Vísir Sunnudagsblað - 07.06.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 07.06.1942, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNN UDAGSBLAÐ fellur þarna i einum ál. Norð- ar, á vaðinu, fellur hún í mörg- um álum og var ekki dýpri en í hné, þegar við fórum yfir hana. í miklum, liitum getur hún orðið nokkuð djúp, en er minnst á morgnana, eins og öll jökulvötn. í Landmannalaugum dvöldum við fram á miðvikudag í bezta yfirlæti, þó að ekki væri vætu- laust; skoðuðum næsta um- hverfið, en vegna slæms skyggn- is fórum við ekki suður í Jökul- gil. Við brugðum okkur vestur yfh- Laugahraun að Brenni- steinsöldu, rúman hálftíma gagn. Hraunið er afar úfið, en fremur hægt yfirferðar. Litauð- auðgin þarna sem annarsstaðar á þessum slóðum er ótrúlega fjölbreytt. f hrauninu skiptist á ljóst liparit eða biksteinn, sem kemur fram við hraða storkn- un líparítsins. í fjöllunum eru ótrúlega margir litir og ólikir I Brennisteinsöldu eru nokkrir hverir, en flest eru þetta lítit gufuaugu. Einn þeirra var það kraftmikill, að hvinurinn heyrðist langar leiðir; þar gufu- suðum við miðdegismatinn. Á meðan að maturinn var að soðna, gengum við upp á Brennisteinsöldu. f björtu veðri gæti eg hugsað mér að víða sæist þaðan, en nú var skyggni í lakara lagi. Bezt skyggni var í norðausturátt og sáum við þar allt að Tungnaá, en þá tók þokan við. Suðaustur af Brennisteinsöldu sér niður í gil og skorninga, og er landið sundurgrafið og hrikalegt. Við gengum fram með Náms- kvisl, sem rennur við norður- rönd Laugahrauns, heim í laug- ar aftur. Það er lengri en greið- færari leið. Þegar við komum niður að laugunum gengum við svo að segja ofan á borghlaðna kofann, sem getið er um í árbók Ferðafélags íslands. Kvöldið áður höfðum við verið að leita að honum en fundum hann ekki. Það her afar lítið á kofan- um, því hann ' er grasi gróinn og kúlumyndaður. Við vorum varla komnir lieim í tjald aftur, þegar við heyrðum mannamál. Okkur datt í hug, að e. t. v. væru þetta fallhlífarhermenn, en sem betur fór voru þetta kunningj- ar okkar. Þau höfðu verið þrjá til fjóra tíma á göngu frá Land- mannahelli með því að fara sunnan við F'i’ostastaðavatn, en Landmannaleið er fyrir norðan vatnið. Á meðan við dvöldum við Landmannalaugar fórum við i hað oft á dag. Malarbötn er í laugunum og dýpið allt að því í mitti. Á miðvikudag tindir hádegi héldum við göngumennirnir svo áfram austur. Nú fórum við skriðurnar austan i Suðurnám- um meðfram Jökulkvísl. Þegar austur fyrir Jökulkvísl kemur, tekur Kýlingaskarð við. Á veg- inum sáum við för eftir tvö reiðhjól og þótti það harla kyn- legt, en þau urðu okkur oft til leiðbeiningar þegar vegurinn varð ógreinilegur. Auðséð var, að hjólagarpai'nir liöfðu haldið vestur yfir, vegna þess að víða höfðu þeir þurft að Ieiða hjólin. — Seinna hitti eg náunga þessa, og létu þeir vel af að fara með x’eiðhjól þessa leið; sögðust víða hafa getað hjólað og verið tutt- ugu og eina klst. á ferð milli byggða. — Þegar við komum upp á Kýlingaskarð, sáum við austur i Kýlinga. Litlikýíingur speglaðist í Tungnaá, skolp- grárri, en þegar nær kom, sáum við möi’g svanalijón á ánni. Sunnar blasir Kii’kjufell við hömrum girt, en flötin vestan undir er vaxin fífu. Víða er grösugt þarna uppi á öræfununx. Fjölbreyttastur er gróðurinn við Iaugai-nar og nokkur fjöll eru þarna, grasigróin upp á efstu bi’únir, en víða er örfoka land, gróðursnautt að nxeslu með ein- staka geldingahnöppum og öðr- um harðgerðum gróði’i. í Kýl- ingurn er kofi einn hrörlegur. Þar er bátur og áhöld til silungs- veiða. Við áðum í kofanum, því nú var farið að rigna, og snædd- um miðdegismat þar. Meðan maturinn var að soðna, gengum við upp á Stórakýling, sem kof- inn er austan í. Utsýnið var ekki vítt, aðeins vestur yfir Tungna- á, tæplega lengra svo heitið gæti. Ekki minnkaði rigningin, og var ferðinni haldið áfram í átt- ina að Jökuldalakofa, sem var næsti áfangastaður. Leiðin er glögg og fremur greiðfær, þó þarf að vaða yfir þrjár ár og er sú dýpst, sem næst er kofanum. Við nutum ekki útsýnis svo heit- ið gæti úr því að Kýlingum sleppti. Landslag er heldur ekki eins fjölbreytt þarna eins og vestan Jökulkvíslar. Frá Jökul- kvísl að~. Jökuldalakofa vorum við nálægt fimm stundir, klyfj- aðir eins og við vorum. Við bjuggum um okkur i lcof- anum undir nóttina, sópuðum hann, þvi ekki veitti af þvi, þó enginn væri kústurinn. Geng- um síðan upp á fjallið norðan kofans. Undir kvöldið létti nokkuð til i lofti, og var dýrð- leg útsýn af fjallinu, einkum í vesturátt. I fjarslca sáum við fjöllin í kringum Frostaslaða- vatn og Loðmund, en Kirkjufell og Kýlingafjöllin nær. Fagurt var að sjá hvernig kvöldsólin slxein á þau, þannig að ýmist voru þau sólböðuð eða hulin skugga. í austri sér yfir á Gi-ænafjall og er hringinyndað vatn neðan undir því nefnt Grænalón. I austrinu og suðrinu var þokán ennþá og byrgði alla útsýn að mestu. Fremur hart þótti okkur rúm- ið um nóttina; vorum lurkum lámdir morguninn eftir og flýttum okkur á fætur. Hingað til liafði prímusinn okkar verið í sæmilegu lagi, þó að hann hefði stundum sótað helzt til mikið, en nii hljóp eitthvað íra- fár í hann. Við vissum ekki fyx’r en liann varð eitt eldlxaf og ó- mögulegt að komast nálægt hon- um. Eg dók spýtu og fleygði lionum logandi niður í hesthús- ið neðanundir, en skvelti vatni á gólfið, svo að ekki hlyt- ist verra af. Mér datt í hug sag- an unx bóndann, senx keypti sér primus, exx gleymdi að spyrja að þvi, hyernig ætti að slökkva á honum, hitt hafði haixix allt lært. Hann kveikti á prímusn- um hjá lcellu siixni, senx vax’ð mjög hrifin, en þegar slökkva átti, reyndist það verri sagan. Hamx skvetti ýnxsu á hann, en ekki drapst loginn fyrr en prinx- usimx var konxinn á kaf i bæjar- lækinn. Eg hélt, að eins ætlaði að fara fyrir okkur, því alltaf logaði á verkfærinu. Loksins höfðum við þó að slökkva á prímusnum, sem riú vár farinn að bráðna í sundur. Það var engu líkara, en að prímusgarm- urinri hefði þurft að fá þessa hreinsun, því að aldrei var hann betri en eftir þetta i Rigning var emxþá og öllu þéttari en daginn áður. Var nú komið franx á fimnxtudag og fannst okkur því í’áðlegt að fara að komast senx fyrst til byggða, vegna þess, að allt var að verða gegnblault hjá okkur. Þann dag gengunx við i Eld- gjána og vorum fjóra tima eða þvi sem. næst á leiðinni. Rign- ingin liafði aukizt þegar á dag- inn leið, og vorum við búnir að fá nóg' þegar í Eldgjá koin. Leiðiii þangað er all seinfarin;- gil og skorningar. Lítið sáum við í kringum okkur í gjánni vegna þoku. Eldgjáin er frenxur grunn, þar sem vegurinn ligg- ur gegnum háiia og eru fjöllin greinilega ldofin i sundur. Um nóttina vorum við í Eld- gjánni og rigndi þá það mikið, að allt konxst á flot í tjaldinu. Á fösludeginum rigndi enn. Þann dag gengunx við á 6—7 stundum að Búlandl í Skaptár- tungu. Því nxeir senx við nálg- uðumst byggðina, því bjartara varð i lofti. Leiðin er eflaust fögur í hjörtu veðri, en við sá- um litið af þeirri fegurð. Ilelzti farartálminn úr Eldgjá í hyggð er áin Ófæra. Ekki var hún dýpri en í hné, en kunnugir segja, txð oft sé hún niikið dýpri. Á þessum slóðum eru vet<a- merkin frenxur óglögg og mik- ið vatnsrennsli á vinstri liönd; nxest af því er Eldvatnið, áll úr Skaplá en Ófæra nokkuð, og þarf að gæla þess að fara fyrir vestan það suður heiðarnar. Fýrsti bærinn, senx koinií er að, heitir Svartinúpur. Hann er skanmxt fyrir sunnan afréttargirðinguna, en liefir ver- ið í eyði fiá því Katla gaus 1918. Þegar við konxum að Búlandi, hlautir og göngumóðir, var að létta í lofti. Okkur var tekið með ágætum og veittur hiriri bezti heini. Þó að veði’ið væri ekki sem hezt þessa viku, senx við voi’- um á fjöllunum, verður göngu- ferðin austur Landnxanixaleið okkur ógleyinanleg. Fjölhrej’tni landslagsins, Landnxaniialaugar, kyrrð öræfanna, erfiði göng- unnar og öll æfintýrin, sein, við lentunx i, geynxast í luiguin vor- um og vekja hressandi eiidiir- nxinningar. Mörgunx ’kann ef til vill að finnast of erfitt að.ganga hundrað kílónxetra á einni viku, en ekki eru það nenxa 14 kiló- metrar- á dag ■ áð- ’jafriáðiv 'crg erigum' getur fpndizt - þáð áieift' þrekvirki;

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.