Vísir Sunnudagsblað - 17.08.1941, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 17.08.1941, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 að blístra stef úr danslagi, til þess að sigrast á klökkvanum, sem Iaumast að henni. Nú á hún aðeins eftir að setja á sig hattinn, sem frúin gaf henni í jólagjöf; það tekur hana nokk- ura stund frammi fyrir speglin- um, en að lokum tekst henni að ganga frá honum þannig, að hún er ánægð með hvernig hann fer. Að þvi húnu leggur hún af stað út í bæinn, á leið til hennar Dísu Fúsa, sem þénar hjá kaup- manninum; — Dísu Fúsa, sem er feit og hjólbeinótt og auk þess nokkuð laus í rásinni. — -----En, þær eru háðar úr sömu sveit og Dísa er eina stúlkan i horginni. sem Anna-Sigga þekkir. —o— Anna-Sigga hringir dvra- bjöllunni. Dísa Fúsa lýkúr upp dyrunum nokkura stund; hún er í nýju kápunni, — kápunni, er „maðurinn, sem liún er með“ — gaf henni fyrir skömmu. — Og barasta, iivað þú getur verið andstyggileg að koma ein- mitt núna, — segir hún við Önnu-Siggu. — Eg á frí í kvöld og við erum að fara í Bíó. — — Hver er andstyggileg? — spyr drafandi karlmannsrödd inni á ganginum og á næsta augnahliki birtist eigandi radd- arinnar, — maðurinn, sem hún Disa Fúsa er með, — í dyra- gættinni. Hann er miðaldra, feitur, rauðbirkinn og bólugraf- inn og alltaf sveittur. Dísa hefir ;.agt Önnu-Siggu, að hann hafi einu sinni verið giftur, en koinfii hans var mesta skass og hélt þar að auki fram hjá honum, svo hann varð að skilja við hana. — Hanh har enn ógróin sár frá þeim árum, — segir Dísa Fúsa stundum. — Hver er andstyggileg? — endurtekur hann, og ógeðslegan víndaun leggur frá vitum lians. — Þessi litla og fallega stúlka? Gú bevare os! —- Nei, eg held nú síður. — Hann lyptir liattin- um og heilsar Önnu-Siggu með smeðjulegri kurteisi og kreistir hönd hennar lengi í stóru, skvapþvölu krumlunni sinni, en Dísa lítur til hennar augnaráði, sem óskar henni norður og nið- ur, innilegar, en orð fengju gert. — Veiztu hvað við gerum! — segir hann við Disu, er liann loksins hefir sleppt hönd Önnu- Siggu. — Við tökum hann Bjössa með okkur i leiðinni. Síðan förum við á Borgina þeg- ar bióið er úli og drekkum og röllum.%— — Ætli Bjössi megi vera að þvi, — maldar Disa í móinn og lítur til Siggu. — Þú segir nei! — segir augnaráð hennar. — Hann Bjössi!--------- Þeg- ar litil og saklaus stúlka er með i spilinu! — Og „maðurinn, sem hún Disa er með“, hlær hátt að þessari fjarstæðu. — Þér eruð til? — spyr hann Önnu-Siggu. — Þú segir nei! — segja augu Dísu enn greinilegar en áður. Og hún grettir sig framan í Önnu-Siggu, til frekari áherzlu. Anna-Sigga vildi lika gjarnan segja nei. En framkoma Dísu Fúsa særir hana og ögrar henni. Dísu, — sem er svo feit og hjól- heinótt, að enginn strákur í sveitinni, — ekki einu sinni Jónsi á Kúlu, — vildi við henni líta, — henni ferst, eða hitt þó lieldur. Stríðnin og þráinn blossa upp í skapi Önnu-Siggu. Þess vegna segir hún já, n'ieð öllum þeim fegiuhreim, sem hún getur i það orð lagt, — hros- ir meira að segja undur kank- víslega, til „mannsins, sem Dísa er með“ svo að Dísa eldroðnar af gremju og talar ekki auka- tekið orð við þau, á leiðinni til Bjössa, —o— Kvikmyndasýningunni er lok- ið. Anna-Sigga og Bjössi sitja við horð í troðfvlltum veitinga- salnum á Borginni, ásamt Disu Fúsa og manninum, sem liún er með. Þau drekka vín á milli þess sem þau dansa. Anna-Sigga hef- ir aldrei drukkið vín áður, ekki einu sinni komið til hugar, að hún myndi nokkurntíma fremja slíka óhæfu. En þegar hun sá ögrandi og sigrihrósandi svip Dísu, er hún bjóst til að neita fyrsta „sjúsnum“, sá hún sig um hönd og þáði hann. Hún vill ekki gefa Dísu hið minnsta til- efni til sigurhróss í kvöld. Þess vegna þiggur húri hvern „sjúss- inn“ af öðrum. Anna-Sigga er þegar nokkuð drukkin. Hún hrærist ekki leng- ur í lífi veruleikans. Umhverfið hjúpast draumhlárri þoku og hljómar danslaganna, sem hljómsveitin leikur, herast til hennar úr fjarska með seiðandi og svæfandi hreim. Þegar liún dansar við Bjössa, finriur liún ekki fætur sína snerta gólfið, — hún svifur áfram áreynslu og , viljalaust. Áhrif vínsins hafa numið alla skynjun eðlislögmála úr huga hennar. Hún finnur jafnvel ekki til þeirra, þegar hún dansar við manninn, sem hún Dísa er með. Hann trúir henni fyrir því, að Dísa Fúsa kunni ekki að dansa, að hann hafi tekið kunningskap við hana eingöngu sökum einstæðings- skapar síns og leiðinda; — liann sé húinn að liða svo mikið í líf- inu. Hann segir einnig, að Anna-Sigga dansi dásamlega og að þau tvö verði að hittast aftur. Svo stígur liann ofan á tær Önnu-Siggu, hvað eftir annað, — en henni kemur þetta eigin- lega ekkert við. Hún er ekki lengur í líkama sínum, — hún er ekki lengur Anna-Sigga, heldur er hún einhver viljalaus, svif- andi vera sem stendur á sama um allt og alla, — sjálfa sig ekki hvað sízt. —o— Það er þessi svífandi, vilja- lausa vera, sem situr við hlið Björns Grímssonar umboðssala, í bifreiðinni nokkru síðar. Það er hún, sem tekur kossum lians og syngur hárri raustu: — 1 horginni allt er á iði, en 1 sveit- inni friður óg ró, þar sem bænd- urnir hrugga í friði, á meðan Blöndal er suður með sjó.---— Það er þessi viljalausa vera, sem liggur við hlið hans á legu- hekknum í ibúð hans og leyfir honum að strjúka líkama sinn og lauma höndunum inn að sér nakinni. — — Aldrei myndi Anna-Sigga leyfa nokkrum manni slíkt,-----—- aldrei! — — Við skulum koma inn i svefnherbergið, — hvíslar karl- mannsrödd einhversstaðar óra- langt í hurtu. — Það fer betur um okkur þar. —• Og þegar þau eru komin inn í svefnherbergið, segir sama röddin: — Afsakaðu mig sem snöggvast! — Þú hátt- ar á meðan. —-•— Eitt andartak er hún ein i herberginu. Hún ætlar að fara að lyfta upp kjólnum sinum, en þá heyrir hún skyndilega rödd, sem liún þekkir svo vel, kalla nafn sitt. — —- Anna—Sigga, — — Anna-Sigga.---------- Það er móðir hennar, sem kallar og Anna-Sigga hleypur út úr svefn- herberginu, þrífur hatt sinn og kápu af stól í stofunni og stekk- ur út ganginn. Á næsta augna- bliki er hún komin út á götuna. Nætursvalinn leikur um vanga hennar og hár. — Anna-Sigga! --------Anna-Sigga! ---------- kallar rödd móður hennar úr fjarska og Anna-Sigga hleypur og lileypur.------- Svo kemur löng, myrk eyða í minningakvikmynd næturinnar. Anna-Sigga veit það ekki, að lögregluþjónninn kom að lienni við dyr bifreiðarstöðvar einnar i miðbænum^ — bifreiðarstöðv- ar þeirrar, sem hafði afgreiðslu áætlunarbifreiðarinnar, er flutti hana í kaupstaðinn í haust. Hún veit heldur ekki, að þegar hann kom að henni, var hún að berja á stöðvardyrnar og kallaði um leið hárri röddu, að hún yrði að komast heim, þegar i stað. Það næsta sem hún sér, er óljós mynd frúarinnar, þar sem hún er að breiða yfir hana sængina í rúminu uppi í litlu herbergis- kytrunni. Suðan í kaffikönnunni vekur Önnu-Siggu af draumi.--------— Hún herðir vilja sinn til þess ýtrasta. Hjónin biða eftir kaff- inu. §KÁK Tefld í Portsmouth 1923. Hvítt: Aljechine. Svart: A. West. 1. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. Rf3, d5; 4. Rc3, Be7; 5. Bg5, Rbd7; 6. e3, 0-0; 7. Hcl, c6; 8. Bd3, He8; 9. 0-0, pxp (Þetta átti svartur að gera áður en hvítur hr'ókaði og svo Rd5); 10. Bxp, Rd5; 11. Re4!, BxB; 12. RfxB, Rd7f6; 13. Rg3! (Rvítur stend- ur hetur og því er engin ástæða fyrir hann að fara í slétt manna- kaup), h6; 14. Rf3, Rb6; 15. Bb3, Rbd7? (Svartur vill nú loksins fara að leika e5, en það er of seint); 16. e4, e5; 17. dxe, Rg4; 18. e6!, fxe; 19. Rd4, Bd7- e5; 20. h3, Rf6; 21. f4, Rf7; 22. Khl, a5; 23. Hc3l, Db6; 24. e5, Rd5; 25. Rh5!, He7; 26. Hg3, Rh8; 27. Dd3, Dc7; ABCDEFGH 28.BxR!, exB; 29. Bf6-{-, gefið, því ef 29.Kf8, þá 30. Dh7 eða 29..Kf7; 30. Hxg7+ og mát í tveimur leikjum.. Maður nokkur kom í raf- tækjaverzlun. Hann ætlaði að kaupa afmælisgjöf handa tengdamóður sinni. Búðarmaðurinn sýndi hon- um borðlampa og sitt hvað ann_ að, en maðurinn taldi sig ekki ánægðan með rieitt af því. Loks spyr hann: — Segið mér eitt, ungi mað- ur: Hafið þér ekki rafmagns- stóla hér, eins og þeir liafa þarna i lienni Ameríku?

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.