Vísir Sunnudagsblað - 11.10.1942, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 11.10.1942, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Kálinaðkar í kálrótum. in varasamur kartöflukvilli. Blöð kartöflugrasanna verpast ögn i toppinn og stönglarnir verða svartir og blautir niður við moldina. Votrotnun kemur fyrr eða síðar fram í uppsker- unni, einkum í hlýrri geymslu. Stöngulveik grös þarf að grafa upp og flytja hurt úr görðum. Kartöflurnar má venjulega I)orða nýjar. Otsæði skal valið timanlega, i áður en grasið fell- ur, og einungis undan heilbrigð- um grösum. Með þessu móti er vel hægt að halda stögulveikinni i skefjum. — Kartöflukláði er meinlaus kvilli. Ef mjög mikil brögð eru að honum, má reyna kartöflui-, sem Jubei nefnast. Þær fá ekki ldáða að neinu ráði, jafnvel ekki í kalksandi eða öskuhaugum — en þar er jafn- an mest kláðahætta. Tiglaveiki gerir dálítið vart við sig. Ein- kennin eru kryppluð, guldílótl blöð. Heilbrigt útsæði er helzta varnarráðið gegu henni. — Ræktun káljurta eykst með ári hverju, enda eru blómkál, hvílkál og toppkál góðar mat- jurtir, sem þrifast hér vel. Fólk- ið lærir óðum átið á kálinu; kemst smám saman að raun um hve lioll og ljúffeng fæða það er — ýmislega matreitt — bæði hrátt og soðið. — Síðustu 10 ár- in Iiefir skæður vágestur — kál- maðkurinn — gert allmikin.i usla í kálinu. Varð maðksins fyrst vart í Reykjavík og nokk- uru síðai' á Akureyri. Hefir hann sennilega flutzt til landsins með skemmdum rófum eða öðrum káljurtum. Siðan liefir kálmaðkurinn borizt víða, að- allega með káljurtum, sem fluttar hafa verið af sýktum svæðum i heilbrigða garða til gróðursetningar, þrátt fyrir marg-ítrekaðar aðvai'anir. Auk þess flýgur kálflugan ögn um og berst einnig milli málægra garða með vindi og rusli, AU- miklar tilraunir hafa verið gerð- - ar með varnir gegn kálmaðki i görðum atvinnudeildar Háskól- ans í Reykjavik, og almenningi jgfnóðum látnar í té leiðbein’ ingar. Er nú svo komið, að óþarfi er að láta maðkana granda kálinu. Tvær tíl þrjár vökvanir með súblímatvatni eða tjöruoliublöndum, þegar egg kálflugunnar sjást, bjarga að jafnaði 95—100% af kálinu. Tvö síðustu árin hefir það reynst hvitkálinu nægileg vörn, að dýfa rótum þess i þunnan velling,, gerðán af postulínsleir, Caló- meli og vatni, um leið og kálið er gróðursett í garðinn. Er það handhæg aðferð. Rófurnar eru erfiðari við- fangs, sc um verulega ræktun að ræða. Er dýrt að verja þær með sömu aðferðum og kálið. Rófur eru nú víða maðksinogn- ar um Suðvesturland, alla leið austur að Árnessýslu, og sömu- leiðis í nágrenni Akureyrar. Gulrætur geta og eiga viða að leysa gulrófurnar af hólmi, að minnsta kosti sunnanlands. Sérstaklega á sandjörð og heit- ur jarðvegur vel við gulrætur. Annar káljurtakvjlli, sem sér- staklega verður að diafa gætur á er æxlaveikin. Vörtur eða hnúðar koma á rætur kálsins eða rófnanna og verða jurtirnar óætar. Æxlaveikin er sérstak- lega varasöm vegna þess að hún er bráðsmitandi og getur lifað Æxlaveiki. árum saman í moldinní, ef hún einu sinni er þangað komin. Áburður undan gripum. fóðruð- um á sjúku káli er jafnvel mjög smitandi. Þessi veiki hefir all- lengi verið landlæg í Vest- mannaeyjum og Hveragerði, en hennar hefir einnig orðið vart hér í Reykjavík, á Bessastöðum, Eyrarhakka og Reykholti í Borgarfirði. Sýkta garða ber að leggja niður eða t. d. gera þá að túni. Verst er þegar æxlaveik- in keinst í gróðurreiti þar sem aldar eru upp káljurtir, en þess eru því miður dæmi hér á landi. Getur þá veikin borist víða með káljurtunum. Þeir, sem kál- jurtir kaupa til gróðursetningar, ættu jafnan að krefjast vott- orðs um það að æxlaveiki sé ekki á staðnum. Er einnig auð- velt að rekja slóð veikinnar.. Tilkynnið Atvinnudeildinni eða Búnaðarfélagi íslands sem fyrst ef veikinnar verður vart. Muniði að liún berst með jurtum, mold og búfjáráburði. Hægt er aðl befta útbreiðslu æxlaveikinnar og það verður að gerast. Tré og runnar eru farin að setja fagran og hlýjan blæ á Reykjavík. Blómlegir og vel hirtir trjágarðar rísa óðum upp. Undantekningar eru samt víða frá reglunni. Sumstaðar má sjá ribsið og jafnvel víðir og birki nærri því blaðlaust löngu fyrir eðlilegan lauffallstima. Sé litið neðan á þau fáu blöð, sem eftir standa sést, að allt er iðandi í grænum eða dökkum blaðlús- um. Hafa lýsnar mergsogið blöðin svo þau falla af. Úðun með tóbakslegi (nikotin) drep- ur lýsnar fljótt og vel. Ágætlega gefst líka að úða runnana og trén að vetrinum með tjöruolíu- lyfjum t. d. „Ovicide“. Rejmið vetrarúðun að vetri. Alla sæmilega garða þarf að úða, ella geta óþrifin hæglega borizt milli garðanna. Vetrarúð- un eyðir einnig trjámöðkum. í gróðurhúsum ber mjög á ýmsum kvillum. Eru hnúðorm- ar (eða rótarormar) og bletta- veiki (flauelsblettur) verst við- ureignar. Úðun með lyfi er Shirlan heitir er bezta vörnin gegn blettaveiki. Einnig jarð- vegs- eðá moldarskiptí halda rótaroi-munum i skefjum. Lík- ur eru til, að góðum árangri megi einiiig ná með því að láta heitt vatn standa á uppstunginni moldinni i gróðurhúsunum. Hnúðormar í rótum tómatiurtar. Hefir það ögn verið reynt og inikið undir því komið að það takist, því að heita valnið- er víðast nóg þar sem gróðurhús *eru. (Um kvilla i gróðurhúsum >er t. d. rætt í Garðyrkjuritinu 1942). Hér hefir verið stildað á stóru >og aðeins drepið á nokkur meg- inatriði. Talsverður árangur hefir þegar náðst i baráttunni við jurtakvillana, en ærin verk- tefni bíða samt ennþá úrlausn- ar. Eldci er við því að búast, að algerður lokasigur vinnist og allir kvillar verði að jörðu lagð- ir. En með stöðugri baráttu má knýja kvillana til undanhalds •og halda þeim allmjög í skefj- um. Ingólfur Davíðsson. Jýzkt vasaorustuskip. Þau hafa lítiö aö gera um þessar mundir. ) >

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.