Vísir Sunnudagsblað - 13.09.1942, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 13.09.1942, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUÐAGSBLAÐ 7 heimsþekktum stjórnmála- möhnum, sem oft og tíðum áttu leiðir um Sviss. Fyrir þessa menn hélt hann iðuglega boð í höll sinni. / 2 þúsund — eða 20 þúsund? John de Kay hafði ekki alveg gleymt Abdul Kadir. Þegar hann fréttir að Abdul er í fjárþröng, sendir hann einn af riturum sínum með 2000 dollara til hans, án þess að taka aftur hjá honum kvittun. Seinna spannst út af þessu deila; fullyrti John de Kay að peningarnir, sem hann sendi, hefðu ekki verið tvö þus- und, heldur tuttugu þúsund dollarar. Fyrir pólitísk áhrif hafði tek- izt að fá þær eignir Tyrkjasol- dáns, sem upptækar voru gerð- ar, aftur lausar, og nú var ekk- ert' lengur því til fyrirstöðu, að þpim yrði ráðstafað á livern þann hátt, sem lögmætir erf- ingjar ákvæðu. Og nú byrjar fyrst baráttan um arfinn fyrir alvöru. Á sama hátt og Chadiji prinsessa felur Millerand mál- efni sin á hendur, eins biðja aðr- ir fjölskyldumeðlimir ýmsa nafntogaða lögfræðinga og mál- fæi’zlumenn víða um lönd um aðstoð til að ná rétti sinum, um endurheimt arfsins. En John de Kay hafði ákveð- ið að sigra. Hann hét Abdul Kadir 30 þúsund dollurum, ef hann gæti fengið< fjölskylduna ofan af því, að leita til mál- fræðinga um arfskröfuna. Abdul Kadir fékk peningana, en hann fékk engu áorkað hjá systkinum sínum. Og á meðan John de Kay ferðaðis eins og fursti suður um öll Balkanlönd, var þessum 30 þúsund dollur- uni stolið eina nóttina af Abdul Kadir í Vínarborg. Hann sat eft- ir með sárt ennið og jafn snauð- ur sem áður. í Salzburg kemst John de Kay í klandur. Hann er ekki borg- unarmaður fyrir skuldum, sem hann er krafínn um, og það kemst svo langt, 'að hann er lekinn fastur. Hvernig sem því er varið og liverju sem það sæt- ir, liefir ekki spurzt til John de Kay siðan. Hann er algerlega horfinn af sjónarsviðinu og enginn hefir séð hann eftir það. J í stöðugri von. Hlutabréf firmans „Ottoman Imperial Estate Inc.“ ganga kaupum og sölum eftir sem áð- ur, en á meðan fjárglæframenn græða unnvörpum á arfi Tyrkjasoldáns og löglegum eignum fjölskyldu hans og erf- ingja, lifa þeir víða um lönd í örbirgð og skorti. Forystumað- ur ættarinnar, Abdul Kadir, færv öðru hvoru fjárstyrk frá ætt- ingjum konu sinnar frá Tyrk- landi, en hann gefur sjálfur aldrei upp vonina um það, að ná lögmætum arfi sínum aftur. Hann efast ekki um það eitt augnablik, að John de Kay birt- ist einn góðan veðurdag og efni öll sín loforð; hann vill ekki heyra það nefnt á nafn, að John de Kay hafi svikið sig. ------— Þannig stóðu mál þessa mikla arfs, í þann mund er styrjöld sú, sem nú geisar, skall á. Síðan hafa litlar fregn- ir borizt hingað frá Mið-Evrópu, aðrar en styrjaldarfregnir, svo ekki er vitað hvort erfðamáli þessu er lokið, né hvort John de Kay hefir einhversstaðar komið fram í dagsljósið. Brezkur umferðarsali varð fyrir lnlslvsi fyrir nokkuru og brotnuðu í honum tvö rif, svo illa, að taka varð þau i burt og setja glerrif í staðinn. Þess ber þó að geta, að glerið er svo- kallað óbrjótanlegt gler. Mað- urinn hefir náð fullum bata, kennir sér einskis meins og kann prýðilega við glerrifin. Báðar þessar myndir eru frá Kaupmannahöfn, teknar^í byrjun stríðisins. Efri myndin er af þvl, þegar borgarbúar grafa fyrsta loftvarnabyrgið, en sú síðari er frá Löngulínu.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.