Vísir Sunnudagsblað - 10.08.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 10.08.1941, Blaðsíða 8
I §ÍBM Tvær ungar og laglegar lcennslukonur frá New York 4 tóku sér ferð til Mexico, og af því að þær vildu kynnast hinu raunverulega Mexico, forðuö- ust þær alla þá staði, sem ferða- menn fóru helzt til. — Þeim varð að ósk sinni. Þær komu til lítillar borgar, langt frá alfara- leið og fóru að skoða sig um. Von bráðar komu þær að stræti, sem hét þessu langa en töfrandi nafni: „Gata liinna fögru upp- sprettna og fossins og brúarinn- ar, sem er hljómlist höggin í stein.“ Þær beygðu inn í götuna, en áður en þær varði kom lög- regluþjónn skálmandi. Tók hann þær fastar og fór með þær á lögreglustöðina. Varðstjórinn útskýrði fyrir þeim, að þær hefði brotið það af sér, að fara í leyfisleysi inn í hverfi „rauðu ljóskeranna“. Hver sú stúlka, sem var hand- tekin á „Götu hinna fögru upp- sprettna og fossins og brúarinn- ar, sem er hljómhst höggin i stein“ og hefir ekki „leyfi“, er selctuð um 300 pesos. Stúlkurnar mótmæltu, sögðu að þær væri bara að skoða sig um, og kæmi ekki til hugar að fara að reyna að hafa atvinnu af öðrum, en varðstjórinn sagði, að þær yrði að borga sektina. Þá datt honum ráð í hug: „Sekt- in er 300 pesos, en leyfið kostar aðeins 25 pesos. Hvers vegna sækið þið ekki um leyfi ?“ spurði hann. Stúlkunum fannst þetta þjóðráð. Fyrir 5 dollara fékk hvor þeirra fagurlega prentað skjal, sem veitti þeim aðgang að „Götu hinn afögru upp- sprettna" o. s. frv. • Eftirfarandi tillaga birtist í vikublaðinu „The New Yorker“, ekki alls fyrir löngu: Fyrsta skrefið í vörnum okk- ar ætti að vera að gera okkur far um að vera ægilegir og ógn- andi. Baudarikin eru voldug- asta rílci heims, en jafnframt það riki, sem skýtur mönn- um sízt skelk í bringu. En Þýzkaland og ítalía, sem eru ekki nærri eins voldug, þeim tekst að láta menn vera sí- lirædda. Þegar Hitler hittir sam- særisfélaga sína, fer hann til Brenner-skarðs, og þegar nafn þess er nefnt i útvarpi, tryllast VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ ÞOKUNJOR Eitt hið fegursta fyrirbrigði í fjöllóttu og tindóttu landi er þokusjór. Það er naumast hægt að hugsa sér undursamlegri sýn en hrikalega og brotna fjallstinda gnæfa upp úr sólvafinni þoku, en sjálfa þokuna hrannast og byltast áfram eins og úfið haf í stormi. Myndin er af Botnssúlum. Þoka lykur um hliðarnar, en tindarnir gnæfa upp úr. milljónir hlustenda af skelf- ingu. Bandaríkin gætu vissulega , fundið sitt Brennerskarð. Hvað um Dauðadalinn? Það er skoð- un vor, að Roosevelt forseti ætti að fara tíðum til Dauðadalsins og sitja þar ráðstefnu með Mac- kenzie King. Síðan ætti að gefa út tilkynningu um að þessir 2 þjóðleiðtogar sé alveg sammála um olíuvandamál sín (þeir voru að ræða hvaða olía væri bezt til að steikja einræðisherra í!) • Paul Cézanne komst aldrei að því, að hann var „faðir málara- listar nútímans“. Hann reyndi að öðlast frægð í 35 ár, en settist þá í helgan stein í Aix, gamall maður og óþekktur — og gaf meistaraverlc sín nágrönnum, sem höfðu ekkert vit á þeim. Þá var það að málverkasali einn i París safnaði saman nokkurum málverkum eftir Cé- zanne og hélt sýningu á þeim. Þeir, sem vit höfðu á list, ráku upp stór augu, því að þarna var snillingur á ferð. Cézanne kom til sýningarinn- ar og studdist við arm sonar síns. Hann starði hugfanginn á myndirnar og honum vöknaði um augu. „Sjáðu,“ sagði hann, „þeir hafa sett þær í ramma!“ • Það er gamall siður í Ame- ríku, að menn hafi skipti á munum, og tímarit eitt í Nýja- Englandi birtir i hverju hefti inargar síður af skipti-auglýs- ingum. Hér eru nokkur sýnis- horn: „Eg á 15 ára gamlan páfa- gauk, sem getur drukkið úr t'lösku, borðað með skeið, sung- íð, talað, blístrað og gelt eins og hundur. Vil skipta á honum og góðum fiskveiðatækjum.“ „Eg á öll verk Shakespeares í einu hefti í góðu ásigkomulagi. Eg vil fá í staðinn eintak af „Á liverfanda liveli" og nokkrar gamlar matreiðslubækur.“ „Eg vil skipta á einhverju, sem er jafn mikils virði og 21 manns bill.“ „Eg á 10 dúfnapör. Vil fá tví- lileypta haglabyssu fyrir þær.“ „Eg vil skipta á hvítu, pers- nesku fressi og svím, sem kann listir.“ „Hver vill fá tvær ágætar gulltennur fyrir stóran hörpu- disk?“ • Árið 1819 tólcu Bandaríkin upp þann sið, að kalla orustu- skipin eftir fylkjum í samband- inu. Nú er skipunum gefin nöfn eftir svolátandi reglum: Orustuskip .... Fylki. Beitiskip .... Borgir. Flugvélastöðvarskip .. Fræg herskip eða sjóorustur. Tundurspillar .... Liðsfor- ingjar eða óbreyttir menn í sjó- liðinu, fyrrverandi flotamála- ráðherra, þingmenn og uppfinn- ingamenn. Kafbátar .... Fiskar. Tundurduflaslæðarar .... Fuglar. Fallbyssubátar .... Litlar borgir. Kafbátamóðurskip .... For- vígismenn í kafbátasmíðum. Stórir dráttarbátar .... Indí- ánakynflokkar. • Af Abraliam Lincoln, Banda- ríkjaforseta árin 1860—65, eru sagðar margar sögur, m. a. þær, sem hér fara á eftir: Prestur einn mætti Lincoln á förnum vegi og tóku þeir tal sarnan. Sagði klerkur meðal annars, að hann vonaði að Drottinn væri með þeim. Lincoln svaraði: „Eg er yður ekki sammála.“ Klerkur og þeir, er á hlýddu, urðu undrandi. Lincoln sagði þá: „Eg hefi engar áliyggjur af því, af því að við vitum allir, að Drottinn er alltaf réttlætisins megin. En það, sem eg óska heitast og inni- legast, er að eg og þjóðin sé með Drottni.* Einu sinni sagðist Lincoln hafa lesið um konung, sem langaði til að fara á veiðar og spurði hann ráðgjafa sinn um, hvort rigningar væri von. Ráð- gjafinn spáði góðviðri. Konungur lagði því af stað með friðu föruneyti, og von bráðar mætti hópurinn bónda einum, sem reið asna. Hann varaði konung við því, að rign- ing væri i aðsigi. Konungur hló og liélt leiðar sinnar, en litlu síð- ar gerði úrhellisrigningu, svo að konungur og allt fylgdarlið hans varð holdvott. Hann snéri við, rak ráðgjafann á dyr og kallaði bóndann fyrir sig. „Seg mér, hvernig vissirðu, að hann mundi rigna?“ „Eg vissi það ekki, yðar há- tign. Það var ekki eg heldur asninn. Hann sperrir eyrun, þegar rigning er í aðsigi.“ Konungurinn lét bónidann fara, lét sækja asnann og gerði hann að ráðgjafa sinum. „En í því gerði konungurinn villuna,“ sagði Lincoln, er hér var komið sögunni. „Hvernig þá?“ spurðu sumir þeirra, er á hlýddu. „Nú — æ síðan hefir hver asni viljað komast í embætti. Herrar mínir, sltiljið umsóknir yðar eftir hjá mér; þegar strið- inu er lokið, munu þið heyra frá mér.“ • Tveir írar ræddust við: „Þú ert drukkinn,“ tekur ann- ar til máls. „Nei,“ svarar hinn. „Ef þú værir ódrukkinn, mundirðu hafa vit til að sjá, að þú ert drukkinn,“ sagði sá fyrri þá. • „Eg skyldi með glöðu geði fara í stríðið,“ sagði Iri einn, „ef eg væri neyddur til þess.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.