Vísir Sunnudagsblað - 17.08.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 17.08.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 AMA MHiiUA Hjónin standa upp frá borð- uin, færa sig inn í betri stof- una og fá sér sæti i mjúku, flosklæddu hvílustólunum. Þau voru a'ð ljúka morgunverði, og konan segir alltaf, að ekki sé liægt að sjá óhuggnanlegri sjón, þegar maður er orðinn mettur, en borð þakið diskum með matarúrgangi, leyfum og óhreinum mataráhöldum. Það er þess vegna föst venja lijá þeim hjónum að setjast inn i betri stofuna, þegar er þau hafa matazt og drekka kaffið þar. Maðurinn tekur að lesa dag- blaðið. Hann er nokkuð farinn að reskjast; er sköllóttur, feit- ur í andliti og á líkama og not- ar gleraugu í dökkri, sterklegri gerfihornsumgerð. Konan liorfir út um glugg- ann. Frú Sigurbjörg, sem býr i litla steinhúsinu handan göt- unnar, hefir fyrir skömmu sett ný tjöld fyrir glugann hjá sér. Þau eru dökkgræn með stórum, skjannagulum rósum. — En sá smekkur.---------- Og án þess að líta frá glugg- anum, teygir konan arminn hægt og seint yfir að reykborð- inu, sem stendur við hlið hvilu- stólsins er hún situr i. Grannir, hvítsnyrtir og hringskreyttir fingur hennar með gljároðnum nöglum, grípa vindling úr opn- um stauk, er stendur á rósa- flúraðri koparplötu borðsins. Hún ber vindlinginn að munni sér, stingur öðrum enda hans hægt og varlega á milli rauðra vax-anna, kveikir á eldspýtu og ber loga liennar að hinum enda hans og sogar ilmandi reykinn djúpt að sér, unx leið og hún með snöggi'i anrxhreyfingu, slekkur logamx á eldspýtunni og kastar -henni í lítinn ösku- bakka á í-eykborðinu. Síðan tekur liún vindlinginn frá vör- unx sér, heldur honum nokkuð frá sér, lætur olnbogann, kreppt- an til hálfs, hvíla á stólbríkinni og starir stöðugt út unx glugg- ann. Konan er fríð sínum; á feg- Urðai-snyrtu andhti hennar er ekki auðið að sjá, hvort liúxx stendur nær þrítugs- eða fer- tugsaldrinum. Hreyfingar hennar eru mjúkar; nxótaðar langvarandi samkvæmisæf- ingu og orðnar nokkui-skonar þögul tjáning kæruleysisrósemi lífsreyndrar tizkukonu, er slendur i eiixkennilegri aiidstöðu við svipfar hennar, sem undir hjúp ávaniðs túlkunarleysis, ber vott um þorstakennda óró. Vangar hennar eru óeðlilega í-jóðir, varirnar þvalar og heit- ar; augu hennar björt, rök og starandi. — Mér þykir þú Iiafa stei'kar taugar, — segir hún skyndilega við mann sinn og horfir enn út um gluggann. Rómur hennar er lár og tvíræður; ógerniixgur að vita hvort heldur að hún segir þetta i viðurkenningarskyni, eða það á að skiljast senx ásökun. Maðurinn les stríðsfréttirnar og litur ekki upp fi'á blaðinu. — Nú, — segir hann aðeins sem honum sé nákvænxlega á sama um, liversvegna að kona hans álítur hann liafa sterkar taugar. Ef til vill rennir hann grun í orsökina. — Að þú skulir hafa eirð til að lesa, eftir þá atburði, senx gerðust hér á lieimilinu í nótt, — segir konan eftir nokkura þögn xneð sama raddblæ og áð- ur. — Nú, þú átt við það, — svar- ar maður hennar, áhugalausl senx fyrr. Nokkur þögn. Haixn flettir við hlaðinu og byrjar að lesa aðra síðu þess. — Déskoti, hvað þessir Grikkir eru harð- vítugir bardaganxenn, — segir bann frekar við sjálfan sig, en konu sína. — Líklega tekst þeim að gera út af við ítalann. —- Og enn er nokkur þögn. Konan starir án ^fláts á dökk- SmÁscuja. efttih. Qub.mimcLjon grænu gluggatjöldin með stóru, skjannagulu rósunum, — Ef eg hefði ekki sjálf verið sjónarvott- ur að þessu, myndi eg ekki hafa trúað því, — hver svo, sem hefði sagt mér það, — segir liún lágt og líkast því, sem liún talaði við dökkgrænu gluggatjöldin, hand- an gölunnar. Maðurinn svarar ekki. — Að hún,-----------að hún skuli þá vera þannig. — Hún, — bætir konan við. Þögn stutta hríð. — Sennilega fara Þjóðverjarnir ítölunx til að- stoðar, — segir maðurinn svo. Þá snýr konan andliti sínu skyndilega frá glugganum og lxorfir athugunaraugum til manns sins. — Hvað eigum við að gera? — spyr liún án þess þó, að hún tali i spurnarrómi. — Reka hana úr vistinni? — Maðurinn svai-ar ekki þegar i stað. Hann flettir enn \ið blað- inu og gætir þess vandlega, að kjólbrotið raskist ekki, síðan athugar hann fyrirsagnirnar á fjórðu síðunni. — Reka liana, — svarar hann Ioks. — Nei, — slíkt væri illa gert. Hún hefir aðeins fallið fyrir augnabliks freist- ingu, einhverra orsaka vegna. — Það er engu líkara, en að liann lesi þetta úr einhverri greininni á fjórðu síðunni, þvi liann lítur ekki upp. — Anna er í rauninni óspilltur og vandaður unglingur. Það þori eg að ábyrgjast. — — Það liefi eg líka alltaf álit- ið, — segir konan. — Þar til i nótt er leið, að minnsta kosti. Þess vegna finnst mér einmitt svo afar einkennilegt, að hún, Konan þagnar án þcss að Ijúka setningunni. Djúpu, star- andi augun hennar hafa nú fundið sér nýtt viðfangsefni; að þessu sinni innan stofuveggj- anna. Eða nánar tiltekið: — a stofuveggnum andspænis henni. Málverk eftir Kjarval. Hún vext hvorki livað það á að tákna, né af hverju það er, en einmitt þess vegna, getur hún starað á það langar stundir. Hún veit að gáta þess verður aldrei ráðin. Dökkgræn gluggatjöld með stórum skjannagulum rósum, geyma enga leyndardóma upp- runa, eðlis eða tilgangs. En þetta málverk,------— — o— Anna-Sigga stendur við raf- suðuvélina framnxi í eldhúsi, og liellir öðru’ hvoru heitu vatni á kaffikönnuna. Anna-Sigga er náföl í andliti; hvarmar liennar eru grátbólgnir og bládökkir liálfbaugar fyrir neðan augun. Við og við gengur hún yfir að ýatnshananum og fær sér kalt vatn að drekka; hún berst við uppköst, hefir ekld getað bragð- að á mat í morgun, finnur til krampakénnds lierpings innyfl- anna, undir bringsmölunum og viðbjóðslegs óbragðs í- munn- inum. Nú sýður á könnunni. — Guð nxinn góður! — Hversu mikið vildi ekki Anna-Sigga gefa til þess að hún slyppi við að færa hjónunum kaffið. Enn finnst henni sem á sér hvíli hið dula, spyrjandi augnaráð, sem konan sendi henni, er hún bar þeim inorgunverðinn. REGNBOGABRÚIN. — Fyrir 3 ái-um tólc af brúna fyrir neðan Niagarafossinn, en þaðan var sér- staklega fagurt útsýni upp eftir St. Lawrence-fljótinu til fossanna. — Myndin sýnir nýja Regnboga- brú, sem átti að vera fullgerð i júlí. Boginn er 950 fet á lengd.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.