Vísir Sunnudagsblað - 29.10.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 29.10.1941, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ „Eg vil deyja þegar sál mín er hætt að sækja fram“. Fyrir nokkurum dögum hélt kona ein hér í bæ þriðja aldarfjórðungsafmælið sitt. Það sætir reyndar ekki nein- um sérstökum tíðindum, þó einhver maður eða kona verði 75 ára. Samt er það ednhvernveginn þannig, að hver ein- asta manneskja, sem lifir í 75 ár, hlýtur að hafa langa reynslu að baki sér og sérstaka sögu að segja, sögu, sem mótast fyrst og fremst af hæfileikum og gerðum persón- unnar sjálfrar, en einnig af aldarandanum, straumum og stefnum samtíðarinnar og umhverfisins, sem hún bærist í. Hér er um að ræða óvenju gáfaða og frjálslynda alþýðu- konu, sem háð hefir lífsbaráttu sína við lík skilyrði og flest annað sveitafólk á hennar aldri. Hún segir, að það hafi ekk- ert gerzt sögulegt við ævi sína, og að hún hafi í engu mark- að nein spor, er réttlæti það, að hennar sé minnst. Það má vera að svo sé, á mælikvarða stóratburða, en ef við brjót- um spurninguna til mergjar, finnst manni það þó vera ein- staklingarnir, þeir, sem vinna störf sín í kyrrþey, alþýðu- fólkið, sem heyir lífsbaráttu sína við örðug skilyrði, sem drýgstan þáttinn á í sköpun sögunnar og markar jafnframt dýpst og varanlegust sþor í baráttuvöll lífsins. Frá§ögn 75 ára konn. Sú kona, sem hér um ræðir, heitir Sesselja Soffía Níels- dóttir og er nú til heimilis hjá jmgstu dóttur sinni, Mörtu Maríu á Laufásvegi 49 hér i bæ. Hún er fædd að Grímsstöðum í Álftaneshreppi 12. okt. 1866, dóttir lijónanna Níelsar Eyjólfs- sonar frá Helgustöðum í Reyð- arfirði og Sigríðar Sveinsdótt- ur Níelssonar prófasts að Stað- arstað og fyrri konu hans, Guð- nýjar Jónsdóttur frá Grenjaðar- stað, skáldkonu, sem margir kannast við. Sesselja eignaðist sex sysl- kini og eru fjögur þeirra enn á lífi. Guðný, 85 ára, bjó lengi að Valshamri, nú i Borgarnesi, Marta María 83 ára á Álftanesi, Hallgrimur bóndi að Grímsstöð- um, 77- ára og Þuríður kona Páls Halldórssonar skólastjóra, 71 árs. Dáin eru: Sveinn bóndi á Lambastöðum og Haraldur, guðfræðiprófessor hér í Reykja- vík. Sesselja ólst upp í foreldra- húsum, en giftist 18 ára að aldri Bjarnþóri Bjarnasyni frá Knarr- arnesi, bróður Ásgeirs Bjarna- sonar (nú á Reykjum) og þeirra systkina. Varð þeim hjónum sjö harna auðið. Tvær elstu dæturnar eru dánar, og Bjarn- þór dó árið 1929. Þótt hér sé aðeins um þurra upptalningu á nöfnum að ræða, hefir sú upptalning sina þýð- ingu, því að hörn, systkini, maki og foreldrar er það fólkið, sem mest áhrif hefir og sterkast mótar hugsanagang og lífsfer- II hverrar einstakrar persónu, og skapar raunverulega sögu hennar. Eg hefi sannfærzt æ betur um þetta því fleira fólki sem eg hefi kynnst, og þegar eg kom á heimili frú Sesselju fyrir noklcurum dögum, fann eg að uppeldi ágætra foreldra og ástúð vina hennar og vanda- manna hefir einnig haft sin djúpu og varanlegu áhrif á hana. Annars fer hezt á því, að eg gefi henrii sjálfri orðið, því að það er engin þörf á þvi, að talað sé fyrir hennar munn. „Um foreldra mína er það að segja,“ segir frú Sesselja, „að faðir minn var að mörgu leyti sérstakur karl, og brautryðjandi á mörgum sviðum. Þótt hann væri bóndi var hann einnig lærður trésmiður og kom það honum að góðum notum i bú- skapnum. En það sem merki- legt var við hann, var fyrst og fremst hve framtakssamur hann var á sviði nýunga. Harin unni þeim af alliug og var allra manna fyrstur til að breyta eft- ir þvi, sem nýtt var. Hann lét manna fyrstur í nágrenninu slétta tún og ræsa fram mýrar, og þótti mörgum það undarlegt uppátæki á þeim tímum, því þá þekktust jarðabætur varla. Eg fæddist á grútarlampa- öldinni. önnur Ijós voru þá ekki til. Mér þóttu grútarljósin ávallt leiðinleg, en samt gátu þau verið nokkuð björt ef kveik- urinn var nógu digur. Eg mun sennilega hafa verið fimm ára þegar eg sá fyrsta olíulampann, og það var stórviðburður í lifi minu, sem mér er minnisstæð- ur eins og hann hefði gerzt í gær. Eg var að leika inér úti í rökkrinu, og þegar eg kom inn í baðstofuna fékk eg ofbirtu i augun, þvi að þvílíka birlu hafði eg aldrei augum litið. Eg vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og gat enga grein gert mér fyrir því, hvað skeð hafði. Þegar eg loks fór að átta mig á hlutunum, var eg enn lengi að velta því fyrir mér, hvernig Ijósið hafði komizt undir lampaglasið. Þetta var ein af nýjungum föður míns, önmir var sú, þegar fyrsta eldavélin kom. Eg man að pabbi kveikti upp í henni sjálfur og fannst það munur, að þUrfa ekki að fá reykjax- strókinn beint framan í sig, eins og þegar verið var að blása undir í hlóðunum. Bréf, sem varðveizt hafa, og enn eru til, sanna að faðir minn hefir séð eldavél hjá Jóhannesi sýslu- manni, í Hjarðarliolti (föður Jóhannesar fyrv. hæjarfógeta. Skrifar hann þá Hallgrimi Sveinssyni, þá dómkirkjupresti, og biður hann að úlvega sér eldavél. Fóru mörg bréf millum þeirra þessu viðvíkjandi, með þeim árangri, að faðir minn fékk eldavélina, sem H. S. pant- aði frá Kaupmannahöfn, því í Reykjavik fékkst hún ekki. Eg mun hafa verið átta ára eða niu þegar þetta skeði, en 11 ára var eg, þegar saumavél kom á heim- ilið. Eftir það fjölsóttu konurn- ar i sveitinni að Grimsstöðum til að biðja mömmu mína að saUma fyrir sig. Móðir min liafði í æsku lært að sauma og hannyrða, einnig dönskú, af móðursystur sinni, Kristrúnu Jónsdóttur frá Grenj- aðarstað, er þá bjó að Hólmum. Móðir -mín var gáfuð kona, og bóklestur var henni ástríða. Hún gagnsýrði allt heimilið með þekkingu sinni og gáfum. Hún kenndi öllum börnunum að lesa, og hún kenndi okkur það sem að trúmálum laut. For- eldrar minir báðir löcðu á það milda áherzlu, að við gerðum allt samvizkusamlega og eins vel og við gætum. Við máttum aldrei tala ósatt orð og ef við sögðum, að okkur stæði á sama um eitthvað, tók móðir okkar hart á því. Hún sagðí að þetta „sama“ væri ekki til: Fólk yrði 8ð mvnda sér skoðanir á ölljam Sesselja S. Níelsdóttir. hliitum, og þora svo að fylgja því fram, sem manni þætti vera réttara og betra. Á uppvaxtarárum minum var unnið bæði mikið og lengi. Vinnutíminn var takmarka- laust langur, og gengum við systkinin að vinnu að öllu leyti eins og vinnufólkið. Á þeim ár- um þekktist ekki að lijúum væri greitt kaup í Öðru en kinda- fóðrum og heimaunnum íotum. Mataræðí var fábreyttara en nú, en kjarnfæða. Það var kjöt- meti, slátur, skyr, mjólk og smjör, fiskur og harðfiskur. Brauðmatur sást varla á bernskuárum mínum, en neyzla hans fór þó ört vaxandi úr því. Aftur á móti var nokkuð notað bæði af kaffi og sykri. Var þó talið nægilegt að fá einn kassa af kandíssykri til heimilisþarfa yfir allt árið, og ef vel var, einn sykurtopp. Fyrsta molasykur- inn sent eg mundi eftir, flutti Coghill kaupmaður hingað til lands. Sá sykur var góður, og ekki annað eins frauð og við neytum nú. Aftur á móti flutti hann inn hveiti, sem okkur myndi ekki þykja ætt. Fyrstu peningar sem gengu ntanna á milli, voru peningar sem Cog- IiiII borgaði fyrir hesta, sem ltann lceypti. Þeir peningar voru ákaflega dýrmætir í augum þeirra, sem hlutu þá. Verzlunarstaður var í bernsku minni ekki nær en Stykkis- hólmur, en hinsvegar komu svokallaðir spekúlantar á hverju vori á Brákarpoll (nii Borgarnes) og í Strauntfjörð á Mýrum. Voru spekúlantarnir tveir, ICnudsen og Zimsen, og sendu sitt seglskipið hvor. Lágu þau i sex vikur í Borgarfirði,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.