Vísir Sunnudagsblað - 02.08.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 02.08.1942, Blaðsíða 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ SÍI»A\ Útvarpsnotenda einum óx í augum livað kostnaðurinn var mikill við hleðslu rafhlaðanna og datt í hug að fá sér ódýrari hleðslu. Hann fór til kunningja síns og spurði liann eftirfar- andi: „Hvernig ætli það sé flutt til landsins þetta rafmagn. Ætli það sé ekki flutt í tunnum eins og steinolían og benzínið? Eg þekki rafmagnsfræðing í Rvik, sem væri vís til þess að láta mig hafa svona eina eða tvær flösk- ur.“ — • Fyrir nokkrum árum tók lögreglan í Antwerpen í Hol- landi stóran flokk barna, sem hafði myndað með sér félags- skap um að ræna og stela úr verzlunum og heimahúsum fólks í fátækrahverfum borgar- innar. Voru börnin flest um tíu ára að aldri og höfðu lög um félagsskap sinn. Kusu þau sér framkvæmdastjórn og höfðu samþykktir um líkamlegar refs- ingar gegn þeim, sem segðu frá. 1 vösum foringjans fundust prentaðar leiðbeiningar handa börnunum um það, hvernig þau ættu að hegða sér í starfinu. • Fyrir nokkrum, árum fékk eitt hundrað og þriggja ára gömul kerling í Oliio slag og héldu allir, að hún væri dauð. Læknirinn var þó ekki viss i sinni sök og andmælti að láta jarða hana strax. Leit hann eftir lienni i fjóra daga, en þá taldi hann víst, að hún væri dauð og sagði fólki hennar að undirbúa jarðarförina. Var nú líkið þveg- ið og lagt í kistu og stóð áttræð kerling, dóttir „líksins“, við kistuna og grét hástöfum. Þá opnaði gamla konan augun og sagði: „Af liverju ertu að skæla, Jónína litla? Mér líður alveg á- gætlega.“ Að svo mæltu steig hún upp úr kistunni og sögðu læknar, að hún gæti lifað í mörg ár enn. • Úlli: Auminginn hann óli litli Páls, sá var eklci lengi að deyja.' Læknirinn hafði ekki komið nema tvisvar lil hans. Jón: En læknavísindunum hefir fleygt svo mikið fram nú á síðustu árum. Bjössi: Hann pabbi sagði mér, að fá yður þennan reikning og fara ekki aftur, fyrr en þér hefðuð borgað hann. Óli gamli: Jæja, drengur minn. Svo þú hefir þá fengið sumarfrí. Hún: Þú ert hættur að elska mig, Sverrir. Hann: Hvernig getur þér dottið þessi vitleysa í hug. Hún: í síðustu þrjú skiptin liefirjðu farið frá mér, áður en pabbi hefir rekið þig út. • Skrifarinn: Eg er orðinn grá- hærður í vistinni hjá yður .... Forstjórinn: Eg veit það. En ef þér eruð að tala utan að því, að fá kauphækkun, þá getið þér sparað yður það ómak. Hins- vegar skal eg gefa yður upp- skrift að hárlyfi. • Fyrir nokkrum árum skeði eftirfarandi atburður: Landstjórinn á Bombay, Sir John Hotson, sat á skrifstofu sinni, þegar ungur, indverskur stúdent, Gogate að nafni, gerði boð fyrir hann. Undir eins og hann var kominn inn á skrif- stofuna, skaut hann á landstjór- ann og liitti kúlan í hjartastað, en sir John varð það til lífs, að kúlan geigaði á málmspennu, sem var utan um vasabókina hans. Gogate skaut aftur, en nú fór kúlan upp í loftið, því að aðstoðarmaður landstjórans, Peta höfuðsmaður, sló á úlnlið tilræðismannsins um leið og skotið reið af. Kom nú allt skrifstofufólkið aðvifandi og handsamaði stúdentinn. Sá eini, sem eklci æðraðist, var sir John: „Þetta var heimskulega gert, drengur minn. Hvers vegna gerðir þú það?“ spurði hann áð- ur en eimurinn var rokinn af byssukjaftinum. Þegar leitað var á Gogate fannst önnur skammbyssa á honum, einnig hlaðin. Var nú sent eftir lögreglunni, en áður en varði liafði fjöldi indverskra slúdenla safnasl saman fyrir utan hústað landsíjórans. Konu landstjórans bar þar að í bifreið í sömu svifum og brutu stúdent- arnir allt gler í bifreiðinni, en konuna sakaði ekki. • í flugvél: Hvað segið þér, að þetta land þarna niðri sé Dan- mörk? Á landakortinu mínu er Danmörk gul. • (Öli Gutti hafði verið óþægur og var lokaður inni í barnastof- unni. Þegar leið að miðdegis- verði, kenndu foreldrar hans í ír Borgrarfirði BorgarfjörSurinn er sumarfagurt land. ÞaS er ekki aSeins. fallegt þar, „þegar vel veiSiét", heldur og endranær. HéraSiS er óvenju fjölbreytt i línum og litum, þaS býr yfir tröllaukinni fjallafegurS og ljóSræn- um yndisleik í mjúkum línum og töfrandi litamergS. Myndin er tek- in hjá Ferjukoti viS Hvítá, en í baksýn er SkarSsheiSin. brjósti um liann og sendu Pál litla bróður hans inn til hans, að segja honum, að liann mætti koma inn og borða með, ef hann lofaði að vera þægur. Páll kom aftur eftir dálitla stund, aleinn. „Jæja, hvað sagði óli Gutti,“ spurði faðir þeirrra. „Hann sagðist vilja fá að vita fyrst, hvaða mat ætti að borða.“ • Fyrir nokkru voru innbrots- þjófar að verki hjá kunnum, enskum knattspyrnumanni og stálu þeir talsverðu af pening- um og heiðursmerkjum, sem hann hafði unnið á kappmótum. Nokkrum dögum seinna félck hann öll heiðursmerkin endur- send í póstböggli ásamt svo- hljóðaridi bréfi: „Þér hafið bar- izt fyrir þessum heiðursmerkj- um og þess vegna er rétt að þér haldið þeim. En hvað pening- ana snertir, þá getum við ekki skilað þeim, þvi það er atvinna okkar að stela sliku.“ • Einhverju sinni kom negri til Parísar. Þar var töluvert frost í jörðu og hundar réðust á Jiann. Þá beygði negrinn sig niður eftir steini, en steinarnir voru freðnir og fastir fyrir. Þá sagði negrinn: „Þetta er undarlegt land. Hér binda þeir steinana, en láta luindana ganga lausa.“ • Fyrir nokkrum árum vai’ 25 —30 ára gömul stúlka að baða sig í „Paradísarvíkinni'1 nálægt Oslo. Mörg hundruð manns horfðu á, en reiði manna var al- menn, þvi að stúlkan var ekki í neinum baðfötum. Loks synti einn maður úr hópi áhorfenda lil hennar og kastaði kápu til hennar og rak hana svo úr „Paradísinni“. • „Ætlið þér ekki að borða hjá okkur kvöldmat í kvöld með konunni minni og mér?“ „Mér er það þvi miður ó- mögulegt. Eg ætla að sjá Ham- let i kvöld.“ „Æ, blessaðir liringið þér bara til hans og segið honum, að koma hingað. Eg held hann sé vel kominn.“ • „Kvenfólkið segist alltaf vera yngra en það er í raun og veru.“ „Ekki alltaf, blessaður vertu. Eg lofaði unnustunni minni perlufesti með jafnmörgum perlum og hún hafði lifað mörg ár og undir eins varð hún fimm árum eldri. • „Heyrðu kunningi, eg skal gefa þér tultugu og fimm aura, en þá máttu engum segja, að þú hafir séð, að eg kyssti liana systur þína.“ „Ja, eg er nú vanur að taka eina krónu.“ • „Hefirðu lieyrt það, að hann Gunnar gleypti flibbahnappinn sinn í fyrradag og nú hefir læknirinn skorið hann upp og finnur hvergi hnappinn?“ „Hvaða vandræði. Hann verð- ur þá að kaupa sér nýjan hnapp.“ • „Ef þér endilega viljið kaupa fyrirtækið, þá skal eg ekki leyna yður því, að það eru Ijót- ir viðskiptavinir þar.“ „Það gerir ekkert til, eg er vanur ljótum viðskiptavinum.“ „Hvernig þá.“ „Eg hefi haft fegrunarslofu." ;

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.