Vísir Sunnudagsblað - 28.06.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 28.06.1942, Blaðsíða 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ SÍ»I\ „Hefir þú nokkru sinni veri'ð ástfanginn?“ spurði maður nokkur gamlan vin sinn. „Já, einu sinni, þegar eg var ungur og óreyndur var eg dálitið skotinn,“ svaraði vinurinn. „En þú hefir þó aldrei kvænzt?“ spurði liinn. „Ó, nei, eg hefi aldrei kvænst,“ isvaraði vinurinn. „Hvernig stendur á því?“ :spurði maðurinn. „Ja, það stóð nú þannig á því, :að stelpukjáninn, sem eg var :skotinn í, vildi ekki giftast mér, jþegar eg var fullur og eg vildi ekki lcvænast henni, þegar eg var ófullur.“ • „Hvers vegna liættirðu í síð- ustu stöðunni, sem þú varst í?“ spurði frúin umrenning nokk- urn, sem kom að bakdyrunum og bað um mat. „Eg segi þér alveg eins og er frú min góð, að eg gat ó- mögulega haldið út að vera á- fram i þessari atvinnu, því liús- bóndi minn og kona hans voru alltaf að rifast.“ „Það hlýtur að liafa verið mjög leiðinlegt,“ svaraði frúin. „Já, frú mín góð,“ liélt um- renningurinn áfram, „það var aldrei lát á þessu rifrildi. Ef eg og húsbóndinn vorum ekki að rífast, þá var það eg og frúin.“ • Umrenningur nokkur var tek- inn og leiddur fyrir dómarann. „Hvað er nafnið?“ spurði dómarinn. „Locke Smith,“ svaraði um- renningurinn. Lögregluþjónn tók í öxlina á honum og hrinnti honum á undan sér til dyranna og spurði dómarann um leið: „Tiu dollara eða tíu daga?“ „Eg vil heldur tiu tloIlara,“ svaraði umrenningurinn. • Frænkan, sem var gömul og virðuleg kona með djúpar hrukkur á enninu heimsótli ein- hverju sinni litla og veika þróð- urdóttur sina. — Hámingjunni sé lof, að þú ert nú heldur skárri, Hanna litla — sagði hún. — Þú hafðir það alls ekki gott síðast þegar eg kom til þín, því þá varstu hvít í andliti eins og pappírsblað. Fjórtán dögum seinna var frænka gamla veik og þá/kom Hanna litla í heimsókn til henn- ar ásamt yngra bróður sínum. — Mikið var það fallegt af ykkur að líta inn til mín, sagði frænka, en eg er nú heldur að skána. — En nú ert þú líka hvít eins og pappírsblað — sagði Hanna litla. — Já, eins og pappírsblað með linum, bætti litli bróðir við skvr- inguna. Prestur nokkur var á ferða- lagi um Palestinu og einhverju sinni fór hann á bát út á Genez- aretvatnið. Hjarta hans var þrungið af gleði — ef til vill hafði frelsari hans gengið á þessum sömu öld- um, sem hann nú sigldi á. Presturinn snéri sér að ferju- manninum og sagði: „Svo þetla er Genezarelvatn- ið, þar sem Frelsari mannkyns- ins gckk yfir, .eins og á þurru landi.“ »Já.“ „Hvað mynduð þér taka fyrir að fara með mig á þann stað, þar sem Jesús steig á land?“ „Af því þér eruð prestur, þá tek eg ekkert fyrir það,“ svaraði ferjumaðurinn. Þegar þeir voru komnir á slaðinn gekk prestur um stað- inn um stund og virti hann fyrir sér með ánægju, en svo kom að því að hann vildi fara að halda af stað. „Eg tek tuttugu dollara fyrir að flytja yður til baka,“ sagði ferjumaðurinn. „En þér sögðuð áðan, að þér mynduð ekkert laka fyrir ferð- ina,“ svaraði prestur. „Já, eg sagði, að eg tæki ekk- erl fyrir að flylja yður hingað, cn — “ „En þér takið tutlugu dollara fyrir að flytja menn lil baka?“ „Já — eða meira.“ „Jæja þá,“ sagði prestur og staklc hendinni í vasa sinn til þess að nálgast peningana, „nú skil eg af hverju Frelsarinn vildi heldur ganga.“ • / Maður nokkur var tekinn fast- ur og ákærður fyrir það að hafa stolið rekavið úr landareign annars inanns. Maður þessi neit- aði eindregið að hafa stolið nokkurri spítu og var honum síðan skipað að leggja eið út á, að hann hefði ekki stolið eða tek- ið hina smæstu tréflís í fjör- unni. Hann sór þessa dýran eið og fór svo leiðar sinnar. Þegar heim kom sagði hann konu sinni hver málalok urðu Hástökk Einn hinn ágæt- asti árangur, sem náðist á íþrótta- mótinu 17. júní s.l. var árangur Olivers Steins í hástökki, þar sem hann stökk 1.72 m. i öðrum eins kulda og þá var á vellinum, auk þess sem hann hafði allsterkan vind beint i fang- ið. Verður gam- an að sjá hverju Oliver fær áork- að síðar í sumar og í sterkari sam- keppni. hjá dómaranum og þar með að hann hefði svarið fyrir að hafa ekki snert á hinni smæstu flís. K.onuvesalingurinn fórnaði höndum til himins og bað guð að lijálpa sér og sagði: „En þú hefir þó tekið af þessum rekavið, Jón minn.“ „Vertu róleg, kona,“ sagði Jón, „skilurðu það ekki að eg sór bara fyrir að liafa ekki stol- ið smæstu flísunum, enda gerði eg það ekki, því eg tók stærstu spíturnar, sem eg gat rogast á burt með.“ • Tengdasonur lcvartaði si og æ fyrir tengdaföður sínum undan harðstjórn konu sinnar. Það var bókstaflega orðið svo, að það var ekkert illt, sem konan hafði elcki gert honum og loks kom að því að tengdafaðirinn var orðinn svo gramur yfir þessum sífelldu kvörlunum tengdasonarins, að hann sagði: „Þetta er andstyggileg kona! Það er alveg óforsvaranlegt hvernig lnin er í þinn garð, en þú mátt vera viss um það, að eg skpl hjálpa þér. Ef það kemur nokkurn tíma fyrir héðan í frá, að hún hagar sér þannig gagn- vart þér, að þú þurfir að klaga þá skaltu hara koma til min og eg mun sjá lil jiess, að, hún fái ekki þann arf, sem eg hefi ætlað henni.“' Þó merkilegt megi virðast var eins og hjónabandið hefði batn- að stórum upp frá þessum degi, því það kom aldrei fyrir eftir þetta, að tengdasonurinn þyrfti að kvarta undan harðstjórn konu sinnar. 9 „Og brúðurin er í hvítum kjól,“ sagði ræðumaður i brúð- kaupsveizlu, „sem tákn upp á hamingjuna, þvi brúðkaupsdag- urinn er ánægjulegasti dagur- inn í lífi hennar.“ „Hvers vegna er brúðguminn þá í svörlum fötum?“ spurðiein- hver veizlugestanna. „Uss!“ • „Hjartað mitt, ef eg hefði vit- að að jarðgöngin voru svona löng, þá hefði eg kysst þig á leiðinni.“ „Hamingjan hjálpi mér, varst það ekki þú, sem ....?“ — Hr. Smith, viljið þér ekki kaupa blómvönd, til þess að gefa konunni, sem þér elskið? — Finnst yður rétt af mér að gera það? Eg er nefnilega giftur. • Páll beið eftirvæntingarfullur við dyrnar að svefnherberginu og vonaðist eftir að sjá læknir- inn birtast í dyragættinni. Loks- ins kom læknirinn. „— Segið þér mér læknir, er það drengur eða stúlka?“ „Þa- þa- þa,“ stamaði læknir- inn. Páll fölnaði. „Það er þó ekki hvort tveggja — tviburar — ha?“ „Þa- þa- þa,“ stamaði lækn- irinn áfram. „Hamingjan hjálpi mér — eru það tvíburar?“ „Ne—ne—nei — þa—það er -stú—slú—stúlkubarn,“ svaraði læknirinn. „Þú átt að elska óvini þína,“ sagði presturinn. „Það geri eg líka,“ svaraði maðurinn, „eg elska vín, tóbak og kvenfólk.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.