Vísir Sunnudagsblað - 07.09.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 07.09.1941, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Ein af þeim bækistöðvum, sem Bandaríkin liafa fengið frá Bretum er Puerto Rico i Vestur-Indí- um. Þar ætla Bandaríkin að reisa rammgert vígi, sem á að heila Miles-vígi. — Á myndinni scsl yf- irmaður herforingjaráðs Bandarikjanna, George C. Marshall, hershöfðingi, vera að kanna setuliðið. Birni verðnr litið út eftir firð- inum, til norðvesturs. Eldar sól- arlagsins eru nú með öllu slokknaðir, -—- geislarákin inn eftir firðinum, ■—■ — hin gullna braut sem hinnstu geislar hnig- andi sólar lögðu frá eilífðar sviði dagsins til húmhlárrar strandar liverfuls veruleika eftir kvikum, blikandi hárum, er horfinn og hleikfölv skýjadrög hylja hvarfrönd sjóndeildar- hringsins,þar sem haf og himinn mætast. í skugga strandarinnar liggja tveir dökkvir stálnökkv- ar, dulir og uggvænlegir og Björn getur ekki dulið áhyggju- svip sinn er honum verður litið til þeirra. Þarna liafa þeir legið í tvo sólarhringa, án þess að hafa nokkurt samband AÍð íbúa sveitarinnar. Ef til vill fara þeir í nótt, með jafn hljóðlegum og leyndardómsþrungnum hætti og þeir komu.---------Ef til vill liggja þeir þarna svo dögum eða mánuðum skiptir. — — — í vor frétti Björn eins og aðrir landsbúar, um ótrúlega og geig- vænlega atburði, sem gerðust í höfuðstað landsins. Erlendur her hafði tekið sér aðsetur þar og víða í næstu héröðum. Her- deildir gengu með alvæpni um allar götur þar, vélknúin hern- aðartæki hrunuðu um alla vegi en vopnaðar flugvélar svifu í loftinu yfir húsþökum horgar- innar. Og Björn hafði fundið mar- tröð kvíðans og óvissunnar læð- ast með skotum og kimum. Drápsæði styrjaldanna,-------- þessi kalda heiptþrungna vitfirr- ing, sem öðru hvoru geysaði um hinar víðu lendur stórveldanna, þarna langi úti i heimi, — gat það verið, að það hefði í raun og veru teygt sína blóðgu arma Jiingað, Það var jafn ótrúlegt, eins og það var eðlilegt, að heyra fréttir af hamförum þess á meg- inlandinu handan hafsins. En nokkrum dögum eftir að þessar fregnir bárust, hafði Björn með eigin augum séð í'isavaxna, er- lenda hei'naðai-flugvél svífa um sólbjart heiði yfir sveitinni og föllunum og þá,-------;----þá varð geigur óvissunnar i liuga hans að kaldri, liótandi vissu. Og nú lágu þessi skuggalegu skip skammt undan ströndinni, þar sem hann lék sér í æsku og týndi skeljar og kufunga i vasa sina. Hvaða erindi áttu þau hingað, — upp að strönd hins friðsæla starfs, þar sem sólin lmeig til-viðar á hvei'ju kvöldi, eftir að hafa séð nýja sigra í þjónustu lífs og gróanda, unna á vígvöllum engja og túns. Það afl, sena stýrði för þessara skipa, var ekki í þjónustu gróandans og lífsins. Að þeim lágu örlög, þyngri en nokkur mannlegur máttur fengi við ráðið,----— — öi’lög, seni villráfandi mannkyn, öflugt til eyðileggingardáða fyr- ir sinn sjúka vanmált, hafði bundið sér og niðjum sínum. — En hverjum dugði að vera að hugsa um þessi skip. — Ef til vill yrðu þau farin á morgun. Og til hvers var það að vera að ergja skap sitt með heilabrotum um öfugstreymi nútíðarinnar og uggvænleik framtíðarinnar? — Hvaða áhrif gat einn afdala- hóndi haft á rás viðhui'ða þeirra sem gerðust utan við landamörk ábýlisjarðar hans? - Mátti liann ekki þakka fyrir, á meðan hann fékk að ganga óáreitlur að starfi sínu, þakka fyrir aukinn töðu- feng og hagstætt veðurfar? — Jú, vissulega. Birni er orðið hrollkalt. Næl- ursvalinn leikur um fáldæddan líkama hans, rákan af svita eftir A erfiði dagsins. Hann hrindir frá sér öllum döprum heilahrotum og heldur af stað til hæjar. Hann er þreyttur,--------hann finn- ur það nú að einnig honum er þörf hvíldar og svefns. Hann verður var máttleysislúa í hnés- hótunum, er hann gengur niður túnhrekkuna, sem liann áður fyr hafði lilaupið niður í gáska- fenginni dirfsku unglingsins, sem finnur ótamda krafta titra í hverri taug og hverjum vöðva sins vaxandi likama. Hann er tekinn að lýjasl og eldast, en sú tilfinning veldur lionum frekar ánægju en angurs. Hann veit að hann hefir hvorki þreylzt eða elzt til einskis. Skvndilega nemur hann stað- ar og lilustar. Úr norðurátt, ut- an frá ströndinni, herst veikur titrandi niður að eyrum hans. — Þessi niður færist óðfluga nær og eykst að styrkleika. Nú heyrir hann glöggt að hann kemur utan frá þjóðveginum. Vélargnýr hifreiðar. — — -— Nú, ekki annað! Og Björn heldur áfram göngu sinni niður hrekkuna. En á næsla augnabliki nemur hann enn staðar og hlustar. Það er eitthvað óeðlilegt við þenna vélagný, — eitthvað óeðlilega þungt og sterkt. Hann híaut að slafa frá möi-gum bifreiðum. Bezt að hinkra aðeins við og sjá. Og hann þarf ekki að híða lengi. Nú eykst gnýrinn um helming.-------— Slór, grádökk bifreið kemur hrunandi á hæð- inni. yztu sem lil sést út með ströndinni, - á næsta augna- bliki er hún horfin niður í láut, enásama vettvangi kemurönnur í ljós á liæðinni og ekur í livarf með sama hrgða. -------- •— Og enn ein, - - sú þriðja — f jórða — fipimta og sjötta, m ^ Nú sést sú fyrsta aftur á næsta leyti og síðan hinar sex. Þær færast óðfluga irær eftir þjóð- veginum, svo að Björn getur innan skamms nokkurnveginn greint lögun þeirra og lit þó að húmskýggt sé; — þetta eru livorki venjulegar áætlunarbif- reiðar né einkahifreiðar,------ —• þetta eru skuggadökkir, há- reistir kassar. — „Að einhverju í ætt við dimmu slálnökkvana, sem liggja undan ströndinni“, —■ fjýgur Birni í hug, og skilur í sömu andrá, hverskonar far- artæki þar fara.-------- — Her- flutningahifreiðar. „Hvert skulu þær ælla?“ spyr hann sjálfan sig með nokkurri undrun. Hann fær svarið fyrr en var- ir. Foi’ystubifreiðin hægir á ferðinni um leið og hún beygir af þjóðveginum, inn á afbraut- ina, sem liggur heim að Hömr- um. Og hinar sex koma á eftir henni. Er þær koma á móts við nýju sáðsléltuna fyrir neðan túnið, nema þær staðar. Björn stendur grafkyrr, þög- ull og starandi i sömu sporum. Þó að líf hans lægi víð, myndi liann ekki megna að hreyfa sig úr stað; hann finnur til nístandí kuldakenndar i harmi sinum, viljalamaður og vitundarbund- inn heyrir hann háreysti og skipandi köll kveða við úr bif- reiðunum og sér fjölda manns sliga út úr þeim. Nokkurir af þeim ganga inn á sáðsléttuna; skipunarköllin kveða við á ný, og þeii’, sem beðið hafa hjá bíf- reiðunum, taka þaðan allskon- ar hyrðar og hafurlask og bera inn á sléttuna. Enn kveða við köll og skipanír,-------- — köll og skipanir.--------Innan fárra augnablika, sem Bímí finnst lengri en öll sin fyrri æfi, eru þessir óboðnu gestir teknir að reisa tjöld inni á miðri slétt- unni. Þung, dimm högg hljóma út í kvöldkyrðina, — — — högg frá hömrum, er knýja tjaldhælana niðnr i mjtika og raka gróðurmoldina, — lHöld- ina, sem hann liefir vakið íií lifsins, plægt, herfað og bland- að frjóefnum. Sú gróðurmold var honum nátengdari sifja- höndum starfsfórnar og stai'fs- árangurs, en nokluir annar hlettur jarðarinnar. Það finnur liann hezt nú. Við hvert högg er hann heyrir finnst honum, sem sársauki moldarinnar nisti •sjálfan ltann gegn um merg og bein. 1 einni svipan hverfur kuld- inn frá harmi Björns hónda; hann liitnar allur við og hjarta lians herst, sem þvi liggi við að

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.