Vísir Sunnudagsblað - 16.08.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 16.08.1942, Blaðsíða 3
3 VlSIR SUNNUÐAGSBLAÐ Sölumaðurinn Eftir lililyn Desbaii. Hver einasli starfsmannanna mundi hafa verið fús til að gefa af sér annað eyrað fyrir Nubbs Kemner, hvenær sem hann hefði þurft á því að halda. Það var svo sem ekki útlit fyrir það, að Nubbs mundi nokkuru sinni þurfa á því að halda. Hann þurfti ekki á neinni hjálp að halda. Það voru hans samningar, sem námu sex tölum, þegar það var reiknað saman við áramót- in, hvað hver starfsmaður hefði séð um mikið af auglýsingum á árinu. Það voru setningar eft- ir hann, sem aðrir lánuðu eða stálu, þegar þeir söindu aug- lýsingar fyrir aðra. Hann var maðurinn, sem gat selt liverj- um sem var livað sem var. Hann gat allt. En þenna dag söfnuðust allir I kringum hann og hristu höf- uðin. Ilann sat i sæti sínu með bundið um annan kjálkann og var alvarlegur á svip. „Eg geri ráð fyrir, að þetta liafi orðið að koma fyrir fyrr 'eða síðar,“ sagði liann og reyndi •nð vera hinn rólegasti. „Það er •ekki hægt að ætlast til þess, að gæfan brosi við manni að eilifu, Mér hefir gengið vel til þessa, því að heppnin hefir verið með mér.“ „Heyrðu, Kcmner, við vitum allir, hvernig þú fékkst þessa skrámu á kjálkann. Sá gamli veit það lika, Þú varst í drykkju- veizlu og einhver hefir ætlað að greiða cinhverjuih þetta högg. Jæja — er það ekki rétt? Misst- irðu viðskiptavin vegna þcssa?“ „Nei, svo alvarlegt var það nú ekki,” svaraði Nubbs og varð heldur glaðlegri. „En þú skilur þetta ekki, Hank. Fyrirlæki okkar hefir ulltaf fengið orð fyrir lipurð og kurleisi. Við er- um prúðmenni. \rið notum ekki þær aðferðir þar sem nauðsyn er að beita afli.“ Hann reis úr sæti sinu. „Eg hefi gert þeim gamla granit i geði og verð nú að taka út hegn- ínguna. Það hefir verið kallað á mig og eg verð að fara. En það er óþarfi að vera að gera sér rellu út af því. Allt er í bezta Jagi.“ Það var ekki annað að sjá, en að hann væri í bezta skapi. Hann lét smella í fingrum sér og fór síðan út. „Nubbs getur látið sér á sama standa,“ sagði Hank, sem gat aldrei komist áfram. „Hann er svo góður, að hann getur feng- ið vinnu hjá hverjum sem er.“ Sá, sem sat andspænis honum við skrifborðið, svaraði: „En hann vill bara ekki fá vinnu hjá neinum öðrum. Hann kann bezt við sig liér.“ „Hvers vegna þurfti hann eiginlega að liaga sér eins og bannsettur kjáni við þessa veizlu hjá keppinautunum í gærkveldi?“ „Hann er alls ekki vanur að fá sér í staupinu —“ „Hann á erfiðara m,eð að deila við menn en að láta und- an þeim. 1 hans augum hefir sá, sem hann talar við, alltaf á réttu að standa.“ „Nema .þegar liann fer að leika sér og liendir mönnum niður stiga.“ „Hann tekur þessu með mestu stillingu.“ „Það var ekki við öðru að búast af honum. En honum sárnar það samt, þótt liann láti ekki á því bera.“ „Hann færi kannske lieldur varlegar, ef hann hefði fyrir heimili að sjá.“ Hank tók nú til máls aftur og það sem hann sagði, var gull- vægt, þegar tillit var tekið til þess, að það var liann, sem sagði það: „Eg veit hvernig þeir eru, þessir menn eins og Nubbs. Þeir vilja ekki vera tjóðraðir á sama blettinum alla ævi. Þeir vilja endrum og eins láta eins og þeim dettur i hug. Þegar þeir verða fyrir einhverju skakka- falli, taka þeir þvi eins og menn.“ Hann varð allt í elnu hugsi og bætti við: „Ef til vill ælli að vera fleiri nienn cins og Nubbs í heiminum.“ Sá, sem um var rælt, kom allt i cinu inn. Hann lalaði eins og sá, sem valdið hefir. Nú var hann ekki að gera að gamni sinu: „Kaffi, niðri, félagar.“ Nubbs skipaði alllaf fyrir — hinir hlýddu. - Þeir fóru með honum niður í veitingastofuna. Hann mælti ekki orð af vörum fyrr en hann liafði athygli ajlra. Svona var Nubbs, Líka þegai' á móti blés. ,,Jæja,“ fiagði hgnn loks. „Al|t „En þenna dag söfnuðust allir í er í bezta lagi. Litli liúsbóndinn baðst afsökunar." Hann glolti og veifaði til þernunnar. „Sjö bolla, Gloria.“ „Hann ætlaði að segja mér til syndanna. Hann var hátíðlegur á svip og talaði með annarleg- um hreim, lagði áherzlu á hvert orð. Andartak liélt eg, að úti væri um mig. Mér fannst hann vera klerkur — og vera að lesa yfir mér 'líkræðuna. Þá greip eg fram í — skyndilega — hon- um alveg á óvænt.“ Nubbs þagnaði andartak. „Eg sagði, að eg vissi hvað liann ætlaði að segja, og bað hann hlýða á mig: Segið ekki það, sem í hug yðar er. — Eg er enn ungur — og eg mundi aklrei, alla ævina, gleyma orð- um yðar. Eg hefi til þessa dóms unnið, sem þér ætlið að kveða upp yfir mér, en hann gæti gert mig að ræfli — alla ævina. Þér kringum hann —‘‘ munduð . sjá eftir þvi, herra Dever. Þér m,unduð aldrei fyr- irgefa sjálfum yður slíka harð- nesekju. — Jæja, félagar, liann kvað ekki upp neinn dóm yfir mér. Hann sagði mér ekki upp. Hann hækkaði laun mín.“ „Hvað!“ „Þið heyrðuð til mín.“ „Þetta er þá allt í himna lagi.“ „Það ætti að vera það, en er það ekki,“ sagði Nubbs. „í þetta skipti var eg of slyngur sölu- maður, ef svo mætti segja. 1 stað þess að fara þegar í stað, eftir að málin voru komin í svona æskilegt horf, dokaði eg við, sagði lionum að pabbi gamli væri látinn, og eg væri viss um að hann — Dever á eg við — mundi ganga mér í föður stað. Og hvað haldið þið, að haun geri. Hann klappar á öxl mér og segir mér að taka pjönkur mín- ar og flytja til sín — inn á sitt Þessir gríðarstóru hjólbarðar, sem sjást á myndinni, eru notaðir á traktora, sem Bandarikjaherinn hefir til að draga stærstu fall- byssur sínar, Hver þessara hjólbarða kostar um 16,000 krónur.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.