Vísir Sunnudagsblað - 24.05.1942, Qupperneq 2
2
I
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
þau voru bundin við festar-
steina. Þá var tekið til við að
skipta aflanum og liirða hann;
var það kvenþjóðin sem annað-
ist það síðarnefnda. Höfðu þær
króka — sem svo voru nefndii’,
sinn í hvorri hendi og drógu
fjóra fiska í senn, upp brekkuna
og upp að svokölluðum krám.
Nú á dögum þætti þetta ekki
kvennaverk, enda erfiði mikið
og kulsælt, því gera þurfti að
úli undir berum himni, hvernig
svo sem veður var. Þegar þær
voru búnar að gera að fískinum,
urðu þær að flytja allan úrgang,
svo sem slor og bausa, í burt og
höfðu ekki til þess önnur tæki
en handbörur og skrinurnar
gömlu. Skrína þessi var borin í
taug, sem smeygt var ýmist upp
á höfuð eða yfir öxl.
Nú er þetta allt fyrir löngu úr
sögunni. Það er liætt að seila,
síórskipasetningin horfin, hætt
að draga fiskinn til krónna á
krókum, skrínu- og böruburður
liættur, og meira að segja band-
og hestvagnarnir eru nú að
mestu horfnir, en óslitin þvaga
af bifreiðum komin í staðinn.
Sennilega fáum við næst flug-
vélar eða skriðdreka til að flvtja
fyrir okkur siorið.
Það er heldur ekki úr vegi að
minnast á sum hibýli Eyja-
skeggja fyrir 60—70 árum. Þau
voru ekki öll á marga fiskana.
Eldhúsin voru mörg skuggaleg
á þeim dögum. Það grillti
varla í Iiúsmóðurina fyrir reykj-
arsvælu, þar sem liún var að
matselda, eða slóð við hlóðar-
steininn og skaraði í eldinn.
Eldsneytið var eklci ævinlega
gott, og því crfitt að lialda eld-
inum iifandi. Ljósmeti var ekki
annað en grútarkola með fífu-
eða tuskukveik, og var lampinn
annaðhvort látinn standa á lilóð-
unum eða lionum var stungið
með þar til gerðu typpi, inn í
grjótvegginn. Reykháf vantaði,
en sótið hékk í flygsum ofan úr
rjáfrinu, svo ekkerl var líklegra
en eittlrvað af þeim dytli niður í
grautarpottinn, eða ofan á soðn-
inguna.
BaðStofan var að sínu leyti
ekki mikið betri. Þar var oft og
einatt moldargólf, berir grjót-
veggir fyrir stafni og til hliðar,
liitunartæki engin og því kalt
og hráslagalegt inni i þessari
vistarveru. Oftast var lítið borð
fyrir enda baðstofunnar — en
þó ekki alltaf — en sæti hafði
fólkið á rúmfletunum.
Er vaka hófst á kvöldin sett-
ust konur við rokk eða með
prjóna, karlar sniðu brók,
saumuðu þær eða eltu skinn.
Einhver — oftast karlmaður —
las sögur eða kvað rímur lil
dægrastyttingar.
Leikir og skemmtanir fólks
voru mjög á annan hátt þá en
nú. Á uppvaxtarárum mínum
var það svo sem sjálfsögð
skylda, að fara á hverju vetrar-
kvöldi þegar veður leyfði, í
bændaglímu uppi á Nýjatúni.
Hinir fullorðnari menn fóru í
bændaglímur þá Mariumessur
voru. Að vísu hrukku brækurn-
ar stundum í sundur, en það
gerði ekkert til, við fengum
stælta vöðva og mjúkan likama
í staðinn, og það var betra. Við
krakkarnir fórum líka í skessu-
leik, eða við rendum okkur á
leggjunum okkar, þegar svell
var á Vilpu. Nú eru aðrir leikir
komnir í staðinn.
Skemmtanir voru líka aðrar
og færri miklu en nú. Dans var
þá að mestu ókunn skemmtun,
enda harla fáir hérlendir menn,
sem kunnu hann. Það var aðeins
í brúðkaupsveizlum, sem hann
sást, og þá venjulega ekki nema
tvö eða þrjú „pör“ sem döns-
uðu, en hinir skemmtu sér við
að horfa á. Virtist það vera hið
mesla strit að dansa, því menn
íleygðu því af sér af fötum, sem
þeir þóttust með góðri sam-
vizku mega án vera, svo þeir
þyldu betur erfiðið. — Danssal-
urinn var ekki lieldur beinlínis
með „parkett“ gólfi, því að það
var saltfiskhús, svokallað Aust-
urbúðarsaltfiskhús. Gólfið var
allt með misfellum og þuml-
ungsbreiðar rifur á milli gólf-
borðanna — en þarna fóru þeir
slysalaust yfir, fvrstu dansgæð-
ingarnir okkar. Það var heldur
ekki í annað hús að venda, því
að samkomuhús'var ekki til, og
ekki neitt annað húsnæði fyrir
fjölmennar brúðkaupsveizlur.
Þessar og aðrar veizlur voru
fjölmennari, meira í þær borið
og meiri viðburður í lífi al-
mennings en þær eru nú. Auk
brúðkaupsveizlna voru sumar-
dagsveizlur, fýlaveizlur o. fl.
Mestur undirbúningurinn var
alla jafna'fvrir brúðkaupsveizl-
urnar. Var það siður að fá
hreppstjórana til að hjóða fólki
í þær og biðu þá marg-
ir með óþreyju hvort sér,
og Iivaða fólki öðru yrði boðið.
Byrjaði hinn venjulegi formáli
á þessum orðum: „Brúðhjónin
biðja að sýna lítillæti og prýða
brúðkaup sitt“ o. s. frv.
Að sjálfsögðu þurftu þrjár
lýsingar að fara fram áður í
kirkjunni, og sjálfsagt þótti að
brúðgumi og brúður væru við
kirkju einhvern sunnudaginn
sem lýst var, og var það ekki
sjaldgæft að liin væntanlegu
brúðhjón færu hjá sér og roðn-
uðu niður i barm sér, þvi augu
allra kirkjugesta hvíldi á þeim.
Hjónavígslan fór ávallt fram
i kirkjunni, og að henni lokinni
liófst veizlan. Þar var háborð og
almenningur, og borðaður þykk-
ur rúsínugrautur og steik, og á
háborðinu var, í betri veizlum,
lcaka, sem ekki kom allténd á al-
menning. Fína fólkið hélt sig út
af fyrir sig við háborðið, það
sem eftir var kvöldsins, en í hin-
um endanum var „rallað“,
sungið fullum hálsi og kom það
þá eigi allsjaldan fyrir að menn
kæmust undir áhrif áfcngis —
en á því voru þrjú stig algeng-
ust, mátulegur, góðglaður og út-
úr. Þegar dansinn hófst, ruddusl
þorpsbúar, þeir sem ekki voru
boðnir í veizluna, að dyrum sall-
fisksloftsins til að horfa á þelta
„kúnstuga" sprikl. — Þetta voru
í raun réttri einu bíósýningarn-
ar í mínu ungdæmi.
Frá skólaárum mínum hef eg
einnig margs að minnast. Eg
lærði undir skóla hér heima í
Eyjúm hjá Þorsteini lækni Jóns-
syni, en gekk undir próf 13 ára
gamall. Gekk það ekki alltaf
erfiðleikalaust að komast á milli
Eyja og Reykjavikur — því
ferðir voru bæði stopular og ill-
ar. Á vorin fékkst reyndar nær
alltaf bein ferð með skipi til
Eyja, en á haustin varð maðiu’
nær undantekningarlaust að
fara á báti til lands og siðan
landveg vestur sveitir og sund-
leggja bæði Þjórsá og Ölvesá.
Lentum við stundum í lnakn-
ingum, en aldrei komu nein
slvs fyrir í þeim ferðum sem eg
fór á námsárunum.
Þegar eg gelck inn í Latínu-
skólann, fór eg til Reykjavíkur
með seglskipinu „Johanne“,
eign Brydesverzlunar. Með mér
voru tveir synir Þorsteins lækn-
is, þeir Jón og Magnús, er síðar
varð prestur, og fór Magnús
sömu erinda suður og eg. Við
vorum 36 klulckustundir á leið-
inni. Vistarveran var svonefnd
framtest, var okkur fengið segl,
sem við máttum hafa undir
okkur og einn pottur af köldu
valni til að nærast á. Þetta var
allur aðbúnaðurinn. Svo var
lúgan dregin að mestu yfir og
ekki opnuð af tur fyrr en að þess-
um hálfum öðrum sólarhring
tiðnum, þegar við komum inn til
Reykjavíkiu’. Þá var okkur
hleypt út. — En þelta var ekki
nóg. Alla leiðina ógnaði okkur
I)lóðugt nautslæri, sem dinglaði
til og frá neðan úr lestarloftinu
og lók miklar sveiflur yfir höfð-
um okkar, sem bjuggumst þá
og þegar við, að það dytti ofan á
okkur og limlesti okkur eða
dræpi.
Nú, heimferðin var litlu
skárri. Þá fórum við landleið-
ina austur í Landeyjar. Við vor-
um selfluttir eins og einhvers-
konar hreppakerlingar eða
sveitarlimir — oft og einatt ofan
á milli á trússahestum. Við gist-
um víða, og það tók óratíma að
komazt austur. Eg minnist þess
einkum, er við komum austur að
Odda. Þá var sira Matthías
Jochumsson þar prestur og
hlökkuðum við mjög til að njóta
þar næturhvildar, því við vor-
um þreyttir, þjakaðir og syf jað-
ir og vorum l)lált áfram að logn-
ast út af. En þegar í Odda kom,
fréttum við að ferð yrði til Eyja
daginn eftir úr Landeyjum, svo
að við urðum að halda áfram
um nóttina, þrált fyrir ömurlegt
ásigkomulag okkar. Svona voru
ferðalögin í gamla daga.
í Latínuskólanum áttum við
marga ágæta kennara, en mér
fannst sem hugur minn hneigð-
ist helzt til velvildar við Þor-
vald Thoroddsen. Hann var
jafnmörg ár kennari við skól-
ann sem eg nemandi, og kenndi
mér flest árin. Hann var okkur