Vísir Sunnudagsblað - 13.09.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 13.09.1942, Blaðsíða 2
2 VlSER SUNNUDAGSBLAÐ óþverra, drengir, þið verðið svo svangir á eftir.“ Okkur rak í rogastans, að hann skyldi fara svona með guðs gjafir.------- Var nú haldið til hrossanna, sem voru að úða í sig græn- gresinu, svo að grænn safinn vall um munnvikin, stigið á bak og riðið sem leið lá fyrir fjarð- arbotninn, en þar voru allar fitj- ar þaktar af svönum, sem lyftu sér með söng og vængjablaki fram á fjörð, meðan við fórum um. Og það var tilkomumikil sjón, þegar öll breiðan lyfti sér lil flugs í einu, fleiri hundruð, og ómurinn bergmálaði í fjöll- unum í kring. Annars má, ef fjara er, fara beint yfir fjörð- inn undan bálsveginum og inn- an til við Miðbús, og styttir það mikið leið. Ærið brjóstrug er leiðin frá Djúpadal að Miðhús- um, en annars er kjarr og smá grasblettir innan um, allt til Gróuness, og er þarna sumar- frítt land. Eigi er það ómerki- legt, að héðan, úr þessum litla firði, eru ættfeður einhverra mestu valdamanna þessa lands á Sturlungaöld, þ. e. Hvamms- Sturlu og sona hans (sbr! Land- námabók Sig. Krist., bls. 98). Þaðan er og ættaður fyrsti rík- isstjóri íslands, Sveinn Björns- son. Góðan spöl fyrir utan Mið- hús liggur leiðin um Ódrjúgs- báls. Er bann brattur að austan, en ekki bár og stuttur, og svo sem leið liggur um Brekku, inn með Gufufirðinum og inn í dal- inn, og er þá komið á kirkju- staðinn, Gufudal. Er nú stigið af baki, gegnt kirkjunni, hross- uin sleppt, og fólkið fer úr reið- fötum og sriyrtir sig til, skegg- ræðir við frændur og vini og gerir sér glaðar stundir, unz * messa hefst. Fyrsti prestur, sem eg man eftir í Gufudal, var Oddur Hall- grímsson. Var hann góðmenni bið mesta, en lítill búmaður muri harin hafa verið og átti jafnan við örðugan fjárhag að búa. Hár maður og grannur, en sómdi sér þó vel fyrir altari. Um þessar mundir stóð bærinn í vestur frá kirkjunni, á túni því, sem nú eru fjárbúsin, og er góður spölur þaðan og til kirkjunnar, er hún stóð þá. Gekk nú preslur og meðhjálpari til kirkju i broddi fylkingar. Venju- lega gekk prestur í hempunni þessa leið og með pípuhatt á höfði, og þótti mér sem hér væri kjörgripur mikill, sem gljáði á í sólskininu og hæfandi höfði kennimannsins. En innan stund- ar gall nú Við kirkjuklukkan mikla fjTÍr dyrum úti, svo að tók undir í fjöllunum í kring. Nú fór fólkið að tínast til kirkjunnar. Gengu bændur og fulltíða menn í kór, og voru mestu virðingarsæti hænda á tvær hendur út frá altari, og aðrir þar út í frá. Konur sátu framan við kóririn, allt að dyr- um fram, nema hægra megin fremst, en þar sátu alltaf dreng- ir og yngri menn. Yfir sætum. drengjanna hékk lcoparklukka, minni en sú hin mikla yfir dyr- um úti, sem alltaf var hringt til messu þrívegis. Var hinni inni klukkunni hringt í messu- lok, að lokinni bæn meðhjálp- ara við kórstaf. Allir drupu liöfði meðan bæn var lesin og lásu sitt faðirvor. Eitt sinn sem oftar sátu margir drengir þarna i framsætunum. Höfðu þeir ver- ið að fikta við klukkuna og tek- ið úr henni kólfinn. Svo þegar meðhjálpari hafði lokið bæn sinni við kórstaf, að vanda, og söfnuður enn á bæn, gekk hann hratt fram gólfið og vildi nú hringja klukkunni yfir höfði drengjanna, en sá þá að kólf- inn vantaði, en strákarnir bændu sig trúlega, og steinhljóð í kirkjunni. Hviinar hann þá um hekkina, og segir svo heyrðist um alla kirkju: „Það vantar! Það vantar!“ Var þá strákunum skemmt, en meðhjálpari þaut út og greip í strenginn klukk- unnar m.iklu, og hringdi henni af svo miklu afli, að hrikti í öllu húsinu, og ómurinn harst vitt' og' breitt um allan dalinn sem hringt væri lil messu. Þegar gengið var úr kirkju bauð prestur kaffi þeim, er það vildu þekkjast, og var þá rætt um daginn og' veginn, um lieilsu- far, heyafla, húsabætur og hesta- prang og fleira, sem til nyt- semdar horfði. Var svo farið að svipast um hesta sína og lialdið heimleiðis. Var oftast komið við á einhverjum bæ á heimleiðinni, og var þá veitt kaffi fulltiða fólki, en ungling- um mjólk. Og þegar áð var vorurn við strákarnir óðar komnir á herjamó. Heim var svo komið kl. 9—10, og mátti þá sjá okkur strákana taka hraustlega til matarins, eftir allt berjaátið, því aldrei var maður lystugri en eftir berjatúr á sumrin. Gufufjörð nam eips og kunn- ugt er, Ketill gufa, frá Gróunesi til Skálaness, og hjó í Gufudal. Hann átti Ýri dóttur Geirmund- ar heljarskinns. Hefir liann sennilega verið mikils háttar maður, þar sem Geirmundur gaf honum dóttur sína, sem þó var talinn einna göfugastur allra landnámsmanna. Er því líklegt, að hann hafi látið reisa hofið á Hofstöðum i Gufufirði, sem er bæjarleið utar en bær Ketils. Er þarna prýðilega valinn staður til tilbeiðslu og blasir við austri, undir háu fjalli,-móti árrisi hins upprennandi dags. Það er að sjá á Gullþórissögu, að Beyknesingar hafi goldið þangað lioftoll, sakir ósam- komulags vjð Hall á Ilofstöð- um í Þörskafirði. En þar var hof annað, og má að sögn enn sjá fyrir tóftinni þar niðri á vell- inum. Um hoftóftina á Hof- stöðum vestri heyrði eg að mátt hefði sjá fyrir henni fyrir fáum árum. Er lildegt að bóndanuiri þar hafi verið ókunnugt um lög- in um verndun l'ornmenja, því sagt var að hann hefði verið að vinna að jarðabótum þar, og þá sléttað yfir tóftina, nú fyrir fá- um árum. Um sama leyti var sænskur fornfræðingur þar á ferð og vildi kynna sér þessar menjar. En þá var búið að slétta yfir hoftóftina fyrir þrem dög- um. Hafði Svíanum sárnað þetta svo, að hann hafði liaft orð á því þar á næstu bæjum, að liann væri kominn um langan veg til að kynna sér þessar menjar, „en þá var andskota- maðurinn búinn fyrir þrein dög- um að jafna hana við jörðu“, hafði hánn sagt.------- Eða hvernig er þetta? Það virðist einhver seinagangur á öllum slíkum rannsóknum hér, nema eitthvað óvænt berist upp í hendurnar. En það er krökt af slíkum menjum um land allt og lítið aðhafst. Að vísu eru þakkarverðar rannsóknirnar á Bergþórslivoíi fyrir nokkuru, og einnig í Þjórsárdal. En við það má þó ekki sitja, að ekki sé að- liafst framvegis. Eg er uppalinn i Þorskafirði og er mér kunnugt um fjölda sögustaða úr Þorskfirðingasögu, sem er talin mjög óábyggileg. En hvað sem um það má segja, þá er eitt vist, að staðirnir, sem atburðir sögunnar gerast á, eru oftast svo ljósir kunnugum, að ekki verður um villst. ★ ★ Kanadiska borgin Quebec stend- ur rúmlega uoo kílómetra frá sjó viö St. Lawrence-fljót, en samt veröur þar vart sjávarfalla. Mun- ur flóös óg fjöru nemur 20 fetum. ★ ★ í borginni Wilkes-Barre i Penn- sylvania-fylki í Bandaríkjunum er til félag hjólreiðamanna og á það eitt sérkennilegasta rei'Shjól, sem til er þar i landi. Á því geta tíu menn setið i einu. Forsætisráðherra Breta, Winston Churchill, og mexikanski sendiherrann i London, Alfonso Rosen- zweig, ræðast við. 1

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.