Vísir Sunnudagsblað - 02.08.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 02.08.1942, Blaðsíða 2
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ um augnagotum. Ljósin tindra vfir okkur þétt og í beinum röð- um, og glysvarningur skraut- búðanna í Kái’ntnersstrasse vai’par annarlegum og sterkum lilum út á gangstígina. Vin er um þessar mundir borg ixtlendinganna, binna er- lendu guilfugla. Gengið er lágt og vald ferðamanna-gullsins hefir læst sig í allar taugar. Hér eru seldar sálir og hjortu fyrir ulán glitrandi vörubúðir og há- væra skemmtistaði. Allt er boð- ið og rétt fram að fótum liins erlenda peningavalds, — allt, nema friður og félagsbamingja. Hér Iiefi eg, á einum stundai’- fjórðungi mætt tveim andstæð- um í þessari stóru borg: Svelt- andi verkamönnum í fátækra- hverfunum, og dansandi lýð kringuln gullkálf útlending- anna í dýrustu gotu borgarinn- ai’. Þetta umrædda kvöld, 13. júlí 1927 verður mér lengi xninnisstætt, því mín biðu at- burðir, sem sjaldan mæta okkur Islendingum. Er eg hélt til gisti- búss þess, er mér liafði vei'ið bennt á í Kaupmannahöfn, varð eg þess var, á ýmsan hátt, að ískyggilegir atbui’ðir kynnu að vera í aðsígi. Kvöldblöðin, er úl komu þetta kvöld, báru stór- letraðar fyrirsagnir um ofbeldi liinna ráðandi manna. Hæsti- réttur bafði þennan saina dag kveðið upp dóm i morðmáli. Voru tildrögin þau, að nokki-ir kunnir borgarar liöfðu árinu íáður myrt þrjá verkamenn, — í sjálfsvörn sögðu þeir ákærðu, en enginn vissi með neinni vissu, hvað gerst hafði. Verka- mannablöð borgarinnar töluðu um óheyrt réttarmorð, og við það sat. Það var allmjög liðið á kvöld- ið, og sat eg með kunningja mínum dönskum í veitingasal gistihússins. Taldi hann ástand- ið í boi-ginni mjög alvarlegt, og * sagði mér t. d., að lögreglan ætti mjög í vök að verjast með að di’eyfa mannliópum, er söfnuð- ust saman víðsvegar í borginni. — Eg minnist þess, að þetta kvöld sátu hundruð manna í þessum stóra veitingasal, og nutu tónleika hljómsveitar þeirrar, er skemmti gestunum. Allt í einu kvað við brestur mikill, og flugu glerbrot víðs- vegar um salinn. Samtímis kváðu við byssuskot og org og bávaði barst til eyrna okkar uf- an fi’á götunni. — Uppreisn var hafin í borginni. —- Eg flýtti mér til herbergis míns, og er eg leit út um gluggan, blasti við ó- fögur sjón, hvert sem litið var. Eitt af stórhýsum borgarinnar, hæstaréttarbyggingin, sem var rétt við gistihús það, er eg bjó i, stóð í ljósum loga, en úti á stræt- inu lágu fallnir og særðir menn í tuga og hundi-aða tali. Hvinur hríðskotabyssanna blandaðist hrópum og háværum fyrirskip- unum. Barst leikurinn auðsjá- anlega fram og aftur um aðal- götuna, og auk þess inn í hliðai’- götur, þar sem liægara var til varnar og erfiðara til sóknar. Á gistihúsinu var allt í upp- námi, símasambandið var rofið snemnxa um nxorguninn, og einnig teptist matvælaflutning- ur þangað algerlega. Um hádeg- ið neyttu aðeins fáir matar, og í hinum breiðu göngum og veg- lega anddyri stóðu menn í smá- hópum, hljóðir og kvíðandi. Þrem dögum síðar, var allt aftur með kyrruin kjörum í borginni, en afleiðing hinnar skömmu, en snörpu uppreisnar sást aðallega í sjúkrahúsunum, þar sem hræðilega limlestir menn lágu i hundi'aðatali. — Verkamennirnir og hinir ó- ánægðu, er að uppreisninni stóðu, höfðu beðið algeran ó- sigur. Mér duttu í hug orðin al- kunnu: Warum schlept sieh blulend Elend. Og voru þetta fyrstu kvnni mín af söng- og gleði-borginni frægu. Merkileg saga. Vínarborg er sjálfsagl ein- lxver kunnasta borg veraldai’- innar — ekki einungis vegna þess, að hún er milljónaborg og liggur í fögru héraði, — heldur og af þeim áslæðum, að saga borgarinnar er merkileg og við- burðarrík, og að þar hafa lifað og starfað, öld eftir öld, snill- ingar á ýmsum sviðum, er borið lxafa hróður Vínarborgar um viða veröld. — Fidlyrða má, t. d., að kunnustu tónsnillingar, og margir þekktustu læknar liafa stai-fað þar, fyrr og síðar. Borgin stendur í norðurrót- um Alpafjallanna, þar sem stórfljótið Dóná brýst út á Marchfield-sléttuna. Borgar- stæðið er vafalaust eitt liið feg- usta, þó víða sé leitað. — Skipt- ast á fagrar sléttur Dóniái’bakk- anna og háar skógivaxnar hæðir og fjallranai’, en sunnar og ofar borgarbyggðinni gnæfa jökul- lxáir tindar Alpafjallanna, og þangað er eigi meir en stundar- keyrsla frá aðalborginni. Syðsti og efsti hluti hennar liggur í 500 meti’a hæð, í yndisfögrum vínviðarbrekkum. Úr suðri, eftir Dónárdalnum, rennur hin fagra og fræga Dóná, lygn og breið. Skiptir liún borginni i vestur- og austui’- hluta, en voldugar brýr tengja borgarlilutana saman á mörg- um stöðum. Þar sem Vínarborg stendur nú, var í fyrndinni, — í þann mund, er sögur hefjast um lönd og þjóðir norðan Alpafjallanna, — lítið þorp, er nefndist Vindó- bóna. Lá það vel við viðskiptum, bæði fyrir þjóðir, er bjuggu sunnan Alpafjalla, og eins fyrir þjóðir þær, er byggja núverandi Frakkland og Þýzkaland. — Þangað sóttu einnig Austur- landabúar allskonar viðskipti, t. d. með dýrmæta rafmuni. Fannst raf j>á við strendur Eystrasalts, og var flutt til Vindóbóna. Þótti það mikilsverð verzlunarvai’a og var rnjög not- að til skraut^. Löngu siðar Jögðu Rómverj- ar Vindóbóna og héruðin þar í grennd undir sig, og byggðu þar öflug vigi. Ber borgin enn ýms merki dvalar Rómverja þar í landi, og árið 181 e. Kr. dó þar einn kunnasti keisari Rómverja, Markús Aurelíus. —o— Ár og aldir líða. — Nafnið Vindóbóna breytist í Vín, og borgin fær meira og aukið gildi, sem viðskipta-miðstöð milli Norðurálfu og Austurálfu. Þjóðflutningar Austurlandabúa til Norðurálfunnar tvístrast við hina öflugu varnarmúra Vínar- borgar, og livað eftir annað tekst borgarbúum að stöðva innrásir Asíuþjóða, þegar allar aðrar varnir voldugra þjóðliöfð- ingja höfðu að engu orðið. — Þau snörpu átök, er þarna áttu sér stað, og myndað hafa öðr- um fremur örlög Evrópu, liafa sennilega.átt sinn þátt í því, að* dugmiklir forystumenn náðu miklum völdum á þessum slóð- um, og þá sérstaklega Habs- borgarættin, er gerði að lokum Vínarborg að liöfuðborg við- lends og voldugs ríkis. Merkilegar byggingar og söfn. Borgin ber þess öll einkenni, að þar bafi ríkjum ráðið vold- ugir þjóðhöfðingjar. —- Ber mjög á miklum og skrautlegum byggingum, höllum og kirkjum, — sérstaklega nálægt, og í mið- borginni. Þar liggur ein fegursta gata heimsins, Hringbrautin, svo- nefnda. Beggja megin við liana liggja stórhýsi mikil og trjá- göng, en breidd hennar mun vera nálægt 60 metrum. Að- greinir hún elzta Iiluta borgar- innar frá þeirn nýrri, og liggur luin þar sem gömlu virkismúr- arnir voru áður fyrr. Hefst gata þessi við aðalverzlunargötuna, Kártnersstrasse, og liggur í stórum sveig til suðurs og aust- urs, niður að svonefndri Franz Jósefs-brú, er liggur yfir kvisl af Dóná, er rennur í gegnum miðja borgina. Þar í nánd stendur ein af mestu og fegurstu kirkjum ver- aldarinnar: St. Stefánskirkjan. Er hún byggð í gotneskum stíl með feikna miklu útflúri. Smiði hennar tók liðug 300 ár, og segja Vínarbúar, oð vilji ferða- maðurinn skoða liana ýtarlega, nægi ekki skemmri tími en eitt ár. Lengd kirkjunnar er um 140 metrar, og hæð turnsins annað eins. Þakið er allt lagt lituðum steinum ,og er litslcrúð það bið fegursta ásýndum í sólskini. — Úr kirkjuturninum er útsýnið óvenjulega fagurt, og sér þá yfir alla borgina, Vínarskóginn fræga og langt inn á milli Vín- arliæðanna. Þaðan sést einnig vfir slétturnar við Wagram, þar sem Napóleon, — keisari Frakka, — háði eina af sínum örlagaríkustu orustum. ' í námunda við Stefánskirkj- una er önnur kirkja. Það e1’ Augústínusarkirkjan, og þangað sækir fólk mjög, vegna hins fagra söngs, sem þar er að jafn- Kobenzl, einn af þekktustu veitinga- og skemmtistöðum Vínarborgar, stendur í 400 metra hæS og þaðan sést yfir alla borgina. Umhverfiö er hinn frægi Vínarskógur.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.