Vísir Sunnudagsblað - 28.09.1941, Blaðsíða 1
1941
Sunnudaginn 28. september
39. blað
Adriano Zuccoli:
I .v^;il;ui|Mir
Itölsk smásaga
„Hafið þér nokkuru sinni
komið í litlu kirkjuna, sem
stendur á San Fausto hæð?"
„Já, greifafrú," svaraði Art-
uro Andolfi og var furðulega
fljótur til svars. „Eg kom þang-
að fyrir þremur árum. Eg man
það eins og það hefði gerzt i
gær. Þegar eg var kominn hálfa
leið upp, 'varð mér fótaskortur
við litla, straumharða lækinn,
og eg datt á knéð og meiddi mig.
Daginn eftir varð eg að láta
sækja lækni — mjög einkenni-
legan lækni, sem læknaði mig á
mjög einkennilegan hátt eftir
sínu höfði....."
Og þegar hér var komið raus-
aði Arturo heillengi um lækni
þennan og aðferðir hans til þess
að lækna mar, og hann ræddi
um ýmsar blómategundir, sem
hann hafði tínt við rætur San
Fausto hæðar. Og kirkjan litla
er úr sögunni sem umræðuefni.
Greifafrúin, ef satt skal segja,
er dálitið undrandi yfir að hafa
heyrt getið um straumharðan
læk á þessum slóðum, en er þó
ekki frá því, að lækjarspræna
hafi verið þarna fyrir þremur
árum, en vatninu svo verið veitt
í annan f arveg. En hvað sem þvi
líður hluslar hún iá Arturo,
hrosandi og ánægð.
En eg fyrh- mitt leyti þori að
fullyrða,að Arluro Andolfi hefir
aldrei komið inn í þessa kirkju,
aldrei litið hana augum — ekki
einu sinni úr fjarlægð — og að
hann hafi ekki minnstu hug-
mynd um hvar San Fausto hæð
sé. > ".'.-.;,
Eg hefi þekkt hann lengi —
nógu lengi til þess að vita að það
var ekki satt orð i því, sem hann
sagði. En hvers vegna sagði
hann ósatt um þetta?
Ef til vill hefir honum gram-
izt að hugsa til þess, ef í ljós
kæmi, að hann hefði aldrei yer-
ið þar. Eða kannske sagði hann
ósatt að gamni sínu, til þess að
skemmta sér við að segja já,
þar sem i hans sporum aðrir
mundu hafa sagt nei — og til
þess að fá tækifæri til að láta
ttæluna ganga.
Arturo Andolfi er hreinasti
snillingur að segja lygasögur.
Hann liefir allt á takteinum
— hann gef ur i skyn með hrosi
það, sem er gagnstætt því, sem
maður hafði ætlað, og honum
verður ekki skotaskuld úr þvi,
að skálda upp einhvern ævin-
týralegan atburð fyi'irvaralaust,
til þess að hjarga öllu við, ef í ó-
göngur stefndi, eða ef nauðsyn-
legt var að leyna einhverju,
stöðva vaknandi grunsemdir i
hugum hlustendanna, eða bæla
þær niður.
Þegar hann segir lygasögur
sínar er hann alveg ákafalaus,
að þvi er virðist. Hið slétta,
hraustlega andlit hans virðisl
næstum þunglyndislegt. Það er
eins og sannleikurinn geti ekki
komið fram án erfiðis, og hon-
um mundi aldrei detta i hug að
leiða hann i ljós, nema við
mestu vildarvini sína, en hér er
að vísu átt við þann „sannleika",
sem hann býr til sjálfur, af
engu, og vér i óskáldlegu máli
myndum kalla lýgi.
Rödd Arturo er alltaf hita-
laus, róleg; hann horfir beint
fram. Það er eitthvað kvenlegt
við augu hans og tillit þeirra.
Augnahárin eru löng og augun
slór og bera hugvitssemi vott.
Tillit þeirra hefir hæg, sannfær-
andi áhrif og leyfir manni ekki
að ala neinar grunsemdir. Og
bros hans er fremur óákveðið,
næstum þvi feimnislegt, og hef-
ir þau áhrif, að manni finnst
hann leita að stuðningi og sam-
þykki. Og með mjúkri rödd
sinni, þessum augum, þessu
brosi, með öllum hinum per-
sónulega þokka, sem honum
ríkulega hlotnaðist i vöggu-
gjöf, hefir hann ástundað að
þjóna lyginni í þrjátíu iár, ótta-
laus, án þess að láta sér bregða,
eins og hann væri að inna af
höndum helga skyldu.
Og svo'er enn eitt, hann er
enn einum hæfileika gæddur,
sem kemur honum að miklu
liði, nei, er honum óhjákvæmi-
legur. Hann hefir frábært
minni. Þvi að minnið, sem aðrir
menn nota fyrst og fremst sér
að gagni, heiðarlega, i daglegu
lífi, er — i augum Arturo —
þerna lyginnai'.
Og yegna þessara óvanalegu
hæfileika sinna getur hann gert
hreinustu kraftaverk á sinu
sviði. Til dæmis hefir hann
ákaflega gaman af því, að segja
ólikar lygasögur hinum og þess-
um, um sama atburðinn, og
hann finnur upp einstök atriði
ætluð einum, sem hahn svo
kemur til annars i öðruni bún-
ingi, og mánuði síðar, eða ári
siðar, ef hann skyldi endurtaka
lygasögurnar, fyrst fyrir öðrum
og svo hinum, mun hann greiða
allan lygavefinn sundur, þannig
að hvorugan grunar neitt, án
þess honum verði nokkur mis-
tök á. ____.
Eg hugði i fyrstu, að hann
héldi dagbók eða minnisbók,
sem hann skrifaði i furðuleg-
ustu lygareglur sínar og upp-
finningar, svo og að hann héldi
skrá yfir nöfn þeirra, sem hann
hafði logið fulla. En eg hratt
þessum hu'gsunum frá mér, því
að lieilt bókasafn hefði ekki
nægt til þess. Hann lagði allt á
minnið. Ef eg til dæmis niinnti
hann á hinar ýmsu lygasögur
hans, sem hann sagði mér
fyrstu vináttuár okkar, brást
það ekki, að b.ann gat, ef tir öll
þessi ár, endurtekið fyrstu sög-
urnar sem hann hafði sagt mér.
Og svo er hitt, að það er ekki
nein þörf á því fyrir hann, að
muna hvert smáatriði nákvæm-
lega, því að ef honum verður
það á, að ætla að leika skakkt,
attar hann sig jafnharðan af
svo ósegjanlegri lægni og tekur
aftur rétta stöðu í svo skjótri
svipan, að stórfurðulegt er.
Arturo er kvæntur. Getið þið
ekki gert ykkur í hugarlund
hvernig hún muni lita út, vesal-
ings konan hans? Hún hefir í
rauninni engin kynni af Arturo.
Hún veit aðeins það um hann,
sem hann sjálfur hefir sagt
henni, en það er eins og annað,
skáldskapur, skrök, spaug —
hvað sem vera skal, — nema
sannleikurinn. —
Dag nokkurn spyr konan
hans hann hvern hann hafi hitt
i Rómaborg ,en þaðan er hann
nýkominn. Meðal ýmissa nefnir
Arturo Scargi greifa.
Þetta sama kvöld undir borð-
uni, þegar hann er að segja frá
för sinni, kemur mjög i ljós
sjálfsaðdáun hans á eigin
mælsku, og yerður honum nú
að segja:
„Já, veistu, Scargi var þar
líka á ferð, og hann var mér i
öllu sammála."
„En iá ekki Scargi heima i
Rómaboi'g?" spyr konan hans,
hyggilega.
„Það er bróðir hans," svarar
Arturo þegar i stað. „Hvað er að
larna, þú þekkir hann, væna
mín."
„Nei, væni minn."
„Jú, væna mín."
Þau rífast um þetta dálitla
stund og meðan á þeirri við-
ræðu srendur reynir aumingja
konan af öllum sálar kröftum
að muna eftir þessum Scargi,
sem hún þekkir líka, og hún
glatar tækifærinu til þess að
komast að hinu sanna, með því
að spyrja frekara.
Eg var viðstaddur þarna og eg
spurði sjálfan mig hvor þeirra
væri til, Scargi i Rómaborg eða
Scárgi í Milano? Og hvers vegna
hafði Arturo búið til einhvern
„Scargi" i þeirri borginni, sem
enginn Scargi var? Allir vita, að
það er ekki til nema einn Scargi
greifi i öllum heiminum, — en
var hann í Rómaborg eða Mil-
ano, þegar þetta bar við? ....
Það var leyndarmal hins full-
komna lygara.
Þvi að ef hann var staðinn að
ósarmindum, hikaði hann ekki
við þegar i stað að sannfæra
þann, sem það gerði, um, að