Vísir Sunnudagsblað - 10.08.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 10.08.1941, Blaðsíða 1
1941 Sunnudaginn ÍO. ágúst 32. blad RIKASTI liÐÍR ÍSLAHÍDS? Nokkru eftir aldamótin 1500 gerðist sá atburður, að norskur niaður, Hannes Eggertsson að nafni,flulti búferlum til íslands Hannes var maður mikils hátt- ar og ijiun hafa farið hingað til lands á vegum Danakonungs. Svo mikið er víst, að árið 1513 er hans getið í skjölum, og sést þar að hann er umboðsmaður konungs sunnan og vestan á Is- landi. Tveim árum síðar er vald hans enn aukið að mun, en árið 1521 er hann skipaður hirðstjóri. Hannes kvæntist íslenzkri konu, ágætrar ættar, Guðrúnu, dóttur Björns Guðnasonar í Ögri, hins nafnkunna skörungs og bændahöfðingja. Reistu þau hjón bú að Núpi i Dýrafirði og gerðust brátt auðug að löndum og lausafé. Var Hannes dug- mikill maður, og virðist hafa verið allvel liðinn af lands- mönnum. Ekki kembdi hann hærurnar, andaðist á bezta aldri um 1530. Hélt Guðrún ekkja hans áfram búskapnum á Núpi og f ór mikið orð af rausn henn- ar. — Meðal barna þeirra Núps- hjóna var Eggert, sem gerðist með aldrinum einna aðsóps- mestur og mikilhæfastur allra íslenzkra höfðingja á 16. öld. Verður hér sagt lítið eitt frá æfi hans og getið nokkurra sagna, sem af honum ganga. Eggert Hannesson mun vera fæddur um 1520. Hann var snemma víðförull, fór fyrst er- lendis með foreldrum sínum, dvaldi þá í Þýzkalandi, nam þýzka tungu, og batt þar þau bönd, sem aldrei áttu eftir að slitna síðan. Svo er að sjá, sem Ögmundur biskup Pálsson hafi tekið Eggert ungan í þjónustu sína. Má það ótrúlegt þykja, þvi vitað er af skjölum, að deilur miklar voru með þeim Hannesi Eggertss. og ögmundi. Hilt er þó ekki að síður óvéfengjanlegt, að í Skálholt var Eggert komið til mennta, og fékk biskup á honum hinar mestu mætur. Sést það á því, að Ögmundur sendir hann vart tvitugan í hinum vandasömustu erindagerðum, bæði til Þýzkalands og Noregs. Dvaldi hann heilan vetur í Ham- borg, og hefir sennilega stund- að nám. Þar hitti hann Gissur Einarsson, góðvin sinn úr Skál- holti, er þá hafði farið utan til að taka biskupsvígslu, þótt , f restun yrði á því að sinni. Voru þeir Eggert mjög samrýmdir um veturinn og bundust traust- um vináttuböndum. Mun fátt hafa verið efnilegri aðkomu- manna þar í borg, en þeir fé- lagar, enda vöktu þeir almenna athygli fyrir glæsimennsku og gáfur. Svo vel voru þeir að sér í þýzkri tungu, að orð var ,á gert. Töluðu þeir málið sem innlendir væru, og fengust menn vart til að trúa því, að um Nokkrar sagnir um vestf irzka auðmann- inn og höfðingjann ECiGfiRT HANNESSON. Skráð hefir gujH <a imh \i>ssov utanför sinni, settist hann brátt að á Vesf jörðum, þar sem hann átti ætt og óðal. Bjó hann að Núpi með móður sinni, f ékk ær- in mannaforráð vestur þar og lét til sín taka í mörgu. Þótti hann líkjast Birni afa sínum um dugnað og skörungsskap, og gerðist kappsmaður um fram- kvæmdir, málafylgjumaður mikill og héraðsrikur með af- brigðum. Var svo komið árið 1552, er Otti Stígsson höfuðs- maður hvarf af landi brott, að hann sá engan færari til að taka við stöðu sinni, og hlaut Eggert þá höfuSsmannsembættiS. Hafði hann þá stöðu í 2 ár og bjó á Bessastöðum. Siðan varð Eggert lögmaður, fyrst sunnan- lands, en árið 1558 var hann kjörinn lögmaður nyrðra og fékk allar tekjur Barðastranda- sýslu í lögmannslaun. Kona Eggerts hét Sigríður. Hún var dóttir Þorleifs Gríms- sonar hins ríka á Möðruvöllum, og óx auður Eggerts drjúgum við það kvonfang. Ekki var sambúð þeirra hjóna löng, þvi Sigríður varð skammlíf. Bjó Eggert um skeið ekkjumaður að Núpi, og var Guðrún móðir hans fyrir búinu með honum. Svo er sagt, að um þessar mundir hafi maður sá búið á Kirkjubóli í Önundarfirði, sem Jón hét. Hann átti þrjár dætur. Voru tvær þeirra augasteinar og eftirlæti foreldra sinna, báru góð klæði og unriu það eitt, sem þær vildu. Sú þriðja var olboga- barn. Klæddist hún hinum mestu tötrum og var höfð fyr- ir smalastelpu. Þá var það ein- hverju sinni, að Eggert átti leið um Önundarfjörð. Sló hann tjaldi sínu í úthögum skammt frá Kirkjubóli og lét þar fyrir- berast um nótt. Að morgni voru hestar hans á brottu, og sendi Bær á Rauöasandi. útlendinga væri að ræða. Til marks um það er saga sú, er gengur af Gissuri, og á að hafa gerzt i þessari ferð. Sagan er svona: Þegar Gissur kom til Hafnar, i því skyni að fá stað- festingu á biskupskjöri sínu, leitaði hann á fund konungs, eins og lög gera ráð fyrir. Fékk hann að velja um það, hvort hann vildi heldur tala latínu eða þýzku við konunginn. Var þýzka mjög töluð við hirðina. enda var drottningin þýzk, og hélt fram móðurmáli sínu. Gissur valdi þýzkuna og talaði svo fagurt mál, að drottning féll í stafi, og vildi með engu móti trúa þvi, að um íslenzkan mann væri að ræða. Tók hún öllum sönnunargögnum hans með hinni mestu tortryggni, en lét að lokum sækja íslenzkan námsmann, til að prófa Gissur í íslenzkunni. Að því prófi loknu hafði drottning hinar mestu mætur á Gissuri, fyrir þýzkukunnáttu hans. Eftir að Eggert kom heim úr

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.