Vísir Sunnudagsblað - 03.05.1942, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 03.05.1942, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 ar í Hotel Saint Pierre, án allr- ar undankomu. En -—■ var um ást að ræða hjá henni, fyrst hún vildi ekki giflast honum? Var það ekki prófsteinninn. Ef til vill var það heppni, að hann var ekki óháður! Kvöld nokkurt kom Oscar i heimsókn, og sagði henni tíð- indin: Muriel var orðin veik. — — „Alvarlega veik?“ — „Eg er hræddur um það. Þetta er brjósthimnubólga, sem vel get- ur snúist upp í lungnabólgu. Næstu dagar ráða úrslitum.“ — Hræðilegur ótti gagntók Harri- ott. Muriel kynni að deyja úr brjóstliimnubólgu — og færi svo, þá yrði hún að giftast Osc- ari. Hann horfði einkennilega á hana, rétt eins og hann læsi hugsanir hennar, og hún þóttist sjá, að að Iionum hefði hvarflað sama hugsun —■ sami ótti. Muriel fékk heilsuna aftur, en hæltan liafði opnað augu þeirra. Lif Muriel varð nú þeim báðum óumræðilega dýrmætt. Hún stóð á rnilli þeirra og þeirr- ar varanlegu sameiningar, sem þau skefldust en höfðu þó eigi lmg til að afneita. Svo kom sprengingin. Ilún kom frá Oscari kvöld eitt er þau sétu í herbergi hennar. — „Harriott, veiztu það, að eg er farinn að hugsa um að gera upp reikningana.,‘ „Hvað mein- ar þú?“ — „Við verðum að taka tillit til vesalings Muriel .... í því horfi, sem það nú er — verður aldrei haldið áfram til lengdar?“ — „Þú vilt sjálfur láta því verða lokið?“ — „Um- fram allt — engan hégómaskap; — við skulum vera hreinskilin og reyna að komast að heiðar- legri niðurstöðu.“ — „Nú skil eg. Þú vilt Iosna við mig.“ — „Það er nú nokkuð djarft til orða tekiö. —- „Ó, það er eitt- hvað dýrslegt við þetta allt sam- an. Eg get hugsað mér að þú hafir komizt að þessari niður- stöðu nú — er þú hefir sjálfur fengið nægju þína. Ást þín hef- ir aldrei verið hrein, lnin hefir aldrei flutt mér þá heiðríkju og fegurð, sem hjarta mitt þráir.“ „Þetla er fjarstæða — þú varst hræsnarinn, en eg sannur. Og þú ei-t hræsnari ef þú heldur þvi fram að þú hafir ekki notið hamingju með mér.“ — „Eg var aldrei virkilega hamingjusöm. Ekki eitt andartak. Það var allt- af eitthvað, sem á vantaði, eitt- hvað, sem þú aldrej veittir mér. Ef til vill var það ekki á þinu valdi.“ —■ „Já, eg var víst ekki nógu andlegur,“ hreytti hann út úr sér. — „Nei, þú varst það' ekki og þú færðir mig niður á vesæla auðn tómleikans. — „Eg veitti þvi eftirtekt að þú gerðist altaf svo andleg eftir að þú hafðir fengið það sem þú vild- ir!“ — „Það sem eg vildi!“ — hrópaði hún. „Ó, guð minn góð- ur!“ — „Það er að segja, hafir þú nokkurnthna vitað hvað þú vildir.“ — „Hvað eg vildi,“ end- urtók hún með sárri beiskju.“ — „Heyrðu,“ sagði hann „við skulum nú vera heiðarleg — og horfast i augu við blákaldar staðreyndir. Eg var bráðhrif- inn af þér — og þú bráðhrifin af mér einu sinni. Við urðum þreytt hvort á öðru — og öllu er lokið. En hvað sem öðru líð- ur hlýtur þú að viðurkenna að við áttum saman marga ljúfa stund.“ „Ljúfa stund?“ — „Já hvað mig snertir.“ — „IJvað þig snertir. Einmitt. Ást að þínum dómi táknar aðeins eitt. Allt sem í henni er háleitt og göfugt dróst þú niður í skarnið — svo að eftir varð einungis fullnæg- ing frumstæðra hvata. Þannig hefir þú meðhöndlað hið dýra hnoss — ástina.“ — Tuttugu ár liðu. Það var Oscar, sem dó á und- an henni; þrem árum ’ eftir skilnaðinn. Það skeði kvöld eitt. Slagaveiki varð honum að aldurtila. -— Dauði hans reynd- ist Harriot óumræðilegur létt- ir. Fullkomið öryggi var ó- hugsandi meðan hann var á lifi. En nú vissi engin lifandi sála um leyndarmál hennar. Fyrst eftir andlátsfregnina fannst henni Oscar vera sér nálægari en nokkuru sinni fyrr. Henni gleymdist að í lifanda lifi hafði hún næsta litið þráð nær- veru hans. Og löngu áður en liðin voru tuttugu ár liafði henni tekizt að telja sér trú um, að í raun réttri hefði hann aldrei verið henni nálægur. Það var ótrúlegt að hún skyldi nokkurn- tíma hafa þekkt mann eins og Oscar Wade. Og hvað viðvék ástasambandi þeirra, þá átti hún bágt með að hugsa sér Harriott Leigh sem þátttakanda i þeim auðvirðilega leik. Veitingahús Schnebbers og Hotel Saint Pier- re voru ekki lengur áberandi stærðir í minningasafni fortið- arinnar. Minningar hennar voru vissulega í skerandi ósamræmi við þann orðróm hreinleika og helgunar, sem nú fór af henni. Þvi að Harriott — fimmtíu og tveggja ára — hafði gerzt vinur og hjálparmaður séra Clements Tanners,aðstoðarprests við Mar- íukirkjuna i Maida Vale. Hún starfaði sem díakonyssa í prestakalli hans, klæddist ein- kennisbúningi þeirra og brosti eins og þær. Hún hafði einnig á hendi skrifarastörf fvrir Maida Vale og Kilbum Home, hæli fyrir fallnar konur. Eldur tilfinninganna læstist um hana cnn á ný. er hún horfði á Clement Tanner, sem líktist í útliti Steplien Philotte. — Það voru hrífandi augnablilc er presturinn kom hempuklæddur inn í kirkjuna eða þá er hann stóð frammi fyrir altarinu og lýsti blessun guðs yfir söfnuð- inn. En hámarki náði hrifning hennar, er hún neytti sakra- mentisins úr hendi hans. í huga hennar hvíldi yfir atburðum þessum hátíðlegur og helgur blær. Og þó voru þeir næsta lítil- vægir i samanburði við andláts- í tund hennar. — Hún lá og mókti í hvíta rúminu sínu, en yfir þvi hékk dökkur kross með Kristsmynd. Af borðinu böfðu verið teknar skálar og meðala- glös, en á það breiddur dúkur. Það átti að veita henni hina síð- ustu þjónustu. Presturinn gekk hægt um gólf í stofunni, undir- bjó ljósin og opnaði bænabók- ina. Úldeiling sakramentisins skyldi hefjast. Þvínæst dró hann stól að rúmstokknum hennaiy horfði á liana og beið þess að hún vaknaði af mókinu. Allt í einu opnaði hún augun. Hún starði á hann. Það var eins og ljósgeisli skilnings og með- vitundar brytist fram á yfir- borðið. Já, liún var að deyja, og dauði hennar var mikilvæg- ur í augum Clement Tanner’s. „Eruð þér tilbúnar?“ spurði hann. — „Nei, ekki enn. Eg held að eg sé hrædd, gjörið mig ekki hrædda!“ — Hann stóð upp og kveikti á kertunum á borðinu, tók kross- inn niður af þilinu og reisti hann upp við fótagaflinn. Hún andvarpaði. Ekki var það þelta,, sem hún þráði. „Nú verðið þér ekki hræddar lengur," mælti hann. — „Eg óttast ekki það sem við tekur. Maður venst því sjálfsagt fljótt. aðeins dálítið erfitt í fyrstu“. — „Líðan mannsins, er hann vaknar, er mikið undir þvi kom- in, um hvað hann liugsaði síð- ustu augnablikin. — „Nú vil eg skrifta“, sagði hún. — „Og því næst neyta sakramentisins. — Að þvi búnu skuluð þér ein- göngu hugsa um guð og endur- lausnarann. Álílið þér yður nógu styrka til að skrifta nú, systir? Allt er reiðubúið“. — Hugur hennar hvarflaði til lið- inna ára, og nam staðar við Oscar Wade. Átti hún að játa allt í sambandi ^dð hann. Aðra slundina fannst henni það mögulegt hina ómögulegt. Hún gat það ekki — þess gerðist ekki þörf. Um tuttugu ára skeið hafði hann ekki verið hluti af lífi hennar. Nei. Hún vildi ekki minnast á Oscar Wade. Það voru fleiri yfirsjónir og syndir, sem henni bar að skrifta. Hún kafaði í djúp liugans og valdi úr. — „Eg hefi liugsað of mikið um fegurð þessa heims. Eg hefi ekki verið veslings stúlkunum minum nógu góð, vegna þess að mig hefir hryllt við synd þeirra. Og eg hefi liugs- að of mikið um þá sem eg elska — i stað þess að hugsa um guð“. — Svo meðtók hún hið heilaga sakramenti. Þá sagði hann: „Nú þurfið þér ekki að óttast neitt framar". — „Eg myndi ekki vera hrædd, ef þér hélduð i hendina á mér.“ — Og hann tók i hönd hennar. Hún lá lengi grafkyrr — með lokuð augu. Þá heyrði hann varir hennar hvisla. Hann laut niður að henni: — „Svo þetta er dauðinn — eg liélt, að hann væri hræðilegur — en mér reyndist hann dýpsta sæla — Handtak prestsins linaðist — undrun greip hann. Hún rak upp lágt óp. — „Ó, sleppið ekki hönd minni!“ — Hann þrýsti hana aftur. „Revnið,“ sagði liann, „að hugsa um Guð. Haldið áfram að horfa á krossinn.“ — Hún hvíslaði: „Og ef eg horfi — ætl- ið þér þá ekki að sleppa hönd minni“. — Nei, það mun eg ekki gera.“ —■ Handaband þeirra hélzt órofið, unz síðasta þján- ingin losaði um hönd hennar. Hún dvaldi um stund í stof- unni, þar sem allt hafði skeð. Utlit alls þar inni kom henni sumpart ókunnuglega fvrir sjónir — og við lá, að henni væri það ógeðfellt. Altarið, krossinn, logandi kertin á ljósastikunum vöktu hugboð um einhverja stórfelda og ægilega raun, sem hún liafði orðið að ganga í gegn- um, enda þótt einstök atriði væru henni óljós. En hún mundi, að hlutir þessir voru á einhvern hátt í sambandi við likamann, sem lá þarna undir línvoðinni. Hugmyndatengsl hennar voru óljós og ruglings- leg og líkið setli hún ekki í sam- band við sjálfa sig. Þegar hjúkrunarkonan kom inn og veitti því nábjargh'nar sá hún að þetta var lík af miðaldra konu. — Hvorki fortið né fram- tið var til i huga hennar, engar samfeldar, afmarkaðar minn- ingar, engin ákvörðun um, hvað næst skyldi gera. Allt i einu fór herbérgið að verða óskýrl fyrir augum henn- ar og leystist upp í annarlegar stærðir,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.