Vísir Sunnudagsblað - 10.08.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 10.08.1941, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ metra löug. Ekki að undra, þó þar hafi einliverntima gerzt eitt- hvað, sem hjátrúarfullt, fólk myndi færa á reikning íslenzkra drauga. Beggja megin við göng- in eru liinar ýmsu vistarverur, en þau enda í rúmgóðri bað- stofu. Bær þessi var fyrir fáum ár- um mjög að falli kominn, én erlendur ferðamaður, sem þangað kom, gaf nokkra fjár- upphæð til að endurbyggja nokkurn hluta lians, og var það víst gert undir stjórn þjóð- minjavarðar. En hér þarf meira fé til að gera bæinn upp til fulls, og æltum við íslendingar að eiga þann metnað, að leggja það fram sjálfir. Endurbygg- ingu Glaumbæjar þarf að ljúka áður en langt líður og að koma þangað lielzl hverjum hlut, sem heyrði til á skagfirzkum bæ fyrrum. Mætti þar þá verða byggðasafn þessa glæsilega hér- aðs. Torfbæir lialda sér þarna vel, að m. k. öldina út, ef vel er með þá farið. Gaman verður að slanda á Glaumbæjarlilaði, ef hresst verður upp á hin hrörlegu hús til fulls, 5 eða 7 þil, og eru Skagfirðingar vist manna vís- astir til að skilja þörfina á að glata ekki öllu sem gamalt er, og að vilja leggja nokkuð í sölurn- ar 'því til verndar. En þetta þarf Alþingi einnig að skilja. Glaum- bær liggur ágæta vel við, hjá fjölförnum bílvegi, sem ætti að vísu að liggja um hlaðið, ef bærinn yrði endurreistur, en ekki að húsabaki, eins og hann gerir nú. Eg hygg að enginn far- þeganna hafi séð eftir töfinni, sem varð við Glaumbæ, heldur verið fegnir, að fá tækifæri til að skyggnast inn í liina liðnu tið. Við förum úr hílnum við Reynistað, því þangað var ferð- inni heitið, fyrsta daginn. Veðr- ið liefir verið heldur rosalegt, og hið fjarlæga hefir ekki dregið alhyglina frá þvi nálæga. Reyni- staður mun vera með fegiu’stu og bczlu jörðum í Skagafirði, og liefir lengi verið vel setin. Jón bóndi á Reynistað er og svo þjóðkunnur maður, að ekki þarf eg að kynna liann fyrir lands- fólki hér. Það, sem vekur at- hygli á Reynistað, er bæði gam- allt og nýtt, því Jón er einn af þeim mönnum, sem er skjótur að velja hið góða, sem nýi tím- in hefir að bjóða, en er jafn- framt rótfastur í því gamla og liðna. Hann liefir fyrir fáum ár- um byggt vandað steinhús til ibúðar, en nokkuð af hinum gönxlu hæjarhúsum, sem taka varð niður, héfir hann sett upp á ný og eru sum þeirra, t. d. bæjardyrnar, afar gamlar. Gamla stofu hefir hann og sett upp á ný í nýja húsinu, og væri betur, er fleiri liér á landi hefðu borið slíka tryggð til sinna gömlu híbýla og gamalla minn- inga. Borðstofu eða setustofu hefir hann látið gera í hinu nýja liúsi, og eru þar fjórar lokrekkjur með litskrauti í kring, eftír gömlum fyrirmyndum, en yfir hverri rekkju er vísa, gerð með höfðaletri. Eru það vísur hinnar breiðfirzku skáldkonu, Ólínu Andrésdóttur, um lifið í baðstofuimi: Vetrar löngu vökurnar voru öngum þungbærar. Þar við söng og sögurnar söfnuðust föngin unaðar. Teygjast lét eg lopann minn, ljóða metinn söngvarinn þuldi hetju þrekvirkin; þá var setinn bekkurinn. Hver sér réði rökkrum í rétt á meðan áttum frí; þá var kveðið kútinn í, kviknaði gleði oft af þvi. Ein þegar vatt og önnur spann iðnin hvatti vefarann. Þá var glatt í góðum rann, gæfan spratt við arin þann. Við aðalvegg stofunnar, und- ir stundaklukkunni, er breiður skápur, prýddur 5 postula- myndum, útskornum og mál- uðum, og er það eitt af þvi fáa, sem, geymst hefir frá gamalli tíð á Reynistað, því eldur grand- aði þar mörgum verðmætum — því hinn rauði hani galaði yfir hænum víst oftar en einu sinni. í stofunni er langborð og bekk- ir, svo þar getpr farið vel um marga menn, er safnast er þar saman á kvöldin, við kvöldvök- ur eða útvarp. Undir lokrekkj- um eru rúmgóðar skúffur, en skápar uppi yfir, svo stofan þyk- ir bæði hentug og fögur, en það tvennt ríður mest á að sameina. Jón á Reynistað er maður sem, hefir skilið hvers virði liið gamla er fyrir það nýja, hve nauðsyn- legt það er fyrir héraðsbúa og þjóðina, að þekkja sjálfa sig og sína sögu. Og þetta fagra og merkilega hérað, Skagafjörður- inn, er svo vel statt, að það á all- marga aðra forgangsmenn um þetta mál en Jón, menn, sem vinna saman að því, að bjarga sem allra mestu viðvíkjandi sögu liéraðsins og þjóðminjum frá því að falla i gleymsku og evðast. Má þar til nefna hinn merka fræðimann Margeir Jóns- son bónda á Ögmundarstöðum. Sögufélag Skagfirðinga fer vel af stað með sína útgáfu, og Skagfirðingar hafa hafizt lianda um að láta afrita ýms af þeim handritum, sem, geymd eru á söfnum syðra, til þess að fræði- menn þeirra geti unnið úr þeim gögnum heima á bæjum sínum, í þeim frístundum, sem þeim gefast. Gæti þetta orðið öðrum sýslum til eftirbreytni. Hin þjóðlega menning hefir ekki átt upp á háborðið liérlendis á hin- um fyrstu áratugum þessarar aldar, en nú eru ýmsir farnir að átta sig á þýðingu hennar fyrir landsins börn, og á þeim skiln- ingi finnst mér bera einna mest í Skagafirði. Næsta morgun var bjart yfir Skagafirði, svo að engan hafði dreymt um slíka birtu kvöldið áður. Nú sást um allt, til eyja og fjalla og þótti okkur vænt um, því nú skvldi fara heim til Hóla. Þessi merki staður, sem var einu sinni miðstöð menningar í land- inu, þó i afskekktum fjalladal sé. Leiðin er löng ])angað frá Sauðárkróki og vegurinn ekki góður fyrir bilana. Frá Hegra- nesinu er fagurt að sjá, til lands og sjávar. Við eystri Héraðs-, vötnin er „mæðiveikishlið“, þangað er sú skæða veiki kom- in og vonandi tekst að stöðva hana þar. Otsýn til Drangeyjar verður betri og betri, eftir því sem norðar dregur og er heill- andi að horfa þangað. Þó Þórð- arhöfði og Málmey séu fögur að sjá, þá á víst Drangey óskifta athygli flestra, sem út á hafið líta, og marga fýsir þangað að fara, þó fæstir leggi leið sína þangað. Leiðin er ekki talin örð- ug uppgöngu, nema á einurn stað, við liið svonefnda altari, þar er bergið þverhnýpt fyrir ofan og neðan; en einmitt þar, á þeirri mjóu sillu, gugna margir við uppgönguna. Það er mikið hugsunarleysi, að hafa þar ekki járn- eða stálvír festan í bergið, sem lofthræddir menn gætu lialdið í, sér til öryggis, meðan þeir stíga hin fáu spor fyrir eða framhjá „altarinu“. Þetta ætti sýslan að láta gera — eða Ferðafélag íslands, ef hún ger- ir það ekki, og þá kæmust víst allir upp á Drangey, sem þrá að koma á þennan ef til vill einkennilegasta sögustað lands- ins. Og þetta væri ódýr „vega- bót“. Annars mun Drangey vera furðulegur og hrífandi staður, ]>ó ekki sé tekið tillit til sögu út- lagans Grettis, vegna sinnar eig- in fegurðar, tilkomumikils út- sýnis og hins gifurlega fugla- lífs sem þar er. Bjargvættur héraðsins má segja, að eyjan hafi verið á umliðnum öldum. Ekki vegna beitai’innar, sem til- tölulega fáir bændur hafa not- ið, heldur vegna fuglaveiðinnar. Fuglinn lxefir áreiðanlega bjarg- að heilsu margi’a héraðsbúa fyrtum, þegar hann fór að veið- ast á vorin. Um þá veiði munu vera tii allgóðar skýrslm’, en ekki er mér kunnugt um hve langan tima þær ná yfir. Eu það þótti litil veiði ef aðeins veiddust 80 þúsund fuglar á vori, ágætt ef 120 þúsund feng- ust, afbi’agð ef 160 þúsund náð- ust og jafnvel dæmi til að 180 þúsund veiddust á einu vori. Og það ótrúlega er sagt, að ekki sæist „högg á vatni“, þó veiðin væri stunduð svona gífui’lega. En það voru Hólar i Iljalta- dal. Fi’á sjónarnxiði bóndans er þar blómlegt yfir að líta um þetta leyti árs, spretta í bezta lagi, slegin taða á túni — en þurrkur hefir ekki komið í þrjár vikur eða mánuð, fyrr en í dag, svo nú eni allir i önnum. Á Hólum er nú dvalarheimili fyi’ir börn, vegna loftárásar- hættunnar á Siglufjöi-ð. Þarna er fjöldi barna, og eg hélt að nú yrði þar að koma eins og í fuglahjai’g. En þar var hvorki arg né garg, því allir krakkar

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.