Vísir Sunnudagsblað - 11.10.1942, Side 4

Vísir Sunnudagsblað - 11.10.1942, Side 4
4 VtSIR SUNNUDAGSBLAÐ búnir að taka niður segl og við ætluðum að fara um borð, þeg- ar tundurspillir kom i ljós. Hann stefndi þannig, að hann hlaut að fara framhjá okkur í ðrfárra mílna fjarlægð. Við voru búnir að setja bátkrílið okkar á flot og gátum ekki farið i kaf i snatri. Tundurspillirinn hlaut að sjá okkur, eða að minnsta kosti skonnortuna, er Iá þarna með öll segl hefluð upp að rán- um. Allt komst á háaloft, þeg- ar menn hröðuðu sér úr bátnum og flýttu sér ofan í kafbátinn. Tundurspillirinn breytti ekki um stefnu. Gat það verið, að skipverjur á honum væri ekki betur á verði en þetta? Hann hreyttí ekki stefnu um einn þumlung, þaut leiðar sinnar án þess að virða okkur viðlits og var von bráðar horfinn út i buskann. ' Björgunarbátarnir á Samoa voru aðeins útbúnir með árum og það hlaut að hafa það i för með sér, að mennirnir i þeim yrði að róa óraleið, ef ekkert yrði að gert. Við sendum því skeyti til næstu loftskeytastöðv- ai- í Bandarikjunum og óskuð- um þess; að skip yrði sent út til þess að bjarga mönnunum af Samoa. í svarskeyti var okkur þakkað fyrir að hafa hugsað svo fyrir þessu. Skonnortan Kringsia frá Kristjaníu, er var á leið til New York frá Buenos Aires með jurtaolíufarm, varð fórnardýr ragmennsku yfirmanna hennar. Við veittum henni eftirför í þrjá og hálfan klukkutíma, en hún brunaði á undan okkur fyrir fullum seglum og við nálguð- umst hana aðeins mjög hægt. Þá fór að hvessa og skonnortan jók hraðann, svo að bilið á milli okkar hélzt óbreytt. Svo fór hún að hafa undan okkur og við ætl- uðum að hætta eftirförinni, en vildum þó ekki gera það án þess að senda henni nokkur skot i kveðjuskyni, og jafnframt til þéss aðskemmta okkur.Þaðkom okkur alls ekki á óvart, að kúl- umar skyldi ekki draga, en við vorum steinhissa, þegar skipið felldi þegar toppseglin og renndi upp i vindinn. Það hafði staðið sig vel og hefði hæglega getað komizt undan, en þessi tvö skot höfðu bókstaflega skotið skip- stjóranum skelk i bringu. Við sendum annað skeyti um að það þyrfti að hjálpa björgunar- bátum þessa skips lika, og sökkt- um því að svo búnu. Þann 18. júní lentum við 1 höggi við hættulegan andstaeð- jpg. Við sendura 8000 smálestg vopnuðu gufuskipi tundur- skeyti og hæfðum það. Björgun- arbátar voru settir á sjó og á- höfnin fór i þá, en við komum þá úr kafi og héldum til bát- anna. Skip þeirra hét Dvinsk, hafði áður verið rússneskt, en var nú brezkt. Var það á leið vestur til Newport News í Bandaríkjunum, til þess að sækja farm ameriskra lier- manna. Var okkur sagt, að það hefði verið vopnað með fallbyss- um, auk þess sem það var út- búið með djúpspi'engjum og tækjum til að slæða tundur- dufl, svo að það hefði getað orð- ið okkur skeinuhætt, ef við hefð- um ekki getað hæft það í fyrsta skoti. Okkur fannst skipið og allt, sem það flutti, eiga vel heima á mararbotni. „Jæja, piltar, nú ætlar að bera vel í vdiði“, sagði skipherra okkar og strauk skeggið í eftir- væntingu. Við gátum eiin séð björgunar- bátana af Dvinsk i fjarska, þeg- ar stórt skip með fjóra reykháfa kom í ljós ekki langt í burtu. Þarna var Kronprinz Wilhelm, er hafði áður fyrr verið eign Nord-deutsche Lloyd. Við fór- um í kaf og ætluðum að reyna að komast í skotfæri við skipið. „Skjótið!“ skipaði von Nostitz og skeytið fór sina leið. En við fórum á meira dýpi og biðum þess, er verða vildi. Sekúndurnar liðu hver af ann- ari, en ekkert gerðist. Höfðum við misst marks öðru sinni? Tundurskeytin.okkar voru far- in að verða dálítið gömul og ó- nákvæm. Við hækkuðum okkur aftur, svo að við gætum rennt sjónpípunni upp á yfirborðið. En þá, fullum tveim mínútum eftir að við höfðum skotið tund- urskeytinu, kom dimm, þung sprenging. Húrra! Við höfðum þá hæft, þrátt fyrir allt! Þá heyrðum við aðra sprengingu, hæi'ri en þá fyrstu. Á eftir þeim komu tvær sprengingar, enn hærri og nær okkur. „Djúpsprengjur!“ sagði maður við mann um allan bátinn. — Tundurskeytið hafði misst marks og þeir, sem það var ætlað, höfðu séð það og gerðu nú gagnárás á okkur með djúp- spi’engjum! „Meira dýpi!“ öskraði skip- herrann. „Meira dýpi!“ Við höfðum sannaílega ekki átt von á þessu úti á miðju At- lantshafi. Þeir voru ekki „bangnir“ mennirnír á þessu skipi! Þetta var miög diarf- léga gert, þegar þess er gætt, að það vár óraleið’til Iapds og skipið naut engis stuðnings lundurspillis. En þeir höfðu ekk- ert verið að tvínóna við það. Jafnskjótt og þeir sáu tundui'- skeytið settu þeir stefnuna á okkur og létu sprengjunum rigna allt í ki'ingum okkur. Við í kafbátnum hugsuðum aðeins um eitt — að komast neð- ai’, á meira dýpi! Sjórinn streymdi inn í bátinn eins hratt og hægt var, vélarnar gengu af mesta hi’aða, sem. hægt var að ná úr þeim, og við stefndum hratt niður á við. Djúpsprengj- urnar sprungu í sífellu, sumar fjarri, aðrar nærri. Báturinn skalf allur af sprengingunum. Þeir af áhöfninni, sem höfðu ekkert sérslakt að gera þessa stundina, þyrptust að dyrum. stjórnklefans, til að hlusta á hvaða skinanir væri gefnar. Þeir voi'u náfölir. Við sukkum hratt og bávaðinn af sprengjunum fór að verða minni. Þá kvað allt i einu við ægileg- ur hvellur, sem yfirgnæfði allt annað. Báturinn skalf allur og nötraði. Við hlutum að hafa orð- ið fyrir sprengju. En, nei, við gátum enn séð hver annan. Ljós- in loguðu ennþá. Það fyrsta, sem gerist, þeear sprengja hæfir kafbát, er að öll í’afmaffnsljós slokkna. Menn voru sendir um allan bátinn, til að aðgæta hvort bilunar hefði orðið vart ein- liversstaðar. Allt var vatnsþétt. Eneinn bolti hafði gefið sig og enffin plata látið undan. Við höfðum ekki verið hæfðir. Guð minn góður, livað við urðum allir fegnir! Við litum. á dýptarmælinn. Hann sýndi sextíu og tvo metra, en báturinn Iiafði einungis ver- ið revndur á fimmtíu metrum. Við höfðum. verið svo áfiáðir í að komast í kaf, að við höfðum bai’a háldið áfranx niður á við, únz við voi'um komnir alltof diúnt. Eg á enn hágt með að skilja hvernig báturinn stóðst þenna ægilega þrýsting, en eg bióst við því á hveriu andai’- taki þá, að vatnsþunginn mundi leggia hann saman eins og eggjaskurn. „Loftþrýsting!“ öski-aði von Nostitz. Loftþi'ýstitækin voi’u sett af stað. Dýntarmælirinn sýndi ekki minni þrýsting, heldur sýndi hann, að við sukkum enn. Við vorum í 65, 70. 72, 75 metrurp! Þrýstingur vatnsins var nú orð- inn svo mikill, að þrýstiloftið gat ekki blásið ur geymunum. „Það er til einskis", var til- kynnt úr vélarúmínu „Dælurnar!“ kallaði skipherr- ann, „og þrýstiloft í geyma þrjú og fjögur!“ Dælui-nar fóru af stað og þi'ýstilofts-straumurinn hvæsti og blés. Það kom ekki að haldi. Við vorum komnir niður í 82 metra! „Loftþx-ýsting á alla geyma,“ skipaði von Nostitz. Eg gat séð, að hann var vonlaus um að við kæmumst nokkuru sinni upp. Jafnvel þó að þessi síðasta til- raun nægði til þess að blása úr geymunum, þá mundi okkur skjóta upp á yfirborðið með óg- urlegum hraða og þar yrðum við að liggja. Við mundum að visu geta farið í kaf aftur, en þar eð við hefðum notað allt þrýsti- ioft olíkar, mundum við ekki geta komizt upp á yfirborðið aftur. Hvað beið okkar á yfir- borðinu? Djúpsprengjui'nar voru að visu hættar að springa, en skipið gat sökkt okkur með skothi'íð úr fallbyssum sínum. Við urðum. að fara upp, hvað sem beið okkar þar. Það var betra að þui'fa að berjast til þrautar þar, en að láta lífið eins og rotta í gildru, án þess að reyna að bjarga sér. Síðustu leifar okkar af þxýsti- lofti seitluðu í geymana. Við sukkum enn. Mælirinn sýndi 83 rneti'a. Það virtist ótrúlegt, að báturinn skyldi geta staðizt þetta lieljarfarg. Svo stóðum við kyrrir. IJjarta mitt bai’ðist ótt og títt, er eg leit á dýptar- mælinn. Vorum við dæmdir til að vera að eilífu í þessu dýpi ? Það var ógui’Ieg tiíhugsun. Loksins fórum við að þokast upp á við afar hægt, en hraðinn fór smánx samán vaxandi. Nú voi-um við komnir upp i fimrn- tíu metra, svq að okkur var ó- hætt. Ef við gætum nú bara verið um kyi’rt í því dýpi um hríð, eiixa klukkustund eða svo. En við gátum ekki stöðvað ferð okkar upp á við. Nú fórum við að óttast þetta og hi'aðinn jókst með hvei’ri sekúndu. Okkur skaut upp á yfirborð- ið. Umhvei'fis okkur var aftur bjarlur dagur. Gufuskipið var hvergi sjáanlegt. Hver maður hallaði sér að einhverju, er hann gat stutt sig við. Við vorum dauðuppgefnir eftir þennan mikla taugaaæsing. Björgunarbátarnir af Dvinsk sáust við sjóndeildai'hringinn.. Við fórum til þeirra. „Sá gufuskipið ykkur ekki?“ „Jú, það fór rétt hjá okkur, en skipstjórinn þox'ði ekki að nema staðar, vegna þess að þið voruð í nánd og sagðist skyldi Framh, á 7, síðvj; í

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.