Vísir Sunnudagsblað - 18.10.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 18.10.1942, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 ei’ sti’andferðaskipiö fórst á klettunum við Innis Ulli’ha. Og leiðir okkar Tim Carey skildu og hvórugur okkar kom til Cloon Bawn eftir það. Enn þá, er kveldar og stormar næða, kemur þetta allt fram í hugann, og eg sé arineldinn og alla, sem við liann sátu, sé hinar grönnu hendur Eileenar. „Guð veri með okkur,“ sagði Sheilia, er hún hafði lokið bæna- lestrinum, „án lians miskunnar höfum við ekki þak yfir höfuð- ið í nótt.“ rf,Guð mun vernda oss í nótt eins og allar óveðursnætur til þessa, Sheilia,“ sagði Larry. „Það var nú gott, að við dytt- uðum að þakinu,“ sagði Liam Dhoo, og tók út úr sér pipuna. „Menn verða að treysta á eigin mátt og nxegin og dómgi’eind. Bænir eru settar saman handa konurn og krökkum.“ „Það er gott að vex’a traustur á -svellinu, Liam Dhoo,“ sagði Larry og brosti. „En okkur hin- um, sem veikari erurn, er bæn- arstund mikils virði.“ „Kannske Liam frændi mundi biðjast fyi’ir, ef mikil hætta væri á ferðum,“ sagði Eileen glað- lega. „Þú ættir að þekkja mig bet- ur en að mæla svo,“ sagði Liam Dhoo. „Guð veri bjá okkur,“ sagði Sheilia. „Heyrðuð þið þetta?“ Það var komin svo sterk vind- hryna, að hrikti í öllu. „Það er allt í lagi,“ sagði Liam Dhoo. „Eg hefi litið eftir glugga- hlerunum, eg hefi treyst alla' þakviðu, bæði í húsinu og hlöð- unni. Eg treysti minni eigin dómgreind og fyrírhyggju. Er við öllu búinn. Það er engin hætta á ferðum.“ „Hann herðir alltaf vindinn,“ sagði Larxy og lagði við hlust- irnar. Liam Dlioo bejgði sig fram til þess að taka upp logandi spýtu til þess að kveikja í pípu sinni. En i sörnu svifum skall hvirfilvindurinn á með öllu afli. Húsið lék á í’eiðiskjálfi og reyk- háfurinn hrundi. Múi’steinarnir hrundu yfir Lianx Dhoo og hann lell á kné. Blóðið lagaði úr höfði hans. Svo hneig hann út af og um leið signdi hann sig af veik- um mætti og sagði: „Miskunnsamur guð fyrir- gefi mér —“ Það er talið af fróðum rnönn- um, að til muni vei’a um <0 tonn af eðalsteinum á jörðunm og meginið af þeim er í Amcr- jþu. Horft um hundrað ár til baka IGu&rún Hannes- dóttir vi& útsaum, níræð a8 aldri. — Eg liitti í sumar lxáaldra konu, konu sem bafði fjóra um nirætt. Systir hennar komst ó tíi’æðis- aldur í sumar og ömmur þeirra báðar urðu hartnær 100 ára. Önnur dó 94 ára, en hin 96 ára. Þessi kona sem eg heimsótti heitir Guðrún Hannesdóttir — það er réltara að segja — hún hét svo — þvi að fáeinum vikum eftir að eg hitti haixa að máli, lokaði hún augunum liinzta sinni. Bananxein hennar var elli. Þegar eg kom til hennar var hún rúmföst orðin fyrir nokkur- unx máínuðum, en lxún var mál- hi’ess og ónægð. Hún las blöð og bækur af áfergju og las glei’- augnalaust á íxxorgnanna. Hún vai’ð undrandi þegar hún sá mig,« þvi á hennar fund hafði aldrei konxið blaðamaður áður. Það var ekki laust við að hún yrði ofurlitið feimin, ganxla konan, henni faxxnst þetta eitt- livað svo undarlegt, næstum ó- viðkunnanlegt, að hennar ætti að geta í blöðum. En feinxnin livai’f, er við tók- um að í’æðast við, og mér var það Ijóst, er eg sat við rúmstokk þessarar konu, senx nokkuð var konxin á tiræðisaldur, að þarna liafði eg fyrir framan nxig manneskju, sem lifað hafði tvenn gjörólík timabil í þjóð- lífi voru. Og eg gat ekki að því gert, að mér flaug i hug hve Undarlegt það lxlyti að vera fyrir þessa gömlu konu að minnast æskuára sinna og bei’a þau sam- an við nútímann og alla þá miklu gjörbyltingu sem átti hef- ir sér stað þessi siðustu ár. Það er ekki oft, sem maður fær tækifæri til að standa aug- lili til auglitis við nær 100 ára gamlar manneskjur, nxanneskj- ur sem muna og kynnst hafa persónúm sem fæddar eru unx og fyrir aldanxótin 1800. Það er næstum undarleg tilfinning senx gagntekur nxann við það, að hverfa með þessum mann- eskjum aftur í tið forfeðra okk- ar og kynnast hugsanaferli þeirra, lífsbaráttu og lífsskilyrð- unx — ekki gegnum bækur og blöð, heidur í gegnum lifaixdi or'ð, af vörum manneskju, sem hefir lifað og bærst með þeim i sinu eigin lifi. Eg get ekki neitað bvi. að mér kom þetta viðhorf býsna ó- k'mnug’ega fvrir siónir, þegar Guðrún ganxla sagði mér frá lifnaðarháttum æsku sinnar og þeim frumstæðu skilyrðum sem hún ólst upp við. Eg vissi að vísu, að þessi skilyi’ði höfðu ríkt hér, eg liafði lesið um þau, en eg hafði aldrei vitað fyrr hve óum- i-æðilega nálægur eg stóð þess- um gamla tima, timanum þegar engin þægindi þekktust og lífs- baráttan var háð með enda- lausu striti frá nxorgni til kvölds. Eg fylgdist i anda með gömlu konunni þar senx hún ólst upp í Bjóluhverfi í Rangárvallasýslu fyrir nær lieilli öld. Þá voru að- eins tvö heinxili þar Um slóðir, þar senx fjalagólf var i íxxanna- hibýlum, ljóstæki þekktust ekki önnur en kolur, öðru nafni grút- arlampar, og kvenfólkið varð að vinna öll vetrarstörf karlmanna i sveitum, vegria þess að karl- mennirnir voru farnir til sjáv- ar. Guðrún sagði, að þegar hún sá fyrsta olíulampann á ævinni, þá liafi veröldin í hennar aug- um verið fullkomin. Hún gal. ekki liugsað sér bjartara ljós, og Iienni fór senx öðrum, sem standa frammi fyrir einliverri nýung, að henni fannst senx þarna væri tæknin á hámarki. Einniitt jxetta viðhorf gönxlu konunnar ætti að geta sýnt okk- ur fram á, hve allt er breyting- unx háð í þessu hfi og hve við- horf okkar, sem nú lifum, nxunu verða úrelt og gamáldags þeg'ar næsta kynslóð tékur við. Þegar ‘óliulampámir komu fvrst i notkun i æsku Gúðrúnar, entist ein oliuflaska vnkuin sám- an.'Þá var liósnxetið sparað eftir föngum, því að þóit oliuflaskan kostaði ekki nema örfáa aura, voi’U örfáir aurar dýrmæhr i þá daga. Fuilorðna fólkið fékk sér blund i kvöldrökkrinu a liaust- in og veturna, en þá komu bönxin og unglingarnir úr hverf- inu saman og léku sér og sungu. Og jafnvel þótt skemmtanalíf hafi oi’ðið meira og fullkomnara siðai’, minntist Guðrún þessai’a skemmtilegu samverustunda i kvöldrökkrinu með meiri og ó- blandnari ánægju en nokkurra annarra skenxmtana í lífi sínu. En þegar búið var að kveikja Ijós, lxvort sem það var nú grút- arlampaljós eða á olíulampa, þá tók fólkið að vinna af kappi, þá var kembt og spuixnið, ofið og þæft, og engum kom til hug- ar að sitja auðuixx höndunx. Þetta voru kvöldvökurnar okkar góðu gömlu, þar sexxx lesið var og rabbað og kveðið laxxgl fraixi eftir hverju kvöldi. Þessar kvöldvökur voru einu slcólarnir senx alþýðan hafði aðgang að, og þar nxótaðist liugsanagangur þess i rökræðum unx nxenn og málefni, bókmenntir og skáld- skap. Eins og áður er lekið franx, var skemmtanalíf ekki niargbrotið. Brúðkaupsveizlur voru lielztu mannfagnaðir í þá daga. En þá gerði fólk sér yfirleitt meiri mannamun en nú þekktist. í veizlumar var boðið eftir nxann- virðingum, og sérstakur fraixxmi- stöðumaður var fenginn, er hafði ekki einungís umsjón með veizlunni, heldur raðaði hanri gestunum til sætis eftir þvi hvar þeir voni taldir standa í þjóð- félaginu. Menn voi’U metnir, en þvi nxiður, síður eftir mamklómi og gáfum, heldur en eftir ríki-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.