Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 21.06.1942, Qupperneq 1

Vísir Sunnudagsblað - 21.06.1942, Qupperneq 1
PHILIP VAN DOREN STERN: MAÐURINN SEM MYRTI ABRAHAM LINCOLN Ábraham Lincoln, ástsælasti forseti Bandaríkjamanna, fæddist í bjálkakofa í Kentucky-fylki 12. febrúar árið 1809. Hann var af fátækum kominn og móðir hans dó, meðan hann var kornungur. Abraham Lincoln hlaut litla skólamenntun í æsku, en las þó mik- ið og menntaðist vel á þann hátt. Hann var orðlagður fyrir krafta og þótti segja skemmtilega frá. í fyrstu vann hann ýmis land- búnaðarstörf, en varð síðar skrifari í New Salem, Illinois. Árið 1832 fór hann í herferð gegn Rauðskinnum og er henni var lokið reyndi hann að stofna verzlun með félaga sínum, en hún fór á höfuðið. Þá varð hann póstmeistari New Salem, en árið 1836 tók hann lögfræðipróf og byrjaði lögfræðistörf í Spring- field, Illinois, árið eftir. Afskipti Lincolns af opinberum málum hófust árið 1834, er hann var kosinn á fylkisþingið. Varð hann fljótlega leiðtogi síns flokks, sakir mælsku sinnar. Árið 1846 var hann kosinn á þjóð- þingið í Washington, en hafnaði endurkosningu árið 1850. Síðasta tímabil ævi Lincolns hófst árið 1854, þegar deilurnar í þrælamálunum urðu æ harðari. Republicana-flokkurinn var stofn- aður til að hindra útbreiðslu þrælahaldsins og Lincoln varð fljót- lega foringi hans í Illinois. Árið 1856 var hann varaforsetaefni og féll, en árið 1860 var hann kosinn forseti. Ári síðar slitu Suðurríkin sambandinu og þar með hófst borgarastyrjöldin, sem geisaði í fjögur ár. Meðan styrjöldin stóð (árið 1864) var Lin- coln endurkosinn forseti. Lincoln eignaðist fjóra sonu, en aðeins einn þeirra lifði föður sinn. Hann — Robert Todd Lincoln — var sendiherra Banda- ríkjanna í London árið 1889—93. Þriðjudaginn 11. apríl 1865. ee hafði gefizt upp Iveim dögum áður og Norðurrík- in voru sannfærð um að styrj- öldin væri :á enda. Um götur Washington-borgar, sem voru illa lýstar, þrammaði borgarlýð- urinn, örvita af sigurgleði. John Wilkes Boolh stóð á gangstéttinni og horfði þögull og þungbúinn á fylkingu skrif- ara úr ráðuneytinu, sem fór eftir Pennsylvania-breiðgötunni. —■ Blysin, sem þeir báru, vörpuðu flöklandi hjarma á hið laglega en ólundarlega andlit lians. Hann hafði sveipað skilckkjunni um sig, eins og hann liafði yndi af að gera á leiksviðinu, þvi að jafnvel í eymd sinni og niður- lægingu gat hann ekki gleymt því, að hann var leikari. Booth hataði þessa ánægðu Norðurrikjamenn, sem voru allt í kriiigum hann. Hann hafði nú Táfað í tvo daga um göturnar 'Og ekki komið dúr á auga. Það hafði verið hlevpt af fall- ibyssum í sifellu til þess að fagna sigrinum og skotdrunurnar höfðu ætlað að æra hann. Hann hafði reynt að drekka sig full- an, en það var alveg sama hvað bann drakk mikið, hann gat alls ekld gleymt því, að Suðurríkin, sem voru honum svo lijartfólg- in, hefðu verið brotin á bak aft- Ur. Mannfjöldinn hraðaði sér fram hjá honum i áttina til „Hvita hússins“, þvi að Lincoln ætlaðj að halda ræðu. Booth kinkaði kolli til hins hávaxna förunautar síns og slóst í för með fjöldanum. Hann beit á jaxlinn. Hann ætlaði að virða fjandmann sinn fyrir sér vand- lega. Booth var viti sínu fjær af hatri til Lincolns. Hann leit svo á, að Lincoln legði Suðurríkin í einelti og kenndi honum um allar hörmungarnar, sem þau höfðu orðið að þola. Hann og félagar hans höfðu mánuðum saman selið um færi til þess að handsama forsetann og fara með hann sem fanga til Bich- mond. Fólkið ruddist í hundraðatali inn á afgirta svæðið umhverfis Hvíta húsið og hirti ekkert um það, þólt það træði vorblómin undir fótum af :áfergju sinni til að komast sem næst húsinu. Booth hallaði sér upp að tré og virti fyrir sér húsið, sem forset- inn bjó i. Nú hlakkar í honum yfir sigrinum, hugsaði Booth. Hann lét fyrirlitningu sína í Ijós með þvi að hrækja út úr sér og leit síðan á förunaut sinn. En hann hafði ekki veitt því eftirtekt, sem Booth gerði. Fjög- urra ára styrjaldarhörmungar höfðu nítt úr honum allar góðar hugsanii- og tilhneigingar, svo að i sálarlífi hans bærðust að- eins lægstu og dýrslegustu hvat- ir mannsins. Hann var tvítugur að aldri og hafði ekki lært neitt annað en að drepa. Booth liafði tekið piltinn upp af götu sinni, er liann var svangur og átti eklci þak yfir höfuðið, og gert hann að auðmjúkum þjóni sin- um. Þessi ungi risi hafði tekið sér nafnið Lems Patne eftir að hann strauk úr her Suðurrikj- anna, og hann var nú lifvörður Booths, reiðubúinn til þess að gera hvað esm hann skipaði. Allt í einu var kveikt ljós í einum glugga Hvíta húss- ins. Mannfjöldinn fór að hrópa. Lúðrasveit byrjaði að leika, gluggi var opnaður og hávaxinn, grannur maður kom fram í hann og ávarpaði mannfjöld- ann. Lincoln talaði með þreytu- legri og tilbreytingalausri rödd, og Booth fannst hann heyra Norðurríkin tala. Þetta var rödd kaupahéðins — að baki henni var ágirnd og auragræðgi manna, sem hugsuðu aðeins um peninga. Hann hafði frétt, að þessi maður hefði raunverulega verið búðarloka einhversstaðar i útkjállcahéraði. Hinn granni renglulegi líkami mannsins sýndi, að hér var bóndadurgur á ferð, skakkur og skældur af erfiði og áreynslu. Það var skammarlegt að fela svona manni að stjórna landi, sem einu sinni hafði verið stjórnað af prúðmennum! Ræða Lincolns snérist um vandamál fylkisins Louisiana, sem hafði verið hertekið: „Það er ófullnægjandi í augum sumra manna, að blökkumönnunum skuli ekki hafa verið veittur kosningaréttur. Eg er því með- mæltur, að hann verði veittur þeim, sem gáfaðastir eru, og hafa barizt í hernum fyrir mál- stað okkar.“ Svipur Booths harðnaði. Það var þá satt, sem hann hafði heyrt! Lincoln lét sér ekki nægja að veita þrælunum frelsi, held- ur ætlaði Iiann einnig að veita þeim kosningarrétt, rétt til að hafa áhrif á stjórn Suðurríkj- anna, sem voru að mestu leyti byggð hvítum mönnum. Það varð að Iiindra, hvað sem

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.