Vísir Sunnudagsblað - 07.06.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 07.06.1942, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Frá Dýrafirði. segja, sagan gerðist nú ekki þar, lieldur á Dýrafirði, en eg var þá á Flateyri við Önundarfjörð. Þar dvaldi eg í 35 ár. — Jæja, það gerir nú ekkert til. Nú skaí eg segja yður söguna. — Enhverju sinni, þegar Hannes Ilafstein var sýslumaður Isfirð- inga, kom togari inn á Dýra- fjörð og byrjaði að toga í land- iielgi. Menn á staðnum sendu el'lir sýslumanni og báðu um iiðveizlu lians til þess að reka togara þennan úr firðinum, því þeim var ekkert um að Iiafa þetta bákn að veiðum sem sagt alveg uppi í landsteinum. Haf- stein kom eftir nokkra bið og ákvað strax að fara um borð og tala yfir sökudólgunum. Þessi togari var enskur. Lagði svo sýslumaður af stað á litlum ára- bát og hafði með sér, að mig minnir, 4 menn. Sýslumaður staljk embættishúl'u sinni inn undir jakkann, til þess að hann ætti hægara með að komast um horð, því að mönnum var lítið gefið um að hitta réttarins ])jóna, þegar svona stóð á. Þegar þeir fclagar koma að skipshlið- inni setur Hafstein upp embætt- iseinkennið og verður skipverj- um hverft við. Lætur skip- stjóri hleypa heitri gufu út um púströr, sem var á skipshliðinni á þeim stað, er báturinn lá upp að. Iiafstein skipar þá mönn- um sínum að færa bátinn fram með skipinu, því gufan var svo heit, að við lá að hún brenndi þá. Á einum stað framarlega á hlið skipsins hékk kaðall út af því og ofan í sjóinn. Renndu þeir bátnum að þeim stað og h)k sýslumaður í kaðalinn og hugð- ist að vega sig upp eftir honum. Þetta sjá skipverjar á togaran- um og skera á kaðalinn. Skiptir það engum togum, að Hafstein fellur aftur fyrir sig og lendir á annari lilið bátsins og hvolfir honum, með öllum mönnum i, og fara þeir í sjóinn. Náði sýslu- maður til tveggja mannanna og hélt þeim uppi þangað til hjálp barst að úr landi, en þar höfðn menn séð atburðinn. Ekki reyndu skipverjar á togaranum að hjarga þeim, þó svona væri komið, og drukknuðu því hinir mennirnir, sem ekki voru synd- ir. Þegar Hafstein kom í land, var hann, eins og geta má nærri holdvotur og illa lil reika. Varð hann að hátla þegar í stað og var hann í hinum mestu vand- ræðum, því engin föt á staðn- um voru nógu stór handa hon- urn. Við sýslumaður vorum miklir kunningjar og áttum marga skemmtlega kvöldstund saman meðan við dvöldum á ísafirði. Sendi liann nú mann lil mín með bréf og bað mig að iitvega sér föt hið bráðasta. Eg náði í þau og sendi togara með þau inn á Dýrafjörð. Segir svo ekki söguna meir, nema það, að enski landhelgisbrjóturinn lcomst undan. — Seinna kom þessi sami togari til Álaborgar. Fór skipstjórinn á honum, sá hinn sami, en hann var sænskur, inn á einhverja knæpu þar í bænum og gortaði mikið yfir því, hversu illa hann hefði leik- ið á íslendingana í þessari för sinni. Var fréttin þá kornin til Danmerkur og var karl þessi tekinn þar fastur og mun hafa fengið maklega ráðningu fyrir verknaðinn. Löngu seinna kom hann svo aftur iil íslands, en skipið fórst á útleið með allri áhöfn, undaii Suðurlandi.“ Eg liefi hlýtt með athygli á sögu gamla nmnnsins og opna nú munninn á ný til þess að spyrja: „Munið þér ekki efti'- fléiri söguin frá gamla timan- um?“ „Jú, eg skal segja yður aðra. Hún gei'ðist á Flateyri við Ön- undarfjörð. +- Norskur maður, Ellefsen að nafni, hafði hval- veiðistöð um tíma á Flateyri. Einhverju sinni "fékk eg heil- mikið af skelfiski, sem veiðist í Danmörku og nefnist þar „0sters“. Það var mjög sjald- gæft, að þessi skel væri flutt hingað til lands. Er þetta liinn ljúffengasti matur og mikið borðaður í Danmörku. Eg sendi boð til Ellefsens, sem var inilc- ill kunningi minn, og spurði liann, livað liann vildi láta í skiptum fyrir skelfiskinn. Bað eg hann ennfremur að senda mér tvo sterkustu mennina sína til þess að sækja skel'fislcinn, ef hann vildi eignast liann. Ellef- sen sendi mér þau boð, að eg" skyldi fá eina flösku af Madeira og ágæta máltíð fyírir liverl dúsín af skeljum, sem eg gæti útvegað honum. Var auðheyrt á bréfinu, sem liann sendi mér, að liann liélt að eg væri að gera að gamni mínu. Sendi liann þó tvo slerka menn til þess að sækja þessar fáu skeljar, sem liann liéll að væru. En liér skjátlaðist Ellefsen, þvi eg állti tvo stóra poka fulla af þessum skelfiski, og áttu mennirnir fullt í fangi með að rogast á burt með þá. Fyrir þessar skelj- ar fékk eg svo á annað hundrað flöskur af Madeira, auk matar- ins, og þóttist hafa gert góð kaup. En ekki veit eg hvort Ellefsen gat sagt það sama.“ „Hafið þér komið til Dan- merkur, siðan þér fóruð þaðan fyrst?“ „Já„ oft og mörgum, sinnum. Fyrst í stað var eg þar á vet- urna, en hér á sumrin. En nú eru liðin 50 ár frá því eg kom síðast til föðurlandsins. Eg er nú elzti Dani á Islandi, eftir því sem eg frekast veit.“ „Hvernig lízt j'ður á stríðið ?“ „Illa, eins og öðrum. Eg hata þá, sem liafa rænt fósturjörð minni. — Þetta er þriðja stríðið, sem eg upplifi. Það fyrsta var árið 1864, milli Dana og Þjóð- verja. Þá var eg smádrengur. Eg minnist þess, að við krakk- arnir vorum látin rifa niður þræði úr hreinum tuskum, til þess að setja á sár liermánn- anna. Var það gert þannig, að smáþræðir voru smurðir með sárasmyrslum og síðan settir ofan í sárin og svo var bundið utan um. Eg er i alls engum vafa um það, að eg lifi það, að sjá fyrir endann á núverandi styrjöld. Eg er nú ekki svo mjög gamall enn! Og eg er viss um það, að landið mitt verður frjálst aftur.“ „Langar yður ekki heim til Danmerkur?“ „Nei, eg vil vera hér. Mér þyk- ir vænt um ísland. Hér hefi eg Iifað í sorg og gleði og hér vil eg deyja, sem danskur maður. Héðan liefi eg fengið svo margt gott. Konuna mína, sem dó fyrir 6 árum. Við kynntumst á ísa- firði. Ilún liét fullu nafni Soffie Nielsen og var dóttir Sophusai' Nielsen kaupmanns á ísafirði, en móðir hennar var íslenzk. Við áttum saman sex börn, sem nú eru öll komin til fullorðins ára, og nú bý eg hjá dóttur minni, Maríu, og manni hennar, Marinusi Buch.“ „Hver hefir verið yðar bezta skemmtun á lífsleiðinni?“ „Að sigla. Eg fer niður að liöfn á hverjum degi, til þess að sjá sjóinn. Eg elska hafið og gæti hvergi verið annarsstaðav en þar, sem eg sæi það.“ Það er farið að líða á kvöldið. Klukkan er næstum hálf tólf, þegar eg stend upp, kveð þenn- an danska öldung og þakka hon- um fyrir ánægjulega kvöld- stund. N ú finnst mér framorðið og eg labba af stað heim. í Ástralíu er 530 km. þráðbeinu „spotti" á járnbrautinni frá Perth til Port Aug-usta. Er hvergi eins löng vegalengd járnbrautar án beygju. Næst kemst Argentína meS 330 km. beina braut og þá Banda- ríkin með rúmlega 160 km. Frá Flateyri við Önundarfjörð.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.