Vísir Sunnudagsblað - 15.11.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 15.11.1942, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ aeas Gróðurhöllin i Conio-park. Þannig er þá komið fyrir þess- u m konungshjónum. Þegar karlljónið drynur sitt fimbul- grenj, þá þyrpist að búri lians forvitinn borgarlýður, en ljón- ynjan skjögrast um hart stein- gólfið og spýr galli. Hér má einnig sjá nokkúr önnur dýr. Hér liggur buffalo og lætur fara vel um sig. Hans forna frægð er aðeins' eftir á prenti. Þarna er steingeitin. Hennar hæfileikar koma hér ekki að notum. Nú á að fara að gefa dýr- unum. Það dýrið, sem dregur að sér mesta athygli barnanna er selurinn. Ilann verður að vinna það til matar síns að klifra upp nokkrar tröppur og renna sér síðan niður eftir bretti á eftir fiskinum, sem liann fær. Hann fær aðeins einn fisk í einu, svo þetta endurtekur sig nokkurum sinnum. Hjá mér stendur smápalti, ííklega 6 ára. Hann hefir mikinn Iiug á að fá að sjá það sem hér fer fram. En liann er lílill og hon- um er lirundið frá. Ég" tek kauða upp og verður hann þannig dýrðarinnar aðnjótandi. Hann leggur fyrir mig ýmsar spurningar, sem ég svara eftir beztu getu. En eitthvað finnst honum samt skrítið við mig, og er ekki laust við að honum finnist bann maður að meiri fyrst hann hefir fyrirhitt mann, sem talar mun bjagaðra mál en hann sjálfur. Yið fylgdumst að meðan verið var að gefa dýrunum. Ljónynjan hafði ekki matarlyst, svo Ijónapabbi át víst á sig óþrif. Það hallar degi. Eg fer til stórra blómsvæða til að freista, hvort ekki megi ná þar mynd. Eg stend við stóra tjörn, sem er alsett margskonar vatnajurtum og er að skipta um filmu. Þá kemur til mín ungur hermaður og biður mig að taka mynd af sér á sína vél, ásamt stúlku, sem með honum er. Þau settust á steinbekk og féllust í faðma. Maður verður að vanda sig við að taka mynd. Eg horfði þvi gaumgæfilega gegnum glerið, til þess að fá sem bezt samræmi í umhverfið og athöfnina. Eða kannske það liafi verið vegna þess, að það kostar 50 cent að sjá þvílíkt á bíó? Þegar eg var búinn að taka myndina, bauðst' hermaðurinn til að laka mynd af mér á mína vél. Eg valdi mér slöðu nálægt fallegum blóm- hring og setti mig í hálfgerðar sparistellingar. Hann vildi að eg settist á steinbekkinn — og, strákar, eg fékk að halda utan um liana. Við urðum samferða út, þá kynnti hann mér stúlk- una sem konuna sína. Eg veit ekki alveg hvernig mér er farið, en einhvernveginn fannst mér þetta eins og hálfgert hundsbit. Utan frá runnunum skammt frá, kváðu við hlátrasköll. Þarna voru smá-pottorinar að aka bil- um með vélum i. Þeir máttu fara 3 hringi fyrir 10 cents. Mér varð hugsað til drengjanna heima, sem draga á eftir sér klossa á lijólum og kalla slíkt bíla. Ætli þeir yrðu ekki fáanlegir tjl að verða bílstjórar hérna? Lítill naggur með gleraugu var í bíl þegar eg kom þangað. Hann var kjarklítill og þorði ekki að vélin yrði sett í gang. Varð umsjón- armaðurinn að ýta bílnum og slýrði jafnframt. Næstur á eftir var glottaralegur karl. Hann setti vélina sjálfur í gang og ók af stað. Þegar hálfnuð var 3ja umferðin fór bíllinn úr gangi vegna þess, að stráksi var svo hugfanginn af umhverfinu, en gætti þess ekki, se’m honum var nær. Hann brá þá hart við, setti í gang, steig bensínið í botn, en billinn þaut sem örskot á grind- verkið og valt um koll. Og strák- ur hló. Eg liélt lengra áfram. Á leið minni var líkneski af Henrik Ibsen. Það sér á að Norðmenu búa í þessum bæ. Eg kem niður að vatni. Þar var fólk úti á „vatnahestum“, sem eru eins- konar reiðhjól, og smárollingar lágu á maganum á bi’yggju, sem gengur út í vatnið, og voru að veiða smásíli. Meðal þeirra kenndi eg knapann, sein ók á grindurnar, og bauð eg honum út á vatn með mér. Við leigðum okkur eina vatns- dróg. Hún var „tvígeng“ og stig- um við hana þvi báðir. Honum féll ekkert lull, og þegar gus- urnar gengu yfir, þá brosti hann i kampinn. Eg spurði hann, hvað hann ætlaði, að verða, þegar hann yrði stór. Flugmaður og officeri, var svarið. Hann er hrifinn af MacArthur. En liann hnyklar brúnirnar, er minnzt er á Japani. Svipurinn verður harður sem stál. — Hann þyrfti að vera orðinn svolítið stærri, því svona karlar eru ekki á hverju strái. Svo fer eg lieim með spor- vagninum. Hann er fullur af ungu og sólbrenndu fólki, sem er að faxa frá Como Park. A leið minni sé eg nokkra stráka að leik. Eitthvað hefir slettzt upp á vinskapinn, þvi þeir rjúka saman og slást. Handtökin eru ákveðin og eftir atvikum sterk- leg. Þeir eru verðugir synir feðra sinna. Afar þeirra og langafar urðu að berjast við dýr merk- urinnar og Indíánana. Feðuf þeirra og eldri bræður berjast nú fyrir frelsi manna um alla jörð við nýtt afbrigði, dýrsins í mennskri mynd. Aftur sit eg uppi í herbergi mínu og maula brauð og hugsa um viðburði dagsins. Eg geri strik í bækurnar. Þeg- ár þú ert búinn að lesa hingað, máttu aftur fara út í Como Park. 20. mai 1942. A. J. Johnson: Fáein orð um skáldin fornu — forfeður rangæisku skáldanna. JON HALLSSON. Jón sýslumaður hefir líklega verið Rangæingur í húð og hár, sonur merkisbónda þar er Hall- ur hét Jónsson, og var nefndar- maður í Rangárþingi og dóms- maður á síðari hluta 15. aldar. Annars er framætt hans ókunn. Jón sýslum. mun vera fæddur nálægt 1470, og er talið að hann hafi á yngri árum verið sveinn Erlendar Erlendssonar sýslum. á Hlíðarenda (föður Vigfúsar lögm. og hirðstj. og konu sinn- ar Hólmfríðar — er siðar varð). Bendir þetta til, að hann hafi verið góðrar ættar. Hann varð sýslumaður í Rangárþingi 1522, eftir Vigfús lögnxann, og var það til dauðadags, um 1540. Um tíma a. m. k. hafði hann einnig sýsluvöld í Skaftafells- sýslu og Vestmannaeyjum. — ■Dómabók Jóns sýslum. er enn til á skinni. Nokkuru áður en hann varð sýslumaður, liefir hann kvænst Hólmfríði, en áður var hún gift Einari sýslumanni í Stóra Dal, syni Eyjólfs lögmanns. Sagnir herma að Einar hafi legið lengi sjúkur, og að á þeim tíma hafi orðið vingott á milli Jóns Halls- sonar og Hólmfríðar, — enda mun liann liafa gegnt embætti Einars í veikindum hans. Voru þau jafngömul, og hafa þekkst frá ungum á’rum, er hann vav sveinn föður hennar. Unx þetta leyti fæddist Erlendur sonur hennar, (síðar bóndi og lögsagn- ari á Stórólfshvoli, og tengda- faðir Ásm. Þorleifss. lögm. (sbr. ættarskrá G. G. III.), og var sá orðrómur á, að hann væri sonur Jóns, en ekki Einars. Hóhnfríð- ur vOdi ekki una þessu, tók sig til og reið vestur í Skálholt, til að sverja eið fyrir alla menn nema bónda sinn. En áður en hún fór af stað, er sagt að hún hafi lagt á ráð um það — vitan- lega í samráði við Jón — að liann skyldi fara í gerfi föru- karls, og vera á leið hennar til að bera hana yfir á eða torfæru. Er hún kom í Skálholt vann hún eið fyrir alla karlmenn, utan bónda sinn (Einar), og förukarl þann, sem hefði borið sig yfir torfæru, þvi hann hefði verið nokkuð nærgöngull. Féll jretta mál svo niður um tíma. En þeg- ar Einar maður hennar var dá- inn, meðgekk liún samband sitt við Jón fyrir Stefáni biskupi, og tóku þau bæði lausn af honuin fyrir brot sín, og giftust siðan, og bjuggu fyrst i Næfurholti (rétla nafnið er Næfraholt), en síðar á Eyvindarmúla, er Hólm- fríður fékk hjá Ögmundi bisk- upi fyrir Sandgerði á Miðnesi. Sú jörð hefir verið eign þessarar ættar síðan, þvi Eirikur á Múlá, sem er ættfaðir Múlamanna, var sonarsonur Hólmfríðar. Hefir

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.