Vísir Sunnudagsblað - 11.10.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 11.10.1942, Blaðsíða 1
1942 Sunnudaginn 11. ok.tóber 34. blað LOWELL THOMAS: »Manniíðarle&;ir Húnar« taka barn til fauga. f tveim fyrstu köflum frásagnar þessarar, sem er tekin úr bók eftir ameríska blaðamanninn Lowell Thomas^ er skýrt frá för kafbátsins U—151 vestur um haf og upphafi hernaðaraðgerða hans undan ströndum Bandaríkjanna. Þegar frásagan hefst að þessu sinni, hafa kafbátsmenn sökkt sex skipum, og það er búið að tilkynna öllum sjófarendum, að siglingar séu ótryggar vegna þess að þýzkir kaf bátar sé að verki. Loftskeytamennirnir fengu okkur margvíslegt lestrarefni, sem þeir heyrðu stöðvar á landi senda um okkur. Snemma að morgni þess 3. júni var tilkynnt, að sézt hefði til okkar undan Hatteras-höfða. Við vorum, hvergi nærri þar, þvi að við lág- um þá einmitt í leyni nokkurn spotta undan Chesapeake-flóa. önnur fregn skýrði frá því, að sézt hefði til kafbáts undan Block-eyju, en hún var enn lengra frá hinum raunverulega felustað okkar. Um hádegi vor- um við sagðir 25 mílur suðaust- ur af Barnegat. Okkur datt i fyrstu í hug, að aðrir kafbátar hefði verið sendir á eftir okkur vestur um haf, en vissum þó, að það gat ekki átt sér stað. Þessar fregnir voru bara hinar venjulegu flugufregnir, sem komast á kreik eftir hvern stór- viðburð. Hinsvegar hlaut þetta að leiða til þess, að sjófarendur og aðrir héldu, að margir kaf- bátar væri að verki undan ströndinni. Það hlaut að skapa glundroða á sviði siglinga og verða til þess að tundurspillar yrði sendir út af örkinni til þess að leita þessara „drauga-kaf- báta". Þeir máttu leita þar sem þeir vildu, meðan þeir komu ekki nærri okkur. Um klukkan þrjú heyrðum við mörg neyðarmerki frá skipi, er var statt í Delaware-flóa. Okkur varð strax hugsað til tundurduflanna, sem við höfð- uro rennt í sjóinn þar. Þau komu auðsjáanlega að tilætluð- um notum. Skipið, sem var að sökkva, var 6000 smálestir að stærð, en við heyrðum ekki hvað það hét. Það sökk fljótt, en skipshöfnin komst í bátana og var tekin um, borð í skip, sem atti leið þarna um. Við gátum lesið alla þessa sögu, enda þótt loftskeytin væri e£ki margorð. Ef til vill vakti það mesta athygli okkar og jafnframt skemmtun, að skipverjar sögðu, að skip þeirra hefði verið skotið tundur- skeyti. Enn einn „drauga-kaf- báturinn" að verki! Það mátti lesa það rríilli lin- anna i skeytunum, að mikill órói og óvissa væri ríkjandi meðfram allri ströndinni. Hverri fleytu var skipað að hraða sér til næstu hafnar og ekkert skip mátti hreyfa sig nema í herskipafylgd. Það var haldið að kafbátur væri í Ieyni undan hverri einustu höfn i landinu. Siglingar trufluðust ó- trúlega mikið, þvi að skip lágu annaðhvort i höfnum, til þess að bíða eftir fylgd, eða þau læddust með ströndum fram, alveg upp í landsteinum. Flutn- inga- og trygginga-gjöld þutu upp úr öllu valdi. Þetta vár að vísu óbeint tjón, en það var næstum því eins mikils virði fyrir okkur og skipin, sem við sendum, niður a mararbotn. Það hafði líka verið einn aðaltil-" gangurinn með för okkar, að reyna að lama siglingar fjand- mannanna og samgöngur á sjó. Floti Bandarikjanna hóf við- tæka leit að þessum kafbátum, sem sagðir voru meðfram ströndum landsins og það dró auðvitað úr líkunum fyrir því, að við fyndumst. Að því er f regnir þær hermdu, er við náð- um í, voru flugvélar i hundraða; tali sendar til að skyggnast um ef tir okkur. Það var ekki fyrr en undir kveld, að við komum næst auga á skip, þvi að þau höfðu flest hraðað sér i höfn, er þau fengu aðvörunina um okkur. Skipið, sem varð á vegi okkar, var f jór- sigld skonnorta, er hét Samuel Mengel, frá Pensacola. Var hún á leið til New York með copru- farm frá Gullströndinni. Hún hafði engin loftskeytatæki og skipstjórinn var sannarlega undrandi, þegar þýzkur kafbát- ur kom allt i einu í ljós rétt hjá skipi hans. Næsta dag lentum við í half- óþægilegu ævintýri, því að tund- urspillar Bandaríkjamanna voru viða á ferli. Við náðum amer- ískri skonnortu, Edward R. Baird, er var með timburfarm, að nokkru leyti á þilfari. Við rákum skipstjórann og menn hans í bátana og settum tund- ursprengju í skipið. Meðan við vorum að þessu, komum við auga á olíuflutningaskip, svo að við skildum við seglskipið, er var tekið að hallast allmikið og hröðuðum okkur í áttina til komumanna. Skipið var vand- lega dulmálað og virtist vera brezkt. Þar við bættist, að skip- verjar virtust vera alvanir að ferðast þar sem mikið væri af kafbátum, því að þeir létu skip sitt fara i eilífum krákustigum, jafnskjótt og þeir komu auga á okkur. Við hófum skothríð af löngu færi, en skipverjar á olíu- skipinu svöruðu i sömu mynt og tókst að komast undan. Fallbyssudrunurnar kölluðu óvelkominn gest á vettvang, nefnilega tundurspilli. Við fór- um tafarlaust í kaf, en höfðum þó nánar gætur að því í sjónpip- unni, hvað tundurspillirinn gerði. Hann fór yfir að flakinu af Baird, sem flaut ennþá á farmi sínum, enda þótt sprengj- an hefði brotið skipið allt og bramlað. Siðan fór hann i hring umhverfis seglskipið, til þess að virða það fyrir sér frá öllum hliðum. Þá kom þrísigld skonn- orta á vettvang. Herskipið hraðaði sér í áttina til hennar, til þess að aðvara hana, en við fórum úr kafi. Þá kom annar tundurspillir öslandi, en það var farið að skyggja svo mjög, að við vorum ekkert að hugsa um að fara í kaf. Sigldum við i suð- urátt, án þess að nokkur tæki eftir okkur. Þetta hefðum við ekki getað leikið við Bretland, en Bandaríkjamenn höfðu held- ur ekki lært kafbátaveiðar ennþá. Við vorum varla búnir að missa sjónar af tundurspillin- um, er gufuskip birtist okkur, og stöðvuðum við það. Skip- stjórinn réri yfir til okkar með skipsskjölin. Þetta var e.s. Eids- vold frá Kristjaníu (Oslo), enn eitt sykurskip á Ieið frá Porto Rico til New York. „Skipherra', sagði skipstjór- inn á norska skipinu, „eiginkon- an mín er með skipinu, og hún er mjög hrædd. Getið þér gefið mér tíma til að sefa hana og taka saman pjönkur okkar?" Við urðum auðvitað við þess- ari bón hans og biðum, meðan hann var eins lengi um borð og hann taldí sér nauðsynlegt. Þegar skipinu hafði verið sökkt, héldum við áfram, í suð- urátt alla nóttina, og þegar dag- aði komum við anga á segl. Gamall dallur kom til okkar í hægðum sinum. Þegar varðmað- urinn fram á — svértingi — kom auga á okkur, rak hann upp ámátlegt vein, þvi að okkur skaut skyndilega upp úr sjón- um fast við skipið og sendum á samri stundu skot fyrir stafn þess. Rúmur tugur svertingja

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.