Vísir Sunnudagsblað - 19.10.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 19.10.1941, Blaðsíða 3
VISBR SUNNUDAGSBLAÐ 3 sig, jafnvel inn að beini. Gróa svo sár þessi seint og síðar meir með Ijótum inndregnum örum. Hlífa þau engu, sem á vegi þeirra verður, livorki sinum né beinum. Af þessum ástæðum liefir veikin lilotið nafnið sára- sótt. I munni og koki geta slík sár einnig myndazt, og raunar hvar sem er í meltingarfærun- um. I maga og þörmum gætir slíkra meina einnig og valda þar eigi ósjaldan sárum, er orsakað geta erfiðar meltingartruflanir. Síðar, er sár þessi gróa, valda þau örasamdráttum, er hindrað geta eðlilega meltingarstarf- semi. Hinn kunni sjúkdómaefna- fræðingur próf. Harbitz í Osló telur, að um 40% lika þeirra, er hann hefir krufið, og veikir hafa verið af 'syfilis, hafi liaft skemmdir í hjarta og æðum. í lijartavöðvunum gætir aðallega tvennskonar skemmda, bólgu- meina innánum vöðvaþræðina, og smáþykkna í æðaveggjum hinna hárfínu næringaræða hjartans. Skeður þá það, að æð- ar þessar iiætta að geta flutt nægjanlegt blóð til stærri eða minni svæða innan hjartavöðv- ans, eða að æðaveggirnir verða stökkir, bila, og orsakast við það skyndiblæðing út i hjarta- vöðvann, með þeim afleiðing- um, að dauðann ber snöggt að höndum. ííarbitz hefir einnig komizt að þeirri niðurstöðu við krufn- ingu syfilissjúklinga, að um 20% þeirra hafi haft syfilis- skemmdir í heila og mænu. Eins og geta má nærri, með jafnviðkvæm líffæri, koma und- ir þeim kringumstæðum undan- tekningarlausl fram hin alvar- legustu sjúkdómseinkenni. Syfilisbreytingum í mænu- og „heilahimnum fylgja venju- lega miklar þrautir, er orsakast af skemmdum í taugum þeim, er frá heila og mænu liggja út um líkamann. Bólgur af þessu tagi í sjóntauginni geta orsakað sjóndepru og jafnvel blindu. Skemmdir í heyrnartauginni valda heyrnardeyfu, eða jafn- vel heyrnarleysi, — þannig geta einnig, bæði andlits- og kok- vöðvar lamast. Yerði kokvöðv- arnir magnlausir, geta xnenn ekki komið fæðunni niður. Þá er ekki óalgengt, að sýfil- isbólgur korni í hinar hárfínu æðar, er greinast um allan heil- ann. Veldur það næi’ingartrufl- unum og stundum heilablæðing- urn. Fá sjúklingar þessir oft lamanir, stærri eða minni, líkt og algengt er að lcomi í ljós við kölkun í heilaæðunum. Eigi allsjaldan nær veiki þessi, eða sýkill henxxar, þeim tökum á taugakerfinu, — og þá sérstaklega lieilanum — að svo má lieita, að liann sé allur und- ixdagður. Mei'gð sýkla finnst þá inni í heilafrumunum, meðfranx æðum lieilans og í tengivefn- um, er á rnilli liggur. Koma þá fram alveg sérstök sjúkdóms- einkenni, senx nefnd eru á læknamáli „Dementia para- lytika“ — eða sýfilisbrjálæði. Sjúkdómsmynd þessi er ein liin lxryllilegasta og átakanleg- asta, er þekkist í sambandi við sýfilis. Þar til fyrir fáum árum voru flestir, eða allir sjúkling- ar, er veikina fengu á því stigi, algerlega dauðadæmdir. Venjulega gætir þessara ein- kenna fyrst mörgum árum, eða áratugum eftir að sjúklingur- inn sýkist, og xæynzla siðai'i ái'a sýnir iðulega, að jafnvel þó beztu meðferðar hafi verið gætt frá byrjun sýkingar, getur veikin bi'otizt þannig fram, þrátt fyrir allar aðgerðir. Að- dragandinn er oft liægfara og gætir i byrjun aðallega þreytu og minnisleysis. Þá getur borið á smá-titring og dráttum í munnvikjum og sljóleika í andlitssvip. í daglegum störfum vei'ður vart aðgæzluleysis, ldaufaskapar og kæruleysis, — yfirdrxfinnar kæti og ástæðu- lausrar reiði. Síðara stig er mikilmennsku-br j álæði, er lýsir sér í því, að þeir þykjast vera óskeikulir og öðrum mönnum meiri í hvívetna. Ausa þeir fé út á báða bóga, án minnsta tilefnis. En þess á milli mæðir vesal- inga þessa dej'fð og drungi, grátur og hverskyns armæða, Tímabil þetta spennir venjulega yfir skamman tíma, og varpar dauðinn fyrr en varir sinni mjúku hendi yfir aumingja þessa. Þá er eigi óalgengt að syfilis- sýkillinn setjist að í mænu og; mænuliininum og einnig í taug- um þeim, er út frá mænunni ganga. Koma þá fram sjúkdóms- einkenni, eða sjúkdómar, sem nefndur er „tabes dorsalis“, eða mænutæring. Fylgja veiki. þessari hinar mestu þjáningar, einkennilegar að því leyti, að þær korna eins og elding, leift- urhratt, eru sárar eins og hníf- stunga og vara aðeins skamma stund í hvert sinn. Aðdi-agandi þessara atburða er venjulega langur. Byi'jar oft eins og gigt, er smá-ágei'ist, þar lil tæplega er um að villast,. hvað Um er að vera. — Smám- saman verður gangur þessara manna óeðlilegur — reikandi — þeir hafa ekki fullkomlega vald á hreyfingum fótanna, jafnvægistilfinningin hefir sljóvgast. Þegar á þetta stig veikinnar er komið, vantar alla öi'yggistilfinningu við ganginn. Þeir meta livert einasta fótmál, ganga niðurlútir, stai'a á gang- brautina og styðja sig við livað, sem fyrir verður. Annars gildir sarna máli með þessa tegund sýfilis og aðrar. Skemmdirnar eru sam- tínxis í mörgum líffærum í senn og dregur það sjúklinginn til dauða fyrr en varir. Þeir saklausu gjalda þeirra seku. Eg mun aldrei gleynxa morgninum, sem eg í fyrsta skipti kom á barnadeild sjúkra- húss eins, þar sem eingöngu lágu sýfilisveik börn. Eg minnt- ist vísunnar: s Eitt einasta syndar augnablik, sá agnai’punkturinn smár. Oft lengist i æfilangt eymdarstrik, sem iðrun oss vekur og tár. Aumingja ómálga börnin, af- spei-ngi sjúklinga þessai-a! í okkar gömlu, góðu ritningu sagði Móses forðum daga, að syndir feðranna kæmu ávallt niður á börnunum. — Telja sumir þann ritningastað benda til, að Móses hafi þekkt sýfilis. Því að sú veiki er ein af þeim fáu, ef þá ekki sá einasti næmi sjúkdómur, sem gengur að 'ei'fðum til barnanna. Þarna, á þennan spítala komu börnin svo veikburða, að furðu sætti. Fædd fyrir tímann, næstum skinnlaus, eða hixðin svo veik, að vax-la mátti við hana koxna, án þess að blæddi, eða vessaði úr.. Og skinhoruð voru þau, og andlilið svo ellilegt, að manni dultu í hug umskiptingar úr álfhéimum. Þessi vesalings börn voru fæddir aumingjar og dæmdxi' til að vera það alla lífs- tíð. Þá var þai-na hópur eldri barna, er \voru steinblind. Aug- un hvítgul að sjá, móða komin á sjáaldx-ið og engin sjónarskíma framar. Slík hörmungareinkenni koma oft fram á þriðja stigi veikinnar. Sýfilisveikar mæður sýkja ávallt fóstur þau, er þær ganga með, og eru fósturlát tíð undir þeim kringumstæðum. En fæð- ist böi’ii þessi með lífi, eru þau ávallt sýkt. Getur nú hvoru- tveggja skeð, að barnið hafi glögg einkenni veikinnar þegar í stað, en hitt getur einnig skeð, að mánuðir og jafnvel ár líði þar til veikin kemur alvax'lega í ljós. Er það þvi venja lækna og alveg nauðsynlegt að líta vel eftir börnum mæðra þeirra, sem sannanlega eru syfilis- veikar. Eitt af þvi allra átakanleg- asta við bai'nasyfilis, eru hin miklu afhroð, er hin ómálga, saklausu börn mega gjalda, má- ske einnig afkomendur þeirra í mai'ga ættliði. Hið nýfædda barn er við fæðinguna gagnsýrt af veikinni, með syfilis á þriðja stigi hennar. Það fyrsta sem veitt er at- hygli, eru mislitir blettir á húð- inni, venjulega á víð og dreif um hana alla. Þá eru einnig á sumum svæðum hiiðarinnar vessablöðrux', eða vessaskjóður fullar af graftax-vilsu. Spi’inga þær fljótlega og vei'ður því litla nýfædda barnið hlaðið kaun- um og sárum, sem valda mikl- um hörmungum. í munninum sjást oft sár og bólgur, er ná iðulega alla leið niður í bai’ka. Eru börn þau þegar frá upphafi hás og rödd- in einkennilega rám. Inni 1 nefgöngunum eru einn- ig sár, er naga sig út i gegnum \

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.