Vísir Sunnudagsblað - 29.10.1941, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 29.10.1941, Blaðsíða 7
VlSm SUNNUDAGSBLAÐ 7 á áfangastað. Mér hefir jafnan verið margt betur lagið en að halda á penna, og auðvitað gat eg ekki komið orðum að til- finningum minum. Samt held eg að bréfið hafi verið sæmi- legt. Það kom svar frá lienni dag- inn áður en eg lagði af stað heim. Hún skrifaði aðeins ör- fáar línur, og það var brot úr kvæðinu okkar gamla, ekkert annað: Við lága krítarklettinn, þar sem kofarústin var endur fyrir löngu, og upp á sandinn bleika aldan skolar lilcum frá heljardjúpum mar. Þar geymist þér mitt svar. Og nafnið hennar undir. En mér var þetta nóg; mér fannst það vera fullgilt svar, eftir allt sem á undan var gengið. Og eg flýtti mér heim í sælli vimu. Nörresen gamli þagnaði og lyfti fullu glasi að munni sér; þjónninn hafði fært honum það f>TÍr stundu. Það hefir orðið fagnaðar- fundur, sagði ég, þegar mér var farið að leiðast að bíða eftir framhaldinu. Gamli maðurinn leit á mig sem snöggvast, svo lineigði hann höfði, eins og til sam- þykkis. Litlu síðar sagði hann lágt og rólega: Hún fannst daginn áður en eg kom, í flæðarmálinu við kritarklettana fyrir vestan jxtrp- ið okkar. Eg kyssti hana dána. Það var fyrsti og síðasti koss- inn minn. LEYNDARDÓMUR KLEIF ARV ATNS. Frh. af 3. siðu. aftur, sem kunnugt ex% og liefir farið hækkandi í stórum di’átt- um síðan. ^ í þau sjö ár, sem Jón Magnús- son hjó í Krýsuvík, var ófært fyrir Stapann. Þess má og geta, aðárið 1908, þegar herforingja- ráðið danska vann að landmæl- ingurn við Kleifarvatn, hafði vatnið flætt upp á Nýjaland, samkvæmt þvi sem kortið eftir þessum mælingum sýnir. Skulu nú undanfarandi upp- lýsingar bornar saman við úr- kornu í Vestmannaeyjum á um- ræddu tímabili. Um 1880 er að koma slægja á Nýjaland, af því að yfirbo’rð vatnsins hefir farið lækkandi að undanförnu. Úrkomumæling- arnar ná ekki svona langt aftur, en samkvæmt timabilaskiptun- um i úrkomunni i Vestmanna- eyjum, á að vera lækkandi úr- koma á þessum tíma og það, unz timabil það hefst, sem sést á línuritinu. Nú koma ái*, þegar Nýjaland gefur af sér nokkur hundruð hesta, og það hefir ver- ið snemma á þessu tímabili. En árið 1907 er orðið svo liátt i vatninu, að það er síðasta ái*ið, sem þar er heyjað urn langt skeið. En þetta er einmitt eitt af þehn ármn sem gera hámark úrkomunnar á timabilinu. Og þá liefir Guðmundur i Nýjabæ heldur aldrei fyrr séð vatnið svona hátt. Það átti þó enn eftir að hækka og úrkoman í Vest- mannaeyjum er einnig miklu hærri árið eftir. Um 1912 var svo hæst i vatninu að sögn Jóns Magnússonai’, og flæddi það þá um það bil yfir Nýjaland. Sam- kvæmt úrkomunni i Vest- mannaeyjum hefði átt að vera hæst i þvi um 1914. En þess er ekki að vænta, að liækkun i Kleifarvatni (eða lækkun) fylgi alveg úrkomunni í Vestmanna- eyjum, þegar um einstök ár er að ræða, þó að hún geri það i að- aldráttum. Ekki er kunnugt um, hvað það liefir verið löngu eftir 1912, sem fór að gæta verulegr- ar lækkunar í vatninu, en bæði vatnið og úrkoman í Vest- mannaeyjum, hafa svo í stór- um dráttum farið lækkandi til ársins 1932, en hækkaði svo aft- ur 1933 o. s. frv. eins og línu- ritin sýna og samanber einnig úrkomuna á Eyrarbakka. VI. Það, sem eg hefi viljað sýna fram á í þessari ritgerð og færa rök að, er þetta: Að hækkunin og lækkunin í Kleifai'vatni, sem telja má reglubundna, en ýmsir hafa álitið að stafaði af breyti- legu niðui*rennsli urn vatns- botninn, eigi aðalorsakir í tírna- bilaskiptum í úrkomunni. í New York er Doi*othea An- tel, fyrverandi dansmær, nýlát- in, 39 ái*a gömul. Þegar hún var 19 ára að aldri, hrapaði hún niður stiga í leikhúsi, þar sem hún starfaði sem dansmær, og Iiryggbrotnaði. í tuttugu ár lá hún rúmföst, en það hindraði liana samt ekki í því, að stofna sina eigin verzl- un, þár sem hun vann alein við afgreiðslu, þótt rúmföst væri. • Kontrakt-Bridge Eftir Kristínu Norðmann Tvísagnfærir litir. Til að segja lit tvisvar sinn- um án stuðnings meðspilara, þurfti áður minnst: D-G-10-X-X (þrjú liáspil flmmtu), eða Ás- K-X-X-X (ás og lcóng fimmta). Nú liefir verið dregið úr kröf- unum livað þetta snertir, og er nú heimilt að segja lit tvisvar með aðeins tvö háspil fimmtu. T. d.: D-G-9-3-2 IÍ-G-4-3-2 K-D-4-3-2 Ás-G-4-3-2 Um alla sexliti og lengri liti gildir sania og áður, að þeir eru tvísagnfærir, þó að háspilin vanti. T. d.: 7-6-Ö-4-3-2 9- 8-0-5-4-3-2 10- 9-7-6-4-2 G-7-6-5-4-3 D-9-8-4-3-2 Við, sem höfum spilað eftir Culbertsons-kerfi og fylgt regl- unum nokkuð fast eftir, höfum náttúrlega oft orðið aðbregðaút af þeim. Vil eg t. d. taka þessi spil: A 7-5 V G-10-6-5-2 ♦ G-9-7-5 * 10-5 * D-8 ¥ Ás-8-4-3 * K-D-8-6 * Ás-9-3 A Ás-10-3 ¥ 3 ♦ 4-3 * K-D-G-8-7-2 A K-G-9-6-2 ¥ Iv-D-7 * Ás-10-2 * 6-4 N V A S Suður segir einn spaða, vestur pass, Norður svarar með tveim gröndum, en Austur segir þrjú lauf. Suður á ekki annan kost en að segja þrjá spaða, sem Norður hækkar í fjóra. Þegar laufi er spilað út, geta þrjú grönd ekki unnist, og eru fjórir spaðar einasta gamesögn- in, sem hægl er að vinna á þessi spil. Hér er með öðrum orðum ekki um annað að ræða, en að segja spaðann tvisvar, þó að hó- spilin séu aðeins tvö. Spilið úr síðasta sunnudags- hlaði, 19. okt.: Suður spilar sex spaða: Vestur spilar út spaðatvist. Suður tekur með áttunni hjá hlindum og spilar hjarta. Vestur fær slaginn og spilar aftur spaða! Suður tekur með gosan- um lijá hlindum, spilar síðan laufi þrisvar sinnum og kastar tígultvisti af eigin hendi í lauf- kónginn. Spilar svo kóngi og ás í tígli og enn tígli frá blindum og trompar með spaðakóngi. Spilar spaða og tekur siðasta trompið af Vestri. Spilar síðan tíglunum tveimur, sem fríir eru orðnir, kastar tapspilunum i hjarta frá sjálfum sér, og vinnur þannig sex spaða. Suður spilar firpm spaða dohlaða og redohlaða. Vestur spilar út lauftiu. A ¥ D-9-8-6-5-2 ♦ 10-8-7-6-4-3 Ás A 9-8-7-6-5-3 ¥ 4 ♦ 9-2 * 7-5-3-2 A K-D-G-10-4-2 ¥ Ás-K ♦ Ás-K ♦ K-D-G Þetta spil var spilað i erlendri skuli vera fimm spaðar, þar Bridge-keþpni, og virðist það sem sex hjortu geta unnist á nokkuð kvnlegt að lokasögn spilin. A Ás ¥ G-10-7-3 ♦ D-G-5 * 10-9-8-6-4

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.