Vísir Sunnudagsblað - 19.10.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 19.10.1941, Blaðsíða 6
VlSÍR SUNNUDAGSBLAÐ ir liér á landi í þessum efnum. Það var mikið skrifað um þessa sýningu í blöðin og fólk streymdi svo þúsundum skipti til að njóta þeirrar „paradísar- sælu“ sem hún liafði að bjóða. Á þessu liausti gekksl garð- yrkjufélagið enn fyrir sýningu. Var byggður sérstakur skáli í þessu augnamiði og sýningin stóð yfir í lengri tima en allar aðrar garðyrkjusýningar á veg- um félagsins samanlagt eða á þriðju viku. Það voru að mestu leyti hinir sömu sem sáu um þessa sýningu og sýninguna 1938. Verkaskipling mun þó liafa verið með nokkuð öðru móti. Að sumu leyti átti öll að- staða að vera betri að þessu sinni en 1938, þar sem sýningar- skálinn var nú beinlínis byggð- ur með garðyrkjusýningu fyrir augum. Nú var ekkert stein- gólf að stríða við, birtunni mátti haga á skemmlilegri liátt o. s. frv. Aftur á móti gerði fólk fullt eins miklar kröfur til sýn- ingarinnar í ár eins og 1938 og var það ekki ósanngjarnt. Það má lengi finna að og setja út á og ekki sízt þegar um garð- yrkjusýningar er að ræða, en ef sanngjarnlega er litið á þessa hluti }>á má gera ráð fyrir að flestum', sem sáu háðar sýning- arnar liafi þótt meira til hinnar fyrri koma en sýningarinnar við Garðastræti nú í haust. Hér skal með örfáum orðum vikið nánar að þessu. Það, sem sá er þelta ritar, hafði einkum út á sýninguna í haust að setja er í stuttu máli: Að, hún var ekki nógu vel skipu- lögð, að matjurtunum var gert allt of lágt undir höfði og að hún virðist ekki hafa verið á- kveðin með nægum fyrirvara. Á erjendum garðyrkjusýning- um er venja að tjalda því sem til er á sviði garðyrkjunnar í viðkomandi landi eða lands- hluta. Á þessa sýningu kom ís- lenzkt bananatré og var það mjög vel þegið af sýningargest- um, en hvar voru aprikosu- og peru-lrén úr Fagrahvammi? Þau kváðu vera með fjölda fullþroskaðra aldina. Hvar voru kjörsveppirnir frá Lauga- brekku í Haukadal? Hvar voru Asíu-gúrkurnar frá Syðri- Fieykjum í Biskupstungum og var ekki full ástæða til að nefna einhversstaðar á nafn Sölufé- lag garðyrkjumanna og í sam- bandi við það hefði gjarnan Játvarður prins, sonur hertogans af Kent, er nú 6 ára gamall. Hér sézt liann með foreldrum sinum og systur, Alexöndru. —- mátt sýna flokkun á grænmeti o. m. fl.? Hér hefir verið bent á ýmis- legt sem afla^a fór, en þá má heldur ekki gleyma því sem vel var gert og ber þar fyrst að nefna sýningarliorn liúsfreyj- unnar í Blátúni, sem var með þeim ágætum að það bætti upp ýmsar yfirsjónir. Sýningar- hornið frá Flóru var einnig ó- gleymanlegl og ekki má gleyma líkaninu, sem vakti óskipta að- dáun sýningargesta. Garðyrkjufélagið hefir ann- að slagið gefið út ársrit. Fyrstu 7 heftin komu út á árunum 1895—1901. Þá varð Iilé á út- gáfunni fram til ársins 1920. Síðan 1920 hafa ársritin komið út að undanskildum 0 heftum (1926, 1931 og 1934,—1938). Þegar blaðað er í gegnum þessi ársrit þá láta þau flest lítið yfir sér, en engu að síður er hér um merkilegar bókmenntir að ræða. Sumar greinarnar mega teljast afburða merkar eins og greinin „Notkun jarðhitans“, sem birtist í ársritinu 1923 og er eftir danskan garðyrkjufræð- ing, H. C. Larsen að nafni, sem hér ferðaðist sumarið 1922. I grein þessari hvetur liöf. lands- menn til að færa sér jarðhitann í nyt í þágu garðyrkjunnar. Má fastlega gera ráð fyrir að grein þessi hafi hvatt til fyrstu átaka í þessum málum. Einmitt um þetta leyti eru fyrstu gróðrar- skálarnir reistir hér á landi, að Reykjum í Mosfellssveit. Síðasta ársrit garðyrkjufé- lagsins kom út fyrir skömmu. Er það þeirra stærst, tæpar hundrað blaðsíður í Sldrnis broti. Ritið er prentað á góðan pappír og prýtt fjölda mynda. í ritinu eru um 20 greinar um ýmsar greinar garðyrkjunnar o. fl. Sérstaka eftirtekl vekur greinin „Kirkjugarðar“, eftir Ole P. Pedersen, danskan garð- yrkjufræðing, sem dvelur hér á landi. Er þess fastlega að vænta, að grein þessari verði gaumur gefinn. Bogi Th. Melsteð skrifar í „Ársrit Fræðafélagsins“ 1927— 28 góða hugvekju um kirkju- garða á Islandi. Segir hann þar m. a. frá rithöfundi einum, sem ferðast hafði til Islands. Hann kom í lítinn kirkjugarð og lýs- ir lionum svo: „Kjötbein, er hundur hafði nagað, er hinn eini minnisvarði. Ekki einu sinni hin ferliyrndu grasleiði eru friðuð.“ Ætli ástandið sé mikið betra nú en þegar þetta var skrifað? Bogi Th. Melsteð segir ennfremur: „Kirkjugarð- arnir eiga að vera friðhelgir. Þeir eiga að vera öllum kærir. Þeir eiga að vera fríðasti blett- urinn hver í sinni sókn og betur hirtir en nokkur annar blettur undir berum himni.“ O. P. Pe- dersen vill styðja að því að svo verði. Grein hans er að vísu ekki löng en all-ítarleg. Aftur á móti finnst mér það fátæklegt hjá ritstjóra ritsins að þurfa að sækja greinarstúf tíu ár aftur Þinghúsið brezka hefir orðið fyrir miklum skemmdum í loft-. árásum Þjóðverja. Sézt hér hvernig eyðilagzt hefir gluggi í sál í þinghúsinu, sem kenndur er við Stefán helga.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.