Vísir Sunnudagsblað - 03.05.1942, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 03.05.1942, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 1 vellinum og upp að yllitrénu, þangað sem George Waring beið hennar, endur fyrir löngu. Hún sá liann standa þar og fann ilm útsprunginna ylliblóma berast sér að vitum. Gleði og eftirvænting Ijúfrar æsku vafð- ist um liug hennar og lijarta. „Georg — ó Georg!“ Á leiðinni upp að trénu hafði hún greinilega séð hann. En maðurinn, sem béið hennar undir . yllitrénu var Oscar Wade. „Eg sagði þér, Harriott, að það væri þýðingarlaust að reyna að skjóta' sér undan. Hvert fót- mál þitl flytur þig í áttina til mín. Eg mun alstaðar verða á vegi þinum.“ „En livernig gazlu komið hingað?“ „Með sama bætti og í hin fyrri skiptin, sem þér eru kunn. Eg er sem sé í öllum minningum þínum.“ „Nei, endurminningar minar frá æskuárunum eru saldausar. Hvernig gazt þú tekið þér stöðu föður míns, Stephens og George Warings — þú! Ást mín til þeirra var þó vissulega sak- laus.“ — „Ást þín til mín var endurskin þeirrar ástar — hluti af henni. Þú veizt að fortiðin hefir áhrif á framtíðina. Hefir þér aldrei dottið i hug, að svo kynni að vera, að framtíðin Iiefði áhrif á fortíðina? I sak- leysi þínu var fólginn fyrsti vís- irinn til syndar. Þú varst það sem þú áttir að verða.“ „Eg ætla að fara í burtu,“ sagði hún. „Og í þetta sinn fer eg með þér.“ „0, Oscar, hve lengi varir þetta?“ „Eg veit það ekki. Eg veit ekki, hvort hér um ræðir eitt augnablik eilífðarinnar eða eilífð eins augnabliks.“ „Einhverntíma hlýtur þetta að eiida,“ mælti hún. „Líf manns hér er ekki ævarandi. Við deyjum.“ „ Deyjum! Við erum dáin. Veizl þú ekki hvað þetta er? Veiztu ekki hvar þú ert? Við erum dauð, Harriott. Við erum i Víti.“ •— „Já, sann- arlega. Ekkert getur hræðilegra en núverandi ástand.“ — „Og þó er það aðeins forsmekkur jiess, er síðar verður. Háinarlc skelfingar og vansælu verður það, er við verðum að fullu samanknýtt. Við getum skilið um stundarsakir á meðan okk- ur leyfisl að hverfa inn í minn- ingarnar. En þegar við höfum kafað í minninganna djúp — og ekkert er eftir — ekkert nema minningin um það, sem í okkar augum nú er viður- Kontrakt-Bridge Eftir Kristínu Norðmann Eftirfarandi spil var spilað í seinni keppninni, er háð var um páskaleytið í húsakynnum verzlunarmanna. Þetta var síð- asta kvöldið og voru þá aðeins eftir fjórir flokkar. Við eitt borðið spiluðu Aust- ur og Vestur þrjú grönd, við annað fimm lauf, við þriðja borðið fjóra tígla og við hið fjórða fimm tígla doblaða. Þeir Axel Böðvarsson og Ifelgi Eiríksson spiluðu fimm tiglana og sat ÁxeI Austur og spilaði spilið. Er þetta mjög skemmtilegt spil og ættuð þið, lesendur góðir, að leggja upp spilið og revna að spreyta ykk- ur á því: styggð. — Þá fáum við ekki framar flúið hvort annað — við verðum lokuð inni í her- berginu, sem geymir minning- arnar um synd okkar. Við mun- um verða eitt hold — einn andi — syndir okkar endurtakast ó- aflátanlega. Og við munum -fyrirlíta livort annað.“ — „Hvers vegna — hvers vegna?“ hrópaði hún. „Vegna þess að okkur er ekk- ert annað eftir skilið. Það er refsing okkar fyrir misnotkun — saurgun ástarinnar.“ — . .Myrkrið kom og huldi í svip útsýn alla................... Nýju sviði brá fyrir. Nú gekk hún eftir gai-ðstíg milli hárra trjáa. Blómkrónur bærðust fyrir yndislegum og ljúfum blæ. Harriott fann að hún var á ný litið barn. Og liún taldi sér trú um, að nú væri hún örugg. Hún var horfin aflur til sinnar fyrstu bernsku. Nú var hún saklaus og góð. Fyllsta öryggið hlaut að vera í þessu fólgið að verða aft- ur barn, sem lék sér úti í Guðs grænni náttúrunni, án allra minninga. Hún vissi að móðir hennar beið hennar inni í aldingarðin- um. Og hún mundi lyfta litlu dóttur sinni og lofa henni að leika sér að blóðrauðum eplum trjánna. Hún hafði nú kafað í djúp minninganna —- hún komst ekki lengra — ekkert var eftir skilið. Harriott mundi að það var járnhlið á aldingarðinum — en livað var þetta? Hér var allt öðruvísi umhorfs —- eitthvað, sem vakti hjá henni ótta. Grá- leitar lióteldyr í stað járnhliðs. Hún hratt upp hurðinni og kom inn á ganginn í Hotel Saint Pierre. Endir. Fjórtán ára drengur í Chicago rak át úr sér tunguna, um leið og hann rann á hálli gangstétt og rakst á Ijóskersstaur. Tunga og staur mættust og drengurinn var íastur viö staurinn á tungunni í 20 mínútur. Þá tókst lögreghmni aö losa hann. A K V Ás-G-7-6-1 ♦ 8-6 * Ás-G-10-6-3 A G-8-6-3 ¥ 8-5 ♦ Iv-9-7-4-2 A As-7-5 ¥ 3 ♦ Ás-D-G-10-5-3 * 8-5-4 A D-10-9-4-2 ¥ K-D-l 0-9-2 ♦ * K-9-2 * D-7 N V A S Suður spilar út hjartakóngi. Austur tekur með ásnum hjá Blindum og spilar þaðan spaða- kóngi, síðan lághjarta og trompar sjálfur. Næst spilar Austur út spaðasjöi og trompar hjá Blindum, spilar svo tígul- áttunni. Norður lætur tvistinn, en Austur svinar tiunni, og kemur þá í ljós hin slæma lega trompa. Þá tekur Austur spaðaásinn, spilar laufi og svín- ar gosanum hjá Blindum, en Norður á slaginn með drottn- ingunni. Norður spilar út spaða- gosanum. Austur trompar með tígulfimminu, spilar laufi, tek- ur með ásnum lijá Blindum og spilar þaðan hjarta. Norður cr nú altrompa og verður að láta tromp, en Austur trompar hærra með gosanum. Austur spilar svo að lokum út laufáttu og spilar Norður inn á tromp. Neyðist Norður þá til að spila út tíglinum, en Austur fær báða slagina. En sjáið nú til hvernig fer, ef Norður spilar út laufi eða tigli, eftir að liafa tekið með lauf- drottningunni — þá er spilið ó- umflýjanlega tapað. Ilér er annað spil, er spilað var þetta sama kvöld. Þóttu sagnirnar nokkuð skrikkjóttar og spilið þvi talsvert sögulegt: A Ás-K-D-6-7-2 ¥ Ás-3 ♦ Ás-G-8-7-3 * A 8-4-3 ¥ D-9-8-7-3 ♦ D-10 * Ás-K-D A 10-6 ¥ G-6-4 ♦ 7-5 * G-10-8-5-4-2 A 9-5 ¥ K-10-5 ♦ K-9-4-2 * 9-7-6-3 Við eitt borðið byrjaði Norður sögn á einum spaða. Suður sagði pass, en Norður vann fjóra spaða. Við hin þrjú borðin byrjaði Norður sögn á tvehn spöðum. Við eitt borðið voru spilaðir fjórir spaðar og er það rétta sögnin. Við annað borðið voru spilaðir sex spaðar og töþuðust þar tveir slagir. Við þriðja borð- ið voru spilaðir fjórir líglar og tapaðist þar einn slagur. Tveggjasögnin er veik og á takmörkunum að vera réttmæt, en þá hygg eg, að flestir mundu byrja á tveim spöðum. Bezt er að segja þannig á spilin: N o r ð u r: tveir spaðar þrír líglar fjórir spaðar S u ð u r: tvö grönd þrjú grönd pass Suður verður að gera skyldu sína og balda sögninni áfram, þar til game næst. Hann hefir eindregin afsvarsspil, getur hvorki stutt tigulinn né spaðann og á ekki annan kost, en að segja þrjú grönd. Norður verður svo að ráða lokasögn, en eftir afsvar Suðurs kemur ekki annað til greina, en fjórir spaðar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.