Vísir Sunnudagsblað - 16.08.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 16.08.1942, Blaðsíða 1
1942 Sunnudaginn 16. ágúst 26. blaö Qubján. Jómsm: ÆSKUMINNINGAR Bærinn, sem var æskuheimili mitt, Hjallar í Þorskafirði, er á vesturströnd Þorskafjarðar og stendur á fögrum stað mót há- suðri og er þarna einkar hlýtt, er sólar nýtur og hægviðri er. Dregur bærinn nafn af hlíðar- bekk þeim, er hann stendur a upp frá ströndinni, og sér þaðan vítt um fjörðinn. Nokkuð er næðingssamt þarna i norðanátt heima við bæinn, en skjólasamt með ánni vestan við hann, skóg- arkjarr og berjaland gott, og þótti okkur börnunum gott á sumrin að skreppa þangað á milli rifjinga, eða i dagverðar- tímanum, ef ekki var þá því annríkara, sem oft vildi nú verða, ef þurrkur var. En það var svo svalandi, að fá sér berja- lúku í sólvörmum armi fjalls- ins, og i brekkunum þarna og umhverfi öllu á eg ótal Ijúfar minningar frá æsku og fullorð- insárum mínum, sem eigi munu fyrnast allt að leiðarlokum. Húsaskipun var þannig, að baðstofan stóð næst hlíðinni og sneri göflum til norðurs og suð- vesturs. Var hún af torfi ger, portbyggð og voru gluggar á súðinni yfir hverju rúmi gegnt suðri, og einn, sem vissi til f jalls. Allt voru þetta tveggja rúðu gluggar. Baðstofan var 12 álna löng, helmingur undir skarsúð, en hinn endinn með langbönd- um og álagðri reisif jöl, sem kall- að var. Niðri voru tveir vænir gluggar 6 rúðu og víðar glugga- tóftir. Var stofa þiljuð í vest- urenda, en i hinum stóð vef- slóllinn og vef jaráhöld. Við suð- urhlið baðstofuhússins komu svo fjögur hús með þilstöfnum fram á hlaðið, en þau voru eld- þús, bæjardyr, búr og skemma allmikil. Þegar eg man fyrst eft- ir mér, voru öll þilin gulmáluð með hvitum vindlskeiðum og gluggum. Næst bæjarhúsinu var svo kúahlaðan, fjósið og svo þerrihjallur. Dyr fjóssins vissu til fjalls, bak við bæinn. Hjall- urinn var notaður fyrir þvott og reiðver allskonar. Fjárhúsum var, sem, þá var um tveim saman. Mun það hafa títt, dreift um allt túnið, stund^ verið gert i þeim tilgangi, að betur þótti ræktast í kringum, þau, við fénaðarumferð að og frá húsi, en ella. Og svo var auð- veldara að koma áburði á völl- inn með þeim frumstæðu tækj- um, sem menn höfðu þá yfir að ráða, svo sem kláfum á haust- in, en sleðum á vetrum. Hlöður voi-u við hvert f járliús þannig, að eigi þótti vel heyjað, ef aðeins heyjaðist i þær. Ef birgt ætti að vera, þurf tu að vera aukahey við þær sumar, og var það of tast, nema í grasleysisár- um. En þá var líka voðinn vís, ef eitthvað bar útaf um vetrar- far. Eg er fæddur á Hjöllum 8. febr. 1870. Foreldrar: JónFinns- son, á Sveinungseyri, Arasonar, en bróðir Finns var Jón Arason í Djúpadal. Móðir mín var Sig- ríður Jónsdóttii-, bónda á Galt- ará, Guðnasonar. Byrjuðu þau að búa á Sveinungseyri á móti afa mínum, en fluttu brátt að Hjöllum og bjuggu þar allan sinn búskap. Var eg næst yngsta barnið af níu, sem á legg kom- ust., Það fyrsta, sem eg man til mín, hefi liklega verið á öðru ári, var að eg svaf hjá vinnu- konu, sem hét Kristjana. Vildi hún svæfa mig aftur, en eg þá ekki viðlátinn að gera það, þvi hún lét mig vita, að Grýla kæmi og tæki mig, ef ég léti á mér kræla. Þetta hreif þó ekki mik- ið, því eg hafði víst ekki neina hugmynd um hver Grýla var, og það eitt man eg glöggt, að eg var elcki hið minnsta hræddur við þessa hótun. En eg man eftir þvi, að glugginn yfir rúm- QjpUÁ, 60 GMUVL. inu var loðhélaður, svo þetta hefir verið um, vetur. Annað skif ti var eg að róla ú'ti á bæjarhólnum að sumarlagi, og sólin að koma upp yfir fjalls- brúnina austan við fjörðinn. Greip mig þá mikil löngun til að komast þangað yfir um, því þarna á fjallsegginni hlyti þó að mega ná til sólarinnar, og þreifa á henni með hendinni, áður en hún losnaði alveg við brúnina. Þetta var fyrsta út- þráin mín, og hafa þær aldrei við mig skilið síðan, og ekki sú einasta, sem aldrei var fullnægt. Sennilega hefi eg verið á fjórða árinu eða svo, er við yngstu bræðurnir áttum að hafa ofan af fyrir okkur inni við um sum- arið, þvi hvassviðri var úti og þurrkur, en það sem við tókum þá fyrir, yar að byggja hús úr kistlum og kössum, og reftum svo yfir með rúmfjölunum, og gekk svo lengi dags, að ýmist var rifið eða byggt upp aftur, og þá með öðru sniði, og mátti segja um það, að snemma beyg- ist krókurinn til þess sem verða vill, því ávalt haf a húsbyggingar átt vel við mig, þó lífsstarf mitt yrði annað. Um kveldið kl. 6 kom mamma heim til búverkanna, sem kallað var. En þau voru fyrst og fremst fólgin í því, að koma í mat mál- nytu þeirri, sem til féll kvöld og morgun allt sumarið, og var það ekkert smáræðisverk á stóru búi. Mjólkin var sett i trogum, þ. e. látin standa í þeim 2 eða 3 dægur. Settist þá rjóminn ofan á, ef ekki var því kaldara, eins og á veturna. En væri hins veg- ar heitt i veðri mátti gjalda var- hug við að mjólkin súrnaði ekki. Kæmi það fyrir, var það kennt vöntun á þrifnaði og hirðingu troganna. Bjóminn var skilimi frá, sem nú verður sagt: Matseljan tók trogið af hillunni, sinni hendi undir hvora hlið, lyfti því á lær sér og beygði sig lítið eitt, um leið og hún færði vinstri hönd fram á horn trogsins og studdi það þannig, um leið og hún f ærði hægri hendi fram á hitt hornið og lagði handarjarðarinn yfir trogshornið, yfir hlið og gafl, og ýtti þannig rjómaskáninni ör- lítið upp, og lét undanrennuna þannig renna undir handar jaðar- inn ofan í fötuna, í mjórri bunu, unz eftir sat rjómaskánin í trogshorninu, og gat hún of t ver- ið ærið þykk, einkum á sauða- mjólk, fyrst eftir fráfærurnar, þar sem gott var undir bú, þ. e. kjarngott sauðland. Á Hjöllum er kjarngott beitarland. Þó mundi það ýkjur, ef eg segði að rjómaskánin myndi hafa borið uppi skeifu með nöglum, án þess að sökkva, eins og eg hef heyrt lengst til jafnað um smjör- kostinn, og er sennilega ýkjur einar. En hitt man eg, að eg gerði stundum til prófs, ef mér sýndist þykkt á trogi, að bregða flötum lófa á rjómatrogið, og ekkert toldi yið lófann. Svo þétt- ar voru smjörkúlurnar. Sauðland var ágætt á dalnum frammi, skógarkjarr, kvistur, lyng allskonar, og blómstóð í brekkum og dældum hið neðra, en brok, beitikvistur og viðir hið efra í brúnum og á f jallinu, þar sem búsmali var hafður á nótt- um, upp með Kálfá (nú Hjalla- á). - Þegar þess er gætt, að á búi var um 90 ásauðar, þegar flest var, og þá til uppjafnaðar mörk

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.