Vísir Sunnudagsblað - 28.06.1942, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 28.06.1942, Blaðsíða 5
/ VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ ' 5 þig, þegar eg er búin að finna gullið mitt.“ Daginn eftir sagði faðir lienn- ar við liann: „Eg ætla að biðja þig að virða henni Fríðu minni til vorkunnar, ef hún er eitthvað að bulla við þig. Hénni er ekki sjálfrátt, aumingjanum.“ „Heitir hún Fríða?“ spurði pilturinn og fékk ákafan hjart- slátt. „Stúlkan mín hét sama nafni.“ Hann sagði þetta alveg ósjálfrátt, og áttaði sig elcki fyr en orðin voru töluð. „Misstirðu hana, vesalingur minnl?“ sagði gamli bóndinn lágt. „Hún sveik mig,“ sagði pilt- urinn í hálfum hljóðum. „Ojæja, já“, mælti gamli bóndinn eftir litla þögn. „Þetta fæst i lienni veröld. Það var nú sama ólukkan sem gerði henni Fríðu litlu, að hún varð svona.“ Um kvöldið sátu þau saman á vatnsbakkanum. Þá sagði hún allt i einu: „Eg kaslaði hringn- um i vatnið, þegar eg var búin að lesa bréfið, sem hann skrif- aði mér. En nóttina næstu á eftir dreymdi mig að maður kom til mín og sagði: „Þegar þú finnur gullið þitt, þá færðu hann aftur.“ „Eg vona að þú finnir gullið þitt,“ mælti hann og tárin komu fram í augun á honuní. Hann skildi svo vel söknuð liennar. Þá snéri hún sér að honum og horfði á hann um stund. Svo lyfti hún hönd sinni og strauk hlýlega um vanga lians, eins og hún væri að hugga lítinn dreng. „Eg veit að eg finn það bráð- um,“ sagði hún róleg og örugg. Hann var hjá gömlu hjónun- um um sumarið og hjálpaði þeim við heyskapinn. Á kvöldin var hann með geðveiku stúlk- unni; þau urðu mjög samrýmd, svo að hvorugt mátti af öðru sjá, og .vinátta þeirra hafði góð á- hrif á þau bæði. Hún varð hress- ari og glaðari og fór að vinna, en það hafði hún ekki gert síðan hún ruglaðist. Að vísu leitaði hún enn að gullinu sínu dag hvern, en oftast ekki fyr en á kvöldin. Þá reikuðu þau saman umhverfis vatnið og leiddust. Hún nam staðar við og við og skygndist niður fyrir bakkana. „Ekki er það hérna,“ sagði hún og andvarpaði. „En nú veit eg, að eg finn það bráðum,.“ I þessum afskekkta dal var enginn tími til; sumarið var ei- líft, á meðan það var. Langir ljósbjartir dagar, mildar hvítar nætur. Og vatnið ljómáði logn- kyrt um daga, en nóttin færði þvi frið, og hlíðinni dögg. Hátt uppi í himninum liðu hvitgrá ský eilthvað út í ómælisfjarsk- ann. Þó kom haustið um síðir. Heyið gamla bóndans hafði aldrei verið svona mikið allan hans búskap; hann var léttur í lund og sagði piltinum sög- ur frá fyrri tíð, þegar afi hans bjó og átti tvö hundruð ær í kvíum. „En nú legst kotið i eyði, þegar eg fell frá,“ sagði hann svo og mæðusvipurinn færðist á andlit hans. „Ef hún Friða mín hefði ekki farið svona —,“ hann lauk ekki við setninguna, en stóð upp og gekk út einhverju að sinna. Var hún þá svo illa farin? spurði pilturinn sjálfan sig og varð hugsi. Honum var þegar orðið ljóst, að hann elskaði þessa stúlku, er talin var geðbiluð. Hann elskaði hana eins og hún var. Sár hans var læknað. Hún liafði grætt það og breytt harmi hans i hamingju. Það var tunglskin þetta kvöld, er þau gengu meðfram vatninu. Hliðarnar voru orðnar bleikar, lóurnar farnar, og haustsvalur ilmur í lofti. Og Friða var þögul, fas hennar var allt öðruvísi en hann átti að venjast, kaldara og ekki eins einlægt. Sarnt nam hún staðar einu sinni og skygndist ofan í vatnið, en það var eins og af gömlum vana; liún hristi liöfuðið og liló ofurlítið, en hláturinn var kulda- legur. Pilturinn leit undrandi til hennar og það fór um liann kuldahrollur; honum fannst að hann þekkti ekki þessa stúlku, er gekk við hlið hans. Það setti að honum einhvern undarlegan beig. Þau settust á sendna strönd- ina og horfðu út yfir vatnið. — „Það er fallegt hérna,“ sagði hún. Rödd hennar var mild og fögur, en barnslega einlægnin, og sakleysið, sem hann elskaði, var horfið. „En þetta er alltof afskekkt. Eg get ekki hugsað mér að vera hérna alla mína æfi.“ Beigurinn i huga lians varð að ótta: Hann hafði einmitt vonað að þurfa aldrei að fara úr þess- um dal, að mega una lijá henni ævina alla i þessari paradis, þar sem aldrei heyrðist illyrði, og engin_svik, ekkert fals eða lýgi var til. i/ Honum fannst sem verið væri að hrinda honum af himnum ofan, í myrkur og kulda, og hugur lians leitaði í örvæntingu að einhverju ráði til bjargar. Hann stakk hendinni niður í vasa sjnn og lók upp hringinn, sem unnusta hans hafði skilað aftur. „Friða,“ sagði hann með ó- styrkri röddu; „eg er búinn að finna gullið þitt!“ Hún horfði rannsakandi á hann eitt augnablik, svo tók hún við hringnum og skoðaði hann. Nafnið hans stóð á hon- um. Þegar hún sá það, brosti hún áslúðlega til hans og dró hringinn á fingur sér. „Eg veit vel hvað eg á þér að þakka, vinur minn,“ sagði hún, og nú var bæði einlægni og inni- leiki i rödd hennar, en hvort- tveggja nýtt; hann hafði aldrei heyrt þessa rödd áður, og þetta var ekki stúlkan sem hann elsk- aði! „Þú skalt ekki halda, að eg sé vanþakklát. Mér þykir líka orðið vænt um þig, miklu vænna en — hinn, þó það sé kannske öðruvísi. Og eg ætla að reyna að launa þér það eins vel og eg get.“ Hún lagði hendur um háls hon- um og horfði í augu hans. „Nú er eg orðin heilbrigð og eg,verð áreiðanlega aldrei svona aftur, það finn eg. Eg skal verða þér góð kona. En við skulum fara héðan sem fyrst, helzt tii Reykjavíkur, því mig hefir allt- af langað að komast í marg- mennið.“ Svo er þessi saga ekki lengri. Þau giftust, pilturinn og stúlkan. Hann lcomst að verzlun i höfuð- staðnum, varð kaupmaður með tímanum og efnaðist eitthvað. Hún þótti afburða fögur og glæsileg kona á sinni tíð; en á- vallt var hún trú og góð manni sínum, og hjónaband þeirra var talið fyrirmynd. Nú skildi mað- ur halda að hann hefði mátt vel við una, enda fara ekki sögur af öðru. En þeir, sem með honum voru tóku eftir því, að stundum féll hann í stafi, sem kallað er. Þá var eins og hann gleymdi stað og stund, hann horfði hug- stola út í bláinn, og það koiri þjáningarkenndur örvæntingar- svipur á andlit hans, eins og hann hefði glatað einhverju, sem ekki var unnt að bæta. Það var mjög heitur dagur. „Pabbi gefðu mér fimmeyr- ing,“ sagði sonlir Gyðingsins. „Af hverju viltu fá fimmeyr- ing, sonur minn?“ spurði Gyð- ingurinn. „Mig langar til þess að kaupa mér is.“ „Og hvers vegna viltu fá is, drengur minn?“ „Mér er svo heitt, en manni kólnar svo af því að borða ís- inn.“ „Eg kann betra ráð til jæss að láta þér kólna. Eg skal segja þér svo magnaða draugasögu, að þér renni kalt vatn milli skinns og hörunds.“ • Bezti læknirinn er sá, sem þú leitar alltaf að — en finnur aldrei, — Diderot, Hér sjáið þið lesendur góðir stangarstökkvarann CorneliusWarm- erdam frá San Francisco. — Myndin var tekin er liann setti heimsmet í stangarstökki innan þúss, Hann stökk 4.58 m, — Vel gert.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.