um vert, sem mér var sýnt á þessum degi: Bólstaðarhlíð úr þjóðbraut þvert, en Þverárdalur á hvers manns vegi. En nú er Brynjólfur fyrir löngu genginn fyrir stapa ætt- ernis, og Þverárdalur líklega eins afskekktur og áður en liann kom þar, þó honum bregði fyrir augu ferðamanna eitt augnabhk í lilíðum Vatnsskarðs og kalli löngu liðið atvik fram, i huga. Svo líður ekki á löngu áður en það fer að halla undan fæti niður í Skagafjörð. Augað þarf ekki að flögra víða, því fjalla- sýn gefur ekki. Það er ekki timi til að skoða torfkirkjuna á Víðimýri fyrir farþega í hrað- ferðahíl, þó margur myndi vilja það, þvi nú hefir hún verið gerð prýðilega í staiul, svo að til sóma er. I Varmahlið förum við úr bílnum, því eg ætla í Skaga- fjörðinn. I Varmahlið vekur hin stóra og góða sundlaug eftirtekt allra, sem þar fara um. Vonandi verður enginn skagfirzkur ung- lingur ósyndur eftir nokkur ár. Skammt frá Varmahlíð, utar, er hið \ gamla prestssetur, Glaumbær. Þar er gamall, merkilegur torfbær, eins og þeir voru í Skagafirði á stórbýlum fyrir tveim til þrem mannsöldi'- um, athyglisvert minnismerki um torfbyggingarlist þeirra tíma. Bílstjórinn er svo hugsun- arsamur, að bjóða okkur að staldra við nokkrar minútur til að skoða gamla bæinn, og var það með þökkum þegið. Flatar- mál bæjarins er afar stórt, t. d. eru bæjargöngin vist um 40 þvi þar áttu þau að hafa „bhf- -----^------------------------.-..y, ---------1 'irWM Baula í Norðurárdal.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.