Vísir Sunnudagsblað - 11.10.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 11.10.1942, Blaðsíða 8
VÍSÍR SUNNUÖAGSBLAÐ NÍÐM Árið 1937 drakk liver Svii 7.55 kg. af kaffi að meðaltali, Bandaríkjamenn 5.93, ítalir 0.98, Frakkar 4.42, Bretar 0.31,' Danir 7.71, en Svisslendingar 3.16 kg. í flestum þessum lönd- mun núna vera minna drukkið af kaffi vegna kaffiskorts. 9 Svohljóðandi auglýsing stóð í svissneska blaðinu „Die Welt- woche“ 5. júní í sumar: „Sem hárskerameistari hefi eg i fjölda mörg ár kynnst and- litslögun, skeggvexti og and- litshúð óteljandi manna. Þessi þekking min kemur yður því að góðum notum þegar þér kaupið af mér rafmagnsrakvél. Það verðui' ekki hjá því kom- izt að læra nýju rakaðferðina. Til þess þarf ekki aðeins þolin- mæði heldur og líka tilsögn, og hana getur enginn nema fag- maður látið yður í lé. Af þessari ástæðu hefi eg ritað svolítinn bækling eða leiðarvísi, sem yður skal fúslega látinn i té. Eg hefi lagt mig í líma til að auðga vizku mína og þekkingu á sviði þurraksturstækninnar. Þar af leiðandi get eg gefið yður mjög mikilsvarðandi leiðbein- ingar um leið og þér kaupið rakvél, þvi það verður að beita þeim eftir því sem liverjimi ein- um lientar eftir skeggvexti, andlitshúð og lögun. Eg þekki rafrakvélina út i æsar og hvernig þægilegast er að beita henni við hvern ein- stakan mann. Þessi handtök er eg fús á að kenna hverjum sem vill. Hverjum sem ekki líkar raf- rakvélin má skila henni aftur. En enginn þeirra, sem lært hefir að beita henni hjá mér, liefir farið fram á að mega skila henni aftur. Það er heldur engin hætta á því að eg reiðist þó einhver læri af mér að beita rafrakvél án þess að kaupa slíka vél jafn- framt. Loks gef eg liverjum þeim, sem kaupir af mér rakvél, leið- arvísinn, sem eg hefi ritað um þetta efni. H. KiIIjan, hárskerameistari. Fraumunsterstrasse 29. Zurich 1. Það var gott að hann hét ekki Laxness til viðbótar, sá góði Vísisböm á berjamó Það er ekki svo litiö starfslið, sem hvert dagblað hér i bæ hefir á aö skipa, þegar blaðsölubörn og blaðaútburðirnir eru taldir með. Vísir hefir haft það fyrir reglu, að bjóða börnunum á berjamó einn dag á ári hverju, og hér sjást þau úti í Þingvallahrauni med hálfar og fullar dollur af berjum. herra, þá hefðLnafni hans hér uppi á íslandi fengið óþægilegan keppinaut, endáþótt ekki sé vit- að um önnur ritstörf hins sviss- neska Kiljans en þessa einu bók um skeggvöxt, andlitslög- uil og andlitshúð karlmanna. 9 A Friðrik I. Prússakonungur stofnaði til einskonar „klúbbs“, er nefndist ,,tóbaksklúbburinn“. Þangað bauð hann ráðherrum, herforingjum, sendimönnum erlendra ríkja og nokkurum persónulegum vinum sínum. Sagt er að þar hafi Friðrik kon- ungur gefið skapi sínu og til- finningum lausan tauminn og látið skoðanir sínar hreinskiln- islega í ljós, en ekki alltaf með sem fáguðustu orðbragði. Aðal- umræðuefni voru viðburðir dagsins, stjórnmál og hernaðar- saga. Stundum voru líka sagðar þar allskonar sögur, og gilti þá einu þ<jlt þær væru ekki allar samkvæmishæfar. En nafnið „tóbaksklúbbur“ kom til af þvi, að allir þátttakendur voru skyldir að totta leirpípur á með- an þeir voru inni. Meira að segja þeir, sem ekki vildu reykja, urðu að sitja með tómar pípur og totta þær. • Það er ef til vill ótrúlegt, en satt er það samt, að mannsleður hafi verið notað í ýmsar leður- vörur, ekki meðal mannæta, heldur meðal siðaðra og mennt- aðra þjóða, og það nú á siðustu öldum. Þannig er frá því skýrt í frönskum fréttablöðum í sept- ember 1792, á byltingatímabil- inu franska, að þá hafi verk- smiðjueigandi einn i París látið búa til ýriisar vörur úr leðri af hálshöggnum mönnum, sem orðið höfðu byltingunni að bráð. Það er ennfremur skýrt frá ýmsum heldri mönnum, sem ejkki hafi fengizt til að ganga i öðruvísi buxum en úr manns- leðri. Og um Hússaraforingj- ann Zizka var sagt, að hann liafi beðið þess, að hann yrði fleginn eftir andlátið og leðrið notað i hertrommu, því þá mvndu her- mennirnir verða enn blóðþyrst- ari og berjast með margföldum ákafa. 9 Ástralía er hið fyrirheitna gullland jarðarinnar, en oft hef- ir þar verið grafið til einskis og oft hafa menn eytt hverjum einasta eyri, sem þeir áttu, og margir stytt sér aldur í örvænt- ingu, er þeir höfðu leitað mán- uðum eða jafnvel árum saman, án þess að finna svo mikið sem eitt einasta gullkorn. En stundum fylgir líka heppnin þessum mönnum. í Turori gróf fátækur bóndi, sem varið hafði því litla sem liann átti, til að freista hamingjunn- ar i gullleit. Hann leitaði og leitaði, en fann ekki neitt. Hann ætlaði að gi’afa einn dag ennþá, , en þá átti hann eklcert til, hvorki til að bíta né brenna, og þá ætlaði hann að leita sér atvinnu hjá einhverjum bónda i grenndinni. Til j>ess kom þó ekki, þvi að þenna dag fann hann gullklump, 100 punda þungan og liann var orðinn vell- auðugur maður. Það kvað ekki vera sjaldgæft að finna gullklumpa i Astralíu sem eru margra kílóa þungir og meira en heil tylft hefir fund- izt, sem vegur yfir hálft annað lnindrað pund. En á öðrum stöðum hafa smærri gullklump- ar fundizt í jafn ríkum mæli og sandur á sjávarströndu. í Balara mokuðu nokkurir menn og mokuðu þangað til þeir höfðu grafið sig 20 metra djúpt niður í jörðina. Þeir fundu ekki neitt og einn góðan veður- dag voru þeir horfnir á hrott án þess að borga veitingamannin- um, sem þeir dvöldu hjá, ejTÍ fyrir sig. Sama dag komu þangað þrír brezkir fátækling- ar, sem fengið höfðu far í lest frá Englandi með þvi að vinna fyrir sér á Ieiðinni. Þeir lögðu leið sína til Ástralíu, af því að þeir fengu ekki neitt að gera í heimalandinu. Þeir fréttu um hina yfirgefnu gullnámu og á- kváðu að halda áfram þar sem hinir hættu. Það var gert gys að þeim fyrir að eyða síðustu skildingunum til að grafa í þessari vonlausu og yfirgefnu námu. Fáum dögum síðar höfðu þeir safnað svo miklum auðæf- um úr námunni, að þeir sigldu á fyrsta farrými lieim til Eng- lands á sama skipinu sem hafði flutt þá í lest til ástralskrar hafnar. Og framtíðinni þurftu þeir ekki að kvíða. Átta sjómenn unnu á einni viku gull úr jörðu hjá Bendige fyrir 400.000 krónur, þeir seldu námuréttinn til tíu annara manna, sem unnu á tveimur dögum gull úr námunni fyrir 350.000 krónur. Þá seldu þeir réttinn í eina viku 12 mönnum, sem fundu gull fyrir 400.000 krónur á jæssari viku, en þá tóku hinir við námunni aftur og fengu þá á vikunni næstu á eft- ir gull fyrir 250.000 krónur. Með öðrum orðum: Á rúmum þremur vikum hefir }>essi eina náma gefið 1.400.000 krónur af gulli. Árið 1858 unriu 150.000 manns að gullgreftri í Ástralíu, en árið 1891 voru þeir aðeins 21.000 að tölu. Gullið minkaði er frá leið og nú er helzt ekki leitað þar að gulli nema með fullkomnum boráliöldum, sem grafa allt að 1000—1200 metra djúpt í jörðu niður. Nú kemur aðeins um 3% af árlegri gullvinslu frá Ástralíu, en áður var það um eða yfir 40%. Húsfreyjan: „Þessar buxur geta ef til vill komið yður að .gagni. Það þarf bara að gera dálítið við þær.“ ‘Umi’enningur: „Það er allt í lagi. Eg lcem bara aftur eftir hálftíma.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.