Vísir Sunnudagsblað - 29.10.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 29.10.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 lengsl af á Brákarpolli, en nokkurn tínia einnig á Straum- fii’ði. Tekinn var út hjá þeim matarforði til alls ársins og var hann borgaður með afurðum, ull, dún og einnig að einhverju leyti með smjöri. Hjá foreldr- um mínum voru á hverju ári 100 ær í lcvíum, og það smjör, sem safnaðist að vorinu, á með- an spekúlantarnir lágu í Borg- arfirði, var selt þeim. Á uppvaxtárárum mínum voru Gríinsstaðir í þjóðhraut, nú eru þeir hinsvegar langt frá öllu vegasambandi. Þá voru all- tiðar ferðir á milli Stykkis- hólms, sem þá var í hlóma og höfuðstaðarins. Einnig komu við Iijá okkur, þeir sem fóru suður með sjó til róðra, en þangað fóru sveitamenn þeir, sem vettlingi gátu valdið til að afla bjargar i búið. Fóru flestir upp á lilut, en nokkurir einnig upp á kaup. En þeir sem heima sátu og sinna- þurftu skepnu- hirðingu unnu að tóvinnu í frí- stundum sínum og á kvöldvök- unum. Það var sjaklgæft að verk félli úr hendi nokkurs manns. Annars vorU kvöldvökurnar á . sveitaheimilunum mikið menningarfyrirbrigði og áltu ríkan þátt i þvi að glæða og skerpa liugsun og athyglisgáfu hvers einstaklings, því að á eft- ir bóklestrinum var oflast rætt um þau málefni og þá atburði, sem lesið var um. Urðu stund- um um þetta allharðar orða- sennur og lagði hver einstakur sig í líma til að finna máli sínu sem flest rök til stuðnings. Bækurnar, sem mest voru lesnar, voru íslendingasögur og Norðurlandasögur, en einnig fóru þá siðari tíma bókmenntir að seytla smám saman inn á heimilin. Eg man eftir sögum Torfhildar Hólm, Kátum pilti, Þúsund og einni nótt, Kærleiks- heimilinu eflir Gest og ýmsu fleiru. Eg var 15 ára þegar syst- Ur minni voru gefin Stein- grímsljóð, og það var hálíðis- dagur í augum okkar systkin- anna. En yfirleitt voru fáar bækur keyptar, þótt milcið væri Iesið, og urðum við stund- um að fara alla leið vestur i Miklaholtshrepp til að fá bækur^ að láni. f Mér finnst, að þegar eg lil yfir það sem liðið er, þá hafi æskuuppeldi mitt, kenningar foreldra minna, samræður og kappræður á kvöldvökuniun, þegar við vorum að velta sögu- efninu fyrir okkur, markað djúp og varanleg spor í sál mína, og að það hafi ekki ein- ungis verið einasti skólinn r minn, heldur og líka undir- staða alls lífs mins. Eg liefi farið að ráðum móð- ur minnar, og látið mig varða öll almenn málefni, allt það, sem skipti heill og velferð al- mennings. Eg læt mér ekki standa á sama um neitt, sem mér finnst að á einhvern hátt mætti betur fara. Ég liefi þótt pólitísk, og það er af þvi, að það er eini möguleildnn til að koma í framkvæmd einhverj- um umbótum. Þó er langt frá því, að mér geðjist að þeirri hagsmunapólilik flokka og einstaklinga, sem nú ræður svo miklu hjá okkur. Mér finnst stjórnmálamennirnir berjast fyrir eigin liagsmunum, fyrir auði, völdurn og metorðum, en cklci fyrir hugsjónum, er miði að almenningsheill. Eg er ekk- ert svartsýn á nútímann, og eg sé fortíðina ekki í neirium dýrðarljóma, en samt finnst mér, að þegar sambandsmálið var á döfinni, hafi hin pólitíska harátla Islendinga snúist um hugsjónir. Nú skiptast menn í hændur og verkamenn, og er alin úlf- úð og hatur þar á milli; það er rejmt að skapa djúp á milli þessara manna, í stað þess að tengja þá hverja öðrum í sam- eiginlegu starfi fyrir þjóðar- heildina. Það eru því miður stjórnmálamennirnir, forystu- menn þjóðarinnar, sem sök eiga á þessu, og að mínum dómi ferst þeim þetta allra manna verst. Að visu skapar þetta líf í þjóðmálin, það er meira liugs- að, meira rætt og meira ritað. En þá vaknar jafnframt sú spurning: Hugsar þjóðin betur? Skapar ritfinnskan og bægsla- gangurinn meiri þjóðarheill og giftu en áður? En hvað sem þessu líður, þá finnst mér að lífinu fari ört fram, verðmæti þess vaxa og skilyrðin til að njóta þess batna. Mín skoðun er sú, að öll þægindi séu góð, svo framarlega sem þau eru ekki of dýru verði keypt. Eg er t. d. sannfærð um það, að fólkið flytur óðum úr dreifbýlinu og þangað, sem frjómoklin býður því heim lil arðbærari starfa, aukinna þæg- inda og bættra lífsskilyrða. Dreifbýlið liverfur og á að hverfa, en samyrkjubú að rísa upp i staðinn. Gegn þessu er ekki liægt að sporna, enda ekki réttmætt. I trúmálum álíl cg að verkin eigi að tala. Prestarnir eiga að berjast fyrir hugsjónum. Þeir ciga að sýna trú sína í verkinu. Kærleikskenning Krisls er feg- ursta kenning sem eg þekki, en væri hún ekki óendanlega miklu hetur framkvæmd í því, að koma á slofn nytjastofnun- um almenningi til heilla, sjúkra- húsum, hælum fyrir drykkju- menn og annað vandræðafólk, til styrktar fátæklingum og öðrum olnbogabörnum, heldur en að reisa köld kirkjubákn víðsvegar upp um sveitir, kirkj- ur, sem standa galtómar all- an ársins hring, og engum lil gagns? Við lifum ekki á orðinu — heldur verkunum, og það eru þau, sem máli skipta. En þrátt fvrir ýmsa van- lcanta og galla sem eru á lífinu, þrátt fyrir hörmungar og styrj- aldir sem geysa vegna skamm- sýni manna, er eg samt sann- færð um, að heimurinn er í stöðugri framför, en ekki aftur- för, að liann fer batnandi en ekki versnandi. Eg trúi á lífið. eg trúi á fegurð og góðleik, eg trúi á menningu og framfarir, því að saga lífsins er þrátt fyrir allt, saga þróunar. Annað getur heldur ekki átt sér stað, því að öll verðmæti sem mannsandinn hefir á aunað horð öðlast, er þegar fyrir hendi, komandi HRÆRÐ. Souja Henie, skautadrottningin fræga, var mjög hrærð, er húri gekk undir próf í Bridgepoi't, U. S.A., til þess að úr því yrði skorið, hvort hún gæti fengið borgarabréf í Bandaríkjunum. Myndin sýnir, er hún vann hollustueið sinn. kynslóðum til handa. Og þess vegna er það hlutverk þeirra kynslóða, sem verða arftakar okkar, að hagnýta sér þann jarðveg, sem við höfum plægt fyrir þær, en lika svo að hæta við, þar sem við hættum og leiða þannig, lifið fram til æ hækkandi vegs og gengis. Eg óska mér elcki langlífis, og óska þess heldur ekki nein- um öðrum, ekki lengur en þeir geta notið lífsins og barist undir merki sannleikans og fegurðar- innar. Eg sakna Harald- ar bróður mins, því þótt hann væri fullorðinn að árum, var hann æskumaður i anda, bar- áttumaður fyrir þróun lífsins, og öllu ])ví fegursta og bezta, sem hann þekkti. Hann var einn þeirra fáu manna, sem ekki þekkti kyrrstöðu, heldur braut málefnin til mergjar, átti hug- sjónir, hita, sannleiksást, og hlifði þessvegna ekki neinu sem honum fannst úrelt, fánýtt eða svikið. Hann var maður sem dó of ungur. Nú hefi eg lifað þrjá aldar- fjórðunga. Mér finnst eg samt vera ung, og eg held að það sé að miklu leyti af þvi, að eg hefi ekki leilað kyrrðar né næðis. Eg hel'i aldrei látið mér standa á sama um neitt; eg hefi alltaf reynt að lala og gera það, sem eg vissi sannast og réttast, og þá sjón sem guð gaf mér, hefi eg reyftt að notfæra mér til að sjá með henfti verðmæli lifsins. En þá óska eg að devia, þegar sál mín er liætt að sækja fram.“ Þannig hljóðuðu síðustu orð- in, sem Sesselja Nielsdöttir sagði við mig á dögunum. Þ. J. Grímsstaðir f Álftaneshreppi.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.