Vísir Sunnudagsblað - 13.09.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 13.09.1942, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 LEITAÐGULLI Nmásagfa eftir Sfen lloren SVEN MOREN Kveldstund nokkura seint í april ók hann upp dalinn. Þar sem sólin hafði ekki náð að skína, í giljadrögum og hlíðum móti norðri, var hver blettur þakinn snjó. En sólarmegin var birkilaufið farið að gægjast fram í berjahlíðunum. Áin flóði yfir alla hakka og smáíækir mynduðust hingað og þangað, i háfjöllum og í lilíðum. Það var svo mikill asi á þeim, að þeir leituðu ekki einu sinni gömlu farveganna. Þeir mynd- uðu nýja. Og um allan birki- skóginn kvað við söngur fugl- anna, sem fögnuðu sól og vori. Mr. Jan Johnson sat í kerr- unni, lagði við hlustirnar og leit i kringuiA sig. Kom það þá svona, vorið, hérna í „gamla landinu"? Hann liafði aldrei lieyrt því lýst, hvernig vorið kom þar — og aldrei um það hugsað. Og það var eins og klökkvi kviknaði í brjósti. Hann reyndi að kæfa hann, en augna- lokin sigu niður og hann starði framundan með hálfopnum augum........ Tilfinningarnar, sem vöknuðu, voru eins og end- urminning um vor á bernsku- stöðvunum, æskubyggðinni, sem var jafngömul honum sjálfum. Og þessi endurminning fór eins og klappandi vorblær um hug- ann, kom eins og niður árinn- ar á vorin, er hún brýtur af sér klakafjötrana. Jan Johnson kom. frá Vestur- heimi. Hann var aðeins tveggja ára, þegar faðir hans seldi jörð- ina sina í „gamla landinu“ og fluttist vestur um haf. Það var þegar útflutningsaldan reis hæst. Faðir hans hafði enga eirð hafl i sínum beinum og fór vestur — fylgdist með straumnum. En föður hans hafði gengið vel vestra. Hann eignaðist stóra jörð i Minnesota og miklar hjarðir nauta og hrossa. En samt hafði hann alltaf verið í dálitlum vafa um, hvort liann hefði gert það, sem rétt var. í rauninni höfðu þau aldrei verið ánægð, hann og konan. Og seinustu árin, sem þau lifðu, hafði aðal umhugs- unar- og umtalsefnið vei;ið „jörðin" og „byggðin“ — i „gamla landinu". Jan Johnson brosti. Honum hasfííi nú aldrei skilist hveis vegna fólki gat þótt vænt um grýttan blett í útkjálkabyggð í snguðú landj, Og nú er hann kom sjálfur til þess að sjá og þreifa á, var það aðallega til þess að lyfta sér upp. Hann langaði til að lita á landið. Og svo þurfli hann nokkurra mánaða hvild — hann hafði þrælað í svo mörg ár. — Já, og svo var það gull- ið, sem hann faðir hans hafði talað um. Það var grafið i jörð í akur- rein lieima, gullið, sem hann faðir hans hafði verið að tala um — alldrýgindalega. Þetta var nefnilega fólginn auður, sem var ættar eign. Og sú var trú manna, að enginn mætti grafa og leita gullsins, fyrr en jörðin og allt á henni væri svo niður nítt, að byggja þyrfti og rækta af nýju. En þá myndi fram koma sonur i ættinni, er græfi það úr jörð, og reisti fögur, stæðileg hús, þar sem gömlu tóttirnar voru...... Jan Johnson hallaði sér dálít- ið fram í sætinu og brosti. Þegar hann sá þessi litlu bændabýli, kofana og grýttan jarðveginn, hugsaði hann sem svo, að óþart'i væri að grafa gullið í jörð, væri það fyrir hendi. Nóg væri hægt við það að gera. — En samt var það nú sögnin gamla, sem dró hann á þessar fornu slóðir, að gamla blettinum. Hennar vegna lá leið hans þangað. Jan Johnson settist að í gisti- húsinu í þorpinu. Laust eftir sólarlag fór hann út og hugðist að leita að blettinum., þar sem gullið var grafið. Hann spurði til vegar og fékk greið svör. Hann átti að halda beint af aug- um þangað til hann væri kom- inn niður fyrir þéttustu býla- þyrpinguna. Og þar var gamli bærinn undir fjalli og móti sól. Annars var þar ekki neitt að sjá nú, sögðu menn. Jörðin í eyði. Húsin höfðu verið rifin og flutt á brott og túnið bithagi. Og sá, er sagði honum til vegar spurði: „Hvaðan er maðurinn?“ En Mr. Johnson tók aðeins í hattbarðið og sagði: All right. Iionum hafði verið rétt frá skýrt. En stórt gerði lá undir fjallinu, umkringt skökkum, hálfhrundum skjólgörðum. Og garðar i kring og götuslóðar — allt grasi gróið. Hingað og þang- að voru veggir, sem virtust vera að sökkva í jörð. Og svört kjall- arahola gapti móti heiðum himninum þetta kyrra vorkvöld hrópaði til hans á annarlegum tungum.------- Mikið hefir nú verið erfiðað á þessum slóðum, hugsaði hann. Stórar steindysir voru allt í kring og á milli vanhirtar ak- urreinar. Hann gekk um túnið gamla. — Það var svo heitt i veðri, að hann tók af sér haltinn. — Það var kyrrt og friðsælt — og hann settist á steindys og sat þar hugsi langt fram eftir kvöldi, en um miðnætti fór hann á stjá og leit i kringum sig. Það var’svo sem alveg óþarft að fara með leynd. Það var hvergi mannssál á ferli. Og það vildi svo kynlega til, að hann fann gamlan garðhaka í einni urðinni. Honum fannst þetta vera tákn einhvers. Hann stóð lengi með hakann og vóg hann í hendi sér og hann var hrærður og sleginn ótla i senn. En svo hratt hann þessurn hugsunum frá. Hann var „Yankee“, Vest- urheimsmaður, laus við hjátrú og hindurvitni. AH right, sagði liann upphátt og hjó hakanum piður í moldar- hrygginn. Jarðvegurinn var ekki eins harður og hann hugði. Hann var djúpur og moldauðugur að sama skapi. Það var ekki mikl- um erfiðleikum bundið að tæta upp grassvörðinn. Hann gekk þótti hin bezta skemintun, og hann hamaðist þar til dagur rann og roða sló á ána. — Þá gekk liann i áttina til gistihúss- ins, og er þangað kom lagðist hann til livíldar. Þegar hann vaknaði morgun- inn eftir fyrirvarð hann sig. Hann hafði setið á steindys og tárfellt og hann hafði fundið gamlan garðhaka og grafið eftir gulli. Nei, þetta hlulu að vera draumórar. Á þessum slóð- um gat ekki verið um meira gull að ræða en svo, að nægði til brýnustu lífsnauðsynja. Ef hann færi að leita gulls yrði liann að fara þangað, sem gull- námur væru i jörð, og ekki haga sér eins og flón. En þegar kveldsólin lagði gull- slæðu sína á ána daginn eftir, fór hann aftur út, gekk norður brautina og inn í gamla gerðið. Og þegar fólkið á nágrannabæj- unum vár farið i háttinn, greip hann hakann og fór að grafa. Nú var komið i lianú kapp. Það kynni að vera eitthvað til i gömlu sögunum og kannske bæri hann eitthvað úr býtum fyrir erfiði sitt. Kannske fyndi hann lika einhvern gamlan grip ættar hans, sem hér hafði búið áður fyrr í háa herrans tíð. En hann var orðinn óvanur erfiðisvinnu og von bráðar sett- jst hann niður og hvíldi sig, Og .... Honum fannst eins og allt Jiarna um Og hjó af kappi og

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.