Vísir Sunnudagsblað - 16.11.1941, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 16.11.1941, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Móðirfn ogr moldin Ríka systir! miðla mér magni, er þú í skauti ber. Barns míns vangi er vetrarhvítur, vor er nú — og mjallir þrýtur. Eg verð gjöful aftur þér, ef þú, Mold, vilt hjálpa mér. Góða Mold, hve göfugt þel geymir þú og reynist vel. Öllum, scm þér eitthvað sinna og að þér hið minnsta hlynna óðar gefur aftur þú, eðli þínu sönn og trú. Systir, nú skín sólin heitt, senn er vetrarharkan þreytt, Og við megum yndis njóta, iðja saman, launin hljóta: sjá lwe lifna lauf — og fræ lyftast upp við dögg og blæ. Ilefjast upp í tjóssins lind, Ijóma og anga í nýrri mynd. Lífsins undur allt af skeður, alla, er s j á og hey r a gleður. Upprisan er öllu. vís, er við barm þinn dvalann kýs. Systir Mold, þitt blessað brauð betra er hverjum gerviauö. Frá þér mennskur maður villtist, mjög af sjálfs síns kreddum spilltist. En þú bíður, trygg og trú, trausta, fagra lifsins brú. Sérhvert vor, er sólin skín, söm er tryggð og gæzka þín: lífsins krafti miðlar mönnum mild — og fræðum eilíf sönnum. Faðir lífs þér gerði og galt, góða Mold, að nær, §KÁK Tefld í London 1858. Philidorsvörn. Hvitt: Barnes. Svart: Morphy. 1. e4, e5; 2. Rf3, d6; 3. d4, f5; 4. dxe,fxe; 5. Rg5,d5; 6. e6, Bc5; 7. Rf7. (Rétta áframhaldið er: 7. Rxe4, dxR; 8. Dh5+ og síðan 9. DxB, eða ef 7. Be7 þá 8. Dg4) Df6; 8. Be3, d4; 9.' Bg5 (Dh5 er sterkari leikur) Df5; 10. RxH, DxB; 11. Bc4 (Betra var að koma riddaranum út aftur) Rc6 (Nú var betra fyrir svartan að leika Dxg2, þvi ef hvítur léki nú 12. 0-0, Re5; 13. Rf7, Rf3+; 14. DxR og livitur vinnur). allt. Ii u I d a. 12. Rf7, Dxg2; 13. Hfl, Rf6; 14. f3? (Hvítur var nú þrátt fyrir allt með gott tafl ef hann hefði leikið Rd2 því ef þá 14.......e3, þá 15. pxp, pxp; 16. Rb3 o.s.frv.) Rb4; 15. Ra3, Bxe6; 16. BxB, Rd3+; 17. DxR (Ef 17. pxR þá Bb4+) exD; 18. 0-0-0, BxR; 19. Bb3, d2+; 20. Khl, Bc5; 21. Re5, Kf8; 22. Rd3, He8; 23. RxB, DxH!; Re6+, HxR og hvítur gaf. Kontrakt-Bridge Eftir Kristínu Norðmann Ef tveir sagnfærir f jórlitir eru á hendi, skal velja um svo sem hér segir: Sé annar liturinn lauf, en hinn spaði eða hjarta, segið þá alltaf lapfið fyrst. Dæmi 1. A Ás-K-8-5 V 19-9-8 ♦ G-2 ♦ Ás-D-7-3 Hér tekur maður sér til hjálpar hina svokölluðu bið- reglu. Hún er fólgin í því, að maður iiugsi sér liverju líklegt er, að meðspilarinn svari og til að halda sögnum á sem lægslu sagnstigi að byrja þá heldur á lægri litnum. T. d. liér getur maður hugsað sér, að meðspilari svari með einum tígli eða hjarta og er þá hægt að segja einn spaða næst. Ef meðspilari aftur á móti svarar með einu grandi er nokkuð hátt að segja tvo spaða, en þó býst eg við að flestir mundu reyna það. Ef tveir fjórlitir eru, sem liggja saman, það er næstir hvor öðrum að gildi svo sem spaði og hjarta, hjarta og tígull tígull og lauf segið þá altaf hærri litinn fyrst. Dæmi 2. A Ás-G-8-7 V Ás-D-10-2 ♦ Ás-4-3 ♦ 8-6 Hér er rétt að byrja á einum spaða. Ef meðspilari svarar með einu grandi, tveim laufum eða tveim tíglum, er iiægt að segja tvö hjörtu næst. Þarf þá með- spilari ekki að segja nema tvo spaða, ef spaðinn hentar hon- um betur. Dæmi 3. A 8-3 ¥ Ás-K-6-4 ♦ Ás-G-10-5 * K-10-2 Byrjunarsögn er hér eitt lijarta. Ef meðspilari svarar með einum spaða er bezt að segja eitt grand. Segi meðspil- ari þá næst tvö lauf, hefir maður um þrjá kosti að velja, sem sé að segja tvo tígla, tvö grönd, eða hækka laufin. Mundi eg persónulega kjósa að segja tvö grönd, vegna þess að mestar líkur eru til, að game geti unnizt í grandi. Dæmi 4. A Ás-10-4 ¥ 5-3 ♦ Ás-K-8-4 * Ás-D-9-2 Á ])essi spil er byrjað á ein- um tígli. Svari meðspilari með einu lijarta, einum spaða eða einu grandi segir maður næsl tvö lauf. Bridgeþrautin úr síðasta Sunnudagsbl. 2. nóv. Suður spilar út tíguldrotln- ingu, Vestur lælur kónginn, Norður ásinn. Suður spilar lijartakóngi frá Norðri, og kasl- ar sjálfur tígulfimmi. Spilar síðan hjartagosa. Austur trompar með spaðatíu, en Suð- ur trompar hærra með spaða- gosa, Suður spilar spaðaás og þvinæst spaðadrottningu. Norð- ur kastar tígulþristi í spaðaás- inn. — Þegar spaðadrottningu er spilað, komast bæði Vestur og Austur í kastþröng. Norður gefur í eftir því,- sem Vestur kastar, en Suður fær alla slag- ina. Ef Austur tekur þann kosl- inn að ti'ompa ekki lijartagos- ann, en kastar tígli eða laufi, ■ kastar Suður tígulníunni. Spilar síðan tígulþristinum og trompar hann sjálfur. Spilar þá laufi, sem Vestur tekur með ásnum. Þegar lauftvistinum er spilað frá Norðri, kemst Austur i millihönd með sþaðakónginn, og fer þá á söni'u leið, að Suður fær alla slagina. Gesturinn: „Hvernig dettur yður í hug að halda þvi fram, að eg liat'i fengið átta glös af öli, eg sem sofnaði um leið og eg hafði beðið um fyrsta glasið.“ Þjónninn: „Já, en þér hafið sett glasið sjö sinnum um koll meðan þér sváfuð.“ • Aðkomumaðurinn: „Er það ekki rétt, herra umsjónarmað- ur, er þessi jurt ekki Calladium fjölskyldunnar?“ Umsjónarmaðurinn: „Hér er ekkert í eigu neinnar sérstakrar fjölskyldu, allt er eign bæjarfé- lagsins.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.