Vísir Sunnudagsblað - 29.03.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 29.03.1942, Blaðsíða 4
4 VlSIB SUNNUDAGSBLAÐ KOFOED-HANSEN: Ríkisskógræktin. Markmið fyrr og nii. Eitt hið fyrsta, sem eg varð að gera, þegar ákveðið var, að eg skyldi taka við skógræktar- stjórastöðunni, var að lesa skýrslur fyrirrennara míns. Fyrsta skýrsla hans, „Skógar- leifar og skógrækt á íslandi“, var fróðleg og skemmtileg, en ársskýrslurnar, sem á eftir fylgdu, voru ótrúlega leiðinleg- ar. Þær fjölluðu alltaf um plöntur, sem stóðu sæmilega vel að áliðnu sumri, en við skoð- un næsta vor reyndust illa út- leíknar af frosti. Þegar eg var búinn að lesa þær allar, virtist mér sannleikurinn vera sá, að trjágróður gæti yfirleitt ekki þroskazt hér á landi, og í raun og veru var það þá álit flestallra manna, að gagnslaust væri að hefja hér skógrækt. Þeir, sem fyrir verkinu stóðu, voru ekki heldur bjartsýnir, og hið fyrsta litilf jörlega markmið þeirra var- aðeins þetta, að beita þeim að- ferðum við gróðursetningu, að plönturnar gætu haldið ófram að vaxa, án þess að gera eða geta gert sér hugmvnd um, hvort þær myndu nokkurntima verða að trjám eða aðeins að gagnslitlum runnum. Undarlegt var, að menn voru svona svart- sýnir, þvi að til voru þó tré, plöntuð mörgum árum fyrr, sem voru eins stór og sú trjá- tegund, reyniviður, getur orðið í öðrum norrænum löndum, t. d. við Skriðu i Hörgárdal. 1 hinum fyrrnefndu skýrslum var aðeins talað um ýmsar gróðursetningaraðferðir i ó- undirhúnum jarðvegi, m. ö. o. um skógrækt. Á þann hátt tókst ekki að ná-markmiðinu, en far- in var líka önnur leið. Menn fóni að setja niður plontur i gljúpri vel undirbúinni garð- mold við suðurhlið húsanna og svo nálægt múrnum sem hægt væri, til þess að fá sem mest skjól. Þar varð árangurinn betri. Plönturnar héldu áfram að vaxa, urðu að trjám og þökk- uðu fvrir umhyggiuna með því að skyggja fvrir sólina og valda raka og kulda i herbergjunum. Þannig hefir það farið i Múla- koti i Fljótshlíð, og líka i Revkjavik og annarsfaðar. Þetfa var trjágarðarækt, en hitt skpg- rækt, og hinn feikilega mis- munandi árangur sannar, að þessi tvö verkefni eru hvorf öðru fjai-lægari en i öðrum nor- rænrnn löndum, en í meðvitund. manna hafa þau alment verið skoðuð eitt og hið sama. Um sama leyti og þessar tilraunir fóru fram, voru girtar spildur í tveimur þeirra skóglenda, sem til voru, i þeirri von, að trjá- gróðurinn gæti haldið áfram vextinum með friðun eingöngu, og eins og kunnugt er, tókst þetta vel. Síðan voru þessi tvö skóglendi, Hallormsstaðar og Vagla, afgirt. Ekki var annað fyrirsjáanlegt, en að friðun myndi bera góðan árangur hvarvetna í Iandinu, en reynsl- an hefir sýnt, að þessi ályktun var röng. Það eru ekki nema tiltölulega fá kjörr, sem mundu stækka að mun með friðun ein- göngu, því að trjágróðurinn er orðinn of gamall og veiklaður af margra ára vetrarbeit. Þegar Vatnaskógur, girtur 1914, hafði verið friðaður 16 ár án þess að taka stakkaskiptum að mun, þá varð mér ljóst, að það hefði átt að bvrja á því strax að yngja upp skóginn með rótarteinung- um. Erlendis er þessi uppyng- ingaraðferð aðeins notuð við víðitegundir, og lítið var um hana sagt, þegar eg var við nám. Eftirtelctarverð er þó lýsingin á því, hvernig hægt er að flýta fyrir myndun rótarteinunga, en hún hljóðar þannig: „Yfir rótar- slykki, 1-—2 fet á lengd, er moldin tekin burt og börkurinn skafinn af með öxi, en þunnu moldarlagi stráð í sárið aftur. Þá myndasl teinungar, er geta orðið að nýjum trjám.‘ Þegar berhögg hefir farið fram í*, skóglendunum hér á landi má telja það víst, að margar rætur hafa orðið fyrir meðferð, svip- aðri þeirri sem hér var lýst. Við skógarhögg, þegar allt er tekið upp, er farið heldur ruddalega að. Skógartorfan verður fyrir troðningi margra manna og hesta, og þungar byrðar eru dregnar fram og aftur yfir hana. Vafalaust hefir þetta flýtt fyrir" myndun rótarteinunga. Við þessa uppyngingaraðferð væri, að minu áliti, nauðsynlegt að / særa á einhvern hátt þann hluta __ rótarkerfisins, sem er nær yfir-- horðiriu. Það mætti gera það . með skóflu eða mjög beittu , og sterku skafjárni, eða, eins og núv. skógræktarstjóri stakk upp á, með herfi. í dönsku skógunum er notað fjaðurherfi, er sennilega myndi vera hent- ugt hér. Á hinn bóginn efast eg ekki um, að nýgræðingur myndi spretta upp, þó að ekkert slíkt væri gert, en alltaf er æskilegt, að uppvnging geti gengið sem greiðast. Hið islenzka birki virðist hafa eins 'mikið magn til að yngja sig upp með rótar- teinungum og víðitegundirnar erlendis. Þegar eg tók við stöðunni, var eg ekki betri sérfræðingur í íslenzkri skógfræði en fyrir- rennari minn. Eg hafði ekki annað ráð en að fara að á sama hátt og hann, en liætti fljótlega við það. Við mér blöstu tvö verkefni, annað að bæta það skcglendi sem til var með þvi að girða, hitt að beita þeim að- ferðum við nýrækt, að hún gæti náð tilætluðum árangri með svo mátulegum kostnaði, að hægt væri að framkvæma Iiana í stórum stíl. Um hið fyrra verkefni er það að segja, að ekki tókst að ráða fram úr því, vegna jjbess, að friðun eingöngu reynd- ist ónóg. Að því er snertir hið isíðara, þá hefi eg ástæðu til að Íálíta, að markmiðið næðist, og gað eg og eftirmaður minn erum samdóma um, að aðferðin er vel nothæf. Að minnsta kosti hefir liann farið vinsamlegum orðum um hana. Fyrstu árin eftir að eg fór frá Skógargróður við HreSavatn í Borgarfirði var að sjá eins og flóðbylgja af framkvæmdarvilja og ættjarð- arást skylli yfir starfsemi skóg- ræktarinnar. Ráðinn var hingað norskur skógfræðingur til þess að kenna mönnum að planta barrtrjám (að öðru leyti má telja það vist, að bæði fyrirrenn- ari minn og eg kunnum að planta barrtrjám eins vel og Norðmaðurinn, en þetta skiptir nú engu máli) og skólabörnum var smalað saman til þess að planta við Rauðavatn, Laugar- vatn og annarsstaðar, því að nú skyldi fyrir alvöru byrjað á þvi að klæða landið. Ennfremur birtust í tímaritum og daghlöð- um greinar, þar sem látin var í ljós sú skoðun, að liægt væri að stofna hér verðmæta barr- trjáskóga. Eg gæti nú bezt trú- að, að ef skrifaðar hefðu verið ársskýrslur um vöxt þessara barrtrjáplantna, þá mundu þær vera lítið skemmtilegri en þær sem eg minntist á í byrjun j>ess- arar giæinar. Þess skal þó getið, að eg hefi aðeins skoðað það, sem plantað var við Rauðavatn. Þá erfiðleika, sem geta leynst í skógræktarstörfum, gengur venjulega ekki vel að sigra með skyndiárásum. ísland er ein- kennilegt land, ekki eingöngu að því er jarðveginn snertir, heldur líka að því er snertir veðurfar. Það liggur langt fyrir sunnan norðurtakmörk skógar- beltisins, og ekkert væri þvi til hindrunar að rækta skóg á lág- lendinu frá Melrakkasléttu suð- ur í Vík í Mýrdal. En þegar haf- ísinn legst fram með norður- og austurströndinni, þá gelur fs- land snögglega verið dregið inn i röð heimskautalandanna, þar sem ekkert getur þroskast nema gras og mosi. Reynslan sannai,) að slík óáratimabil hafa álltaf verið stutt, og lika að íslenzka birkið hefir verið fært um að standast þesskonar áhlaup, en hvort erlendar trjátegundir hafa magn til þess, það vitum vér ekki, því að verulega slæm haf- ísaár liafa ekki skollið yfir siðan skógrækt hófst hér á landi. Mér lizt vel á það, sem hefir verið gert i skógræktinni eftir 1934, að svo miklu leyti, sem eg hefi getað kynnt mér það, en eitt verð eg þó að fyrirdæma, sem sé að taka burt girðingar. Eg fæ ekki með nokkuru móti séð, að slik ráðstöfun rúmist á ]ivi sviði, þar sem heilbrigð skynsemi eingöngu ræður. Eins og landbúnaðurinn er rekinn hér, munu girðingar olltaf auka gæði jarðeigna. Ef nm elnstakl- ingseign er að ræða, og hlutað- eigandi ekki vill hlýða fyrir- skipuninni um friðun, þá væri

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.