Vísir Sunnudagsblað - 11.10.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 11.10.1942, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 norska fánann við hún, og við létum að ósk hans. Sprenging kvað við inni i skipinu og það sökk hratt á réttum kili. Norski fáninn var það siðasta, sem sást af skipinu. Hann sást einn eitt andartak og hvarf síðan. Skip- istjórinn stóð teinréttur, meðan :á þessu stóð, en frú Ugland gat <ekki varizt gráti. Eva litla iklappaði saman höndunum af aruegju yfir þessari óvenjulegu :sjön. Skipið er hezti vinur sjó- mannsins. Þegar það sekkur, er eins og hann sé að grafa bezta 'vin sinn. Menn okkar skildu sorg hinna nýfengnu kunningja okk- ar og reyndu að hughreysta þá. Þeir tóku fram hljóðfærin sín og komu sér fyrir með þau uppi á þilfari kafbátsins. Við stefnd- um til lands og drógum björg- unarbátana á eftir okkur, með- an við sungum við raust við undirleik gitars og mandólíns. Um klukkan fimni var sam- söngnum skyndilega liætt, þvi að við sáum reyk út við sjón- deildarhringinn. Við slepptum hjörgunarbátunum og síðan var •gefin skipun um að stefna a reykinn. Björgunarhátunum var lika ^skipað að halda i sömu áttina. Von bráðara kom gufuskip í ljós <og við fórum þá i kaf og biðum átekta. Þetta fór eins og við höfðum búizt við, skipið varð vart við bátana og fór til þeirra. Fólkið i þeim liafði beztu að- stöðu til að fylgjast með þvi, er nú gerðist. Við komum úr kafi, þegar skipið var komið svo nærri, að þvi var ekki undan- komu auðið, og þá varð heldur en ekki handágangur í öskjunni. Skipverjar Idupu fram og aftur um þilfarið og renndu síðan bát- unum úthyrðis. Þetta skip hét Heinrich Lund og var frá Berg- en. Það var á leið frá Baltimore til Buenos Aires með kol, vélar og vélahluti. Skipstjórinn, Kalt- enbom að nafni, bað um að mega hjarga þvi, sem hann hafði Jmeðfei’ðis, áður en við sökktum skipinu. „Eg hefi í fórum minum“, sagði h’ann, „nokkrar flöskur af ’kampavíni og bjór, auk nokk- !urra blaða, sem skýra frá heil- miklu um bátinn ykkar.“ Leyfið var auðsótt, þvi að við vorum þvi fegnir að fá drykkj- arföngin, en fýsti þó enn meira að vita hvað bloðin segðu. Okk- ur langaði til að ganga úr skugga um, hvort þau birtu nokkur við- töl við fanga okkar. Skipinu var gefínn veniuleg- ur skammtur gf sprengiefni, og siðan héldum við aftur af stað með alla bátastrolluna aftan í okkur. ,ótal skálar voru drukkn- ar í kampavini og bjór. Eg hélt mig aðallega við bjórinn. Við höfðum ekki haft neina hress- ingu með okkur frá Þýzkalandi og fengið lítið í þeim skipum, sem við höfðum náð. Bjórinn var ágætur. Hann var farinn að versna í Þýzkalandi, vegna þess að stji jöldin gerði svo miklar kröfur til þeirra efna, er i hann voru noti.ð, en þessi var eins og bezti þýzkur bjór fyrir styrj- öldina. Við óskuðum hinum amerisku hruggurum til ham- ingju með það, liversu vel þeim hefði tekizt framleiðslan. Það var leiðinlegt að bannið skyldi þurfa að binda enda á hana. Ekkert á eins vel saman og að drekka bjór og lesa blöð um leið. Við lásum hvert orð í blöð- unum, sem Kaltenborn skip- stjóri fékk okkur. Já, þama var sagt frá „gestaganginum" hjá okkur. Greinarnar sögðu sæmi- lega nákvæmlega frá veru fang- anna meðal okkar og hinni á- gætu aðbúð þeirra. Eitt blaðið, er var nýrra en hin, sagði frá þvi, er við sökktum Harpathian. Hún var með fyrirsögninni „Mannúðarlegir Húnar“. Við Icunnum ekki við þetta orð Húnar (það var notað til þess að tákna, að Þjóðverjar væri hálfgerðir villimenn), en ann- ars sagði blaðið greinilega frá þvi, hvernig við hefðum boðið mönnunum í bátnum hjálp og gert allt fyrir þá, sem við gát- um. Annars skipstjóri, Saunders af Hauppage, hafði sagt blaða- mönnnunUm frá ýmsu og bætt við frá eigin brjósti. Hann sagði meðal annars: „Viðurværi þeirra var hið ákjósanlegasta. í morgunverð fengum við meira að segja heita snúða og nýtt smjör. Smjörið var sannarlega gott! En brauðið var svart og var bakað i stórum hleifum, er voru þrjú fet á lengd. Auk þéss* fengum við koniak nokkurnveg- inn reglulega allan timann, sem við vorum um borð. Skipverjar höfðu þrjá grammófóna og þeir sungu oft og mikið. Sannast að segja voru allir kafbátsmenn kátir og glaðlyndir, gerðu oft að gamni sinu við okkur, sérstak- lega þegar þeir voru búnir að fá sérdronn af kom’aki.Þeir voru næstum allir ungir menn — og þeir tðluðu oft um mæður sín- ar.“ Tln'ft vat* f>n<3 cptv| lý°ing, ?,em hann gaf af Hún- um. Kaltenborn skipstjóri sagði okkur, að okkur væri kennt um að hafa sökkt 16 skipum. Sann- leikurinn var sá, að við höfðum sent 14 skip niður á mararbotn. Eitt að auki hafði rekizt á eitt af tundurduflum okkar og menn héldu, að við hefðum skotið það tundurskeyti, Þetta voru samtals 15 skip. Þá var enn eitt ótalið. Eg komst að þvi, er eg talaði við Kaltenborn, að það hafði einnig rekizt á tundurdufl, en talið að það hefði verið hæft fundurskeyti. „Þér heitið Körner!“ hrópaði Kaltenborn upp úr eins manns hljóði. „Nú kannast eg við yð- ur. Voruð þér ekki i Stokkhólmi með orustuskipinu Hohenzoll- ern árið 1911?“ Eg játaði það og hann sagði mér þá, að hann hefði líeyrt um mig frá systur sinni. Eg hafði kynnzt henni í veizlu, er hald- in var fyrir okkur og hafði þá skemmt mér prýðisvel með lienni. Já, eg mundi eftir henni. Eg var fjörkálfur í þá daga, en siðan hafði eg eingöngu hugsað um hina þýzku móður barnanna minna. Það má með sanni segja, að heimurinn sé lítill, þegar maður er minntur á fyrri ástar- ævintýri út á miðju Atlantshafi. Við drógum bátana áfram í vesturátt. Með hverri mínútu nálguðumst við æ meira venju- legar siglingaleiðir og við voi’um lcomnir á þá skoðun, að það væri kominn timi til þess, að við los- uðum okkur við þá. Varð það að samkomulagi milli Nostitz og þeirra, að við slepptum þeim jafnskjótt og við kæmum auga á gufuskip. Átlu bátverjar þá að gefa skipinu merki með þvi að senda upp flugelda og veifa ljóskerum, sem við fengum þeim, en sjálfir ætluðum við að fara i kaf og hafa auga með þeim i gegnum sjónpípuna. Ef skipið neitaði að taka þá um borð, áttu bátverjar að láta skip- stjóra þess vita um návist okk- ar og bæta þvi við, að ef hann þverskallaðist enn við að talia þá um borð, mundum við senda honum tundurskeyti og það hefðum við hiklaUst gert. Skömmu eftir myrkur sáum við skip nálgast hægt iá bak- borða. Við stvrðum fvrir það og kl. 9.50 losuðum við bátana, en fórúm þó ekki i kaf, því að þótt ’við gætum hæglega séð skÍDÍð, gátu skipverjar þess ekkí séð okkur. Bátveriar föru strax pft ^áta öllum ilhim látum. svo að komnmenn fóru að vírða bá fyrir sér. /Þama var auðsiánn- lega um einhverskonar varðskip að ræða, en yfirmenn þess hefir sjálfsagt farið að gruna, að kaf- bátur mundi í nágrenninu, þvi að skipinu var snúið, eins og það ætlaði að fara leiðai’ sinnar, án þess að bjarga fólkinu i bát- unum. Við fórum að miða byss- unum á þrjótana á varðskipinu, en bátverjar kölluðu, að ef þeim yrði ekki bjargað mundi skipið skotið í kaf. Þá virtist skipstjór- innkoma auga áokkur,þrátt fyr- ir myrkrið og verða það Ijóst, að það væri liægðarleikur fyrir okkur að skjóta skip hans „sundur og saman“. Hann hætti við að flýja og tók fólkið úr bátunum. / Við snérum á brott og héldum norður á bóginn. ( Olíubirgðirnar voru nú mjög á þrotum. og við gátum ekki verið öllu lengur við Ameriku- strendur. Þér vitið hvernig hest- arnir verða fjörugri, þegar heim er snúið, þótt þeir sé farnir að lýjast af löngu dagsverki. Þann- ig vai’ okkur nú innanbrjósts. En fiskimaður getur aldrei neitað sér um að kasta einu sinni i viðbót. Við sigldum þvi suður á bóginn í einn dag, til þess að reyna að fá eitt skip enn, og þá fengum við skemmlilega heim- sókn. Hegri nokkur, sem hafði auðsjáanlega verið að hrekjast fyrir stormi i marga daga, sett- ist á þilfarið hjá okkur og varð þar afvelta af þreytu. Við skemmtum okkur við að hjúkra honum og gáfum honum mat og vatn. Hann gleypti matinn eins og hann hefði ekki fengið neitt að eta dögum saman. Hresstist hann furðu fljótt, stóð á fætur og lét sólina þurrka sig. Hann var hjá okkur allan dag- inu, óragur og hinn kumpánleg- asti, og eftir góðan og ríflega útilátinn kvöldverð greip hann flugið og stefndi til lands. Síðasti dagur okkar við strendur Bandarikjanna færði okkur ekkeyt skip til að sökkva. Við komum að visu auga á tvö stór gufuskip, en þau komust bæði undan okkur. Heimleiðis! Það var 13. júní og við vorum búnir að vera vestur undir Ameríku í þrjár vikur og tvo daga. Við stýrðum austur á hóginn og vonuðumst til að ná einu skipi eða tveim á leið austur um haf. Klukkan 5 að morgni næsta dags eftir að við tókum stefnu heim á leið náðum. við þrísigldi’i skonnortu, er hét Samoa. Hún var frá Krist- janiu og var á leið frá Walfish- flóa i Suður-Afríku til New York. með farm af kopar og ull. Skipverjar voru einmitt i

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.