Vísir Sunnudagsblað - 17.08.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 17.08.1941, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Anna-Sigga átti seytján ára afmæli í gærkveldi. Hún andvarpar þunglega og finnur þá enn greinilegar til þessa viðbjóðslega óbragðs í munni sinum,1----------og at- burðir kvöldsins og næturinnar rifjast upp fyrir henni; svífa fram lijá hugskotssjónum henn- ar með örskotshraða, líkt og kvikinvndaratriði á sýningar- tjaldi. — — — Hún stendur frammi fyrir litla speglinum i herbergiskytrunni sinni uppi á þakhæðinni, og greiðir hár sitt. Ljósgullnir Iokkar þess falla í bylgjum niður háls hennar og vanga. Eitt andartak nemur höndin, sem heldur greiðunni, staðar, fyrir ofan hægra gagn- augað; Anna-Sigga horfir í spegilinn og scr þar barnslegt stúlkuandlit með rjóða vanga, en blá, feimnisleg augu horfa á hana og spyrja: — Hver ert þú? — Og Anna-Sigga s'varar með sjálfri sér: — Eg er Anna-Sigga og eg er seytján ára i kvöld. Þar að auki á eg frí, svo —----já, svo hvað? — Það veit Anna- Sigga ekki, en hún finnur titr- andi heita óþreyjukennd i öll- um sínum unga líkama. — í kvöld er hún seytján ára! Anna-Sigga gengur skrefi fjær speglinum og sér nú í hon- um mjúkan, sterklegan liáls, þreknar axlir, hvelfdan barm og hvít, þrýstin og ávöl brjóst með litluin, rauðum geirvörtum. I einhverskonar leiðslu hefir hún afklætt sig svo, að hún er nakin að beltisstað. Skyndilega gripst Anna-Sigga kynlegri dirfsku; — liún afklæð- ir sig að fullu og stendur síðan allsnakin fyrir fráman spegil- inn, feimin og undrandi. Er þessi nakta stúlka, sem hún scr í köldum fleti hans, í raun og veru hún sjálf ? — Hún Anna litla Sigga, sem er seytján ára í kvökl. Hún læðist að veggnum og slekkur rafljósið, titrandi af ein- hverjum óskiljanlegum beyg. Bláfölv birta frá fullum mána streymdi inn um þakgluggann. Stundarkorn stendur Anna- Sigga grafkyr i húminu, lieldur niðri í sér andanum og hlerar. —-------- Eftir hverju,-------- Það veit hún ekki sjálf. Hvað skyldi mamma hennar liugsa, ef hún sæi hana standa þarna alsnakta? Mamnia! — Grannvaxin, þreytuleg kona i litlu, köldu og hrörlegu timburhúsi frammi í dalnum, langt, langt í burtu héð- an; — hvað skyldi hún vera að gera þessa stundina? - Um hvað skyldi hún hugsa? — — Ef til vill hugsar hún um litlu telpuna síiia, — hana Önnu-Siggu, sem nú er í vetrarvist hjá ríku fólki i höfuðstaðnum, og er seytján ára í kvöld. Og Anna-Sigga man það eklci lengur, að hún sjálf stendur þarna á gólfinu, allsnakin. Hún er heima hjá sér,heima í hrörlega timburliúsinu með ryðgaða bárujárnsþakinu og gisnu, feysknu gluggunum. Húu finnur ilm af heitu kaffi og ný- bökuðum pönnukökum. — Kaffi og pörinukökur, inaður! Eru jólin komin? — spyr Geiri bróðir hennar glettnislega. — Hún Anna-Sigga á afmæli í kvöld, — svarar mamma og brosir til hennar sínu lilýja, Jneytta brosi. Bitur kuldahrollur vekur Önnu-Siggu af draumum henn- ar og minnir hana skvndilega á nekt hennar. Húmið og kuld- inn trufla hugsun hennar og fylla sál hennar ömurleika og ótta. Hún gengur að rúmi sínu, fleygir sér upp í það, breíðir yfirsængina vandlega ofan a sig og snýr sér til veggjar. Sængurfötin eru hráslaga- köld og Önnu-Siggu elnar hroll- urinn, svo tennurnar skellasl saman í munni hennar. Hún togar yfirsængina upp fyrir höfuð; kreppir sig í rúminu, unz hún finnur læri sín snerta brjóstin. Og Anna-Sigga grætur. —-------Hún er seytján ára i kvölds' en litla timburhúsið frammi í dalnum er svo langt i burtu. Hrollurinn rénar eftir nokk- ura stund og því næst finnur hún unaðslegan yl streyma um sig alla. Hún hættir að gráta. Hugsanirnar hvarfla frá timh- urhúsinu frammi i dalnum; grípa rás, svo hún fær elckert við Jiær ráðið. — —-----Hann Jónsi á Kúlu gekk á eftir henni með grasið í skónum í allt fyrrasumar. — Hann Jónsi, sem var bólugrafinn og sköllóttur karldurgur, er alltaf hljóp eins og óður rakki á eftir hverju pilsi, sem hann sá!------— Og einu sinni hafði Anna- Sigga ratað í æfintýri. Það var á dansleik, sem'haldinn var í Ungmennafélagsliúsinu, haust- ið, þegar hún var á sextánda ér- inu. Þá stalst ungur og laglegur maður úr Rejkjavik til þess að kyssa hana, i myrkrinu frammi í ganginum. Eitt augnablik hafði hún orðið ráðþrota sök- um undrunar og seiðandi hita- kenndar, sem hún þelckti elcki áður, en i næstu andrá blossaði reiðin upp í huga hennar; liún gaf kossþjófnum laglega vel úti látinn löðrung og þaut síðan inn í'danssalinn. Hann kom |)angað skömmu á éftir henni og dans- aði þá hvern dansinn af öðrum við hana Dísu Fúsa, sem var feit og hjólbeinótt; í livert skipti sem J)au dönsðu fram hjá Önnu-Siggu, glotti hann ertnis- lega; liún lét sem liún sæi hann ekki, en gat })ó ekki að sér gert að roðna. Siðan hefir liún livorki heyrt liann né séð í veruleikan- um, en tvisvar eða Jirisvar hefir hana drevmt hann og enn er liún ekki viss um, að hún myndi ekki roðna, ef hún mætti honum á götu. Fram að þessu kvöldi liefir enginn annar karlmaður sýnt Önnu-Siggu ástarallot. — Sem betur fer, — hugsar hún. — — — Og þó.----------Skammastu þín, Anna-Sigga, — segir hún, með sjálfri sér. — Það er ósið- samlegt að leyfa Jieim hugrenn- ingum að komast að. Nú er Önnu-Siggu orðið fun- heitt. Hún réttir úr sér og teygir liöfuðið upp undan sænginni. — Að grenja eins og lítill stelpu- krakki; hún, —- sem var seytján ára í kvöld. Kjarkurinn, sem Anna^Sigga hefir tekið i arf frá kynslóðum, er allan sinn aldur börðust við örðug lífskjör og sem hún liefir Jiroskað með sér í viðskiptum við störf og viðfangsefni æsku- áranna lieima i dalnum hrekur alla angurværð úr huga hennar. I einu vetfangi spyrnir liún sænginni ofan af sér, stekkur fram á gólfið og klæðir sig i nærfötin óg sokkana. Síðan kveikir hún rafljósið, lætur á sig stigvélaskóna og fer i nýja kjólinn, sem hún kevpti á út- sölu í fyrradag og gaf sjálfri sér i afmælisgjöf; Jiví næst lýkur hún við að greiða sér, J)vær sér vel um augun, púðrar sig og ber rauðan lit á varirnar. En Anna- Sigga er litt vön J)ví að fara með slik. fegrunarmeðöl og J)ar að auki ekki alin upp við sjálfs- nostur; púðrinu er illa jafnað um andlit hennar og varirnár allt of rauðar, J)ó að liún sjálf veiti }>vi ekki eftirtekt, er húu brosir við spegilmyijd sinni. Anna-Sigga tekur kápuna sína af herðatrénu og fer í hana. Þá kápu keypti hún i haust fyrir lamhsverðin sín. Golsa hennar var tvílembd í sumar sem leið, eins og hún vissi, að ungar stúlk- ur i kaupstaðnum yrðu að klæð- ast fallegum kápum, til J)ess að þær gætu taliztmenn með mönn- um. En, í litla, Iirörlega timbur- húsinu frammi i dalnum, er grannvaxin, þreytuleg kona, sem aldrei hefir eignazt slíka flík. Aumingja mamma! Anna- Sigga ásetur sér að kaupa eitt- hvað fallegt og senda henni um næstu mánaðamót og hún tekur FLUGHERINN brezki hefir sjómenn innan vé-banda sinna. Þeir manna litla hraðskreiða vélbáta, sem sendir eru á sjó út til þess að bjarga flugmönnum — vinum eða óvinum — sem hrapað hafa í sjóinn.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.