Vísir Sunnudagsblað - 29.10.1941, Blaðsíða 1
SKMiMK'
1941
Sunnudaginn 29. október
43. blaö
Ijeynd^Fdómiir
mtiv
Geir ftígja
GEIR GlGJA.
I.
Kleifai*vatn hefir lengi veri'ð
mönnum ráðgáta. Fá vötn, sem
ekkert gefa í aðra hönd, hafa
vakið eins mikla athygli hjá al-
þýðu manna og einmitt það.
Aðalástæðan til þessa eru breyt-
ingar þær, sem verða á yfir-
borðshæð vatnsins og haf a vald-
ið tjóni á engjum í Krýsuvík,
sem Hggja að vatninu að sunn-
an. Einnig er leiðin um fjörurn-
ar, fram með vatninu að vestan,
ófær, þegar hátt er i því. Kleif-
arvatn hefir lítið verið rannsak-
að vísindalega fram til ársins
1940, að Fiskideild Atvinnu-
deildar Háskólans lét gera ná-
kvæmar rannsóknir á þvi í sam-
ráði við Hafnarfjarðarbæ, sem
kostaði þær að mestu leyti. Við
dr. Finnur Guðmundsson unn-
um að rannsóknum þessum.
Rannsökuðum við vatnið á 32
stöðum, þannig, að við mældum
dýpi þess, hita við botn og yfir-
borð með samanburði við loft-
hita og tókum jarðefni á vatns-
botninum og sýnishorn af gróðri
'hans og dýralífi. Einnig tókum
við sýnishorn af svifi við yfir-
borð vatnsins og sýnishorn af
vatninu sjálfu til efnarann-
sókna. Við athuguðum og f jör-
urnar fram með vatninu, gróður
þeirra og dýralíf og jarðmynd-
anir í umhverfi vatnsins. Frá
þessum rannsóknum mun verða
skýrt nánar innan skamms. Sá,
Kleiíttrvatiis
sem þetta ritar, hefir auk þess
gert nokkrar athuganir í sam-
bandi við hækkun og lækkun á
yfirborði Kleifarvatns, og verða
hér birtar í fáum dráttum helztu
niðurstöður af þeim. En áður en
f arið er út i það, skal geta um
nokkra fræðimenn, er hafa at-
hugað vatnið og sumir þeirra
getið þess í ritum sínum. Þor-
kell Vidalín segir t. d., að Kleif-
arvatn hafi breytzt við jarð-
skjálfta árið 1663.1) Þorvaldur
Thoroddsen lýsir umhverfi
vatnsins og skýrir frá ferð sinni
fram með því 1883.2) Segir
hann, að vatnið hækki og lækki
til skiptis og getur þess, að svo
hátt hafi verið í því, þegar hann
var þar, að ekki hafi verið fært
fyrir Stapann.1)
Árið 1930 lét Emil Jónsson
vitamálastjóri setja merki við
Kleifarvatn til þess að sjá,
hvernig hækkun og lækkun í
vatninu væri háttað. Hefir svo
afstaða merkjanna til vatnsyfir-
borðsins verið athuguð ái-lega
1) Ferðabók eftir Þorvald
Thoroddsen I. b.
2) Sama rit.
1) Það er höfði, sem gengur
út í vatnið að vestan og hægt er
að komast fyrir framan, þegar
lágt er í þvi.
síðan. Sama ár athugaði Pálmi
Hannesson rektor vatnið og.
mældi dýpi þess, en ekkert hef-
ir hann birt um þær rannsóknir.
I Árbók Ferðafélags íslands
árið 1936 ritar dr. Bjarni Sæ-
mundsson grein, er hann nefnir
„Suðurkjálkann".Segirþar með-
al annars: „Kleifarvatn er
þriðja stærsta vatn á Suður-
landi, 6—7 km. langt frá NA til
SV, og 2 km. breitt og auðsjá-
anlega orðið til við landsig milli
Sveifiuháls og vesturhlíða
Lönguhlíðarhásléttunnar. Ligg-
ur vatnið þanaa allniðui-grafið á
milli hamraveggja Sveifluháls
og snarbrattra skriðna Vatns-
hlíðarinnar, afskekkt og lítið
þekkt eins og óbyggðavatn, enda
þótt það hafi hingað til verið ná-
lægt byggð og árlega heyjað á
bökkum þess, og má það furðu-
legt heita, þegar þarna er um
eitt merkasta stöðuvatn heims-
ins að ræða, enda þótt um-
hvei-fið sé hrjóstrugt i meira
lagi. Vatnið hefir lítilsháttar að-
rennsli, en ekkert sýnilegt frá-
rennsli. Það er stórmerkiíegt
vegna þess,að yfirborð þess,sem
að jafnaði er ca. 135 m. y. h.
hækkar ca. 4 m. á fáum árum
og lækkar svo smám saman
aftur á ca. 30 árum, án þess
menn viti neitt um, hvernig á
Kleifarvatn.
Geir Gígja.
þvi stendur." Dr. Bjarni hafði
þekkt Kieifarvatn um langt
skeið, að minnsta kosti af af-
spurn, þvi að hann var alinn upp
iGrindavík.og sjálfur hafðihann
séð vatnið. Er því óhætt að full-
yrða að það, sem hann segir hér
um það, er það réttasta, sem vit-
að var um það á þeim tima.
Árið 1938 athugaði Ólafur
Friðriksson rithöf. Kleifarvatn
og lét í ljósi þá skoðun, að hækk-
unin og lækkunin í þvi staf aði af
breytingu á afrennsli þess
neðan jarðar. Ekkert hefir hann
birt á prenti um þessar athug-
anir sínar.
Árni Óla blaðamaður getur
um Kleifarvatn í Lesbók Morg-
unblaðsins árið 1932 og 1940. t
síðari greininni, þar sem hanu
ræðir um hælckun og lækkun i
vatninu, kemst hann að þeirri
niðurstöðu, að vatnið fái af-
rennsli um sprungur, er opnist
við jarðskjálfta, en sígi svo sam-
an og smáfyllist af sandi.
II.
Hér á undan hefi eg drepið á
það helzta, sem gert hefir verið
til þess að auka þekkingu
manna á Kleifarvatni, sérstak-
lega með tilliti til hækkunar og
lækkunar í vatninu, og skal nú
fara um það nokkrum orðum.
Menn virðast helzt hafa hall-
azt að þeirri skoðun, að breyt-
ingarnar á yfirborði vatnsins
væru jarðfræðilegs eðlis. Þor-
kell Vídalín getur um lækkun í
vatninu við jarðskjálfta, Ólafur
Friðriksson álítur orsökina
breytilegt niðurrennsli og Árni
Óla telur breytingarnar á vatn-
inu stafa af jarðskjálftum.
Það þarf ekki annað en að
koma að Kleifarvatni og sjá
jarðlögin í Sveifluhálsinum til
þess að ganga úr skugga um,
að miklar byltingar af völdum
jarðskjálfta hafa átt sér þar