Vísir Sunnudagsblað - 10.05.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 10.05.1942, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÖ SÍI»A\ Tveir litlir strákar voru aíi deila: Jón: Það er víst. Siggi: Nei, það er ekki. Jón: Jú, það er víst. Mamma segir að það sé og hún segir oft að það sé, þó að það sé ekki. • Húsbóndinn er að skoða lieimilisbókhald konunnar sinn- ar: „Á einum stað er liðurinn G. m. v. t. h. 17.45. Hvað er það, góða mín?“ Frúin: „Það er skammstöfun og þýðir: Guð má vita til hvers. • — Það kemur aldrei dropi af víni á borðið í minu húsi. — Þá hlýturðu að hella afar varlega. • Hún: — Einu sinni sagðir þú, að eg væri þér allur heimurinn. Hann: — Eg hefi lært mikið í landafræði, síðan eg sagði það. • • — Hefir þú heyrt þá nýjustu um Skotann? Hann var svo nizkur, að hann tók orð sin aftur. • Hún: — Finnst þér það ekki fara mér vel að vera með drengjakoll. Nú er eg ekki fram- ar eins og roskinn kvenmaður. Hann: — Nei, nú líturðu bara út eins og roskinn karlmaður. • Telpan: — Eg ætla að fá lakk- rís fyrir 10 aura. Búðarmaðurinn: — Hann er ekki til, en viltu ekki eitthvað annað i staðinn? Telpan: — Nei, því að við er- um í sorg heima. • Margir prófessorar við brezka háskóla byrja enn fyrirlestra sína með ávarpinu „Gentlemen“ þó nú orðið sé töluvert af kven- fólki meðal stúdenta. Einn há- skólakennari gekk svo langt, að byrja fyrirlestur sinn með á- varpinu „Sir“, vegná þess, að meðal stúdenta, sem á hann hlýddu, var aðeins einn piltur. • Þegar Rualættflokkurinn, sem er arabiskur hirðingjaflokkur, skiptir um. dvalarstað, flytja sig búferlum um 35.000 manns með 350.000 úlfalda og 10.000 hesta. Fólkið hefir meðferðis 7000 stór tjöld og 1500 smálestir af mat- vöru á ferð sinni um eyðimörk- ina. • Þeir voru nábúar; annar var þrekinn, búlduleitur, með stutt- an og digran háls, en hinn var langur og renglulegur, með mjóan og langan háls. Þeir voru alls ekki óvinir, síð- ur en svo, en þeir gerðu oft grín hvor að öðrum, þegar þeir mættust. — Eg vorkenni þér, vesaling- urinn, sagði sá hálslangi, einn góðan og heitan sumardag, við þann hálsstutta. — Þú hefir það vist ekki gott núna, þvi þeir feitu munu ekki hafa það sem bezt í miklum hita. — Eg held að eg ætti heldur að vorkenna þér, sagði sá liáls- stutti; en það vildi sá hálslangi nú ekki viðurkenna. •— Jú, sjáðu nú til, sagði sá feiti, — þú veist alls ekki hvað það er, að vera heitt. — Nú, hvers vegna ekki? spurði sá langi. —Vegna þess, var svarið, — að heita loftið kólnar á leið- inni, þegar það fer í gegnum þinn langa háls. • Fyrir nokkrum árum skeði eftirfarandi saga. Borgfirðingur einn sendi kunningja sínum liér í Reykjavik, sem var hestakaup- maður, svohljóðandi símskeyti: „Sendu mér þrjár gráar mer- ar með næstu skipsferð.“ Hestakaupmaðurinn varð lals- vert hissa við móttölu* þessa skeytis, en hugðist samt að at- huga möguleikana fyrir því, að verða við beiðni Borgfirðings- ins. Það sem honum þótti kyn- legast við þetta skeyti var það, að allar þrjár merarnar áttu að vera gráar, en þannig stóð á, að hann átti þær alls ekki í svip- inn. Nokkrum dögunx seinna hilti hann annan kunningja sinn á gölu hér í bænum og sýndi hon- um simskeytið eg lét um leið undrun sína í ljós jTfir því, og þó sérslaklega þessu, að merarn- ar skyldu eiga að vera gráar. „Skilurðu þetta ekki, mað- ur?“ sagði Reykvíkingurinn, „auðvitað vill maðurinn, að þú sendir sér þrjár flöskur af „White Horse Whisky“ „Þarna kemur það,“ svai’aði hestakaupmaðurinn, „míkið skrambi var eg heppinn, að hitta þig, kunningi, annars hefði eg sent honum þrjár gráar merar, strax og eg var búinn að útvega þær.“ • Loftvarnamerki var gefið, en sendillinn var ekkert að flýta sér. Hann ákvað að koma öllum Islenzknr sveitabær Myndin, sem birtist hér í blaðinu í dag, er talandi tákn gamla tímans á Islandi. Gömlu íslenzku sveitabæirnir, sem áöur fyrr voru heirn- kynni flestra íslendinga, eru nú aö veröa úr sögunni, en í þeirra staö rísa stór og reisuleg timbur- og steinhús. Þó eimir enn eftir af þessum húsakynnum islenzkrar alþýöu, en víöa má lítiö annaö sjá en rústirnar einar. — Þessir torfbæir voru aö vísu ekki alltof fallegir utan frá séö, rnóts við suma arftaka þeirra, steinhúsin, en engu aö síður voru þeir hlýir og viðkunnanlegir í fyllsta máta. — Margir islenzkir menn og konur, sem nú eru komin til fullorðinsára, muna æsku sína í þessum húsakynnum, og eru bezt til frásagnar um þau. vörum á sinn stað áður en hann færi í loftvarnabyrgi. Hann hringdi dyrabjöllunni á síðasta húsinu og beið. Loksins kom þjónustustúlkan til dyra. Hún var í kápu utan yfir nátl- kjólnum sínum. — Hvað er þetta, segir send- illinn, — vitið þér eklci, að það er loftárás? Hvers vegna eruð þér ekki i loftvarnabyrgi? — Eg veit það, svaraði stúlk- an, — en það er fridagurinn minn í dag. • ' Það var á hóteli í Aberdeen. Skoti nokkur var vakinn upp um miðja nótt. — Hvað er að? kallaði liann upp yfir sig. — Fljótt, fljótt, sagði þjónn- inn, — á fætur. Það er loftárás. — Loftárás, er það? sagði Skotinn. Síðan bætti hann við: —- Jæja, maður minn, ef eg verð að fara fram úr rúminu um miðja nótt, þá þarf eg alls ekki að horga nema helming gjalds- ins. i • Hér segja menn: Við skulum labba út á morgun, ef hann rignir ekki. Á Malta segja menn: Við skul- um labba út á morgun, ef það verður ekki loftárás. • Ungur læknir var nýbúinn að opna Iækningastofu sína. Þegar hann var búinn að starfa í nokkrar vikur sagði lyfsalinn: — Eg get ekki gert að þvi, en eg held að þyssi nýi læknir sé alls ekki góður læknir. Sjúklingurinn: — Hvers vegna haldið þér það? Lyfsalinn: — Vegna þess, að enginn reglulega góður læknir skrifar svona læsilega lyfseðla, eins og hann. • Erlandsen kaupmaður, sem rak litla lita- og límverzlun í Strandgötu, var mjög mikill háðfugl. Dag nokkurn, þegar lítið var að gera í búðinni hjá honum, datt honunx i hug að lima krónu- pening fastan á neðsta þrepið á búðartröppunum. Sér til mikill- ar ánægju sá hann, að næstum allir, sem áttu leið fram hjá, beygðu sig niður til þess að taka peninginn upp, en hann var svo vel límdur niður, að allir gáf- ust upp við það. Og þegar fólkið leit upp við svo búið, sá það brosandi and- litið á Eidandsen í glugganum og skilti, sem á var ritað: „Reynið fiskilímið hér! Þér hafið séð, að það er gott!“ • — Svo nú eruð þið Sigga gift. Einu sinni sagðist hún akh'ei ætla að giftast. — Já, það var lxún lika búin að fullvissa mig um. • — Þegar eg var veikur, voru einlægar heimsóknir til nxín — allir vinir mínir konxu til mín á sjúkrahúsið — — það var nefnilega svo ljómandi lagleg hjúkrunarkona, sem stundaði mig. — • Nonni: — Ósköp bi-akar mik- ið í nýju skónum þínuni, (ÚlIi. Þú ert víst ekki búinn að boi'ga jxá? Úlli: — Vitleysa. Ef eg væri ekki búinn að því, þá mundi braka í öllum sla'okknum, á mér.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.