Vísir Sunnudagsblað - 07.09.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 07.09.1941, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Það er síðla kvölds um mið- sumarskeið, og sólin á aðeins örskamman spöl ófarinn að öldudjúpúm Ægis. Lognsléttur fjörðurinn og fjallahliðarnar fyrir botni iians loga í rauðgullnum bjarma frá hnígandi sól, en giljadrög og bamraskorur hverfa i húmbláa skugga. Aftankyrrðin, boðfari næturinnar, fer um dalinn, svíf- ur niður af silfurroðnUm tind- um, niður hlíðarnar, þar sem slegin og nýbirt tún, blika sem rauðgulir silkireflar við græn- dökkan flosgrunn óslegins eng- is. Úti í vallendismóunum hljómar stakt og angurvært kvak lítiilar beiðlóar, sem enn finnst elcki kominn timi til þess að taka á sig náðir, og ofan úr dimmum gljúfrunum fyrir ofan bæinn á Hömrum, hljómar þungur fossniður,--------annárs er allt hljótt. Við baggadyr beyhlöðunnar á Hömrum, stendur aldurhniginn maður. Hann styðst fram á hrífu sína og horfir gráleitum, róleg- um augum til vesturs, — í átt til sólarlagsins. Hann er snogg- klæddur, andlit hans er magurt, sólbrennt og veðurtekið en hraustlegt; mótað djúpUm dráttum er gefa því svip þreks og festu. Hár hans er tekið að grána, það er þvalt af svita og ó- greitl og ekki laust að heystrá og mosakusk loði við lokka þess. Skyrtan flakir frá sterk- legum, sinaberum hálsinum og hvelfdum, loðnum barminum, þar sem svitadroparnir glitra eins og dögg á grasi. Hann kreppir hendurnar að gljáfægðu hrifuskaftinu, — stórar þrek- rammar hendur með hörðum, hnúamiklum fingrum og þykku siggi í lófum. Þær hendur lýsa ævi hans og skapgerð, stórum betur þó að með þöglum hætti sé, en mörg orð fengju gert. Og Björn bóndi horfir lil vesturs, — i átt til sólarlagsins. í dag Iiefir liann lokið við að koma töðunni undir þak; heitúr ilmur hennar berst til hans út úr hlöðunni, sem nú er jafnfyllt að veggsillum. Þessi dagur hefir verið erfiður, — erfiður að átök- um, en þó um leið gleðiríkur uppskerudagur ótal handtaka, óska og vona. í kvöld, er hann lauk við að sópa baggaflána og bar síðustu heystráin milli handa sinna, inn i hlöðuna, liafði liann fengið tuttugu og fimm töðuköplum meira af túninu, en nokkru sinni fyr og rösklega tveim hundruðum fram yfir það, sem það gaf af sér, er hann, fyrir hartnær f jörutíu árum, tók við jörðinni af föður sínum. Nú er sól hnigin að hafi. Fjallahlíðarnar, sem fyrir skammri stundu loguðu í báli aftanbjarmans, hjúpast nú húmdimmum bláma. Yfir hafs- rönd brenna þó skýjajaðrarnir enn í eldi sólarlagsins og gullna, kvikandi geislaröst leggur inn eftir firðinum. Loftið verður svalara og dögg tekur að falla. Lóan er þögnuð og lögst til hvíldar í vallendismóanum. Fóssinn í gljúfrunum fyrir ofan bæinn, er einn um þá dirfsku að rjúfa næturkyrrðina. Það er skylda hans að vaka, — hann hefir staðið vörð um sveitina frá ómunatíð. — Ef til vill finnUr hann seiðmagn friðar og hvíld- ar, læðast umhverfis sig i kyrrð kvöldsins og knýr þess vegna liörpustrengi sína til hærri hljóma en áður. Án efa finnur Björn bóndi á Hömrum til hins sama seið- magns, en þó stendur hann kyrr og hallast fram á hrifuna. Ann- að heimilisfólk var fvrir nokkru gengið til bæjarins, ef til vill sofnað, — það hlaut að vera þreytt eftir erfiði dagsins.' 1 nótt er leið vakti það lengi við að sæta upp töðuna og vaknaði þó eldsnemma í morgun, sökum þess að veðurútlit var tvírætt, gat eins brugðist til regns, sem framhaldandi þerris. En taðan var lika öll komin undir þak. Á morgun fengi það að sofa út og hvíla sig, hátíðarbrigði dags- ins mundi kona Iians sjá um að öðru leyli en því, að hann ákvað að lána fólkinu hestana fram i dalsbotna. Hann minntist þess nú, að hann hét á .Tónsa litla í sláttubvrjun að lána homun bann brúnskjótta, töðugjalda- daginn, ef töðuhevskapurinn gengi vel.------- Björn leggur frá sér hrifuna, gengur að hlöðukampinum, tek- ur peysuna sína, sem hann lagði ]>ar i morgun, en hún er köld og rök af dögg, svo að hann hættir við að fara í hana, en leggur hana lauslega um axlir sér. Síð- an heldur hann af stað, ekkj þó í átt til bæjar, heldur stefnir hann upp túnbrekkuna í átt til fjalls. , Fyrir ofan túnbrekkuna er dálítill hvammur. í honum nemur Björn bóndi staðar og lítur til baka, yfir túnið, bæjar- húsin og engjarnar. Það er venja hans, ef hann er léttur í skapi, og eins ef hann er þreytt- ur og þarfnast aukins þreks og kjarks, að ganga þá þennan spöl, sem hann nú *hefir markað beinni slóð á daggarfeld grænnar brekkUnnar, og nema síðan staðai* um stund í hvamminum, þar sem hann stendur nú. Þá venju hafði fað ir hans einnig haft, Björn man þegar hann i fyrsta skipti trítlaði upp brekkuna við hlið hans. Þá var Björn litill snáði, og þá var brekkan honum hærri og bratt- ari en nú. Þá liafði honum virst, sem hann sæi veröld alla þaðan úr hvamminum. Síðar varð hvammurinn leikvangur hans, þar átti hann fjárhús full af sauðaleggjum, hornum og kjálkum og var rikasti bóndi landsins. Er hann eltist varð hann að láta sér nægja minni auðæfi, en hvammurinn var þó alltaf staðurinn, sem hann leit- aði til, ef liann fýsti að vera einn um gleði sína eða sorgir. Björn leit yfir túnið, — næst hvamminum þótti liónum vænst um túnið. Það var honum elvki aðeins sláttur og ræktaður völlur er gaf af sér svo og svo marga töðukapla og kýrfóður. Túnið var honum allt annað og meira, það var þelgur reitur, vígður striti, baráttu og sveita hans og feðra lians, — fvrir þrotlausa styrjöld við grjót og þúfnakarga, höfðu þeir hrifið það úr viðjum móa og gróður- snauðra mela. Á hverju vori og liverju haUsti höfðu þeir lagst i víking og herjað hið seinunna ríki fjallahlíðarinnar fyrir ofan Hamrabæinn, borið vopn sín til sigurs í vinnulúnum, sigghörð- um, hnýttum höndum, til sigurs gróandanum og lífinu. Björn hefir herjað í aðra ált með betri og fljótvirlcari vopn- um og glæstari árangrí. Hann herjaði á fúaflóka mýrarinnar, fyrir neðan túnið. Er hann leit þangað, blasti stór og fögur sáð- slétta við augum hans. Já, hann hafði barist og Unnið sigra, — — — enda bera hendur hans þess merki, að ekki hafi þær oft legið hvítþvegnar og hreyfing- arlausar í skauti. Enn á hann vonandi mörg ár framundan til frekari átaka, en jafnvel þótt að svo yrði ekki, er hann ánægður með dagsverk sitt. Hann.hefir alltaf notað hvert líðandi augna- blik til hins ýtrasta, hann getur þvi, hvenær sem vera skal, lilýtt því kalli, er alla kveður frá or- ustu fyrr eða siðar. Það var þessi kafbátur, er sést hér á myndinni, sem sökkti am- eríska skipinu Robin Mobr í S.Atlantshafi. — Á stjórnpalli kaf- þátsins er máluð mynd af hleejandi hundi.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.