Vísir Sunnudagsblað - 02.08.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 02.08.1942, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUÐAGSBLAÐ þessum er skipt í 2ja og 3ja herbergja ibúðir, og fylgir hverri íbúð bað og önnur þæg- indi. —- Leigu er mjög stillt í bóf, og á neðstu hæð eru sam- vinnuverzlanir, aðeins fyrir íbúa verkamannabústaðanna, — en á milli húsaraðanna eru leikvellir fyrir börnin, og séð fyrir eftirliti með þeim, þegar foreldrarnir stunda vinnu úti í borginni. — Þá reisti verka- mannastjórnin nokkur vönd- uðustu sjúkrahús álfunnar, og eru flest þeirra byggð í úthverf- unum á fögrum og hollum stöðum. — í sambandi við mörg af húsum þessum er mjög fullkomin barnavernd. —o— Eg minntist fyrri í þessari grein minni á hinar fögru kirkj- ur, sem viðsvegar eru í Vínai’- borg og allir ferðamenn skoða og dást að. En í sambandi við þær minnist eg kirkjugarðanna • og ýmissa siðvenja í sambandi við þá. — Stærsti kirkjugarður- inn í Vín heitir Centralfriedhof — Aðalkirkjugarður — og eí’ í úthverfi borgarinnar. Minnist eg þess ekki að hafa séð fegurri reit fyrir framliðna. — Það er siður í Vín, að heiga einn dag ár hvert minningu þeirra, er tátnir eru, — mig minnir að dagurinn sé 2. nóvember. Þessi dagur er almennur helgidagur þar í horg. — Ungir sem gamlir ganga þá í kirkjugarðana með blómvönd og litla lukt með kerti i, en þegar kvelda tekur eru ljós tendruð á luktunum og þær látnar á leiðin, eða hengd- ar á legsteinana, og þegar dimmt er orðið, loga þúsundir Ijósa um allan kirkjugarðinn. — Vart mun unnt að minnast þess liáleita og órannsakanlega á fegurri hátt! Ibúatala Vínarborgar eru j öskar tvær milljónir, og sómdi borgin sér vel, sem liöfuðborg voldugs og fjölmenns keisara- dæmis. En siðustu tvo áratugi hafa íbúar hennar mátt muna tvenna tíma: Áður fyrr auður og allsnægtir, en síðar hörm- ungar og basl. Sannast hér sem oftar: — að hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og rauna- bögu.“ Aðalatvinnuvegirnir þessi ár hafa verið smáiðnaður borgar- búa, verzlun og ferðamanna- straumur frá flestum menning- arlöndum heims. -— Alveg sér- staklega hafa læknar sótt þang- að, vegna hinna fullkomnu sjúkrahúsa og duglegu lækna, er gert hafa staðinn frægán und- anfarna áratugi. í Vinarborg eru bæði gömul og ný sjúkrahús, en hin nýrri hafa verið reist í úthverfum borgarinnar. Þar er t. d. drykkjumannahælið Steinhof, en þar eru að jafnaði eitt þús- und sjúklingar. — Sennilega er þetta stærsta drykkjumanna- hæli álfunnar, og jafnframt mjög fullkomið vinnuhæli fyrir þá af sjúklingunum, sem eru starfshæfir. Reynt er að haga störfum þar eftir því sem bezt á við hvern einstakan sjúkling, — þar er t. d. bókbandsstofa, prentsmiðja, leikfangagerð o. s. frv., og fá sjúklingamir fullt kaup fyrir vinnu sína. — Skemmsti dvalartími á hælinu mun vera 6 mánuðir, en eftir að sjúklingarnir eru útskrifaðir, er fylgst með þeim svo árum skipt- ir. — Yfirlæknirinn sagði mér, að um 30% af sjúklingunum yrðu aftur starfshæfir og dug- andi menn. Stærsta sjúkrahús Vínarborg- ar, og jafnframt allrar álfunnar, er nálægt miðbænum, Alge- meines Krankenhaus, og geta dvalið þar að jafnaði 4—5000 sjúklingar. Þangað sækja er- Iendu læknarnir mest, — venju- lega frá tugum þjóða, — og þar starfa, og hafa starfað, margir kunnustu læknar heims- ins, hver á sínu sviði. — Þar starfaði læknirinn Tgnaz Semm- elweiz, og hafa Vínarbúar reist honum veglegt líkneski við eina sjúkradeild spítalans. 1 lifanda lífi var gengið fram hjá lækni þessum við allar embættaveit- ingar, og lirökklaðist hann að lokum til annara landa. Sem- mehveiz starfaði við Algemeines Krankenhaus fyrir og eftir miðja 19. öld, og er hann talinn vera einn af mestu velgerðar- mönnum mannkynsins, ]jví honum hugkvæmdist fyrstum manna, að þvo hendur sínar á undan læknisaðgerðum og nota sóttvarnalyf við slík tækifæri. — Þess má geta, að konur, er fæddu börn sin á sjúkraliúsum fyrir hans daga, létust unnvörp- um vegna óhreinlætis, eða, að minnsta kosti um 60%, en elcki nema 2—3%, eftir að þess liafði verið gætt, að viðhafa fyllsta hreinlæti. Ct af misrétti þeim, er þessi merki læknir taldi sig liafa ver- ið . beittan, tók þuUglyndi að sækja á hann, og var liann að lokum fluttur vitskertur í sitt gamla sjúkrahús og geymdur þar í böndum. í æðiskasti hrlifl- aði hann sig eitt sinn á fingri, og dó úr blóðeitrun. — Má segja, að stundum séu örlögin undar- leg! Við þetta sjúltrahús starfaði einnig skurðlæknirinn heims- frægi Theodor Billroth. Hann lézt um síðustu aldamót. — Upprunalega ætlaði hann að gerast fiðluleikari, og var þegar á unga aldri frægur listamaður. Vakti það undrun, er hann allt i einu hætti á listamannsbraut- inni, þar sem beið hans frægð og frami, en Billroth svaraði kunningjum sínum þannig: „Hvorutveggja er list, læknis- fræðin og hljómlistin.“ — Þess- um ágæta manni er það að þaklca, að hægt er að nema stóra hluti magans í burtu, bæði þeg- ar um illkynjuð magasár eða krabbamein er að ræða. Þessa stóru aðgerð gerði hann fyrstur manna með góðum árangri, og hlaut samtímis heimsfrægð fyrir. Þarna starfaði einnig hinn beimsfrægi röntgenlæknir Holz- knecht, sem bezt og mest hefir kennt læknum um allan heim að nota röntgengeislana til lækninga. Hann er dáinn fyrir fáum árum, var þá hægri liand- leggur hans að mestu rotnaður, vegna eituráhrifa röntgengeisla. — Hafa Vínarbúar reist þessum mæta Iækni merkilegt minnis- merki á torgi einu, 1 námunda við sjúkrahúsið. —o— Því miður vinnst mér ekki tími til, í þessari stuttu grein, að minnast starfa annara eins manna og Freuds, sem benti læknum fvrstur á hina geysi- miklu þýðingu, er sálarrask og tvistringur hugans hefir á upp- runa margra sjúkdóma, — eða próf. Steinachs, sem fyrstur reyndi yngingaraðgerðir með uppskurðum á kynkirtlum dýra og manna, né hins heimskunna skurðlæknis, próf. von Eisels- berg, sem nýlega er Játinn. Hon- um heppnaðist að græða innri kirtla úr dýrum í sjúklinga, og með því móti að ráða bót á sjúk- dómum, er áður voru taldir ó- læknandi.. —o— íbúar Vinarborgar eru suð- rænir í sjón og reynd, og býr þar fjöldi manna frá nágranna- löndunum, t. d. Ungverjalandi og Balkan. — Þó er yfirleitt tal- ið, að meiri hluti borgarbúa sé þýzkumælandi, og náskyldir Suður-Þióðverjum, — léttir i Iund, glaðir og gestrisnir. — Það þykir einkenna Vínarbúa, hversu þaulsæknir þeir eru á kaffi- og veitingahús, en slikir skemmtistaðir eru niargir þar i borg, og með nokkuð öðrum hætti, en annarstaðar tiðkast. T. d. er fjöljli kaffihúsa við hverja götu, og venjulega þétt skipuð. Þar hittast kunningj- arnir, lesa blöðin og ræða dæg- urmálin af miklum áhuga. Innar af aðal-veitingasalnum eru minni herbergi, þar sem menn geta rabbað í næði, spilað á spil, eða teflt skák. — Vínarbixar eru skákmenn góðir og hafa fyrr og síðar átt afburða taflmenn. — Kaffið er fi-amreitt með stórum þeyttum rjómakúf, og fylgja með á kaffibakkanum, eitt eða tvö vatnsglös, — það er Vínar- siður, sem eg minnist ekki að liafa séð annarstaðar. — Þá má telja Vínai’kaffihúsunum það til ágætis, að þar er hvorki hljóð- færasláttur né dans um hönd hafður. En á kvöldin, þegar birtu bregður og borgax-ljósin ei-u tehdruð, stx-eyma Vínarbúar á veitingastaðina, þar sem Vínar- bjórinn og suðrænu vínin glitra á glösunx, og þar beyrir maður lxina léttu töfrandi Vinartónlist. Veitingahús þessi liggja flest í úthverfum borgarinnax*, nálægt vinekrunum. Hinn hrífandi létf- leiki og alúð, er einkemxir Vín- arbúa nýtur sin hvergi betur eix yfir glasi af léttu víni, og þá gleymist fátæktin og erfiðu tímarnir. Og fyrr eix varir hef j- ast viðræður við nágranna er sit.ja við næstu . borð, og allir raxxla samtímis fallega lagið sem hljómsveitin leikur. Sjálfur gengur húsbóndinn um beina, og þekkir flesta er inn koma. Sjái hann ný andlit með göml- um vinxim er þegar spxxrt hvað- an maðurinn sé og vingjarnleg orð látin fylgja nxeð. Býst eg við, að margur land- inn, sem í Vinarborg hefir dval- ið, minnist slikra kvekla með baron von Jaden og haxis ágætu íslenzku konu, frú Ástu. Hér verð eg að láta staðar numið. — Sem kxxnnugt er, eiv Vínarborg ekki lengur höfuð- borg voldugs i*íkis, hedur aðeíns ein af borgum Stór-Þýzkalands, og i fáum greinum ráðandi eig- in málum. — Máske eru örlög hennar aðeins hending í við- burðakeðju sögunnar — eða, sem sennilegra ei*, sé beint oi*- sakasamband milli alls og allra. — Um stjórn hins gamla Aust- urríkis er það sagt, að hún á- girntist allt, og beitti þegna sína hinu mesta ranglæti. Sér- réttindastéttirnar skröuðu eldí að sinixí koku af fremsta megní, samtimis því, sem ómælisgeím- ur örbirgðar hlóðst að hinum lægri stéttum. Undir lygnu yfir- borði jókst óánægjan, þangað til ÖII bönd brustu og við ekkert yarð ráðið. Og þannig standa þessi mál nú. — í hinni miklu bók, um örlög borga og landa — í ver- aldarsögunni — er nh brotið

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.