Vísir Sunnudagsblað - 29.10.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 29.10.1941, Blaðsíða 2
VÍSÍR SUNNUDAGSBLAÐ 2 Kleifarvatns á sama tímabili. sta'ð, enda mun vatnið aðallega myndað við landsig. Og það er ekki ósennilegt, að enn geti jarðhræringar valdið hreyting- um á vatninu. Eg hefi þó ekki getað aflað mér neinna upplýs- inga, sem benda til þess, að svo liafi orðið undanfarna áratugi. Magnús Ólafsson, sem hefir átl lieima i Krýsuvik um hálfa öld, telur, að engar sýnilegar breyt- ingar hafi orðið á vatninu, þegar liinn mikli gufuhver — Austur- engjahver1) — breyttist í sína núverandi inynd árið 1924, eða endranær, þegar jarðhræringar liafa verið þar syðra. Breyting- unum á vatninu er heldur ekki þann veg háttað, að likur séu til að þær eigi yfirleitt rætur sínar að rekja til jarðskjálfta. Það sem dr. Bjarni Sæmunds- son segir um breytingarnar á vatnshæðinni í Kleifarvatni, er í aðaldráttum í samræmi við það, sem eg hefi heyrt eftir mönnum, sem átt hafa heima i Krýsuvík fyrr eða síðar, og hafa orðið að veita þessu nána at- hygli vegna þess að vatnið flæðir fljótt yfir meira eða minna af engjunum, þegar hækkar í þvi. Hæð vatnsborðsins snerti þvi beinlínis afkomu manna þar, og því hlutu þeir að fylgjast með öllum stærri breytingum, sem urðu á því. Hin síendurtekna hækkun og lækkun í vatninu, getur ekki að öllu leyti stafað af niðurrennsli um vatnsbotninn, enda hefir engum tekizt enn þá að finna eðlilegt samband þar á milli. Eg mun síðar i þessari ritgerð sýna fram á, að aðalorsakirnar eru lika allt aðrar, nefnilega tímabilaskipti i úrkomunni. En með því er ekki sagt, að 1) Lítil hverhola með þessu nafni, kvað hafa verið þarna áður. niðurrennsli eigi sér ekki stað, þó að í þvi sé ekki að finna skýr- inguna á aðalbreytingunum á vatnsborðinu. Nokkrar líkur eru fyrir því, að Kleifarvatn hafi frárennsli neðau jarðar i Lamb- hagatjörn, en það litur út fyrir að vera svo takmarkað, að það geti ekki tekið á móti nema vissu vatnsmagni, þvi að það virðist ekki liafa veruleg áhrif á breytingar vátnsins, eins og síðai- mun sýnt fram á. En það, sem bendir til þess, að vatnið liafi þarna afrennsli, er sifellt innstreymi í tjörnina úr Kleif- arvatni. Þann 23. ágúst í sumar kom í ljós við nákvæmar mæl- ingar, að úr Kleifarvatni og inn i Lambhagatjörn runnu 282,5 lítrar á sek., en i vatnið runnu samtals (lindir og lækir) 234,75 lítrar á sek. eða 47.75 lítrum minna en úr því. Ef niður- rennsli, sem enginn hefir enn séð, á sér stað úr Labliagatjörn, getur það haft nokkur áhrif á lækkun vatnsins ásamt uppguf- uninni, gagnstætt úrkomunni, sem er aðalgerandinn í hækkun þess. j III. Til þess að fá úr þvi skorið, livaða orsakir lægju til breyting- anna á Kleifarvatni, hefi eg i fyrsta lagi fylgst með hækkun og lækkun vatnsborðsins að undanförnu, í öðru lagi gert samanburð á vatnshæð Kleifar- vatns og Rauðavatns, sem er hér austan við Reykjavík, og í þriðja lagi hefi eg gert saman- burð á vatnshæð Kleifarvatns og úrkomu ó Eyi’arbakka. Það sem vakti fyrst atliygli mína, þegar eg fór að fylgjast með breytingunum á vatnshæð- inni í Kleifarvatni, var það, að þegar þurrviðri gengu, lækkaði stöðugt í vatninu og gat lækkað um 2 cm. á sólarliring og stund- um meira. En þegar úrkomur voru, lækkaði hins vegar minna i því, stóð í stað eða jafnvel liækkaði, eftir því hvað úrkom- an var mikil. Eg sá á þessu, að úrkoma og uppgufun áttu mik- inn þátt í breytingunum á vatnsnæömni eða voru aðal- oisakirnar. Eg tók mér þá fyrir hendur að Iiera saman Kleifarvatn og Rauðavatn til þess að ganga úr skugga um, divort vatnshæðin i báðum breyttist svipað og i samræmi við úrkomuna. Rauða- vatn er afrennslislaust, og í því liækkar og lækkar, þó að breyt- ingarnar séu að jafnaði ekki eins miklar og á Kleifarvatni, enda hefir þeim ekki verið veitt eins mikil atliygli. Sumarið, sem nú er að kveðja, reyndist yfh-leitt lieppilegt til þéssara athugana. Það var úr- komulítið framan af og fram í september, en svo komu mikl- ar úrkomur. Það kom þvi fyrst i Ijós, livaða áhrif þurryiðrði höfðu á vötnin, en siðan áhrif úrkomunnar, eins og eftirfar- andi tölur sína: Yfirborð Kleifarvatns lækkaði um 37 cm. frá 8/6—23/8. Yfirborð Rauðavatns Iækkaði um 34 cm. frá 10/6—22/8. Yfirborð Kleifarvatns hækkaði um 25 cm. frá 23/8—8/10. Yfirborð Rauðavatns liækkaði um 33 cm. frá 22/8—9/10. Breytingarnar á vatnshæð Iileifarvatns og Rauðavatns i sumar eru svo líkar, að eg tel engan vafa á því, að aðalástæð- urnar fyrir þeim séu hinar sömu, en þær tel eg vera úr- komu og uppgufun. Úrkoma veldur aðalbreytingunum. Upp- gufunin hefir einnig mikil á- hrif, en er varla mjög breylileg ár frá ári. Það er þvi úrkoman, sem er aðalgerandinn. Þegar liún er minni en sem svarar uppgufuninni, lækkar i afrennsl- islausum vötnum, en hækkar, þegar úrkoman er meiri en upp- gufunin. Ef takmarkað neðan- jarðarafrennsli á sér stað, vinn- ur það að lækkun vatnsins á- samt uppgufuninni. Það væri æskilegt, að úrkomu- mælingar hefðu verið gerðar við Keifarvatn að undanförnu,. svo að beramættiúrkomunaþar saman við breytingar á vatns- hæðinni. Eivvegna þess að slik- ar mælingar eru ekki til, hefi eg tekið úrkomumælingar frá Eyrarbakka til samanburðar,. eins og meðfylgjandi linurit sýnir (1. mynd I.). Tölurnar sem það byggist á eru teknar' eftir „Veðráttunni“, sem Veður- stofan hér gefur út. Á línuritinu yfir breytingarnar á vatnshæð Kleifarvatns (1. mynd II.), hefi eg stuðzt við mælingar frá 1930 —40 og auk þess eina mælingu fiá 1926. Þessar mælingar hefi eg fengið frá Vegamálaskrif- stofunni og eru þær sumpart gerðar af henni, en sumpart af Emil Jónssyni, sem fyrr er get- ið. Það er eftirtektarvert, þegar þessi tvö línurit eru borin sam- an, að allar aðalhækkanirnar, sem verða á yfirborði Kleifar- vatns, koma einnig fram í úr- lcomunni á Eyrarbakka, og það svo skýrt, að varla er liægt að vænta þess betra, þegar tillit er lekið til þess, að liér er um að ræða samanburð á breyting- um á vatnshæð annars vegar, en úrkomu hins vegar, og þessar mælingar eru sin frá hvorum staðnum. Á hinn bóginn er það og eklci óeðlilegt, sem kemur fram í línuritinu, að hækkan- irnar á yfirborði Kleifarvatns eru alltaf heldur á eftir liækk- ununum i úrkomunni á Eyrar- balcka. Úrkomusvæði Kleifar- vatns er alístórt eða um 6—7

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.