Vísir Sunnudagsblað - 11.10.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 11.10.1942, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ og nokkrir hvitir menn þyrptust upp á þiljur, flýttu sér i bátana og réru lífróður til okkar. „Skipi ykkar verður sökkt eftir 10 mínútur“, sögðum við. „Æ, það var nú verra“, svar- aði gráskeggur einn, er var auð- sjáanlega skipstjórinn. „Hvað er þá til bragðs að taka?“ Hann virtist svo innilega sorg- mæddur, að eg spurði hann hvaðan skip hans væri og hvert það væri að fara. „Við erum frá Mississippi“, svaraði hann raunamæddur, „og erum. á hvalveiðum, eða*það ætl- uðum við að minnsta kosti. Við erum á leið til Grænlands, til þess að reyna að skutla dálítið, en nú virðist svo sem heldur lít- ið verði úr því. Það er sannar- lega leiðinlegt.“ Hann bætti því við, að skipið væri eign nokkurra bláfátækra fjölskyldna, er ætti heima í borg á strönd Mississippi-fylkis. Það væri allt, sem þetta fólk ætti og því tækist að draga fram lifið með aðstoð þess, ef það gætti ýtrustu sparsemi. Var skipið að- allega notað til hvalveiða. Skip- stjórinn gamli varð hugrakkari eflir þvi sem hann talaði lengur. „Er nauðsynlegt að sökkva skipinu okkar, 'skipstjóri, er það?“ spurði hann lágri röddu. „Það væri afskaplega þungbært fyrir okkur, ef þér gerðuð það.“ Eg virti þessa gömlu fleytu fyrir mér. Hún gat ekki ráðið miklu um úrslit heimsstyrjald- ar. — „Allt i lagi, skipstjóri“, svar- aði eg. „Farið aftur um borð. Þið megið fara leiðar ykkar.“ „Þetta var sannarlega fallega gert af yður, skipstjóri.“ Það gætti engrar geðshræringar í rödd gamla mannsins, en það mátti þó heyra, að þessi orð lians komu beint frá hjartanu. Skipverjar hans. ráku upp gleðióp. Tveir svertingjanna revndu að dansa, eflir því sem þrengslin i bátnum i<;fðu. Við á U—151 gátum ekki varizl brosi og veltum því jafnframt fyrir okkur, hvort þýzkur hval- veiðabátur hefði fengið að fara ferða sinna, ef fjandmennirnir hefði haft öll ráð hans 1 hendi sér. E.s. Harpathian, 4.855 smál., var á leið frá Plymouth til Balti- more með kjölfestu. Það var vel vopnað og þess vegna mjátti senda því tundurskeyti án að- vörunar. Við fórum því í kaf, þegar við komum auga á það og komum okkur þar fyrir, sem við gátum verið vissir um að koma góðu skoti á það. Tundur- skeyti okkar fór leiðar sinnar. Við heyrðuni þunga (h'unu og ískur í málmi. Þá hækkuðum við okkur í sjónum, til þess að athuga' hvað gerzt hafði. Hið mikla gufuskip var farið að sökkva að aftan. Skipverjar voru þegar komnir i bátana og voru að róa á brott frá því. Við fórum úr kafi og stefndum til þeirra. Mennirnir í þeim voru allir japanskir, nema skipstjór- inn, einn liásetanna, vélstjórinn og tvær skyttur, en þeir voru allir brezkir. „Hefir nokkur særzt?“ kallaði eg til þeirra. „Einn maður hefir skorizt lít- illega,“ svaraði skipstjórinn,, er var glaðlyndur ásýndum og með afbrigðum feitur. Við tókum særða manninn, sem var Japani, um borð og læknirinn okkar bjó um sár hans. Hann hafði eiginlega að- eins skrámást á tveim stöðum og þegar búið var að rjóða joð- áburði á meiðslin og setja plást- ur þar ofan á, gat liann farið aft- ur um borð í björgunarbátinn. Við létum þá fá vatnsgeymi, nokkrar dósir af niðursoðnu nautakjöti, svo að þeir yrði ekki of hungraðir, aulc mikilla birgða af tóbaki. Þeir voru því í bezta skapi, er þeir lögðu af stað til lands. Meðan þessi viðskipti fóru fram hafði e.s. Harpathian horf- ið í undirdjúpin. Eg efast ekki um það, að þeir Bandaríkjamenn, sem urðu að nota sýróp, kandís eða saklcarin í kaffið sitt á heimsstyrjaldarár- unum ■— eða fengu ekkert til að gera það sætt — muni bölva okkur fyrir að sökkva sykur- skipunum. Við gátum haft sam- úð með fólki, sem varð að búa við sykurskort. Það var .afskap- legur sykurskortur í Þýzkalandi. En strið er strið, eins og sagt er. Um sólarlag komum við auga á tvö gufuskip. Annað gaf frá sér kolsvartan reykjarmökk í fjarlægð og fór svo hratt, að við misstum fljótl sjónar af því. Hitt stefndi beint á okkur og við vorum ekki seinir á okkur að stöðva það. Var hér um. norskt skip að ræða, Vínland frá Bergen, á leið frá Guantanamo til New York með sykurfarm. Þriðja sykurskipið okkar! Skip- stjórinn kvaðst liafa lesið að- varanir um kafbátahættuna í blöðunum í Kuba, en hafði haldið að það væri bara ein af þessum venjulegu flugufregn- um. Hann varð heldur en ekki sauðarlegur, þegar hann komst að hinu sanna. Það var farið að versna í sjó- inn, þegar enn eitt gufuskip kom i augsýn, nefnilega norska skip- ið Vindeggen. Það hafði innan- borðs 6000 balla af bómull og 2000 smálestir af kopar fyrir bandamenn. Við náðum þvi þó ekki fyrr en eftir nokkurn elt- ingaleik og skotliríð. Skipstjórinn réri yfir til okk- ar með skipsskjölin. Skipinu hafði verið hleypt af stokkunum tveim árurn áður i Japan og hafði á þeim tíma verið að vinna sig áfram til New York með því að taka þann flutning er bauðst. Kona eins skipverja var með skipinu, ásamt tveggja ára dótt- ur þeirra hjóna. „Vistin í bátnum verður þeim erfið“, sagði skipstjórinn. „Það er svo illt í sjóinn.“ Það var alveg satt. Þetta var ekkert fyrir liásetana, sem voru allir gamlir og þaulvanir sjó- menn, en málið horfði öðruvísi við, að því er snerti móðurina og barnið. En okkur kom heldur ekki til hugar að senda fólkið af stað til lands alveg strax. Farmur skipsins var of verð- mætur, það er að segja kopar- inn. Kopar var mjög til þurrðar genginn í Þýzkalandi. 1 upphafi stýrjaldarinnar var nóg til af þessum málmi, sem er svo nauð- synlegur lil liergagnaframr leiðslu, en hin mikla eyðsla á öllum vígstöðvum leiddi til þess, að hann varð æ sjaldgæfari. Við gátum tekið allmyndarlegar birgðir af hinum dýrmætu kop- arklumpum, sem Vindeggen hafði innanborðs. Við vorum of nærri landi og venjulegum skipaleiðum, til þess að geta flutt málminn á milli, svo að ekki sé minnzt á hætt- una, sem okkur stafaði af tund- urspillunum. Þetta var hægara lengra úti á sjó, þar sem minna var um skipaferðir. „Fai’ið um borð í skip yðar, skipstjóri“, sagði von Nostitz við Norðmanninn. „Þér eigið að sigla til liafs, en reynið ekki að komast undan á flótta. Við höf- um góðar byssur og verðum fast fyrir aftan yður.“ Skipið lagði af stað og við elt- um það eins og lamli móður - sína. Þá sáum við lítið gufuskip koma í áttina til okkar. „Nemið staðar, bíðið, og gleymið ekki því, sem eg sagði yður“, kallaði skipherra okkar til skipstjórans á Vindeggen. Norðmaðurinn gei’ði eins og honum var sagt, meðan við fór- um og sökktum Pinar del Rio, 2504 smál. skipi, er áður hafði heitið Villa Real og verið eign þýzk-portugalsks félags. Þetta var fjórða sykurskipið okkar. Við sigldum Vindeggen 150 mílur til liafs og þá hófst um- skipunin. Skipverjar á Vindegg- en, er voru allir Kinverjar, tóku til starfa af kappi miklu. Við vörpuðum járnkjölfestu okkar útbyrðis og tókum hinn verð- mæta málm i staðinn. Meðan á þessu stóð urðum við að vera við þvi búnir, að óvina- skip kæmi á vettvang á hverri stundu og þá hefðum við auð- vitað orðið að fara í kaf fyrir- varalaust. Menn okkar urðu þvi aTlan tíinann að vera við þvi búnir að hlaupa niður um hler- ana á þilfarinu. Það var aðeins: komið með örfáar koparstengur um borð í einu, þvi að ef við; hefðum orðið að kafa snögg- lega, þá hefði það getað orðið okkur öllum að hana, ef við hefðum liaft margar stengur liggjandi á þilfarinu, Þessi um- skipun tók tvo daga og eg hefi sjaldan lent í öðru eins erfiði. Þegar til kom var það ekki einn skipverja, sem hafði konu sína og barn með sér, heldur var þarna um mann að ræða, senv liafði herjað út ókeypis far fyrir sig og fjölskyldu sína. Maðurinn hét Ugland og var mjög geð- þekkur og kurteis. Kona lians var falleg og vingjarnleg, og i: fyrstu var hún mjög óttaslegin. Við buðum henni að heimsækja okkur í kafbátinn og hún þá boðið. Hún var föl i andliti og augun starandi af ótta, þegar liún klifraði úr björgunarbátn- um og upp á þilfarið hjá okk- ur. Fyrst rétti hún barnið upp> til eins hásetanna. Eg lét móð- urinni og dóttur hennar eftir- klefa minn. Litla telpan varð eftirlæti allra' um horð lijá okkur. Hún hét. Eva og horfði með galopnum augum á allt, sem hún sá um- hverfis sig. Hver einasti kaf- bátsmaður reyndi að gera hennii allt til hæfis, sem hann gat. Mat- sveinninn okkar bjó til allskon- ar góðgæti lianda litla gestin- um og hún reyndi líka að gerai okkur til liæfis með því að borðá allt, sem að henni var rétt. Að lokum var litla maganum alveg nóg boðið og skilaði öllu góð- gætinu aftur. Þá kom móðirin til skjalanna og gætti telpunnar, þangað til hún var búin að ná sér eftir ofátið. Eftir það fóru mennirnir ekki eins geyst í að gefa henni að borða, og létu sér nægja að halda á henni og gæla við hana. Þegar búið var að koma kop- arnum fyrir í iðrum U—151, var erindi okkar með Vindeggen lokið að mestu. Skipshöfnin tók saman eigur sínar og fór í björg- unarbátana, en við bjuggumst til að draga þá. Skipstjórinn á Vindeggen óskaði eftir þvi,' að skip hans fengi að sökkva með

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.